Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 28

Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 28
LISTIR 28 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ telst mikils háttar viðurður að fá hingað sýnishorn af franska frá- sagnarmálverkinu, eða, la figuration narrative, eins og það nefnist á máli þarlendra. Kannski er útlagningin, frásagnar- málverkið, ekki alveg kórrétt eins og menn skilja hugtakið í frans, leiðir hugan fullmikið að bókmenntum og þá einkum í landi bókmálsins. Hér er einfaldlega um að ræða afturhvarf til hins sýnilega og hlutlæga í umhverf- inu, túlkað í yfirfærðum skilningi frá- sagnar, mikið til af fyrirbærum hvunndagsins, raunverulegum sem óraunverulegum. Frásögn á hlutlæg- um grunni, samfelld lesbær frásögn og mjög oft með nærtækum pólitísk- um broddi. Hversdagsleikinn virkj- aður og um leið fjarstæðukenndar ímyndanir úr hvunndeginum eins og þær birtast í teiknimyndasögum, co- mic strip, ekki síst hasarblöðum, þær gjarnan látnar raska og/eða ganga inn í ferli sígildrar myndlistar. Eins og málaralistin var aðalmyndmál ólæsrar alþýðu á öldum áður eru teiknimyndasögurnar aðalmyndmál alþýðu iðnaðar og tæknialdar, sem telst nær viðlíka ólæs á sjónmenntir og á lesmál fyrrum. En boðskapurinn er annar í þjóðfélagi hraðans, heims- myndin önnur, einkum ef litið er til nýliðinnar aldar, tveggja heimsstyrj- alda og gjöreyðingarvopna, sem hafa gert skilaboð fyrri alda um heimsendi að nærtækum og raunverulegum möguleika og nú öðru frekar af manna völdum, sjálfstortímingu. Því hefur verið haldið fram fullum fetum, að ameríska popplistin hafi verið andsvar við abstraktið og hið fullkomlega óhlutlæga myndverk. Er að vissu marki mikið rétt, þó einnig sem nýr flötur vaxandi markaðssetn- ingar listhúsa og fræðikenninga- smiða austan hafs og vestan. Þörfin fyrir eitthvað nýtt og ferskt var mikil á tímum ofurvalds óhlutlæga mál- verksins, er níðþröngar listastefnur höfðu gengið yfir líkast flóðbylgjum, enginn framsækinn listamaður tald- ist maður með mönnum sem ekki var með í leiknum, útskúfað. En svo er líka annað, sem var sjálft ameríska þjóðfélagið með allan sinn hraða, gerviefni, gervimenningu og auglýs- ingamennsku, og sína mörgu lista- menn er hrærðust í miðjum þessum nornakatli. Blóðríkir myndlistarmenn hafa alltaf verið með innbyggða ratsjá á umhverfi sitt, þannig sóttu málarar líkt og Marc Chagall myndefni sín í rússneskar þjóðsögur og íkona, Salvador Dali í bergmyndanir í strandlengju fæðingarþorpsins Fi- gueras í nágrenni Gerona í Katalóníu. Fyrr eða síðar hlaut að koma að því að sjálft neysluþjóðfélagið allt um kring þrengdi að og krefðist tilveru- réttar síns, einkum í sjálfri útópíunni, var í raun og veru um eitt og annað merkjanlegt í málverkum listamanna eins og til að mynda Stuart Davis og Edward Hopper. Vestra höfðu lista- menn ræktað arf módernistanna með miklum ágætum og yfirfært á um- hverfi sitt, jafnvel strangflatamál- verkið var yfirmáta þjóðlegt, inn- hverfa útsæið og abstraktið um leið, málararnir höfu líka framúrskarandi fræðikenningamenn sér til fulltingis svo sem hinn nafntogaða Harold Greenberg. Það var því í hæsta máta eðlileg þróun að fram kæmi innhverft listform sem rifi sig fullkomlega frá evrópsku hefðinni, líkast sem blautri tusku væri slengt framan í kenninga- smiði Parísarskólans, sem til þess tíma hafði verið Mekka framsækinna núviðhorfa eftirstríðsáranna. Líka kom til, að þreytumerki fara