Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 23
NEYTENDUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 23
Verslunin Svalbarði
Framnesvegi 44
Sérverslun með íslenskt góðmeti
Mikið úrval af harðfiski og hákarli. Saltfiskur, flattur og flök,
sólþurrkaður, útvatnaður, mareneraður.
Saltfiskrúllur og saltfiskbollur. Plokkfiskur.
Orðsending til þorrablótsnefnda:
Eigum harðfisk og hákarl í þorratrogin og útbúum einnig
þorrabakka.
Sendum um land allt.
Pantanasími: 562 2738, fax 562 2718
TILBOÐ Í DAG
Nýr rauðmagi
Kúttmagi
Glæ
ný
hro
gn
og
lifu
r
Línuýsa
(verð áður 250 kr.)
FISKBÚÐIN VÖR
Höfðabakka 1
sími 587 5070
FISKBÚÐIN HAFBERG
Gnoðarvogi 44
sími 588 8686
kr.
kg.95
NÝLEGA auglýsti bílaumboð að það
myndi borga fyrstu þrjár afborgan-
irnar ef viðkomandi tæki bílalán til
sjö ára og borgaði að lágmarki 30%
útborgun. Samkvæmt útreikningum
Ráðgjafastofu um fjármál heimil-
anna nemur kostnaður við kaup á bíl
sem kostar 1.637.000 þúsund krónur
alls 471.337 krónum ef miðað er við
að lánið nemi 1.145.900 kr. og útborg-
un sé 30%. Heildarverð bílsins er þá
orðið 2.108.337 krónur. Bílaumboðið
tekur að sér að borga fyrstu þrjár af-
borganirnar sem nema 84.995 krón-
um.
Þegar bíllinn er orðinn sjö ára er
hann metinn á um 130.950 krónur en
þá er miðað við 20% afföll fyrstu tvö
árin og 12% árin eftir það.
Jórunn Jónsdóttir, ráðgjafi hjá
Ráðgjafastofu um fjármál heimil-
anna, segir að því sé vandsvarað
hvort það sé vit í því að taka lán til að
kaupa bíl þegar borið er undir hana
hvernig það komi út fjárhagslega
fyrir fólk að taka bílalán til sjö ára
með þessum hætti. Hún segir það
m.a. fara eftir greiðslugetu einstak-
lingsins.
„Ef miðað er við að tekið sé lán í
banka til að staðgreiða bílinn þá eru
almennir vextir af bankalánum hærri
en þeir vextir sem almennt eru á bíla-
lánum. Þannig að það má draga þá
ályktun að bílalánin séu aðeins hag-
stæðari miðað við það sem sett er
fram í þessu tilviki, þ.e. fastir 9%
vextir.“ Jórunn bendir á að það að
taka lán til að kaupa nýjan bíl þýði
mikla útgjaldaaukningu hjá viðkom-
andi og að það vilji stundum gleym-
ast að reikna með hvað það er sem
bætist við í mánaðarleg útgjöld heim-
ilisins. „Það þarf að gera ráð fyrir
tryggingum en þegar bílar eru með
bílalánum er þess oftast krafist að
tekin sé kaskótrygging sem getur
þýtt 120.000 krónur á ári fyrir utan
að eðlilegur kostnaður við að reka bíl
á mánuði er um 20.500 krónur. Þann-
ig að til viðbótar við tæpa 30.000
króna afborgun af bílaláni þarf að
gera ráð fyrir um 32.500 króna kostn-
aði vegna reksturs og trygginga á
bílnum. Þannig má gera ráð fyrir að
kostnaður heimilis sem er með bíla-
lán sé um 60.000 á mánuði í heildina,“
segir Jórunn.
Helsti gallinn við bílalán er að sögn
Jórunnar sá að ef fólk lendir í vanda
með afborganir af þeim þá er í flest-
um tilfellum ekki hægt að breyta
þeim til að koma þeim í skil.
„Það er með bílalán eins og öll önn-
ur lán að þau eru veitt með ávöxt-
unarkröfu lánveitanda í huga. Fólk
þarf að finna út hvort það hefur efni á
að taka bílalán og gera sér grein fyrir
því að söluverð bílsins og eftirstöðvar
láns haldast ekki alltaf í hendur. Það
gæti komið upp sú staða að verðmæti
bílsins væri orðið minna en áhvílandi
lán.“
Reikna þarf dæmið til enda
Runólfur Ólafsson, framkvæmda-
stjóri FÍB, segir að ekki megi líta
framhjá því að bíll er og verður ávallt
nytjahlutur og hér sé því um neyslu-
lán að ræða. „Grundvallarþátturinn
er að reikna dæmið til enda. Tökum
sem dæmi bíl á svipuðu verði og bíl-
arnir í umræddri auglýsingu en þetta
eru bílar á í kringum 1.500.000 til
2.000.000 krónur. Ef við tökum bíl
sem kostar eina og hálfa milljón þá er
verið að tala um lágmarksútborgun
450.000 krónur. Afgangurinn er síð-
an bílalán til sjö ára og samkvæmt
þessu eru fyrstu þrjár afborganirnar
í kringum 65.000. Á þessum sjö árum
er bílalántakandi að borga 350.000 til
400.000 krónur umfram þá peninga
sem hann fékk lánaða,“ segir Run-
ólfur.
„Í núverandi efnahagsumhverfi
eru neyslulán dýr. Þau bera 9% vexti
og verðbætur að auki ásamt greiðslu-
kostnaði. Hér er um ákveðinn valkost
að ræða og þar sem bílaumboð mis-
muna væntanlega ekki viðskiptavin-
um sínum er ekki ólíklegt að fyrir-
tækið bjóði þeim viðskiptavinum
afslátt líka sem kjósa að staðgreiða.“
Að sögn Runólfs er algengara en
ekki að tekin séu bílalán þegar fólk
fjárfestir í nýjum bílum. „Bílalán
bjóðast á svipuðum kjörum og
bankalán en það sem þau hafa
kannski umfram bankalánin er að
hægt er að ganga frá hlutunum á
staðnum. Bílar eru farnir að falla í
verði meira en áður þannig að ef
skyndilega þarf að selja bílinn er
hætt við að fólk sitji uppi með afborg-
anir.“
Þegar Runólfur er inntur eftir því
hvort mikill munur sé á þeim kjörum
sem í boði eru almennt vegna fjár-
mögnunar bílakaupa segir hann nán-
ast sömu kjör vera í boði hjá öllum
aðilum á markaðnum.
Kostnaður við sjö ára bílalán upp á 1.145.900 krónur nemur 471.337 krónum
Neyslulán
eru dýr
! "#!$ % & '#
(& "$ ! ! "#!$ !)$
*!""
*#!* " ! +
!)! ,
$
'-
*! -! .
+
!
" #
$!
%
& '("
) "*+
(
+)+ "*+
'("
+,
(( '*+
) "*+
Morgunblaðið/Þorkell