Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 18
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
18 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ALLS lögðu fimmtán þúsund
börn leið sína í sunnudaga-
skóla þjóðkirkjunnar haustið
2000. Bjarni Karlsson, sóknar-
prestur í Laugarnessókn,
sagði að messan og sunnu-
dagaskólinn væri fyrir alla ald-
urs- og heilsufarshópa og að í
Laugarneskirkju myndaðist
gjarnan nokkurs konar hverf-
isstemmning á sunnudags-
morgnum, þegar nágrannarn-
ir hittust, ræddu málin og
slöppuðu af á meðan börnin
lékju sér.
Nýtt fræðsluefni er samið
fyrir barnastarf kirkjunnar á
hverjum vetri og er yfirskrift-
in núna: „Hendur Guðs, okkar
hendur“. Fjallað er um um-
burðarlyndi, hjálpsemi og
sjálfsvirðingu og efnið lagað að
mismunandi aldurshópum. El-
ín Elísabet Jóhannsdóttir
kennari er höfundur efnis og
hefur verið það mörg undan-
farin ár. Að auki lögðu sex
þekktir listamenn hönd á plóg
við myndskreytingu að þessu
sinni og gerðu myndir fyrir
límmiðana sem börnin safna í
hvert sinn sem þau koma í
kirkjuna. Þessir listamenn eru
Brian Pilkington, Búi Krist-
jánsson, Halla Sólveig Þor-
geirsdóttir, Ólöf Kjaran, Sig-
rún Eldjárn og Soffía
Sæmundsdóttir.
Fræðsluefnið er þrískipt og
gert fyrir mismunandi aldurs-
hópa. Talsvert fer eftir að-
stæðum hvort kirkjunni tekst
að skipta sunnudagaskólanum
upp í aldurshópa en það er þó
víða gert. Að auki er víða sér-
stakt barnastarf fyrir 8–10 ára
og 10–12 ára börn á virkum
dögum.
Dyrnar víkkaðar og
þröskuldurinn lækkaður
Bjarni var beðinn um að
lýsa því í hverju undirbúning-
ur fyrir dæmigerða messu í
Laugarneskirkju fælist og
hvernig hann gengi fyrir sig.
„Þegar messa er í Laugar-
neskirkju er reiknað með öll-
um aldri og það er sá metn-
aður sem við leggjum í starfið í
almennu guðsþjónustunni. Við
segjum að allir aldurs- og
heilsufarshópar eigi að vera
saman, því við leggjum áherslu
á aðgengi líka og annað slíkt,
viljum víkka dyrnar og lækka
þröskuldinn, í bæði eiginlegum
og óeiginlegum skilningi,
þannig að það sé ljóst að mess-
an er fyrir alla,“ sagði Bjarni.
„Hún þarf að vera rík að inni-
haldi, það verður að vera raun-
veruleg andleg næring, en um
leið mega ekki vera neinar
girðingar, engin ytri mörk,
bara ljósmiðja, sem er Jesús
Kristur. Við erum að reyna að
rífa niður alla þessa ósýnilegu
múra, sem gera það að verkum
að fólk nær ekki að komast til
kirkjunnar, vegna þess að ann-
aðhvort er hún of fín, eða þá að
hún talar allt of skrýtið mál,
eða notar allt of undarlega tón-
list, er væmin eða eitthvað
annað í þeim dúr.“
Skipulagður her
„Starfsfólkið í kirkjunni er
skipulagður her, með skýrri
verkskiptingu, sem allt bygg-
ist á. Messa á ekki að vera ein-
leikur prests eða dúett prests
og organista. Við hittumst allt-
af klukkutíma fyrir athöfn.
Kosturinn við það er sá, að þá
eru allir komnir í hús á sama
tíma, allir sem hafa lykilhlut-
verkum að gegna. Þar er farið
yfir málin, athugað hvort allir
séu með sitt á hreinu, og síðan
ljúkum við þessu stutta sam-
félagi með bæn. Börn og ung-
lingar eru líka oft með okkur
þarna í undirbúningnum, því
þetta er opinn samstarfshóp-
ur. Með því að finna sig með-
tekin í röðum hinna fullorðnu, í
þessari undirbúningsvinnu,
verður þeim það eðlilegt að
þjóna í kirkjunni sinni, það
verður hluti af sjálfsmynd
þeirra. Og það er gott.
