Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 64

Morgunblaðið - 17.01.2001, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 17. JANÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK. SKÍÐASVÆÐIÐ í Bláfjöllum hefur verið lokað í viku sakir snjóleysis. Svæðið var opið fyrstu sex daga ársins en hefur verið lokað síðan. Grétar Þórisson, rekstrarstjóri skíðasvæðisins, sagði að vissulega vantaði skíðasnjóinn og ekki hjálp- aði hvassviðri síðustu daga til þar sem sá litli snjór sem þó félli fyki þegar í burtu. „Við vorum með snjó í lágmarki en hann er mestallur farinn enda máttum við ekkert við hláku og hvað þá asahláku eins og gerði á dögunum. Núna gengur á með élj- um og slyddu og það er nú ekki æskilegasta ofankoman. En þetta hefur oft verið svona, leiðinlegur janúar og stundum enn leiðinlegri febrúar en við höfum engar áhyggjur af þessu.“ Grétar sagði að vel hefði gengið fyrstu opnunardagana á nýju ári, það hefði verið mikil aðsókn og „rífandi stemmning“ í fjallinu. Grétar sagði að útlitið næstu daga væri annars þokkalegt og hann hefði trú á því að það færi senn að snjóa og lyfturnar yrðu opnaðar skíðaþyrstum höfuðborg- arbúum. „Annars hef ég nú sagt að það sé bara ágætt að gamla snjóinn hafi tekið upp, þetta var nátt- úrlega snjór frá síðustu öld og nú viljum við bara fá nýjan og betri snjó, við höfum mikla trú á nýald- arsnjónum.“ Morgunblaðið/RAX Þeir eru fáir sem kjósa að renna sér í brekkunum eftir langan hlýindakafla í Bláfjöllum. Auð jörð í Bláfjöllum eftir asahláku Vilja nýaldarsnjó KOSTNAÐUR við uppbygg- ingu flugvallar fyrir innan- landsflug, í Vatnsmýrinni í Reykjavík eða annars staðar, er áætlaður 4 til rúmlega 13 milljarðar króna, að því er fram kemur í greinargerð sem unnin hefur verið fyrir samvinnu- nefnd um svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins. Stefnt er að atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins 17. mars, að því er fram kom hjá Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur borgarstjóra á blaðamannafundi í gær þegar greinargerðin var kynnt. Dýrast á Lönguskerjum Af þeim kostum sem bornir eru saman í greinargerðinni er ódýrast að flytja innanlands- flugið til Keflavíkurflugvallar og byggja upp Reykjavíkur- flugvöll samkvæmt núgildandi skipulagi í Vatnsmýrinni. Dýr- ast er að byggja nýjan flugvöll á Lönguskerjum í Skerjafirði. Þegar tekið er tillit til þess ábata sem verður vegna lands sem hægt verður að taka til annarra nota við flutning Reykjavíkurflugvallar eða breytingar á honum og viðbót- arkostnaðar vegna flutnings farþega til Keflavíkurflugvallar breytist samanburðurinn nokk- uð. Þá verður ódýrast að byggja upp núverandi Reykja- víkurflugvöll. Nokkru dýrara er að flytja allt flug til Keflavík- ur, byggja upp nýjan flugvöll sunnan Hafnarfjarðar og færa aðra flugbraut Reykjavíkur- flugvallar út í Skerjafjörð. Áfram er langdýrast að byggja nýjan flugvöll úti í Skerjafirði. Nýr flug- völlur kostar sex til þrettán milljarða  Flugvöllur/6 Á VEGUM Viðskiptaháskólans á Bifröst er stefnt að því að unnt verði að hefja þriggja ára nám í viðskiptalögfræði í haust. Um er að ræða nýja námsbraut þar sem nemendur geta útskrifast með prófgráðu í viðskiptalögfræði. Að sögn Runólfs Ágústssonar, rektors Viðskiptaháskólans á Bif- röst, er markmiðið með náminu fólgið í að mennta stjórnendur með sérþekkingu á lagalegum þáttum viðskipta og rekstrar fyrir atvinnulíf og samfélag. „Með þessari nýjung er leitast við að svara þörf atvinnulífsins fyrir stjórnendur, sem bæði kunna skil á lögfræðilegum atriðum við- skipta og reksturs sem