Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 1
24. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 30. JANÚAR 2001 Í ÞAÐ stefnir að kúariðufárið í Evr- ópusambandinu (ESB) muni sprengja landbúnaðarsjóði sam- bandsins og skapa gríðarlegar um- frambirgðir af nautakjöti sem eng- inn markaður er fyrir. Þetta fullyrti Franz Fischler, sem fer með land- búnaðarmál í framkvæmdastjórn ESB, á fundi með landbúnaðarráð- herrum aðildarríkjanna 15 í gær. „Ástandið er alvarlegra en við reiknuðum með í desember. Síðustu tölur um þróun markaðarins eru mikið áhyggjuefni,“ sagði Fischler; neyzla á nautakjöti í ESB-löndunum hefur dregizt saman um 27% frá því fyrir jól – í sumum þeirra hefur hún minnkað um helming – og æ fleiri lönd utan ESB hafa lagt bann við innflutningi nautakjöts þaðan. Finnland varð í gær tíunda landið í heiminum til að banna blóðgjafir frá fólki sem dvalið hefur langdvölum í Bretlandi á tímabilinu 1980 til 1996, sem varúðarráðstöfun vegna þess hugsanlega möguleika að fólk í þess- um hópi hefði neytt kúariðusmitaðs nautakjöts, en það getur valdið af- brigði af heilahrörnunarsjúkdómn- um Creutzfeldt-Jakob í mönnum. Kúariða í ESB Landbún- aðarsjóðir að sligast Brussel. AP, AFP. AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, kemur fyrir rétt og svarar til saka fyrir morð og mannrán í tengslum við herferð chileska hersins árið 1973 gegn pólitískum andstæðingum herforingjastjórnarinnar. Þetta fullyrti dómarinn Juan Guzman í gær, eftir að hann undirritaði ákæru á hendur Pinochet fyrir að hafa verið með- ábyrgur fyrir 18 mannránum og 57 morðum sem hinni svokölluðu „Lest dauðans“ er kennt um að hafa framið á fyrstu vikunum eftir valdatöku hers- höfðingjans í september 1973. „Lest dauðans“ var heiti á skipulagðri herferð sérsveitar hersins gegn andstöðu við hina nýju valdhafa. „Ég hef undirritað ákæruskjalið,“ var það eina sem Guzman vildi sjálfur segja blaðamönnum um málið í gær, en með þessu hefur hann virt að vett- ugi beiðni lögfræðinga Pinochets sem segja skjól- stæðing sinn ekki hæfan til réttarhalda vegna heilsubrests. Hann er nú 85 ára að aldri. Andstæðingar fagna Það voru lögfræðingar, sérhæfðir í mannrétt- indamálum, sem lásu úrskurð Guzmans um ákær- una og tilheyrandi handtökuskipun fyrir frétta- menn. Úrskurðurinn var sendur til dómstóls í Santiago. Úrskurðinum var fagnað mjög af and- stæðingum Pinochets, sem lengi hafa beðið eftir réttarhöldum yfir honum. Búist er við að verjendur Pinochets áfrýi úr- skurðinum. „Þetta er sögulegur dagur fyrir land vort,“ var haft eftir Isabel Allende, dóttur sósíal- istans Salvadors Allende sem Pinochet steypti af forsetastóli á sínum tíma. Pinochet var útskrifaður frá hersjúkrahúsinu í Santiago á laugardag eftir að hafa verið fluttur þangað í skyndingu á föstudag en jafnvel var talið að hann hefði fengið vægt heilablóðfall. Ekki var talin ástæða til lengri dvalar hans á sjúkrahúsinu. Guzman fyrirskipaði fangelsun Pinochets í fyrsta sinn 1. desember síðastliðinn. Hæstiréttur Chile ógilti þann úrskurð og sagði Guzman verða að yf- irheyra Pinochet og láta kanna andlega heilsu hans áður en réttarhöld gætu farið fram. Ef kom- ist verður að þeirri niðurstöðu að Pinochet sé van- heill á geðsmunum sleppur hann við réttarhöld. Pinochet birt ný ákæra í Chile Santiago. Reuters, AFP. LIÐSMÖNNUM björgunarsveita tókst í gær að ná tveimur drengjum og níræðri konu lifandi út úr húsa- rústum í bæjum í Gujarat-ríki á Vestur-Indlandi, þar sem gríðar- sterkur jarðskjálfti varð sl. föstudag. En þótt neyðaraðstoð væri byrjuð að berast víða að hafði hún í gær, fullum þremur sólarhringum eftir jarð- skjálftann, ekki enn borizt til margra minni bæja og þorpa á hamfara- svæðinu. Vonir um að fleiri kunni að finnast á lífi fara nú hratt þverrandi. Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, kom í gær til hins forna bæjar Bhuj í Gujarat. Tók hann undir fullyrðingar um að að- stoð væri sein að berast. „Það verður að hraða björgunarstarfinu,“ tjáði hann fréttamönnum. Indversk stjórnvöld áætla að yfir 20.000 manns hafi farizt í jarðskjálft- unum, en styrkleiki aðalskjálftans er talinn hafa verið 7,9 á Richters- kvarða. Eftirskjálftar héldu enn áfram að finnast á V-Indlandi í gær. Talsmenn indverska hersins sögðu að fleiri hermenn hefðu verið sendir til Gujarat til að aðstoða við björgunarstarf í afskekktari byggð- arlögum. Yfir 20.000 hermenn væru nú við neyðaraðstoðarstörf í ríkinu. Milljarðar í neyðaraðstoð og enduruppbyggingu Alþjóðabankinn tilkynnti að stjórn hans hefði ákveðið að veita tafarlaust 300 milljónir dollara, andvirði hátt í 26 milljarða króna, til hjálparstarfs- ins. Fjármálaráðherra Indlands, Yashwant Sinha, sagði á sunnudag að ríkisstjórnin áformaði að fara fram á eins milljarðs dollara lán frá Alþjóðabankanum og hálfan milljarð frá Asíska þróunarbankanum til að fjármagna enduruppbyggingu á hamfarasvæðinu. Vajpayee forsætis- ráðherra boðaði aðstoð af hálfu Ind- landsstjórnar fyrir fimm milljarða rúpía, andvirði um 9,3 milljarða króna. Bretar hétu 10 milljónum punda, 1.250 milljónum króna, til viðbótar við allt það sem fjöldi ann- arra ríkja hefur ákveðið að verja til hjálparstarfsins. Talið er að enduruppbygging á svæðinu muni kosta hundruð millj- arða króna, en Gujarat-ríki var eitt iðnvæddasta hérað Indlands. Björgunarlið skipað Indverjum og sjálfboðaliðum frá ýmsum öðrum löndum kepptist við að grafa lík út úr húsarústum og brenna þau, einkum í fjölmennustu borgunum í Gujarat, Bhuj og Ahmedabad. Ótti við hrun fleiri bygginga, nýja eftirskjálfta og farsóttir fylgdi hverri hreyfingu björgunarmannanna. AP Sweta Kumar, sjö mánaða gömul stúlka, liggur í örmum nágranna síns eftir að hafa verið bjargað úr rústum í bænum Bhachau. Hún lá þar í þrjá daga. Talið að yfir 20.000 manns hafi farizt í jarðskjálftunum á Indlandi Aðstoð berst seint til afskekktari byggða Bhuj. Reuters.  Splundraðar borgir/26 TILKYNNT var í gær, að á næstu þremur árum yrði 26.000 manns sagt upp störfum hjá bílasmiðjunum DaimlerChrysl- er í því skyni að stemma stigu við miklum taprekstri á Chrysl- er-deildinni. Verða uppsagnirn- ar því aðeins í Bandaríkjunum og Kanada en þær svara til 20% allra starfsmanna fyrirtækisins í Norður-Ameríku. Jürgen Schrempp, forstjóri DaimlerChrysler, sagði, að tap yrði á Chrysler á þessu ári og myndi taka tvö til fjögur ár að breyta því. Á þriðja fjórðungi liðins árs tapaði Chrysler 43,5 milljörðum ísl. kr. en talið er, að tapið kunni að hafa verið allt að 110,5 milljarðar kr. á síðasta ársfjórðungnum. Chrysler segir upp 26.000 Auburn Hills. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.