Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR 2 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.isTryggvi Guðmundsson skoraði í fyrsta leik með Stabæk / B1 Taugastríðið við Júgóslava hafið í Toulouse / B5 16 SÍÐUR48 SÍÐUR Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM KRISTINN Olsen, einn frumkvöðla flugsins á Íslandi og stofnenda Loftleiða, lést á Land- spítala – háskólasjúkra- húsi í Fossvogi sunnu- daginn 28. janúar sl., 83 ára að aldri. Kristinn var fæddur 24. júní árið 1917 á Þormóðsstöðum í Reykjavík, næstelstur barna þeirra Jentofts Olsen og Ingiríðar Lýðsdóttur. Flugið höfðaði snemma til Kristins sem hóf flugnám í Kan- ada árið 1941 í flugskóla Konna Jó- hannessonar í Winnipeg. Þaðan út- skrifaðist hann með atvinnuflug- mannspróf árið 1943. Meðfram flugnámi, og síðar að því loknu, starf- aði Kristinn fyrir kanadíska herinn við að æfa flugmenn á sprengjuvélum fyrir átökin í seinni heimsstyrjöldinni. Kristinn kom heim frá flugnámi í Kanada og stofnaði Loftleiðir árið 1944 ásamt Alfreð Elíassyni og Sig- urði Ólafssyni. Eftir að innanlands- flugi félagsins lauk nokkrum árum síðar sneru Kristinn og félagar sér al- farið að millilandafluginu með kaup- um á vélunum Heklu og síðar Geysi. Kristinn var flugmaður í fyrstu ferð Loftleiða til Bandaríkj- anna í ágúst 1948 og ár- ið 1951 var hann einn aðalhvatamaðurinn að björgun skíðavélarinn- ar sem varð eftir á Vatnajökli árið 1950 við björgun flugvélarinnar Geysis. Kristinn var flug- stjóri þegar fyrsta Loft- leiðavélin lenti í Lúxem- borg í maí 1955. Hann flaug nær samfellt í 15 ár yfir Norður-Atlants- hafið með viðkomu á Ís- landi, eða þar til hann hætti að fljúga árið 1970 og hóf störf við flugdeild og bílaleigurekstur Loft- leiða. Kristinn sat í stjórn Loftleiða lengst af frá stofnun félagsins og sam- fellt frá árinu 1953 til 1973 þegar Loftleiðir og Flugfélag Íslands sam- einuðust í Flugleiðir. Eftir samein- inguna sat hann um árabil í stjórn Flugleiða. Kristinn hlaut fjölmargar viður- kenningar fyrir störf sín að flugmál- um og ber íslensku fálkaorðuna þar hæst. Kristinn kvæntist Ingibjörgu Dungal árið 1967 og gekk tveimur börnum hennar í föðurstað. Ingibjörg lést árið 1995. KRISTINN OLSEN Andlát BÚIST er við að það skýrist í dag hvort Skipaafgreiðslan á Húsavík tekur rekstur Íslensks harðviðar ehf. á leigu, en það fyrirtæki var úrskurðað gjaldþrota í síðustu viku. Engin starfsemi hefur verið hjá fyrirtækinu í heila viku. Að sögn Helga Pálssonar, framkvæmda- stjóra Skipaafgreiðslunnar, er beð- ið eftir svari frá eistnesku fyrirtæki sem á trjábolina sem notaðir eru í vinnsluna. Áður en Íslenskur harðviður varð gjaldþrota hafði Skipaaf- greiðslan sýnt því áhuga að leggja hlutafé í fyrirtækið. Helgi sagði að stjórnendur Skipaafgreiðslunnar þekktu því til rekstrarins. Skipa- afgreiðslan framleiðir m.a. bretti auk þess að sinna almennri skipa- afgreiðslu. Helgi sagði að flestallir þættir þessa máls væru komnir á hreint. Eftir væri þó að ganga frá end- anlegu samkomulagi við skipta- stjóra, en það réðist af svari frá fyrirtækinu sem ætti trjábolina. 8–10 menn fengju vinnu Helgi sagði að ef Skipaafgreiðsl- an tæki rekstur fyrirtækisins á leigu fengju 8–10 menn vinnu, en 20 menn störfuðu hjá fyrirtækinu áður en það varð gjaldþrota. Vegna fjárhagserfiðleika Ís- lensks harðviðar hafði verið dregið að taka ákvörðun um frekari inn- kaup á timbri. Helgi sagði að um 300 rúmmetrar af óunnu efni væru til á Húsavík og það dygði til þriggja mánaða vinnslu. Hann sagði nauðsynlegt að taka sem fyrst ákvörðun um innkaup á timb- urbolum ef halda ætti rekstrinum áfram. Á landinu væri núna stadd- ur umboðsaðili frá Bandaríkjunum sem