Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 13

Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 13
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 13 Umboðs- og heildverslun Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Plastkassar Heildarlausnir fyrir fyrirtækið fyrir smáhlutina Netverslun - www.isold.is                   ÍSLENDINGAR undirbúa nú þátt- töku í uppbyggingarstarfi í sjávar- útvegi á Austur-Tímor og hefur rík- isstjórnin ákveðið að leggja til þess um 8,5 milljónir króna á árinu. Björn Dagbjartsson, framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands, og Hjálmar Jónsson, alþingismaður og stjórnarmaður ÞSSÍ, eru nú á ferð austur þar og munu að ferðinni lokinni setja fram tillögur í stjórn ÞSSÍ um nánari ráðstöfun fjárins. „Hér í Dili, höfuðborg Aust- ur-Tímor, leynir sér ekki sú gífur- lega eyðilegging sem varð í frels- isstríðinu sem endaði þannig að Indónesar brenndu 85–90% allra bygginga í landinu. Þjóðin hefur því gengið í gegnum hryllilegar raunir,“ segir Hjálmar Jónsson en stríðinu lauk í september 1999. Hjálmar segir uppbyggingu nú hafna og séu í raun stórkostlegir hlutir að gerast. „Þjóðin hefur verið langkúguð og voru Portúgalar herraþjóðin í margar aldir. Eftir að yfirráðum þeirra lauk á áttunda ára- tugnum komu Indónesar í kjölfarið og vildu sýna að þeir væru stórveldi. Þeir lögðu ágæta vegi og byggðu hús en brugðust með hörku og að- haldi við vaxandi frelsisþrá Tímor- búa.“ Vestur-Tímor er ennþá undir yf- irráðum Indónesíu og sama er að segja um Mólúkkaeyjar og Papúa Gíneu og að sögn Hálmars hafa íbú- ar landanna einnig uppi óskir um að losna undan yfirráðum Indónesa. Þingmaðurinn segir að Íslendingar hafi stutt vel við Austur-Tímor í sjálfstæðisbaráttu þeirra og segir kvennalistakonur hafa tekið þjóðina upp á arma sína og þess vegna hafi verið tekið eftir Íslendingum löngu áður en stríðið braust út. Íslending- ar hafi verið meðal hinna fyrstu til að vekja máls á baráttu þeirra í Norðurlöndum, Evrópuráðinu og á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Þetta varð meðal annars til þess að Belo biskup og Ramos Horta fengu friðarverlaun Nóbels og Íslendingar mega vera stolti af hlut sín- um,“ sagði Hjálmar og taldi það ekki ósvipað því sem gerðist með Eystrasaltslöndin. Megintilgangur heimsóknar Björns Dagbjartssonar og Hjálmars Jónssonar er að finna leiðir fyrir stuðning Íslendinga við íbúa Austur-Tímors. Hann sagði landið fá nokkuð góðan fjárhagsleg- an stuðning en vegna margra ára kúgunar hefðu íbúar ekki mikið frumkvæði, menntun vantaði á öll- um sviðum, m.a. í iðnaði. Hjálpar- stofnunin TimorAid er stofnun heimamanna og á vegum hennar hefur verið ákveðin lánastarfsemi þar sem bankastarf er vart fyrir hendi í landinu. „Smáverkefnasjóður TimorAid lánar í lítil verkefni á sviði iðnaðar, til dæmis trésmiðju, bíla- viðgerða, sláturhúss, og þannig er margs konar starfsemi komið í gang í grasrótinni. Hér hef- ur heldur ekki verið al- menn hungursneyð en þó er til dæmis skortur á próteini vegna ein- hæfrar fæðu.“ Upphaf aðstoðar Ís- lendinga nú má meðal annars rekja til heim- sóknar Jose Ramos Horta til Íslands á síð- asta ári en þá átti hann viðræður við Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra, Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Ís- lands, og Jónas Þóris- son, framkvæmda- stjóra Hjálparstarfs kirkjunnar. Ætlað að fiska fyrir heimamarkað Hjálmar segir að aðstoð Íslend- inga verði m.a. í því fólgin að koma útgerð landsmanna af stað að nýju- ..„Þessum bátum er ætlað að fiska fyrir heimamarkað en núna er nán- ast allur fiskur á hótelum og veit- ingastöðum fluttur inn frá Ástralíu en auðug fiskimið eru við eyjarnar og á landgrunninu eru einnig taldir möguleikar á olíuvinnslu.“ Hjálmar segir að vegna þessa sé mjög brýnt að stofnað verði sjálfstætt ríki sem taki við af núverandi bráðabirgða- stjórn og að hún nái stjórn á fisk- veiðum og annarri nýtingu sjávar- auðlinda við landið en hann segir að auk Ástrala séu Indónesar og ekki síst Japanir mikið við fiskveiðar við Austur-Tímor. Segir hann stefnt að kosningum í landinu og myndun rík- isstjórnar fyrir árslok. Þá segir Hjálmar mikilvægt í þessu sam- bandi að íbúar landsins treysti þjóð- um eins og Íslendingum sem eigi engra hagsmuna að gæta í þessum heimshluta og því reiði þeir sig á slíka aðstoð og Íslendingar séu aufúsugestir. „Austur-Tímor á nokkra vana sjó- menn sem hafa snúið heim eftir að stríðinu lauk og okkur Birni sýnist rakið að koma útgerð þeirra af stað með fjárframlagi okkar og fleiri að- ila. Við leggjum bæði til þekkingu og tæki og erum að kanna með hvaða hætti þessari aðstoð verður best hagað,“ segir Hjálmar. Fulltrúar Þróunarsamvinnustofnunar Íslands heimsækja Austur-Tímor Undirbúa stuðning við uppbyggingu fiskveiða Sr. Hjálmar Jónsson SAMFYLKINGIN tapar fylgi, en Vinstri grænir og Fram- sóknarflokkurinn vinna á ef marka má niðurstöður skoð- anakönnunar DV sem gerð var á sunnudag. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar fengi Sjálfstæð- isflokkurinn 37,3% atkvæða ef kosið væri nú, Vinstri hreyfing- in – grænt framboð fengi 29,3%, Samfylkingin 16,5%, Framsóknarflokkurinn 14,8%, og Frjálslyndi flokkurinn með 2%. Spurt var hvaða lista fólk myndi kjósa ef kosningar færu fram nú og var úrtakið 600 manns sem jafnt var skipt milli höfuðborgarsvæðis og lands- byggðar og milli karla og kvenna. Afstöðu tóku 400 eða 66,7% og óákveðnir og þeir sem svöruðu ekki voru 200. Skoðanakönnun DV Samfylk- ingin tap- ar fylgi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.