Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 22

Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 22
ÚR VERINU 22 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nokkur frábær fyrirtæki 1. Til sölu nýtt þjónustufyrirtæki í nýju risahvefi. Sælgætissala, skyndibitamatur, samlokur, myndbandaleiga, spilakassar og ís- sala. Sæti fyrir 23 manns fyrir utan standborð. Húsnæðið jafnvel til sölu en það er einnig nýtt. Stöðugt vaxandi eins og hverfið. Fyrir- tæki sem bíður uppá mikla möguleika og er mjög snyrtilegt enda hannað af fagfólki. Opið til kl. 10 á kvöldin. 2. Lítið framköllunarfyrirtæki til sölu á einstaklega góðu verði sem ekki hefur sést áður. Góð vinna fyrir einn starfskraft. Vertu eigin húsbóndi fyrir lítinn pening en getur samt haft góðar tekjur. 3. Lítil innrömmunarstofa til sölu við hliðina á mörgum litlum lista- galleríum á góðum stað í borginni. Listrænt umhverfi. Það var ein- hver að spyrja um svona fyrirtæki. Vonandi les hann þessa aug- lýsingu eða annar áhugasamur. 4. Einstaklega fallegur og notalegur matsölustaður á Akureyri til sölu. Selur sælkeramat. Lítil og falleg koníaksstofa. Öll leyfi. Góð staðsetning og frábært eldhús. Snyrtimennska í fyrirrúmi. 5. Til sölu salatframleiðslufyrirtæki með mjög fjölbreytilega fram- leiðslulínu. Er einnig með sölu á heimilismat og selur yfir 200 mat- arskammta á dag. Mikið af tækjum. Stöðug aukning á hverju ári. Vel þekkt fyrirtæki. Einstakt tækifæri fyrir duglega aðila. Mikið af fyrirtækjum á skrá. Þú ert ávallt velkominn. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. TÆPLEGA 2.000 lesta skuttogari hefur legið við bryggju í höfninni í Bolungarvík frá því 19 desember sl. þar sem starfsmenn Vélsmiðjunnar Mjölnis hafa verið að vinna að ýms- um lagfæringum og viðhaldsverkum um borð í skipinu. Skipið sem heitir Olga er í eigu Eystrasalt h/f, sem er fyrirtæki í eigu Íslendinga en er gert út frá Kaliningrad í Rússlandi en þar hef- ur skipið veiðiheimildir í Barents- hafi og á Flæmingjagrunni. Yfir- menn í áhöfn skipsins eru Íslendingar en aðrir í áhöfninni eru Rússar. Skipið landaði rúmum 300 lestum af iðnaðarrækju á Ísafirði fyrir jólin sem fór til vinnslu þar og á Hólma- vík. Að sögn Finnboga Bernódusson- ar, framkvæmdastjóra Vélsmiðj- unnar Mjölnis, hafa starfsmenn hans verið í ýmiskonar viðhalds- og viðgerðarverkefnum um borð í skip- inu. Við gerum ráð fyrir að skipið fari til veiða fljótlega, enda erum við senn að ljúka þeim verkefnum sem við tókum að okkur. Forsvarsmenn Vélsmiðjunnar Mjölnis hafa verið iðnir við að afla sér verkefna og hafa víða leitað fanga, t.d hefur fyrirtækið tekið að sér verkþætti í íslenskum skipum sem hafa farið erlendis til breytinga og hafa starfsmenn þess þá farið er- lendis og unnið verkið um borð í skipunum þar. „Við erum í góðum samböndum við ýmsa aðila um að taka að okkur stærri og minni verk,“ sagði Finn- bogi, „verkefnin koma stundum með skömmum fyrirvara en við erum undir það búnir að bregðast við slíku. Þetta hefur gengið vel hjá okkur það sem af er, þannig var t.d síðasta ár stærsta árið í sögu fyrirtækisins hvað verkefnastöðu varðar og mátt- um við hafa okkur alla við að anna því sem til okkar barst.“ Morgunblaðið/Gunnar Finnbogi Bernódusson, framkvæmdastjóri Mjölnis, lengst til vinstri. Með honum eru þrír skipverjar úr áhöfn skipsins, Mamed vinnslustjóri, Iurij 3. vélstjóri og Michel bátsmaður, en þeir hafa annast skipið á meðan á við- gerð hefur staðið í höfninni í Bolungarvík síðustu vikurnar. Morgunblaðið/Gunnar Togskipið Olga er nú í viðgerð í Bolungarvík en búist er við að þeim ljúki innan tíðar. Tvö þúsund lesta togari í viðgerð í Bolungarvík Vélsmiðjan Mjölnir leitar víða eftir verkefnum Bolungarvík. Morgunblaðið. NORÐMENN óttast nú að sala á frystri loðnu til Rússlands geti reynzt erfið. Þeir telja ástæðuna miklar birgðir í Rússlandi og líkur á ódýrri framleiðslu Rússa sjálfra. Þetta kemur fram í norska blaðinu Fiskeribladet, en það leitaði upplýsinga um stöðuna hjá Alex- ander Scherbakov í fyrirtækinu Troms Pelagic. Hann styðst við upplýsingar frá Rússlandi, þar sem fram kemur að í janúar buðu 14 fyr- irtæki í Múrmansk nýfrysta loðnu til sölu á bilinu 18 til 45 krónur kíló- ið. Meðal verksmiðjanna eru nokkr- ar stórar sem eiga eigin skip til veiðanna. Það bendir til