jafnað- arlega fljótlega að segja til sín í til- búnu og fjarstýrðu hópefli, þar sem hinu sama er haldið að fólki og öll söfn og listhús yfirfull af margradda þess, ásamt því að kenningarsmiðir fara út á ystu nöf í einstrengningslegri rök- fræði. Abstraktmálar, sem höfðu þróast frá hinum sýnilega veruleika út í huglægan flata og formaheim svo sem Delaunay, Herbin og Fautrier skáru sig fullkomlega úr fyrir per- sónuleg vinnubrögð. Öðru gegndi með þá sem sóttu allt sitt í framúr- stefnu líðandi stundar, afsprengi snöggsoðinna núviðhorfa og um leið til muna þrengri og öfgafyllri í sam- ræðunni. Úreltu og völtuðu yfir öll fyrri gildi, herhrópið, í listum liggur engin leið til baka, aldrei háværara. Þrátt fyrir hin snöggu umskipti, sem leiddu einnig til þess að maður- inn varð á ný hlutgengur sem mynd- efni í framsæknu málverki, tóku evr- ópskir málarar merkilega fljótt við sér. En þeir voru afgangsstærð þar til hinn 39 ára gamli Robert Rausc- henberg hlaut fyrstu verðlaunin á þrítugasta og öðrum Feneyjatvíær- ingnum 1964, sem fyrsti myndlistar- maður handan Atlantshafsins. Þá hrukku menn við í París, sem hafði einokað þessi verðlaun um fjölda ára og nú þurfti mótleik, þar með hófst uppgangur franska frásagnarmál- verksins. Hér eru þeir félagar og skoðanabræður mikilvægt innlegg í uppstokkun fyrri gilda í list Parísar- skólans. En í andstöðu við starfs- bræður sína í New York, sem nú hrifsuðu til sín forustuna sem miðja heimslistarinnar, sóttu þeir meira í fyrri hefðir, bæði í myndmáli og myndrænni útfærslu. Í Þýskalandi var stutt í að menn færu að taka eftir til- raunum Josephs Beuys og það sem telst jafnvel enn fjarstæðukenndra, var að seinna fékk sjálf sagan upp- reisn sem gildur myndmiðill í akvarell- um og risaflekum Anselms Kiefers. Má því með góðri samvisku halda því fram, að ameríska popplistin hafi langt út fyrir afmarkað svið átt þátt í að leysa fersk öfl sköpunar úr viðjum í Evrópu, opnað nýja glugga. Það er alveg rétt að þeir félagar eru ekki opinber listhópur líkt og til að mynda Cobra, öllu frekar sjálf- stæðir einstaklingar sem hafa haldið saman og styrkt hvorn annan með þátttöku í innbyrðis framníngum, enda fyrst á seinni árum að þeir koma fram sem ein heild. Hér saknar mað- ur þó mjög manna eins og Edoardo Arrayo, Gilbert Aillaud og Antonio Recalcati, sem komast rétt á blað í hinni veglegu sýningarskrá/bók. Allir hafa þeir haldið sínu striki frá upphafi, eru eins og popplistamenn- irnir, enn á fullu, svona líkt og strang- flatamálararnir sem og iðkendur óformlega málverksins. Það sem máli skipti var að skapa sér afmarkaðan myndheim og vera honum trúr. Sýningin í Listasafni Reykjavíkur er ekki ýkja viðamikil og gefur að auk takmarkaða hugmynd um listsköpun flestra þátttakendanna og frásagnar- málverksins um leið, hér er þó Jaques Monory alveg í sérflokki með sína stóru og einkennandi fleka. Hvað hina snertir og ég þekki helst til varð ég fyrir vonbrigðum um val á verkum Valerio Adami, Hevré Télemaque, Peter Klasen og Erró, en fátt af úr- skerandi lykilverkum þeirra er á sýn- ingunni, og neita að skilja þetta val hingað á útskerið. Má alveg vera að þetta sé hluti af stærri heild og vissu- lega gefur franska sýningarskráin til- efni til að álykta það, en hún inniheld- ur gnótt lykilverka. Skráin er mikilsverð viðbót fyrir alla sem kynna vilja sér sögu franska frásagn- armálverksins, að auk liggur frammi sögulegt yfirlit eftir Jean-Louis