Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 25

Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 25 LÖGREGLAN í Indónesíu skaut í gær táragasi að náms- mönnum, sem reyndu að ryðj- ast inn í þing- húsið, en þar ákváðu þing- menn að halda áfram rannsókn á spillingar- málum tengd- um Abdurr- ahman Wahid, for- seta landsins. Bíður þingheim- ur skýrslu frá sérstakri rann- sóknarnefnd og hyggst ræða niðurstöður hennar á fimmtu- dag. Almennt er búist við, að skýrsla verði mikill áfellisdóm- ur yfir forsetanum. Wahid, sem er íslamskur klerkur, ger- ir hvað hann getur til að tefja fyrir rannsókninni en hún snýst um mikinn fjárdrátt. Vestrænt fé í NTV? JEVGENÍ Kíseljov, yfirmað- ur NTV, óháðrar stjónvarps- stöðvar í Rússlandi, sagði í gær, að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri hlynntur því, að stöðinni yrði bjargað með vestrænni fjárfestingu. Sagði hann, að Pútín hefði skrifað Ted Turner, stofnanda CNN- fréttastöðvarinnar banda- rísku, en hann, bandarískir fjármálamaðurinn George Soros og fleiri hafa boðið í 25% hlutafjárins í NTV. Eitt helsta skilyrðið er, að Pútín ábyrgist, að Moskvustjórnin hafi engin afskipti af ritstjórnarstefnu sjónvarpsstöðvarinnar. Maídrottn- ingin látin MARIA Jose, sem kölluð var Maídrottningin vegna þess, að hún var drottning Ítala í maí árið 1946, lést í Genf um helgina 94 ára að aldri. Maria, rithöf- undur og dá- lítið veik fyrir kommún- isma, var ekkja Um- bertos II Ítalíukonungs og dóttir Al- berts I Belgíukonungs. Ríkti hún í 27 daga frá 9. maí 1946 eða þar til Ítalir ákváðu að breyta konungdæminu í lýð- veldi. Var ástæðan fyrst og fremst reiði þeirra vegna und- irlægjuháttar og samstarfs Victors Emmanuels III við Mussolini. Vinirnir bregðast Estrada AÐ minnsta kosti einn af nán- ustu félögum Josephs Estr- ada, fyrrverandi forseta Fil- ippseyja, hefur ákveðið að vitna gegn honum. Dagblaðið Philippine Star sagði í gær, að um væri að ræða Mark Jim- enez en hann á yfir höfði sér að vera framseldur til Banda- ríkjanna. Þar er hann sakaður um póstsvik, skattsvik og um ólögleg framlög í kosninga- sjóði Demókrataflokksins. STUTT Áfram rannsókn á Wahid Wahid Maria Jose „HRIKALEGT“ og „skekjandi“ eru orðin, sem Alan Milburn heil- brigðisráðherra hefur notað und- anfarna daga um skýrslu, sem hann leggur fyrir breska þingið í dag. Skýrslan fjallar um meðferð 3.500 líffæra, sem fjarlægð voru úr látnum börnum á breska barna- spítalanum Alder Hey í Liverpool. Í óháðri skýrslu, skrifaðri af Liam Donaldson, prófessor í læknis- fræði, er komist að þeirri niður- stöðu að á meira en helmingi breskra sjúkrahúsa hafi tíðkast að fjarlægja líffæri úr látnu fólki, enda sé það í þágu læknavísind- anna. Hins vegar verði það að ger- ast með upplýstu samþykki. Milburn hefur einnig lagt áherslu á að læknar verði að afla upplýsts samþykkis ef fjarlægja eigi líffæri úr látnu fólki. Ýmsir læknar hafa áhyggjur af því að áköf umræða um þessi mál í Bret- landi undanfarið torveldi krufn- ingu, sem oft er nauðsynleg til að ganga úr skugga um dánarorsök. Bent er á að búast megi við að í um 15 prósent tilfella sé dánaror- sök rangt greind og krufning sé nauðsynleg til að taka af allan vafa. Einnig hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að fá að geyma vef- sýni, því þau séu mikilvæg heimild fyrir síðari tíma rannsóknir. Margt í skýrslunni þykir skelfi- legt, svo óttast er að hún veki hörð viðbrögð. Sagt er að þar komi fram að jafnvel höfuð ungbarna hafi fundist í krukkum. „Yfirgrip þess sem fram fór á Alder Hey og hryllingur þess var þannig að mann flökrar,“ er haft eftir einum starfsmanni spítalans. Milburn boðaði í gær lagabreytingar í kjöl- far málsins. Þær ættu að styrkja samstarf lækna og sjúklinga, ekki ýta undir tortryggni. Alder Hey- sjúkrahúsið hefur þegar sett upp símalínur til að svara fyrirspurn- um og búist er við að fleiri sjúkra- hús geri slíkt hið sama. Líffærum safnað án vitundar aðstandenda Alder Hey-hneykslið kom upp á yfirborðið haustið 1999 þegar líf- færi, sem forráðamenn spítalans sögðust ekki hafa vita af, fundust í rannsóknarstofu háskólans í Liv- erpool. Heilar, hjörtu, lungu og önnur líffæri höfðu verið tekin úr látnum börnum, sett í krukkur og stóðu nú þarna og rykféllu. Það vakti óhug að þarna fundust 3.000 líffæri, sem enginn gat gert grein fyrir hvaðan væru komin eða hvernig. Stjórn spítalans hafnaði því að hafa vitað nokkuð af safn- inu. Við nánari eftirgrennslan hefur komið í ljós að á árunum 1947– 1988 átti spítalinn aðeins lítið safn líffæra, líkt og tíðkaðist á sjúkra- húsum. Á árunum 1988–1995 hrúg- uðust líffærin