Klukkan 11 byrja allir sam-
an uppi í kirkju, börn og full-
orðnir, af því að við viljum
leggja áherslu á, að allir ald-
urshópar komi saman og eigi
sameiginlega stund, sem er á
forsendum barnanna á sama
tíma og hún er hefðbundin.
Enda segjum við það alveg
blákalt, að markhópur okkar
sé ungt fólk með börn og ef sá
markhópur næst, þá njóta all-
ir. Það er líka staðreynd að það
fer ekkert fjölskyldufólk að
eyða tíma einhversstaðar þar
sem börnunum líður ekki vel.“
Fara niður í safnaðar-
heimili á ákveðnum
tíma í messunni
„Á ákveðnum tíma í mess-
unni fara börnin niður í safn-
aðarheimili, en hinir fullorðnu
sitja eftir uppi í kirkju. Áður er
tekið ljós af altarinu og það
borið niður í safnaðarheimili,
þannig að sama ljósið er á
tveimur hæðum. Og þar er
ákveðinn hópur sem heldur úti
sunnudagaskóla, undir forystu
djáknans, Hrundar Þórarins-
dóttur. Þegar við erum með
fullskipað lið er sunnudaga-
skólinn hjá okkur fjórskiptur,
eftir aldri barnanna.
Svo þegar messan er búin er
hún í raun ekki búin, því að þá
er messukaffi og samfélag í
kringum það, þar sem börnin
fá eitthvað gott að drekka og
ærslast svo og leika sér eða lita
og njóta þess að vera til, en
hinir eldri sitja og spjalla og
drekka kaffi. Það er því nokk-
urs konar hverfisstemmning
eða kaffihúsastemmning hér,
nágrannar hittast og slappa af
og ræða um daginn og veginn.
Síðustu kirkjugestir eru þá
oftar en ekki að fara um
klukkustund eftir að messu
lýkur.“
Búið að vera með
þessu sniði í 10 ár
Þetta er semsagt það sem
við erum að fást við. Þetta er
orðið langþróað hér í sókninni,
messurnar eru búnar að vera
með þessu sniði í áratug eða
svo. Við erum lítill söfnuður í
miðju hverfi og lítum á það
sem ábyrgð okkar að sjá til
þess, að það fólk sem býr
hérna finni að það eigi alvöru
aðgengi að þessari kirkju, að
þetta sé ekki eign eins eða
fárra manna, sem séu guð-
rækilegar manneskjur, heldur
sé hún raunverulega opinn
vettvangur sem allir eigi að-
gang að. Að enginn sé skil-
greindur út og enginn inn,
heldur að hún sé girðingalaus.
Og ég veit að í öðrum söfnuð-
um er markvisst verið að vinna
að þessu sama, að koma til
móts við fólkið með því að
reyna að brjóta niður þessa
ósýnilegu múra, sem allt of
lengi hafa staðið íslensku þjóð-
kirkjunni fyrir þrifum,“ sagði
Bjarni að lokum.
Sunnudagaskólinn ekki
bara fyrir smábörnin
„Við viljum að öll fjölskyld-
an geti komið saman á sunnu-
degi og leggjum þess vegna
mikla áherslu á, að sunnudaga-
skólinn sé ekki bara fyrir
minnstu börnin, heldur fyrir
öll börn upp að fermingu,“
sagði Hrund Þórarinsdóttir
djákni, en hún leiðir sunnu-
dagaskólann í Laugarnes-
kirkju, með dyggraðstoð nokk-
urra vel þenkjandi ungmenna.
„Í sumum kirkjum er guð-
spjallið lesið eða tónað, en hjá
okkur er það endursagt og þá
gjarnan með hjálp einhvers
myndefnis, til þess að börnin
geti verið með og skilið það
betur. Þau koma líka upp og
syngja fyrir söfnuðinn, sem
þau hafa mjög gaman af og
ekki síður hinir fullorðnu. Eft-
ir þetta förum við niður í safn-
aðarheimili með börnin, því
þegar hér er komið eru þau
búin að fá hinn nauðsynlega
grunn, og með þessu gerum
við þau messuvön.
