Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Námskeið í sjálfsstyrkingu Vilja efla ein- stæða foreldra Í BYRJUN febrúar feraf stað hópnámskeið ísjálfsstyrkingu fyrir félagsmenn í Félagi ein- stæðra foreldra. Þrír félagsráðgjafar standa að námskeiðinu, Oktavía Guðmundsdóttir, Sigríður Jenný Guðmundsdóttir og Sigurlaug Hauksdóttir, allar starfandi á Landspít- alanum – háskólasjúkra- húsi. Oktavía Guðmunds- dóttir var spurð um markmið þessa nám- skeiðs. „Hugmyndin spratt út frá því að ég hef starfað fyrir Félag einstæðra for- eldra síðastliðin sex ár, þar sem félagsmönnum í félaginu stendur til boða ráðgjöf hjá félagsráðgjafa og/eða lögfræðingi. Það hefur lengi verið í farvatninu að setja á laggirnar námskeið af þessu tagi fyrir félagsmenn þar sem talið hefur verið að þörf hafi verið fyr- ir slíkt.“ – Hvers vegna er þessi þörf fyrir hendi fyrir þennan hóp sér- staklega? „Markmiðið með sjálfsstyrk- ingarnámskeiðinu er það að hver maður taki eins mikla ábyrgð á lífi sínu og kostur er. Unnið verð- ur með að gefa innsýn í hvaða þættir það séu sem hafi áhrif á sjálfstraust, hvernig hægt sé að byggja upp sjálfstraust og hverj- ar séu helstu leiðir til þess að hindra það að fólk missi sjálfs- traust. Eins og orðið sjálfsstyrk- ing felur í sér er merking þess að einstaklingur styrki sjálfan sig til að stuðla að betri lífsgæðum. Ein- stæðir foreldrar hafa alltaf fleiri verkefni á sinni könnu en þar sem báðir foreldrar eru til að deila með sér ábyrgð, verkefnum og það að taka stærri ákvarðanir. Það getur svo leitt til þess að ein- stæðir foreldrar einangrist, ekki síst þeir sem hafa lítinn stuðning frá hinu foreldri barnsins, frá stórfjölskyldu eða annars staðar frá. Það er því t.d. mikilvægt að ná til þeirra og fyrir þá að hitta aðra foreldra í svipaðri aðstöðu. Það getur reynst þeim gagnlegt og jafnvel leitt af sér að að fundn- ar verði nýjar leiðir til að byggja sig upp.“ – Hvernig er svona námskeið byggt upp? „Sálræn styrking er rauði þráðurinn í sjálfsstyrkingarnám- skeiði og stuðlað verður að því að betri árangur náist í lífinu og í samskiptum við annað fólk. Sjálfsþekking og sjálfsöryggi eru mikilvægir þættir í sjálfsstyrk- ingu. Það er nauðsynlegt að þekkja bæði kosti sína og galla, styrk sinn og veikleika og líka að hugleiða hvaða áhrif hegðun okk- ar og viðbrögð hafa á öll okkar samskipti við aðra. Það getur aldrei verið annað en gagnlegt að staldra við og hugleiða hlut sinn í samskiptum við aðra, hvað mann- eskjan er ánægð með og hvað valdi óánægju og kvíða. Að vinna með það að tileinka sér breytta lífssýn og já- kvæðan hugsunarhátt er mikilvægt til þess að öðlast sjálfsstyrk. Það er einnig mikil- vægt að setja sér markmið eftir að hafa gert sér grein fyrir hverju sé sóst eftir og vinna að þeim markmiðum hægt en ákveðið.“ – Þið eru þrír félagsráðgjafar sem standið að þessu námskeiði, hvernig skiptið þið með ykkur verkum? „Námskeiðið hefst eins og fyrr sagði í byrjun febrúar og verður á laugardögum milli klukkan 11 og 12.30, átta skipti alls, á Lauga- vegi 3 á II. hæð. Við skiptum með okkur verkum á þann hátt að við vinnum allar undirbúningsvinn- una en verðum mest megnis tvær og tvær hverju sinni. Við höfum allar mjög langa starfsreynslu sem getur nýst okkur við þennan undirbúning. Þetta er fyrsta námskeiðið okkar saman í sjálfs- styrkingu en allar höfum við áður unnið með hópa. Við sóttum um styrk til stjórnar Félags ein- stæðra foreldra til þess að geta látið þetta námskeið verða að veruleika. Félagsmenn í Félagi einstæðra foreldra fá námskeiðið því niðurgreitt og greiða kr. 4.000 fyrir allt námskeiðið.