Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 14
LANDIÐ
14 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Ísafirði - Skíðagöngukonan unga
Katrín Árnadóttir hlaut titilinn
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið
2000. Úrslitin voru tilkynnt við há-
tíðlega athöfn sem haldin var í
Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði á
sunnudag. Tíu íþróttamenn voru til-
nefndir og hlutu þeir viðurkenning-
ar í hófinu sem íþróttafólkinu og
gestum var haldið. Titillinn Íþrótta-
maður Ísafjarðarbæjar helst í fjöl-
skyldunni þrátt fyrir nýtt kjör
vegna þess að Katrín tekur við hon-
um af bróður sínum.
Katrín Árnadóttir er tæpra átján
ára að aldri, fædd 11. maí 1983, dótt-
ir hjónanna Kristínar Gísladóttur
og Árna Traustasonar. Sonur
þeirra og bróðir Katrínar, skíða-
göngumaðurinn og langhlauparinn
Ólafur Thorlacius Árnason, hlaut
titilinn Íþróttamaður Ísafjarðar-
bæjar í fyrra. Hann er rúmum
tveimur árum eldri en Katrín og
verður tvítugur í næsta mánuði.
Þau systkinin eru því á þeim aldri
að eiga mikið eftir í íþrótt sinni á
komandi árum en eru samt komin í
allra fremstu röð.
Einstök íþróttafélög tilnefna
hvert um sig einn úr sínum hópi sem
skarað hefur fram úr á liðnu ári.
Einar Ólafsson skíðamaður er sá
einstaklingur sem oftast hefur hlot-
ið nafnbótina „Íþróttamaður Ísa-
fjarðar/Ísafjarðarbæjar“ á þeim lið-
lega tuttugu árum sem liðin eru frá
því valið fór fram í fyrsta skipti, eða
fimm sinnum. Helga Sigurðardóttir
sundkona hefur fjórum sinnum orð-
ið fyrir valinu og Ásta S. Halldórs-
dóttir skíðakona hefur tvívegis hlot-
ið nafnbótina.
Guðmundur Jóhannsson skíða-
maður var fyrstur manna kjörinn
Íþróttamaður Ísafjarðar árið 1980.
Árið 1981 varð Einar Ólafsson
skíðamaður fyrir valinu, árið 1982
var Stella Hjaltadóttir skíðakona
valin, árið 1983 var Einar Ólafsson
skíðamaður kjörinn í annað sinn, ár-
ið 1984 var Ingólfur Arnarson sund-
maður valinn og árið 1985 var Einar
Ólafsson skíðamaður kjörinn í
þriðja sinn.
Árið 1986 var Helga Sigurðar-
dóttir sundkona valin, árin 1987 og
1988 varð Einar Ólafsson skíðamað-
ur aftur fyrir valinu. Árin 1989 til
1991 varð Helga Sigurðardóttir
sundkona fyrir valinu, árið 1992 var
komið að Ástu S. Halldórsdóttur
skíðakonu, árið 1993 var Daníel
Jakobsson skíðamaður valinn, árið
1994 var Pétur Þór Grétarsson golf-
ari kjörinn og árið 1995 var Ásta S.
Halldórsdóttir skíðakona kjörin í
annað sinn.
Árið 1996 varð Arnór Þ. Gunn-
arsson skíðamaður fyrir valinu, árið
1997 var Friðrik E. Stefánsson
körfuboltamaður kjörinn, Sigríður
B. Þorláksdóttir skíðakona var
kjörin árið 1998 og Ólafur Th. Árna-
son skíðamaður varð fyrir valinu
sem Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar
árið 1999. Samtals hafa því tólf
íþróttamenn hlotið þennan titil frá
upphafi.
Katrín Árnadóttir skíðakona
tók við af bróður sínum
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Níu af þeim tíu íþróttamönnum sem tilnefndir voru til heiðurstitilsins Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið
2000 og viðurkenningar hlutu. Frá vinstri: Katrín Árnadóttir, Heiðar Ingi Marinósson, Tinna Björk Sig-
mundsdóttir, Árný Herbertsdóttir, Óskar Hálfdánarson, Anna Elín Hjálmarsdóttir, Þór Líní Sævarsson,
Magnús Gíslason og Jens Magnússon. Á myndina vantar Svölu Björk Einarsdóttur.