og við- skipta- og stjórnunarlegum atrið- um reksturs,“ segir Runólfur. Hann segir að nemendur, sem hafi lokið sambærilegu námi frá Við- skiptaháskólanum í Kaupmanna- höfn, hafi einkum farið í störf hjá fjármálafyrirtækjum og fyrirtækj- um á sviði upplýsingatækni, auk þess að vinna að ýmiss konar samningsgerð fyrir fyrirtæki. Seg- ir hann mikla eftirspurn hafa verið eftir nemendum með þessa mennt- un frá Kaupmannahöfn. Á vegum Viðskiptaháskólans á Bifröst starfar nú sérstakur sjö manna þróunarhópur, sem á m.a. að gera tillögur um innihald lög- fræðinámsins og á hann að skila þeim af sér til háskólastjórnar Viðskiptaháskólans á Bifröst fyrir 1. mars nk. Í hópnum eru auk Runólfs sjálfs, Bjarki Diego, lög- fræðingur hjá Kaupþingi, Bjarni Benediktsson, lögmaður hjá Lex ehf., Inga Þöll Þórgnýsdóttir, sjálfstætt starfandi lögmaður, Magnús Árni Magnússon, hag- fræðingur hjá Viðskiptaháskólan- um á Bifröst, Ólafur Nilsson, lög- giltur endurskoðandi hjá KPMG, og Ólöf Nordal, lögfræðingur hjá Verðbréfaþingi. Runólfur tekur fram að þótt Viðskiptaháskólinn boði með nýju námsbrautinni ákveðna samkeppni við lagadeild Háskóla Íslands, sé þó ekki um að ræða stutta útgáfu af hefðbundnu laganámi. „Það verður lögð áhersla á viðskipta- tengd fög, jafnhliða fögum á svið- um lögfræði. Það verður t.d. tæp- lega kenndur refsiréttur heldur einblínt á viðskiptarétt í víðu sam- hengi ásamt úrvali af grunnfögum í viðskiptafræði.“ Nám í viðskipta- lögfræði verður í boði á Bifröst MATVÆLARÁÐ kemur saman í dag þar sem verður rætt um inn- flutning nautalunda frá Írlandi fyr- ir jól og um drög að nýrri ramma- löggjöf um matvæli í Evrópu, sem tengist m.a. kúariðu sem komið hef- ur upp í Evrópu, að sögn Sjafnar Sigurgísladóttur, forstöðumanns matvælasviðs Hollustuverndar rík- isins. Í ráðinu eiga sæti fulltrúar Hollustuverndar, Fiskistofu og embættis Yfirdýralæknis. Einnig mun Haraldur Briem sóttvarna- læknir sitja fundinn. Við utandagskrárumræður á Al- þingi í gær gagnrýndu stjórnarand- stæðingar harðlega innflutning nautalunda frá Írlandi, vegna kúa- riðu sem greinst hefur þar í landi, og sögðu Guðna Ágústsson land- búnaðarráðherra bera pólitíska ábyrgð á því að sá innflutningur hefði verið heimilaður. Ráðherrann lagði áherslu á að hann myndi á næstu dögum fara yfir lög og reglur sem giltu um innflutning matvæla til landsins með þeim aðilum sem málið varðaði. Þegar því væri lokið myndi hann væntanlega leggja fram tillögur um úrbætur fyrir rík- isstjórn og landbúnaðarnefnd þingsins. Stjórnvöld sögð taka mikla og óþarfa áhættu Bændasamtökin afhentu land- búnaðarráðherra í gær bréf þar sem skorað er á hann að stöðva, a.m.k. tímabundið, allan innflutning á nautakjöti og unnum matvælum frá þeim löndum þar sem kúariða hefur greinst. Aðspurður hvort stjórnvöld verði við kröfum um stöðvun innflutnings á nautakjöti, sagði landbúnaðarráð- herra að fara þurfi að málinu með gát. Margrét Guðnadóttir, prófessor í veirufræðum við Háskóla Íslands, segir að miðað við bestu fáanlegu upplýsingar sem fyrir liggi hér á landi geti íslenskir neytendur óhræddir keypt kjöt frá innlendum framleiðendum. Hún telur stjórn- völd hins vegar vera að taka mikla og óþarfa áhættu með því að heim- ila innflutning á nautakjöti frá Ír- landi, sem og að flytja inn fóstur- vísa úr norskum kúm. Rangt sé að leika sér að eldinum á meðan ekki liggi fyrir meiri þekking um kúa- riðu og þann sjúkdóm, sem hún valdi. Innflutningur nautakjöts ræddur á Alþingi Matvælaráð fjallar um innflutninginn  Ólíklegt/32–33  Segja/10

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.