Pra- del. Þýðingu annaðist Gunnar J. Árnason listheimspekingur og ber greinilega með sér að hafa ekki verið öfundsvert verk, er þó mikilsvert inn- legg til skilnings á frásagnarmálverk- inu… Málverk frá- sagnarinnar MYNDLIST K j a r v a l s s t a ð i r Valerio Adami/ Peter Klasen/ Jaques Monory/Hervé Telemaque/ Bernard Rancillac/Erró. Sýning- arstjórar: Robert Bonaccorsi/ Gunnar Kvaran. Opið alla daga frá 11–17. Til 20. mars. Aðgangur 400 krónur í allt húsið. Sýningarskrá á frönsku með þýddum formála, verð 3.500 krónur. Formáli sér 100 kr. FRANSKA FRÁSAGN- ARMÁLVERKIÐ Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Jaques Monory: Dauðadalurinn, olía á léreft. 1974. Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Erró: Avignon – Texas. Olía á léreft. 1962–63. Bragi Ásgeirsson SIGMUND Freud hefur löngum verið nefndur faðir sálfræðinnar og víst er að kenningar hans hafa haft ákaflega víðtæk áhrif á margar greinar fræðimennsku tuttugustu aldar. Hjá Hinu íslenska bókmennta- félagi kom nýverið út þýðing Sigur- jóns Björnssonar sálfræðings á bók- inni „Draumar og hugvilla“ eftir Freud. Bókin er hin níunda í röð sál- fræðirita en Sigurjón hefur áður þýtt ein 6 verk Freuds sem gefin hafa verið út í þessum bókaflokki auk rits- ins „Um sálina“ eftir Aristoteles. Að auki hefur hann sjálfur skrifað tvö verk sem tilheyra flokknum. „Draumar og hugvilla“ kom fyrst út árið 1907, snemma á fræðaferli Freuds, eins og Sigurjón bendir á í inngangi sínum. Verkið er greining á sögunni „Gradíva“ eftir Wilhelm Jensen og tímamótaverk að því leyti að ekki hafði áður verið stuðst við sálfræðilega greiningu á bókmennta- texta á svo afgerandi máta, enda kenningarnar sem slíkar nýjar af nálinni og enn í mótun. Þess má þó geta til gamans að aðrir höfðu fyrir þennan tíma sýnt töluvert sálfræði- legt innsæi við lestur og grein- ingu bók- mennta, þeirra á meðal sá frægi Edgar Allan Poe. En eins og Freud sjálfur hafði hann mikinn áhuga á starf- semi undirmeð- vitundarinnar eins og glöggt sér stað í sögum á borð við „Ligea“ og „Fall Usher-ættarinnar“. Áhugi Sigmunds Freuds á bók- menntum var mikill og er t.d. talið að auk verka Poe, hafi verk E.T.A. Hoffmann, sem byggð voru á ævin- týrum og þjóðsögum, haft mótandi áhrif á kenningar hans. Er þá átt við þá þætti þeirra sem teljast mega táknrænir í sammannlegum skiln- ingi og varðveist hafa í munnmælum í gegnum aldirnar. Bókmenntafræð- ingar hafa einnig bent á hvernig glæpasagan þróaðist samhliða sál- fræðinni og kenningum Freuds. Og víst er að sú aðferðafræði sem beitt er í glæpasögum á borð við „The Purloined Letter“ („Stolna bréfið“) eftir Poe – sem er ein fyrsta alvöru spæjarasagan – á óneitanlega margt sameiginlegt með aðferðum og frá- sagnarmáta föður sálfræðinnar. „Draumar og hugvilla“ er ákaflega læsileg og skemmtileg bók þar sem Freud afhjúpar með greiningu sinni hvert merkingarlagið á fætur öðru, sem öll varpa nýju ljósi á innri bygg- ingu sögunnar „Gradívu“ og fram- vindu hennar. Eitt af því sem vekur athygli við lestur bókarinnar er hversu Freud leggur mikla áherslu á að skýra frá mismunandi túlkunar- möguleikum á ýmsum stöðum í bók- inni og áhrifum þeirra á lesandann. Ekkert er varðar samspil texta og les- anda fer framhjá honum svo hann fellur aldrei í þá gryfju að vera óbil- gjarn svo túlkunin virðist þvinguð eða langsótt. Frumtexti Jensens birtist lesanda „Drauma og hugvillu“ jafnan ljóslifandi á bak við hið þéttriðna net