Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 1
24. TBL. 89. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 30. JANÚAR 2001
Í ÞAÐ stefnir að kúariðufárið í Evr-
ópusambandinu (ESB) muni
sprengja landbúnaðarsjóði sam-
bandsins og skapa gríðarlegar um-
frambirgðir af nautakjöti sem eng-
inn markaður er fyrir. Þetta fullyrti
Franz Fischler, sem fer með land-
búnaðarmál í framkvæmdastjórn
ESB, á fundi með landbúnaðarráð-
herrum aðildarríkjanna 15 í gær.
„Ástandið er alvarlegra en við
reiknuðum með í desember. Síðustu
tölur um þróun markaðarins eru
mikið áhyggjuefni,“ sagði Fischler;
neyzla á nautakjöti í ESB-löndunum
hefur dregizt saman um 27% frá því
fyrir jól – í sumum þeirra hefur hún
minnkað um helming – og æ fleiri
lönd utan ESB hafa lagt bann við
innflutningi nautakjöts þaðan.
Finnland varð í gær tíunda landið í
heiminum til að banna blóðgjafir frá
fólki sem dvalið hefur langdvölum í
Bretlandi á tímabilinu 1980 til 1996,
sem varúðarráðstöfun vegna þess
hugsanlega möguleika að fólk í þess-
um hópi hefði neytt kúariðusmitaðs
nautakjöts, en það getur valdið af-
brigði af heilahrörnunarsjúkdómn-
um Creutzfeldt-Jakob í mönnum.
Kúariða í ESB
Landbún-
aðarsjóðir
að sligast
Brussel. AP, AFP.
AUGUSTO Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í
Chile, kemur fyrir rétt og svarar til saka fyrir
morð og mannrán í tengslum við herferð chileska
hersins árið 1973 gegn pólitískum andstæðingum
herforingjastjórnarinnar. Þetta fullyrti dómarinn
Juan Guzman í gær, eftir að hann undirritaði
ákæru á hendur Pinochet fyrir að hafa verið með-
ábyrgur fyrir 18 mannránum og 57 morðum sem
hinni svokölluðu „Lest dauðans“ er kennt um að
hafa framið á fyrstu vikunum eftir valdatöku hers-
höfðingjans í september 1973. „Lest dauðans“ var
heiti á skipulagðri herferð sérsveitar hersins gegn
andstöðu við hina nýju valdhafa.
„Ég hef undirritað ákæruskjalið,“ var það eina
sem Guzman vildi sjálfur segja blaðamönnum um
málið í gær, en með þessu hefur hann virt að vett-
ugi beiðni lögfræðinga Pinochets sem segja skjól-
stæðing sinn ekki hæfan til réttarhalda vegna
heilsubrests. Hann er nú 85 ára að aldri.
Andstæðingar fagna
Það voru lögfræðingar, sérhæfðir í mannrétt-
indamálum, sem lásu úrskurð Guzmans um ákær-
una og tilheyrandi handtökuskipun fyrir frétta-
menn. Úrskurðurinn var sendur til dómstóls í
Santiago. Úrskurðinum var fagnað mjög af and-
stæðingum Pinochets, sem lengi hafa beðið eftir
réttarhöldum yfir honum.
Búist er við að verjendur Pinochets áfrýi úr-
skurðinum. „Þetta er sögulegur dagur fyrir land
vort,“ var haft eftir Isabel Allende, dóttur sósíal-
istans Salvadors Allende sem Pinochet steypti af
forsetastóli á sínum tíma.
Pinochet var útskrifaður frá hersjúkrahúsinu í
Santiago á laugardag eftir að hafa verið fluttur
þangað í skyndingu á föstudag en jafnvel var talið
að hann hefði fengið vægt heilablóðfall. Ekki var
talin ástæða til lengri dvalar hans á sjúkrahúsinu.
Guzman fyrirskipaði fangelsun Pinochets í fyrsta
sinn 1. desember síðastliðinn. Hæstiréttur Chile
ógilti þann úrskurð og sagði Guzman verða að yf-
irheyra Pinochet og láta kanna andlega heilsu
hans áður en réttarhöld gætu farið fram. Ef kom-
ist verður að þeirri niðurstöðu að Pinochet sé van-
heill á geðsmunum sleppur hann við réttarhöld.
Pinochet birt ný ákæra í Chile
Santiago. Reuters, AFP.