hins vegar upp og þessi mikla söfnun er rakin til hol- lensks læknis, Dick van Velzen, sem starfaði þá á Alder Hey-spít- alanum. Hann flutti síðan til Kanada og þaðan til Nýfundnalands, þar sem hann staraði Halifax í Nova Scotia og þar hefur verið gefin út hand- tökuskipan á hendur honum eftir að mikið magn líffæra og líkams- hluta fannst þar í geymslu innan um búslóð læknisins. Hann er nú með stöðu í Haag, en er í ótíma- bundnu leyfi frá henni. Hann var áður fyrr einn helsti sérfræðingur í heimi um vöggudauða. Læknirinn talar ekki við fjöl- miðla, en talsmaður hans segir að ekkert sé óeðlilegt við líffærasafn- ið. Það sé rangt að stjórn spítalans hafi ekki verið kunnugt um safnið. Það hafi á sínum tíma einfaldlega ekki fengist fé til að ganga al- mennilega frá því og það hafi stjórn spítalans verið fullkunnugt um. Auk þess sem skýrslan tekur þátt hans fyrir er það gagnrýnt að stjórn spítalans skyldi láta þessa starfsemi ganga óáreitta. Eftir þessar fréttir var ákveðið að nefnd skyldi kanna málið og það er skýrsla hennar, sem Mil- burn leggur fyrir þingið í dag. Undanfarna daga hafa hins vegar komið fram ýmsar nýjar fréttir um það sem fram fór Alder Hey. Meðal annars voru fréttir um að lyfjafyrirtækið Aventis Pasteur hefði keypt líffæri úr börnum frá spítalanum. Síðan kom hins vegar í ljós að fyrirtækið hafði greitt 10 pund, um 1.200 íslenskar krónur, fyrir hvert sýni og sú greiðsla var í raun fyrir meðhöndlun sýnanna, svo það gaf tæpast rétta mynd að slá því upp að sjúkrahúsið hefði selt líffæri í hagnaðarskyni, auk þess sem líffærunum hefði ella verið fargað. Óáreiðanlegar upplýsingar til aðstandenda Foreldrar barna, sem látist hafa á spítalanum undanfarin ár, kvarta mjög undan samskiptum við stjórn spítalans. Forstöðumenn hans hafi svarað fyrirspurnum bæði seint og illa og þar með bætt enn frekari harmi ofan á sorgina af barns- missi. Lögfræðingur yfir 150 fjöl- skyldna barna er létust á spít- alanum hefur sagt í viðtali við Sunday Times að málið snúist ekki aðeins um vefsýni, heldur hafi fjöldinn allur af veigamiklum líf- færum barnanna aldrei komið í leitirnar. Líffærin voru fjarlægð úr börnunum látnum án leyfis for- eldra. Í viðtali við Independent segir móðir, sem missti dóttur í fæðingu á spítalanum 1987 að þegar frétt- irnar um líffærasafnið birtust 1999 hafi hún haft samband við spít- alann til að spyrja hvort líffæri úr dóttur hennar væru meðal þeirra, sem fundust. Hún fékk þá að vita að líffæri hefðu verið fjarlægð úr barninu, en þeim hefði síðan verið eytt. Síðar hefur komið á daginn að þetta var ekki rétt og hvorki þessi móðir né aðrir aðstandendur álíta sig hafa fengið endanlegar og áreiðanlegar upplýsingar um afdrif líkamshluta barnanna. Upplýst samþykki – ekki aðeins krossar á eyðublaði Í skýrslu sinni kemst Donaldson að því að það sem tíðkaðist á Alder Hey-sjúkrahúsinu var ekkert eins- dæmi, heldur hafi svipað tíðkast á um helmingi breskra sjúkrahúsa, einkum þar sem kennsla fari fram. Hann áætlar að um 40 þúsund lík- amshlutar séu nú í vörslu breskra sjúkrahúsa. Það sem gerir hins vegar Alder Hey-málið nokkuð einstakt er að þar var svo mikið af líffærum fjarlægt og þau geymd við óheppilegar aðstæður. Það sem var einnig rangt var að svo virðist sem líffærin hafi verið fjarlægð á laun og án þess að foreldrar væru upplýstir um hvað gert hefði verið við lík barna þeirra. Bæði einstakir læknar og sam- tök þeirra hafa látið í ljós að það sé nauðsynlegt í þágu læknavís- inda að fjarlægja líffæri úr látnu fólki en hins vegar sé mikilvægt að það sé gert eftir settum reglum og öllum sé ljóst, hvað sé á ferðinni. Ekki sé hægt að tala um að fleiri líffæri séu tekin en nauðsynlegt sé því þau séu hluti af gagnabanka, sem gagnist ekki aðeins samtím- anum, heldur einnig síðari tímum. Milburn undirstrikaði í gær að það þyrfti að tryggja raunverulega upplýst samþykki, ekki aðeins að fólk fengi eyðublöð til að krossa við á. Fyrir sex mánuðum voru teknar í notkun nýjar reglur, settar í ljósi Alder Hey-málsins. Þær hafa leitt til færri krufninga og að minna er tekið af líffærum úr látnu fólki en áður. Ýmsir hafa áhyggjur af að þar með fáist ekki nægar upplýs- ingar, til dæmis um dánarorsök. Þegar til lengdar lætur geti það bitnað á rannsóknum og á end- anum á umönnun sjúklinga. Líffærasafn úr látnum börn- um vekur ugg í Bretlandi Skýrsla um líffæri tekin úr látnum börnum á breskum barnaspítala hefur hneykslað Breta, segir Sigrún Davíðsdóttir, en ýmsir óttast einnig að um of hafi verið þrengt að læknisfræðirannsóknum í kjölfar málsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.