Stundum tekur drjúgan
tíma að koma þeim öllum niður
í safnaðarheimili, því oft getur
verið um 100 börn að ræða eða
jafnvel fleiri, og þá syngjum
við nokkur lög á meðan þau
eru að tínast niður. Þegar í
Gryfjuna er komið hefst
ákveðið ritúal; við kveikjum á
kertum með ljósinu sem fengið
var á altari kirkjunnar, og
signum okkur og förum með
morgunbænir. Síðan er mikið
sungið og oftar en ekki ein-
hverjir hressilegir söngvar,
sem gaman er að syngja í
stórum hópi. Og yfirleitt er svo
brúðuleikhús með Axel og
Ösp, eða þá biblíusaga, og fugl-
inn Konni lítur einnig gjarnan í
heimsókn. Í þessum atriðum
koma unglingar okkur til að-
stoðar, sem og í ýmsu öðru. Sú
aðstoð þeirra er okkur mjög
dýrmæt. Flestir eru úr 8. bekk
en geta þó verið úr öðrum
bekkjum líka, og margir hverj-
ir eru ákaflega duglegir að
mæta og hjálpa til og eru með í
undirbúningnum.
Skipt í fjóra hópa
Að þessu loknu er börnun-
um skipt í hópa, sem yfirleitt
eru fjórir; 0–4 ára börn eru þá
kyrr í Gryfjunni, 5–6 ára börn
fara yfir í gamla safnaðarheim-
ilið, 7–9 ára börn fara í Smug-
una og 10–12 ára börn yfirleitt
á skrifstofu prestsins. Með því
að gera þetta svona fá allir þá
fræðslu og söngva sem henta
viðkomandi aldri.
Þegar klukkuna vantar 5
mínútur í 12 komum við öll
saman í Gryfjunni á ný og
syngjum einn bænasöng sam-
an, förum með Faðirvorið og
blessunarorðin, og syngjum
svo Vinalagið. Eftir það fá öll
börnin límmiða í bækurnar
sínar, en þeir hafa að geyma
biblíumyndir eftir íslenska
listamenn.
Við leggjum mikla áherslu á
að byrja um leið og grunnskól-
inn byrjar, í september. Á
þeim tíma eru ýmsir aðilar
teknir að bjóða nánast hvað
sem er, og því mikilvægt að
kirkjan geti komið þar líka
með tilboð. Aðsóknin hjá okk-
ur er líka mest á haustin en
dettur yfirleitt aðeins niður í
janúar. Í fyrra héldum vð
þessu samt nokkuð vel og
ágætlega núna. Svo höldum
við okkar striki alveg til loka
maí.“
Um 15.000 börn lögðu leið sína í sunnudagaskóla þjóðkirkjunnar haustið 2000
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hrund Þórarinsdóttir djákni segir frá því í máli og myndum þegar Jesús gekk á vatninu.
Hverfisstemmning
í Laugarneskirkju
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Brúðuleikhúsið í fullum gangi.
Laugarneshverfi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Í Gryfjunni er mikið sungið og leikið og börnin eru vel með á nótunum.
FRIÐRIK Garðarsson sat við
eitt borðið í safnaðarheimili
Laugarneskirkju, ásamt Þór-
bergi syni sínum, 7 ára göml-
um. Aðspurður sagðist Frið-
rik koma stundum í
Laugarneskirkju á þessum
nótum, en þó ekki alltaf.
Raunar var hann mættur
þarna með börnin sín þrjú,
Þórberg, Láru Björgu 8 ára
og Ívar Svein 11 ára, en þau
tvö höfðu brugðið sér frá til
að komast nær hringiðunni.
Öll virtist fjölskyldan
skemmta sér konunglega,
enda mikið um að vera í söng
og leik.
Blaðamaður gaf sig á tal
við Þórberg og spurði hvort
honum fyndist gaman í
sunnudagaskólanum.
„Það er ágætt,“ sagði Þór-
bergur, dálítið feiminn.
Syngurðu alltaf með í öll-
um lögunum?
„Nei, ég kann þau ekki al-
veg öll.“
Áttu þér eitthvert upp-
áhaldslag?
„Nei.“
„Hann segir nú kannski
ekki mikið, en hugsar þeim
meir; er mikið að pæla,“
skaut faðir hans inn í. Og það
fór ekkert á milli mála, því
áhuginn leyndi sér ekki í svip
hans þar sem hann fylgdist
með því, úr fjarlægð og í
öruggri návist pabba, sem var
að gerast niðri í Gryfjunni
þar sem brúðuleikhús með
Axel og Ösp í aðalhlutverkum
var í fullum gangi.
Kann ekki
alveg öll lögin
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Friðrik og Þórbergur koma oft í sunnudagaskólann í
Laugarneskirkju, en þó ekki alltaf.