þess að allt að 10.000 tonn af frystri loðnu kunni að vera í birgðum í Rússlandi. Scherbakov bendir á að ljóst sé að rússneski flotinn muni landa miklu af loðnu í Múrmansk á þessu ári, meðal annars vegna þess að síld- arkvóti skipanna er nú minni en í langan tíma. Þetta getur því valdið erfiðleikum fyrir Norðmenn við söl- una, því þeim hefur oft gengið illa að selja loðnu til Rússlands þar til birgðir Rússa eru uppurnar. Í fyrra fluttu Norðmenn út um 8.200 tonn af loðnu til Rússlands á meðalverðinu 22,60 krónur íslenzk- ar. Rússneski markaðurinn er að- eins þriðjungur af þeim japanska og þar fæst einnig tvisvar til þrisvar sinnum hærra verð. Efasemdir um sölu á loðnu til Rússlands VÍKINGUR AK kom með um 1.200 tonn af loðnu til Akraness í gær- kvöldi en góð nótaveiði var á loðnu- miðunum fyrir austan land aðfara- nótt sunnudags. „Rúntað“ um miðin í þrjá sólarhringa Viðar Karlsson, skipstjóri á Vík- ingi, segir að loðnan hafi fengist á skömmum tíma en nótin hafi sprung- ið og því hafi hann ekki alveg náð fullfermi. „Nótabátarnir voru lausir við trollarana, voru austar og fengu ágætis veiði en svo var friðurinn úti á sunnudagskvöld,“ segir Viðar og bætir við að hann hafi „rúntað“ um miðin í þrjá sólarhringa án þess að fá nokkurn skapaðan hlut. „Við vorum orðnir heldur vondaufir en hún fer í hringi. Hún fer suður eftir og svo norður og austar og við náðum henni meðan hún rann eftir mjög skörpum hitaskilum en síðan dreifir hún sér aftur.“ Ekki nóg fyrir alla Hann segir að meðan ekki sjáist meiri loðna en raun ber vitni sé ekki nóg fyrir alla. „Þeir vilja ná þessu með trollinu og við viljum ná þessu í nótina og þetta passar ekki saman. Hins vegar er ekki óeðlilegt að lítil nótaveiði sé á þessum tíma og í raun er mesta furða hvað hún er. Við von- um að hún komi upp í fjörurnar 7. eða 8. febrúar en yfirleitt hefur þetta verið alveg dautt hjá okkur síðustu 10 dagana áður en hún kemur upp þannig að ég á ekki von á neinu fram að þeim tíma, nema þá fyrir togskip- in.“ Mikil loðna fyrir vestan Vart hefur verið við mikla loðnu út af Vestfjörðum en rannsóknaskipið Árni Friðriksson er þar í loðnuleið- angri. Hjálmar Vilhjálmsson leið- angursstjóri segir að veðrið hafi gert mönnum erfitt fyrir þar til á sunnu- dag en spáin sé ágæt. Byrjað var á því að fara vestur í Barðagrunnið og kantinn þar en síðan eftir honum suður í Víkurál, vestur af Látra- bjargi. „Það er töluverð loðna á þessu stykki sem er um 40 mílur á lengdina,“ segir Hjálmar. „Þetta er stór og falleg loðna sem virðist síga suðvestur eftir og fer því örugglega ekki austur.“ Hjálmar segir að stundum komi fyrir að stofninn sé tvískiptur en langt sé síðan svona mikið hafi verið af loðnu út af Vest- fjörðum. Viðar segist vera spenntur fyrir loðnunni út af Vestfjörðum en þar sé bara alltaf brjálað veður. „Ef við fáum gott veður verðum við að skoða þetta en oft hefur verið loðna út af Vestfjarðamiðum sem við höfum aldrei getað notað vegna veðurs. Hætt er við að hún fari inn á flákann eða hrygni út af Vestfjörðum og þá er hún okkur eiginlega glötuð. Hún verður að koma hérna með fjörunum til að það verði einhver vertíð af viti.“ Í gær hafði verið tilkynnt um 75.000 tonna loðnuafla á vetrarver- tíðinni eða alls um 200.000 tonn en heildarkvótinn, sem á eftir að endur- skoða, var tæplega 420.000 tonn. Góð loðnuveiði í hringnótina FÆREYINGAR stefna nú að því að taka upp eftirlit með skipum innan lögsögu sinnar frá gervi- hnetti. Telja þeir sig með því bæði geta fylgzt betur með ólöglegum veiðum skipa og eins geta betur tryggt öryggi þeirra og brugðizt skjótar við bjáti eitthvað á. Jörgen Niclasen, sjávarútvegsráðherra Færeyja, segir í samtali við fær- eyska blaðið Dimmalætting, að það sé bara spurning um tíma hve- nær þessu eftirliti verði komið á. Umræður um fiskveiðieftirlit við Færeyjar hafa verið töluverð- ar að undanförnu vegna þess að nýtt varðskip þeirra, Brimill, er fast í Noregi og hefur verið það í þrjá mánuði. Fyrir vikið hefur eft- irlit verið lítið og eru uppi ýmsar ásakanir um ólöglegar veiðar fær- eyskra skipa. Niclasen segir að með eftirliti um gervihnött sé hægt að taka af allan vafa um slík- ar fullyrðingar. Á færeysku heitir gervihnöttur fylgisveinn. Taka upp eftirlit um gervihnött

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.