Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 27

Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 27 við getum talið upp hluta af kostum nike handboltaskónna, eins og zoom air í hæl og tábergi, sérstakan viðnámssóla, DRAG ON yfirbyggingu fyrir stöðugleika og hvað þeir eru léttir, en bestu meðmælin eru samt hverjir spila í þeim: guðjón valur sigurðsson ólafur stefánsson patrekur jóhannesson ragnar óskarsson við hefðum talið nike leikmennina í öðrum landsliðum á HM upp líka, en það er ekki pláss fyrir þá alla í þessari auglýsingu. air zoom pivot SJÖ kvikmyndir hlutu vilyrði til framleiðslu árið 2002. Hæsta styrk, þ.e. 40 milljónir hvor, hlutu Sögn ehf. til framleiðslu á kvikmyndinni Hafið í leikstjórn Baltasars Kor- máks og Íslenska kvikmyndasam- steypan til framleiðslu á kvikmynd- inni Kaldaljós í leikstjórn Hilmars Oddssonar. Þá hlutu Zik Zak kvik- myndir 35 milljónir til framleiðslu á kvikmyndinni Næsland í leikstjórn Friðriks Þórs Friðrikssonar. Aðrar kvikmyndir, sem framleiddar verða árið 2002 í kjölfar úthlutunar, eru Stormy Weather í leikstjórn Sól- veigar Anspach, Ís-lending sem Hallur Helgason leikstýrir, Diffe- rences Alike í leikstjórn Peter Ringgaard og 1.0 sem Marteinn Þórsson mun leikstýra. Þá hlutu tvö ný verkefni styrk til framleiðslu árið 2001, en það eru Nói Albínói í leikstjórn Dags Kára Pét- urssonar framleidd af Zik Zak kvik- myndum og Maður einsog ég sem Róbert Douglas leikstýrir og fram- leidd er af Kvikmyndafélagi Íslands. Hæstu styrkirnir Hilmar Oddsson hlaut styrk til framleiðslu á kvikmyndinni Kalda- ljós sem byggð er á samnefndri skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Hilmar hefur unnið að handritinu frá því árið 1988 í samvinnu við Frey Þormóðsson. „Vigdís hefur síðan fylgst með úr fjarlægð,“ segir Hilm- ar. Hann segir þennan langa melt- ingartíma þó hafa komið sér vel, því vandasamt hafi verið að færa bókina yfir í kvikmyndaform. „Kaldaljós er í tveimur hlutum sem gerast með tíu ára millibili. Við tókum þá stefnu að vinna fyrst og fremst út frá fyrri hlutanum, sem lýsir æsku aðalper- sónunnar. Í lok kaflans eiga sér stað miklar hörmungar. Við fjöllum um það sem tekur við og leitumst þannig við að lesa inn í eyðuna í skáldsög- unni. Þannig verður kvikmyndin í dálítið sérstöku sambandi við skáld- söguna,“ segir Hilmar. Myndin verð- ur að sögn Hilmars dýr í framleiðslu, og er enn verið að leita eftir fjár- mögnun. Áætlað er að tökur hefjist árið 2002. Baltasar Kormákur hlaut styrk til að leikstýra annarri mynd sinni, en hún er lauslega byggð á leikritinu Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson. „Þetta er fjölskyldudrama, bæði fyndið og dramatískt, sem gerist í af- skekktu sjávarplássi. Þar mætast kynslóðir auk þess sem komið er inn á málefni á borð við landsbyggðar- flótta og kvótamál,“ segir Baltasar. Hann segir leikritið hafa höfðað til sín þar sem það á brýnt erindi við ís- lenskan samtíma. „Efnið lýsir mjög sterkt því sem er að gerast á Íslandi. Þegar ég las leikritið aftur áttaði ég mig á því að það sem verið er að fjalla um þar er jafnvel enn brýnna en það var árið 1992 þegar leikritið var skrifað.“ Þeir Baltasar og Ólafur Haukur hafa unnið að því að endur- skrifa leikritið í ljósi þróunar síðustu ára í handriti. Tökur munu hefjast á næsta ári en nú stendur frekari fjár- mögnun yfir, en verkefninu hefur að sögn Baltasars verið sýndur mikill áhugi erlendis. Friðrik Þór Friðriksson mun leik- stýra kvikmyndinni Næsland en Huldar Breiðfjörð hefur unnið að gerð handritsins undanfarið ár. „Handritið er unnið út frá þremur myndum sem komu upp í hugann á mér, það voru ungt par, beyglað hjólhýsi og dúfa. Sagan fjallar um tvo mjög sérstaka náunga sem gera með sér samning um að hjálpa hvor öðrum í því að finna út úr stóra sam- henginu. Ætli þetta sé ekki bara ást- arsaga í mjög marvíslegri merkingu þess orðs,“ segir Huldar. Þegar Friðrik Þór fékk handritið til lestrar hreifst hann strax af því og vildi gjarnan taka það að sér. „Þetta get- ur orðið mjög skemmtileg og mann- leg mynd,“ segir segir Friðrik Þór, en tökur hefjast á næsta ári. Kvikmyndasamsteypan hlaut 25 milljónir í styrk til framleiðslu kvik- myndarinnar Ís-lending sem verður að sögn Halls Helgasonar, væntan- legs leikstjóra myndarinnar, ramm- íslenskur háfjallarealismi með spennuívafi. „Þetta er spennumynd sem gerist að mestu leyti uppi á jökli og á hálendi Íslands.