Grímsey - Félagar í Kiwanis-
klúbbnum Grími í Grímsey sendu á
dögunum frá sér dagatal í alla smá-
báta landsins. Þetta hafa þeir gert
nú til nokkurra ára og er útgáfa
dagatalsins ein aðalfjáröflunarleið
þeirra. 28 fyrirtæki kaupa auglýs-
ingar á dagatalinu og auglýsa
þannig vörur sínar eða þjónustu.
Grímur er með kraftmeiri klúbb-
um landsins og stendur ótrúlega vel
að sinni fjáröflun. Fjáröflunarleiðir
eru margar. Kiwanismenn standa
fyrir sjóstangveiðimótum ásamt
félögum úr Sjóvak í Eyjafirði. Um
og yfir 100 gestir úr landi hafa tek-
ið þátt síðustu tvö sumur. Gríms-
félagar selja alla nauðsynlega hluti
um jól og áramót, allt frá límbandi
til flugelda. Félagarnir sjá um alla
sorphirðu fyrir hreppinn. Að auki
sjá þeir um bingókvöld, skötuhátíð
á Þorláksmessu, ýmsar samkomur
og fleira og fleira.
Allir nema einn
Kiwanis-klúbburinn Grímur var
stofnaður 1978 og sögð er sú saga í
Kiwanis-heiminum, að þegar hann
var stofnaður hafi allir karlmenn
eyjarinnar gengið í hann, nema
einn! Þessi eini er enn að reyna að
stofna Lions-klúbb. Klúbbmeðlimir
hafa stundum velt því fyrir sér
hvort klúbburinn eigi ekki nokkur
met innan sinnar hreyfingar. Hér
koma nokkrir möguleikar: 1) Þátt-
taka í klúbbnum miðað við fjölda
karlmanna hér, eða um 90%? 2)
Mesta fjáröflun miðað við höfðatölu
byggðar? 3) Getur nokkur annar
klúbbur státað af nýjum forseta á
hverju ári frá stofnun? 4) Er núver-
andi forseti, Bjarni Gylfason, 23
ára gamall, yngsti forsetinn í
hreyfingunni?
Meginverkefni Kiwanis-
hreyfingarinnar er að styðja við og
styrkja ýmis málefni í heimabyggð,
í heimalandi og á heimsvísu. Félag-
arnir í Grímsey hafa ekki aldeilis
legið á liði sínu á þessum vettvangi.
Á undanförnum árum hafa þeir
m.a. lagt lið við að vinna á joð-
skorti í heiminum, veitt styrki til
geðverndarmála á Íslandi, styrkt í
mörg ár Íþróttafélag fatlaðra, gef-
ið gjafir ásamt öðrum klúbbum á
Norðurlandi eystra til dagdeildar,
geðdeildar og barnadeildar Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri.
Fjölmörg verkefni
í heimabyggð
Í heimabyggð hefur Grímur stutt
við fjölmörg verkefni eins og við-
hald á Miðgarðakirkju og félags-
heimilinu Múla, tölvuvæðingu
grunnskólans, uppsetningu á minn-
ismerki um dr. Fiske, velgjörð-
armann Grímseyinga, persónulega
styrki og samhjálp á mörgum svið-
um mannlífsins.
Þess má geta að á síðustu fimm
árum hefur Grímur fengið fjöl-
margar viðurkenningar frá um-
dæminu Ísland-Færeyjar. Má þar
nefna fjölmiðlabikar og viðurkenn-
ingar fyrir: besta forsetann, besta
ritarann,bestu fjáröflunina og
fleira.
Af þessari upptalningu má sjá að
það er litlu byggðarlagi eins og
Grímsey ómetanlegt að hafa jafn-
öflugt félag starfandi sem Kiwanis-
klúbburinn Grímur er.
