Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 19
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 19
að baki árangurstengingu launa en
auðvitað spili það inn í að fyrirtæki á
markaði hafi verið að fara þessa leið
og því telji menn eðlilegt að veita
starfsmönnum Eimskips sömu
möguleika. „Við erum með gott
starfsfólk og teljum mikils vert að
halda í það með því að bjóða upp á
kaupréttarsamninga.“
Aðspurður segir Ingimundur að
eftir sé að útfæra þessa kaupréttar-
samninga frekar, fyrst sé að afla
heimildar og það þurfi að gera með
góðum fyrirvara en það sé síðan aðal-
STJÓRN Hf. Eimskipafélags Ís-
lands hefur samþykkt að leggja til
við aðalfund félagsins, sem haldinn
verður 8. mars næstkomandi, að
hlutafé í félaginu verði aukið um allt
að 10%. Þar af verði allt að helming-
ur, eða 5%, nýttur til gerðar kaup-
réttarsamninga við starfsmenn Eim-
skips.
Ingimundur Sigurpálsson, for-
stjóri Eimskips, segir að ástæðan
fyrir því að stefnt sé að því að gera
kaupréttarsamninga við starfsmenn
séu þau almennu markmið sem búi
fundarins að taka endanlega ákvörð-
un um þetta.
„Hinn tilgangurinn með aukningu
hlutafjár er að gera félaginu auðveld-
ara um vik að ráðast í framkvæmdir
og frekari vöxt á næstu árum. Við er-
um með ýmislegt í bígerð og leggjum
út í umtalsverðar fjárfestingar á
þessu ári sem eiga að efla hag félags-
ins og hlutafjáraukningin er liður í að
treysta þá þróun. Það verður síðan
stjórnarinnar að ákveða hvenær
þessi heimild verður nýtt, hvort það
verður á þessu ári eða síðar.“
Fyrirhuguð aukning
hlutafjár í Eimskip
Annað tveggja skipa Eimskips sem
tekin voru í notkun í október sl.
● DREGIÐ hefur úr hagnaði Henn-
es & Mauritz-verslanakeðjunnar
þrátt fyrir gott gengi á Bandaríkja-
markaði sem H&M tók með trompi
á síðasta ári. Hagnaðurinn árið
2000 nam tæplega 40 milljörðum
ísl. kr. sem er um 16% lægra en
árið 1999. Veltan jókst um 9% og
var um 350 milljarðar ísl. kr. Skýr-
ingin sem gefin hefur verið á minni
hagnaði er kostnaður við að ýta úr
vör verslunum í Bandaríkjunum og
á Spáni. Hyggja eigendur fyrirtæk-
isins á enn frekari landvinninga á
þessu ári. Er stefnt að því að opna
um 100 verslanir úti um allan
heim árið 2001. Auk austur-
strandar Bandaríkjanna er horft til
Ítalíu og Portúgal en svo verður
stefnan væntanlega tekin á Aust-
ur-Evrópu, að því er segir í Dagens
Næringsliv. Eftir fimm til tíu ár
gera stjórnendur H&M svo ráð fyrir
því að markaðurinn verði mettur í
Evrópu og því eru þeir nú þegar
farnir að huga að því hvar bera eigi
niður eftir það.
H&M opnaði fyrstu verslun sína í
Bandaríkjunum í mars á síðasta ári
og fóru móttökurnar fram úr öllum
vonum. Mikil umfjöllun og auglýs-
ingaherferð var í fjölmiðlum vestan
hafs er H&M opnaði stórverslun
með 250 starfsmenn í New York.
Mynduðust langar raðir við versl-
anirnar fyrstu dagana og varð að
senda um 95 starfsmenn frá Sví-
þjóð og öðrum Evrópulöndum til að
létta undir með bandaríska af-
greiðslufólkinu, svo mikil var ösin.
Alls voru 7 H&M verslanir opnaðar
í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Ástæða velgengninnar vestan
hafs er sögð sú að H&M hafi
reynst nýjung á markaðnum. Aðrar
verslanakeðjur sem henni hefur
verið líkt við, t.d. Gap, leggi ekki
eins mikla áherslu á nýjustu tísku,
heldur sé varningurinn sígildari, að
því er Kurt Barnard, hjá Barnard’s
Retail Trend Report, segir í sam-
tali við Dagens Nyheter. Telur
hann að svo fremi sem hönnuðum
H&M verði ekki alvarlega á í mess-
unni megi búast við um 3 til 4%
söluaukningu í Bandaríkjunum í ár.
Dregur úr hagn-
aði hjá H&M
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
● NORSKA olíufyrirtækið Statoil er
á meðal þeirra sem lýst hafa áhuga
á því að kaupa hið ríkisrekna
danska olíu- og gasfyrirtæki,
DONG, að því er fullyrt er í dag-
blaðinu Børsen. Segir þar að verðið
sem sett sé upp fyrir DONG nemi
um 300 milljörðum ísl. kr. en til
stendur að hefja einkavæðingu
þess. Telur forstjóri DONG, Holger
Lavessen, að fyrirtækinu verði
skipt upp í tvö eftir þrjú til fjögur ár.
Lavessen vill ekki tjá sig um vænt-
anlegt söluverðmæti DONG en seg-
ir að það sé í lykilstöðu á evrópska
orkumarkaðnum sem er óðum að
komast í hendur einkafyrirtækja.
Það er á valdi danskra stjórnvalda
að taka ákvörðun um einkavæð-
ingu og hefur Sven Auken orku-
málaráðherra lýst sig andvígan
slíku. Hins vegar minnir blaðið á að
stjórnin hafi einkavætt Tele-
Danmark og að andstaða við einka-
væðingu geti breyst hratt komist
borgaraleg stjórn til valda í næstu
kosningum eins og skoðanakann-
anir bendi til.
Lavessen býst við að þetta gerist
innan fjögurra ára og segir ljóst að
þegar það verði boðið til sölu muni
hlutirnir vafalaust ganga hratt fyrir
sig.
Nú þegar hafa Statoil og Shell
lýst áhuga á því að kaupa DONG
en hjá hvorugu fyrirtækinu vildu
menn tjá sig frekar um málið. Þá
segir í Børsen að enn einn líklegur
kaupandi sé þýska orkufyrirtækið
Ruhrgas sem á nú þegar í sam-
vinnu við danska fyrirtækið, m.a.
um lagningu gasleiðslu til Póllands.
Statoil og
Shell vilja
kaupa danska
ríkisorkufyr-
irtækið
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.