“ Pétur Sigurðs- son ritaði handritið og Ágúst Jak- obsson mun annast kvikmyndatöku. Hallur segir styrkinn hafa hleypt verkefninu duglega af stað, og eru aðstandendur að kanna frekari fjár- mögnunarleiðir. „Myndin verður tekin upp á hálendinu og líklega á Langjökli. Annars erum við að þreifa fyrir okkur með tökustaði. Tökur hefjast svo fljótt sem auðið er en það er háð veðráttu,“ segir Hall- ur. Þá hlaut Sögn ehf. 26 milljóna króna vilyrði vegna myndarinnar Stormy Weather sem verður franskt/íslenskt samvinnuverkefni í leikstjórn Sólveigar Anspach. Sól- veig segir það ánægjulegt að fá stuðning að heiman, en styrkurinn kemur framleiðslunni af stað. Mynd- in fjallar um ást, sálarlíf og veður- fregnir. Þar segir frá tveimur stúlk- um og berst sagan frá Manhattan til Vestmannaeyja. „Það verður áhuga- vert að vinna með þessar andstæður, ekki síst sjónrænt. Það var mikil innilokun í síðustu mynd minni, Hertu upp hugann, en í þessari verð- ur víðátta og vont veður,“ segir Sól- veig. Frekari fjármögnun stendur nú yfir og hefjast tökur í New York í september. Kristinn Þórðarson ritaði handrit- ið að kvikmyndinni Differences Alike en henni verður leikstýrt af hinum þekkta danska leikstjóra Pet- er Ringgaard. Magus hlaut 10 millj- ónir til framleiðslu hennar. Myndin gerist á tímum þorskastríðsins, sem myndar bakgrunn sögunnar. Þar segir frá sambandi íslensks manns og enskrar konu sem sogast inn í hina pólitísku deilu. Leitast er við varpa ljósi á atburði frá sjónarhóli beggja deiluaðila. „Mesta dramað átti sér einkum stað í Hull og þess- um bresku fiskiþorpum, sem misstu sitt lífsviðurværi þegar Íslendingar unnu í málinu,“ segir Kristinn. Myndin verður á ensku og verður leitast við að fá þekkta breska leik- ara í aðalhlutverkin. Marteinn Þórsson mun leikstýra tæknitryllinum 1.0 ásamt félaga sín- um Jeff Renfroe en þeir hafa starfað saman við gerð auglýsinga og tón- listarmyndbanda undanfarið. Ís- lenska kvikmyndasamsteypan hlaut 10 milljón króna vilyrði til fram- leiðslunnar. „Myndin fjallar um mann sem tekur þátt í tilraun sem stórfyrirtæki er að gera með nýja tegund af auglýsingum. Það reynist eitthvað vera að þessari auglýsinga- tækni, því veruleikinn fer í kjölfarið úr skorðum,“ segir Marteinn. Mynd- in verður tekin upp á ensku, með er- lendum leikurum, en líklegt er að Hilmir Snær Guðnason leiki aðal- hlutverkið. Um íslenskt/kanadískt samvinnuverkefni er að ræða, en tökur hefjast í Kanda í apríl. Zik Zak kvikmyndir hlaut 25 millj- ónir til framleiðslu Nóa Albínóa árið 2001. Hún er fyrsta myndin í fullri lengd sem Dagur Kári leikstýrir en hann skrifaði jafnframt handritið. Þar segir frá Nóa, sem er vandræða- unglingur í litlu þorpi úti á landi. „Þetta er hugmynd sem ég er búinn að vera með í kollinum síðan ég var 16 ára en ég hef unnið markvisst að henni undanfarin 2–3 ár. Myndin gerist í miklum snjó og fjallar mikið um innilokunarkennd,“ segir Dagur en hann á von á að tökur hefjist síðar á árinu og mun myndin að öllum lík- indum verða tekin á Vestfjörðum. Þá hlaut Kvikmyndafélag Íslands 15 milljónir fyrir myndina Maður einsog ég í leikstjórn Roberts I. Douglas. Myndin verður Reykjavík- ursaga í anda Íslenska draumsins. Sama teymi stendur að henni og í fyrri mynd Róberts og er áætlað að tökur hefjist í sumar. Þróun bíómynda Fimm hlutu styrki til þróunar bíó- mynda þar sem handrit liggur fyrir, er þar um að ræða myndirnar Fisk- ur á þurru landi í leikstjórn Ingu Lísu Middleton, Bróðir minn í leik- stjórn Ágústs Baldurssonar eftir handriti Mikaels Torfasonar, Ginn- ungasaga eftir handriti Kristínar Atladóttur, Georg í Mannheimum eftir handriti Jóns Ármanns Steins- sonar og Opinberun Hannesar í leik- stjórn Hrafns Gunnlaugssonar, eftir handriti hans og Davíðs Oddssonar. Umsvif í íslenskri kvik- myndagerð aukast Níu nýjar kvikmyndir hlutu vilyrði til fram- leiðslu við úthlutun úr Kvikmyndasjóði Íslands og má því segja að umsvifin í íslenskri kvikmyndagerð fari vaxandi ár frá ári. Heiða Jóhannsdóttir komst að því að margt er í bígerð. Hilmar Oddsson Baltasar Kormákur Friðrik Þór Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.