Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 12
FRÉTTIR
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Skipholti 35 sími 588 1955
King
Koil
Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum
Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með
King Koil heilsudýnunum.
Amerískar lúxus
heilsudýnur
Útsala Útsala
STJÓRN Læknafélags Íslands hefur samþykkt
ályktun þar sem mótmælt er harðlega reglugerð
sem tók gildi um áramótin um þátttöku Trygg-
ingastofnunar í kostnaði svonefndra S-merktra
lyfja, þ.e. lyfja sem fást eingöngu á sjúkrahúsum
og heilsugæslustöðvum. Samkvæmt reglugerðinni
mun Tryggingastofnun hætta að greiða þessi lyf
niður og verður fjármagn flutt til viðkomandi
sjúkrahúsa þar sem ákvörðun um meðferð er tek-
in. Stjórn Læknafélagsins telur að breytingin
muni þrengja aðgengi að fjölmörgum lyfjum sem
leiði til mismununar milli fólks eftir því hvaða
sjúkdómum það er haldið og hvar það býr á land-
inu. Telja læknarnir engin rök hafa komið fram af
hálfu hins opinbera sem réttlætir þetta og átelja
þeir að ekkert samráð hafi verið haft við samtök
sjúklinga, lækna eða lyfjafræðinga í svo veiga-
miklu máli.
Sigurður Björnsson krabbameinslæknir á sæti í
stjórn Læknafélagsins. Hann sagði við Morgun-
blaðið að málið væri grafalvarlegt og snerti stóran
hóp sjúklinga sem væri nú í mikilli óvissu. Um
væri að ræða 650-700 lyf sem Tryggingastofnun
hefði áður tekið þátt í að greiða fyrir fólk utan
sjúkrahúsin. Nú þyrftu sjúklingar að leita til apó-
teka á stóru sjúkrahúsunum, sem væru tvö hjá
Landspítalanum í Reykjavík og eitt á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri. Sigurður sagðist ekki
vera lögfróður maður en efaðist þó um að reglu-
gerðin stæðist lög.
„Það er verið að mismuna fólki eftir sjúkdóm-
um. Ég stunda aðallega fólk sem er með krabba-
mein og nær öll lyf sem tengjast krabbameins-
meðferð eru allt í einu komin í þennan S-merkta
flokk sem aðeins má nota inni á sjúkrahúsum.
Núna eru krabbameinssjúklingar teknir út og eru
allt öðruvísi tryggðir en annað fólk á Íslandi. Þetta
fólk þarf að eiga það undir fjársveltum sjúkra-
húsum hvort það fær lyfin sem með þarf, á meðan
aðrir þegnar landsins geta fengið sín lyf úr apó-
tekum og greidd af Tryggingastofnun,“ sagði Sig-
urður og bætti því við að reglugerðin mismunaði
fólki einnig eftir búsetu. Þeir sem ekki byggju í
Reykjavík eða Akureyri ættu erfiðara um vik að
nálgast þessi lyf.
Ekkert samráð haft
Sigurður sagði rökstuðning af hálfu hins op-
inbera ekki hafa komið fram ennþá. Ekki dygði að
segja að lyfin væru flókin og kölluðu á svo erfiða
og vandaða meðferð að
hún gæti aðeins farið fram á sjúkrahúsum. Sig-
urður sagði að með þessu væri verið að gefa í skyn
að læknisfræði utan sjúkrahúsa væri annars
flokks; án öryggis, varkárni og sérfræðiþekking-
ar. „Þessi röksemdafærsla nægir engan veginn til
að réttlæta þessar breytingar,“ sagði Sigurður.
Eins og áður sagði átaldi stjórn Læknafélagsins
að ekkert samráð hefði verið haft um þessar
breytingar. Um þetta sagði Sigurður að fyrir einu
og hálfu ári hefði spurst út að svona breytingar
stæðu fyrir dyrum, einkum er varðaði lyfjameð-
ferð við krabbameini. Þá hefðu nokkrir sérfræð-
ingar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, nú Landspítalan-
um í Fossvogi, ritað greinargerð sem borist hefði
heilbrigðisyfirvöldum. Meðal annars hefði stjórn
sjúkrahússins tekið undir með sérfræðingunum
með þeim orðum að apótek sjúkrahússins væri á
engan hátt í stakk búið til að taka þessa þjónustu
að sér.
„Þessar bréfaskriftir fóru bara í aðra áttina, frá
okkur til stjórnar sjúkrahússins og einnig til
Tryggingastofnunar og heilbrigðisráðuneytisins.
Við fengum aldrei svar, vorum aldrei beðnir um að
koma til viðræðna og lásum fyrst um þessar breyt-
ingar í blöðunum. Apótekin á sjúkrahúsunum og
almenn apótek voru heldur ekki höfð með í ráð-
um,“ sagði Sigurður.
Stjórn Læknafélagsins mótmælir harðlega nýrri reglugerð um S-merkt lyf
Mismunar fólki eftir
sjúkdómum og búsetu
ÞRÍR gamalreyndir starfsmenn
Sjálfstæðisflokksins létu af störf-
um hjá flokknum um síðustu ára-
mót og var þeim haldið kveðjuhóf
í Valhöll á laugardaginn þar sem
haldnar voru ræður og þeim
færðar gjafir vegna tímamótanna.
Davíð Oddsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, ávarpar hér þau
Má Jóhannsson, Kristínu Guðjóns-
dóttur og Hilmar Guðlaugsson. Á
milli Más og Kristínar stendur
Kjartan Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokks-
ins.