“ – Leita margir félagsmenn til félagsráðgjafa? „Ráðgjöfin er opin einu sinni í viku milli kl. 17 og 20 á þriðjudög- um. Það er nánast alltaf fullbók- að. Félagsmenn sem búa úti á landsbyggðinni geta hringt og pantað símaviðtal.“ – Hvað er fólk helst að ráðfæra sig við þig um? „Algengast er að fólk komi út af húsnæðismálum, fjárhagsörð- ugleikum og ágreiningsmálum varðandi umgengni barna við það foreldri sem ekki hefur forsjá barnsins. Þá er kallað á það for- eldri sem ekki hefur forsjána og reynt er að hjálpa fólki að gera umgengnisréttarsamning. Að þessum málum koma bæði ég og lögfræðingur félags- ins.“ – Hafa margir ein- stæðir foreldrar skert sjálfstraust? „Einstæðir foreldr- ar sem hafa leitað til mín eru margir hverjir alveg óskaplega dug- legt fólk en lífið hjá þessu fólki er oft mjög erfitt, það þarf af fjár- hagsástæðum að vinna mjög mik- ið og hefur því lítinn tíma fyrir sjálft sig og börn sín. Svo eru aðr- ir sem fara aðra leið, fá félagslega aðstoð sem að mínu mati er ekki heppileg í langan tíma í senn.“ Oktavía Guðmundsdóttir  Oktovía Guðmundsdóttir fæddist 9.9. 1951 í Reykjavík. Hún lauk félagsráðgjafanámi frá Danmörku 1983. Hún hefur starfað sem félagsráðgjafi síðan, bæði í Kaupmannahöfn en lengst af í Reykjavík. Hún starfar nú á Landspítalanum – háskóla- sjúkrahúsi á barna- og unglinga- geðdeild auk þess sem hún sinnir ráðgjöf við félagsmenn í Félagi einstæðra foreldra. Oktavía er gift Ólafi Torfasyni kerfisfræð- ingi og eiga þau samtals fimm börn. Sjálfsþekking og sjálfs- öryggi eru mikilvægir þættir í sjálfs- styrkingu Þið hafið aldeilis tekið ykkur á hjá póstinum, svarið bara komið og ég ekki hálfnaður að skrifa bréfið. EF kemur til verkfalls flugumferð- arstjóra munu 32 úr þeirra hópi ann- ast lágmarksflugumferðarþjónustu. Samþykkt hefur verið að boða til verkfalls en óvíst hvænær af því verður. Í flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík, þaðan sem alþjóðaflug- inu er stýrt, myndi um fjórðungur starfsmanna annast þjónustu en þar yrðu ellefu flugumferðarstjórar á vöktum í verkfalli. Verkfall hefði veruleg áhrif á alþjóðaflug og myndi leiða af sér ýmsar tafir og hindranir á því. Tíu flugumferðarstjórar yrðu í flugturninum í Reykjavík, í Vest- mannaeyjum tveir til þrír, í Keflavík fimm og fjórir á Akureyri. Verkfall flug- umferðarstjóra Lágmarks- þjónusta verður veitt SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var í gær kvatt að nýbyggingu í Spönginni í Grafarvogi. Kveikt hafði verið í tunnu með svokallaðri móta- olíu upp við húsið. Af varð mikill reykur en litlar skemmdir. Slökkviliðinu barst tilkynning skömmu eftir hádegi um að spreng- ing hefði orðið við húsið og þar væri mikill reykur. Bílar frá öllum stöðv- um slökkviliðsins voru kallaðir út en fljótlega varð ljóst að eldurinn var minniháttar og var þá flestum bíl- unum snúið við. Eldurinn var að mestu kulnaður þegar slökkviliðið kom á staðinn. Spöngin í Grafarvogi Mikill reyk- ur þegar kveikt var í mótaolíu ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.