selt hefði Íslenskum harðviði timbur, en menn væru sammála um að besta hráefnið kæmi þaðan. Helgi sagði að það þyrfti helst að taka endanlegar ákvarðanir um reksturinn sem fyrst. Það hefði ekki verið markmið Skipaafgreiðsl- unnar að eignast Íslenskan harðvið. Hann sagðist vera þeirrar skoð- unar að ef stofna ætti nýtt fyr- irtæki sem keypti eignir þrotabús- ins þá væri verð eignanna lykilatriði. Hann sagðist efast um að reksturinn þyldi mikinn fjár- magnskostnað. Hafni eistneska fyrirtækið tilboði Skipaafgreiðslunnar í trjábolina verður það að öllum líkindum að ná sjálft í bolina og kosta flutning þeirra til nýs kaupanda í Evrópu. Vill taka Íslenskan harðvið á leigu FAXI RE kom til Reykjavíkur í gærkvöld með um 1.500 tonn af loðnu og er þetta fyrsta loðnan sem Faxamjöl hf. fær á vertíð- inni. Faxi landaði um 700 tonnum í bræðslu á Eskifirði fyrir viku en bræla hefur truflað veiðarnar að undanförnu. „Þetta hefur verið kropp í trollið,“ segir Ólafur Einarsson, skipstjóri á Faxa, „en ágætis veiði var hjá nótaskipunum að- faranótt sunnudags.“ Loðnan fékkst út af Þórsbanka, um 90 mílur austur af Eystrahorni. Skipið er nýkomið úr gagn- gerum breytingum í Póllandi og segir Ólafur að öll aðstaða sé allt önnur og betri. Skipið er mun öflugra, gengur hraðar og tog- krafturinn er mun meiri en áður. „Það er geysilegur munur á allri aðstöðu fyrir trollið, afli á vélum og spilum. Það er í raun ekki hægt að líkja þessu saman,“ segir hann. Morgunblaðið/Kristinn Faxi RE með fyrstu loðnuna til Reykjavíkur FIMM manns voru fluttir á sjúkra- húsið á Egilsstöðum eftir að lög- reglubíll frá Vopnafirði valt á Jök- uldal, rétt norðan við Hjarðarhaga, upp úr klukkan hálffimm í gærdag. Tveir sjúkrabílar fluttu bílstjóra og farþega lögreglubílsins til Egils- staða en enginn þeirra er talinn hafa slasast alvarlega. Lögreglubíllinn var á leið frá Eg- ilsstöðum til Vopnafjarðar er óhapp- ið átti sér stað, en að sögn lögreglu- manna frá Seyðisfirði er óljóst hvers vegna bíllinn valt og hafnaði á hvolfi í vegarkantinum. Kallað var eftir aðstoð lögreglu, sjúkraliðs og slökkviliðs sem sendi tækjabíl á vettvang en ekki kom til þess að nota þyrfti búnað hans til að koma fólkinu út úr bílnum. Lögreglubíll valt út af BEIÐNIR um nauðungarsölu öku- tækja til sýslumannsins í Reykja- vík voru 3.882 í fyrra og hafa aldr- ei verið fleiri. Jafnframt hafa aldrei selst jafnmörg ökutæki á uppboðum sýslumannsembættisins og í fyrra, eða 669. Til samanburð- ar má nefna að árið 1999 voru lagðar inn til sýslumannsembætt- isins 3.250 nýjar beiðnir og 514 ökutæki voru seld nauðungarsölu. Sé farið enn lengra aftur í tímann voru 550 ökutæki seld nauðung- arsölu árið 1998 og 492 árið þar á undan. Að sögn Úlfars Lúðvíkssonar, deildarstjóra fullnustudeildar sýslumannsembættisins, bera töl- urnar með sér að vanskil hafi ber- sýnilega aukist í bifreiðaviðskipt- um og því framkvæmdar fleiri vörslusviptingar en áður. Gerðar- beiðendur eru í flestum tilfellum lánveitendur, s.s. tryggingafélög og bifreiðaumboð eða aðrir sem eiga veðrétt í viðkomandi lausa- fjármunum. Að sögn Úlfars hafa gerðarbeiðendur þó ekki þurft að biðja sýslumann um aðstoð við framkvæmd vörslusviptingar í rúm 2 ár. Það sé einungis gert að kröfu gerðarbeiðanda þegar umráðamað- ur ökutækis neitar að láta af hendi ökutæki eða þá lausafjármuni sem um ræðir. Lögreglu er skylt að verða við tilmælum sýslumanns um að framfylgja ákvörðun hans í þessum efnum. Einungis lögregla hefur heimild til að beita valdi eft- ir ákvörðun sýslumanns. Vanskil í bifreiðaviðskiptum hafa stóraukist í Reykjavík undanfarið 669 bílar seldir á uppboði í fyrra
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.