merkinga sem Freud varpar fram. Í formála sínum bendir Sigurjón á að Freud hafði nokkru áður gefið út bók sína um draumaráðningar. Freud er því að styðjast við drauma- kenningar sínar við úrlausn hugvillu skáldsagnapersónu í þessari ritgerð um „Gradívu“. Það er því athyglis- vert að sjá hversu aðferðafræði hans í þessu verki svipar mikið til þeirra aðferða er hann notaði við ráðningar á draumum og aðstæðum raunveru- legs fólks, svo sem þeirra Dóru og Hans litla, sem líklega eru þekktustu sjúklingar hans. Bókmenntafræð- ingar hafa sýnt sögu þeirra Dóru og Hans mikinn áhuga og þá iðulega í þeim tilgangi að sýna fram á að Freud hafi notað drauma þeirra og atferli eins og hvern annan texta þar sem Dóra og Hans birtast lesendum Freuds fyrst og fremst sem óvirkt viðfangsefni – án þess að eiga sína eigin rödd í verkinu. Hvað sem því líður var áhugi Freuds á umhverfi sínu ákaflega „þverfaglegur“ – svo notað sé nú- tímahugtak – en í gegnum nýstár- legar hugmyndir sínar lét hann sig flest varða er snerti menningu hans tíma. „Draumar og hugvilla“ er því eins og við er að búast afar skemmti- legt og aðgengilegt undirstöðurit er varpar athyglisverðu ljósi á þær að- ferðir sem vinsælar hafa verið við bókmenntagreiningu. Það að verk á borð við þetta skuli nú vera aðgengi- legt á íslensku hefur að sjálfsögðu töluverða þýðingu fyrir þá sem stunda fræði Freuds. En ennfremur er ljóst að þó Sigurjón bendi á það í inngangi sínum að bókin bjóði tæp- ast upp á neinar nýjungar í dag, ættu engir bókmenntafræðingar að láta hana framhjá sér fara. Rökin fyrir því eru ekki síst þau að manni hættir til að gleyma hversu gífurleg áhrif Freud hefur haft, og ímynda sér jafnvel að þær aðferðir sem hann mótaði séu sjálfsprottinn þáttur í nú- tímanum. Vönduð þýðing Sigurjóns Björns- sonar á þessu verki sem ritað var í byrjun síðustu aldar er ákaflega læsileg. Það er eftirtektarvert hversu vel honum tekst að halda í þann tíðaranda horfins heims sem frumtextinn endurspeglar, en stí- leinkenni Freuds má fremur rekja til 19. aldar hefðar en hefðar módern- istanna, sem var þó á næsta leiti. Tengsl bókmennta og sálfræði BÆKUR F r æ ð i r i t Eftir Sigmund Freud, í þýðingu Sigurjóns Björnssonar. Hið íslenska bókmenntafélag, 2000. 96 bls. DRAUMAR OG HUGVILLA Fríða Björk Ingvarsdótt ir Sigmund Freud Brynhildur Þórarinsdóttir blaðamaður hefur verið ráð- in ritstjóri Tímarits Máls og menningar. Tímaritið verð- ur framvegis gefið út í stærra broti, litprentað og tölublöðum fjölgað úr fjórum á ári í sex, að sögn Brynhildar, sem tekur við af Friðriki Rafnssyni. Hinn nýráðni ritstjóri segir kom- inn tíma til að fríska aðeins upp á rit- ið sem komið er á sjötugsaldurinn. Á prjónunum er að víkka efnistök þess og ráðast í meira alhliða menningar- umfjöllun „en auðvitað verður byggt á bókmenntunum eins og áður,“ seg- ir hún. Brynhildur er íslenskufræð- ingur að mennt og hefur fengist við ýmiss konar skriftir, verið ritstjóri Vinnunnar og blaðamaður í lausa- mennsku, auk þess sem hún hefur verið dagskrárgerðarmaður á Bylgj- unni og Rás 2. Aðstoðarritstjóri TMM er Ingi- björg Haraldsdóttir en ritnefnd skipa þau Árni Bergmann, Kristján Árnason, Pétur Gunnarsson og Soffía Auður Birgisdóttir. Friðrik Rafnsson, sem verið hefur ritstjóri TMM í rösk sjö ár, tekur nú við starfi hjá nýmiðlunardeild Eddu sem ritstjóri vefsíðna. Nýr rit- stjóri TMM Brynhildur Þórarinsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.