Kraftmiklir Kiwanismenn í Grímsey
Sendu dagatal
í alla smábáta
landsins
Morgunblaðið/Dónald Jóhannesson
Félagar í Grími hafa jafnan verið duglegir við fjáraflanir.
Selfossi - Mótorcrossfélag Árborgar
hefur fengið úthlutað svæði á Selfossi
undir æfinga- og keppnisbraut í vél-
hjólatorfæru. Þetta athafnasvæði
hins nýstofnaða félags er í næsta ná-
grenni við gámasvæðið utan Ölfusár á
Selfossi. Þar hyggst félagið að leggja
brautir fyrir torfæruvélhjól og standa
fyrir æfingum og keppnishaldi.
„Mótorcrossfélagið gerði samning
til 5 ára við sveitarfélagið um athafna-
svæðið. Í félaginu eru 10 manns sem
eru upphafsmenn að þessu, en félagið
er opið og við gerum ráð fyrir að fá
marga til liðs við okkur í þessari
íþrótt. Það er rosalegur áhugi á þessu
og við teljum þetta góða viðbót við
annars mikla íþróttastarfsemi í sveit-
arfélaginu,“ sagði Hafsteinn Þorvalds-
son talsmaður félagsins, en hann og
Haukur bróðir hans hafa mikið unnið
að þessu máli. Hann sagði félagið þeg-
ar hafa fengið vilyrði frá fyrirtækjum
um aðstoð við að leggja brautirnar.
„Við byrjum strax að líta á þetta um
helgar en við gerum ráð fyrir að braut-
irnar verði tilbúnar í sumar.“
Hafsteinn sagði mikla aðsókn að æf-
ingum og keppni þar sem slíkar braut-
ir væru til staðar, s.s. í Ólafsvík og
hann ætti von á að svo yrði einnig með
brautina á Selfossi. Hann sagði miklar
öryggiskröfur gerðar til slíkra brauta
og þessa mótorhjólaaksturs.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Frá undirritun samnings um svæði Mótorcrossfélags Árborgar. Haukur
Þorvaldsson, Snorri Sigurfinnsson, umhverfisstjóri Árborgar,
Hafsteinn Þorvaldsson og Sverrir Sigurjónsson.
Nýtt svæði á
Selfossi fyrir
vélhjólatorfæru
TAFLFÉLAG Stokks-
eyrar hélt upp á afmæl-
isdag sinn 22. janúar sl.
en félagið var stofnað ár-
ið 1938 og mun það vera
næstelsta starfandi tafl-
félag á landinu, segir í
fréttatilkynningu. Í til-
efni af því var efnt til
keppni við Taflfélag
Reykjavíkur sem er elsta
starfandi félag landsins,
100 ára gamalt.
Keppnin fór fram á 8
borðum og var tefld tvö-
föld umferð. Keppnin
hófst á því að Guðni
Ágústsson, landbún-
aðarráðherra lék fyrsta
leiknum í skák heima-
mannsins Jóns Gunnars
Ottóssonar gegn Guð-
mundi G. Þórarinssyni.
Þeirri skák lauk með
sigri Guðmundar. Leikar
fóru þannig að heima-
menn fengu 42,5 v. en
gestirnir 85,5 v. Bestum
árangri heimamanna
náði Magnús Gunn-
arsson, 10 v. af 16 og
Páll Leó Jónsson, 8 af
14. Bestum árangri gest-
anna náði Ingvar Þór
Jóhannesson með 15 v.
af 18 og Sigurður Daði
Sigfússon með 14,5 v. af
18.
Teflt var á veit-
ingastaðnum Við fjöru-
borðið við góðan við-
urgjörning heimamanna.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra lék fyrsta
leikinn fyrir heimamanninn Jón Gunnar Ottósson
gegn Guðmundi G. Þórarinssyni.
Næstelsta starfandi
taflfélag landsins
Taflfélag Stokkseyrar heldur upp á afmælið
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2000
Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar var
kjörin Katrín Árnadóttir, skíða-
kona í Skíðafélagi Ísfirðinga.