Morgunblaðið/Gunnar Vigfússon
Gamalreyndir starfsmenn kvaddir
BETUR fór en á horfðist þegar
14 ára piltur lenti með báða fætur
undir snjótroðara á skíðasvæði
Tindastóls um hádegið á sunnu-
dag.
Að sögn lögreglunnar á Sauð-
árkróki var ökumaður snjótroð-
arans að útbúa stökkball fyrir
snjóbrettakappa. Pilturinn renndi
sér í slóð troðarans en missti
jafnvægið og datt. Ökumaðurinn
sá ekki drenginn og bakkaði yfir
báðar fætur hans. Það varð
drengnum til happs að ökumað-
urinn beygði af einhverjum
ástæðum frá drengnum en að
öðrum kosti hefði hann ekið beint
yfir hann. Þá hafði snjóað á
skíðasvæðinu og fætur piltsins
grófust því niður í mjúka fönnina.
Einnig er talið að snjóbrettið og
góður skóbúnaður hafi hlíft hon-
um.
Að sögn lögreglu brugðust
starfsmenn skíðasvæðisins fljótt
og vel við og hlúðu að piltinum
þar til sjúkrabifreið kom á stað-
inn. Pilturinn var fluttur á Heil-
brigðisstofnunina á Sauðárkróki.
Hann reyndist tognaður, marinn
á fótum og skrámaður en að öðru
leyti ómeiddur.
Skíðasvæði Tindastóls á Sauðárkróki
Snjótroðari bakk-
aði yfir fætur á pilti
TVEIR karlmenn á þrítugsaldri
hafa viðurkennt að hafa stolið og
skemmt tvær jeppabifreiðar frá
bænum Hvalnesi í Lónssveit í Aust-
ur-Skaftafellssýslu aðfaranótt
sunnudags. Annar mannanna er
grunaður um að hafa kveikt í íbúðar-
húsinu í Hvalnesi fyrir um tveimur
vikum.
Jepparnir, sem mennirnir tóku
ófrjálsri hendi, voru í geymslu við
bæinn og hvorugur þeirra er með
skráningarnúmer. Annar jeppanna
var reyndar óökufær og því brugðu
mennirnir á það ráð að láta hinn
jeppann draga hann. Mennirnir óku
þeim um tún og eftir vegaslóðum í
kringum bæinn. Fór svo að lokum að
jeppinn, sem var í togi, valt í stór-
grýti utan vegar og gjöreyðilagðist.
Nokkrar skemmdir urðu einnig á
hinum jeppanum.
Brenndu sig við íkveikjutilraun
Við rannsókn lögreglu fundust
ummerki um íkveikjutilraun. Menn-
irnir virðast hafa brennt sig við
þessa tilraun sína en þeir yfirgáfu
slysstað og leituðu sér báðir aðstoð-
ar á Heilbrigðisstofnun Suðaustur-
lands á Höfn í Hornafirði vegna
brunasára. Nokkru síðar fékk lög-
reglan á Höfn tilkynningu um
skemmdarverk við Hvalnes og bár-
ust böndin fljótlega að mönnunum
tveimur. Þeir hafa játað á sig bíl-
stuldinn og telst málið upplýst.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni eru þessi menn grunaðir
um fleiri afbrot í sýslunni.
Skemmdarverk við bæinn Hvalnes
Eyðilögðu jeppa
og reyndu íkveikju
TÆPLEGA tvítugur piltur stal
fólksbifreið í Ólafsvík um kl. 8 að
morgni sunnudags. Pilturinn, sem er
grunaður um ölvun við akstur, ók
bílnum út af undir Ólafsvíkurenni
stuttu síðar. Bíllinn lenti þar í grjót-
urð og telur lögreglan í Ólafsvík að
pilturinn hafi sloppið vel miðað við
aðstæður. Fólksbíllinn er að sögn
lögreglu gjörónýtur.
Vegfarandi kom að slysstað stuttu
síðar en þá var pilturinn kominn út
úr bílnum. Hann ók með piltinn á
Heilsugæslustöðina í Ólafsvík þar
sem var gert að meiðslum.
Stal bíl og ók
honum út af
TVEIR grímuklæddir menn rændu
söluturn við Grundarstíg í Reykjavík
um kl. 23.30 á laugardagskvöld.
Þeir ruddust inn í söluturninn og
ógnuðu afgreiðslumanni með hnífi.
Afgreiðslumanninn sakaði ekki en
mennirnir komust á brott með inni-
hald peningakassans, um 40-50.000
krónur. Mennirnir eru ófundnir.
Ógnuðu
afgreiðslu-
manni með
hnífi
♦ ♦ ♦
SLÖKKVILIÐ höfuðborgar-
svæðisins var tvisvar sinnum
kallað út á sunnudagskvöld
vegna elds í ruslagámum.
Laust eftir klukkan 22 fór
slökkvilið að gámastöð Sorpu
við Sævarhöfða en þar var búið
að kveikja í ruslagámi. Tæp-
lega klukkustund síðar var
slökkviliðið kallað að Gylfaflöt í
Grafarvogi en þar var einnig
búið að kveikja í ruslagámi.
Logaði glatt í honum þegar
slökkvilið kom á staðinn. Í báð-
um tilfellum gekk vel að
slökkva eldinn og hlutust ekki
frekari skemmdir af.
Talið er fullvíst að um
íkveikjur hafi verið að ræða.
Íkveikjur hafa færst í vöxt und-
anfarið og veldur það slökkvu-
liði áhyggjum.
Kveikt
í rusla-
gámum