LIÐSMÖNNUM björgunarsveita
tókst í gær að ná tveimur drengjum
og níræðri konu lifandi út úr húsa-
rústum í bæjum í Gujarat-ríki á
Vestur-Indlandi, þar sem gríðar-
sterkur jarðskjálfti varð sl. föstudag.
En þótt neyðaraðstoð væri byrjuð að
berast víða að hafði hún í gær, fullum
þremur sólarhringum eftir jarð-
skjálftann, ekki enn borizt til margra
minni bæja og þorpa á hamfara-
svæðinu. Vonir um að fleiri kunni að
finnast á lífi fara nú hratt þverrandi.
Atal Behari Vajpayee, forsætis-
ráðherra Indlands, kom í gær til hins
forna bæjar Bhuj í Gujarat. Tók
hann undir fullyrðingar um að að-
stoð væri sein að berast. „Það verður
að hraða björgunarstarfinu,“ tjáði
hann fréttamönnum.
Indversk stjórnvöld áætla að yfir
20.000 manns hafi farizt í jarðskjálft-
unum, en styrkleiki aðalskjálftans er
talinn hafa verið 7,9 á Richters-
kvarða. Eftirskjálftar héldu enn
áfram að finnast á V-Indlandi í gær.
Talsmenn indverska hersins
sögðu að fleiri hermenn hefðu verið
sendir til Gujarat til að aðstoða við
björgunarstarf í afskekktari byggð-
arlögum. Yfir 20.000 hermenn væru
nú við neyðaraðstoðarstörf í ríkinu.
Milljarðar í neyðaraðstoð
og enduruppbyggingu
Alþjóðabankinn tilkynnti að stjórn
hans hefði ákveðið að veita tafarlaust
300 milljónir dollara, andvirði hátt í
26 milljarða króna, til hjálparstarfs-
ins. Fjármálaráðherra Indlands,
Yashwant Sinha, sagði á sunnudag
að ríkisstjórnin áformaði að fara
fram á eins milljarðs dollara lán frá
Alþjóðabankanum og hálfan milljarð
frá Asíska þróunarbankanum til að
fjármagna enduruppbyggingu á
hamfarasvæðinu. Vajpayee forsætis-
ráðherra boðaði aðstoð af hálfu Ind-
landsstjórnar fyrir fimm milljarða
rúpía, andvirði um 9,3 milljarða
króna. Bretar hétu 10 milljónum
punda, 1.250 milljónum króna, til
viðbótar við allt það sem fjöldi ann-
arra ríkja hefur ákveðið að verja til
hjálparstarfsins.
Talið er að enduruppbygging á
svæðinu muni kosta hundruð millj-
arða króna, en Gujarat-ríki var eitt
iðnvæddasta hérað Indlands.
Björgunarlið skipað Indverjum og
sjálfboðaliðum frá ýmsum öðrum
löndum kepptist við að grafa lík út úr
húsarústum og brenna þau, einkum í
fjölmennustu borgunum í Gujarat,
Bhuj og Ahmedabad. Ótti við hrun
fleiri bygginga, nýja eftirskjálfta og
farsóttir fylgdi hverri hreyfingu
björgunarmannanna.
AP
Sweta Kumar, sjö mánaða gömul stúlka, liggur í örmum nágranna síns eftir að hafa verið bjargað úr rústum í bænum Bhachau. Hún lá þar í þrjá daga.
Talið að yfir 20.000 manns hafi farizt í jarðskjálftunum á Indlandi
Aðstoð berst seint til
afskekktari byggða
Bhuj. Reuters.
Splundraðar borgir/26
TILKYNNT var í gær, að á
næstu þremur árum yrði 26.000
manns sagt upp störfum hjá
bílasmiðjunum DaimlerChrysl-
er í því skyni að stemma stigu
við miklum taprekstri á Chrysl-
er-deildinni. Verða uppsagnirn-
ar því aðeins í Bandaríkjunum
og Kanada en þær svara til 20%
allra starfsmanna fyrirtækisins
í Norður-Ameríku.
Jürgen Schrempp, forstjóri
DaimlerChrysler, sagði, að tap
yrði á Chrysler á þessu ári og
myndi taka tvö til fjögur ár að
breyta því. Á þriðja fjórðungi
liðins árs tapaði Chrysler 43,5
milljörðum ísl. kr. en talið er, að
tapið kunni að hafa verið allt að
110,5 milljarðar kr. á síðasta
ársfjórðungnum.
Chrysler
segir upp
26.000
Auburn Hills. AP.