Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 29
STÓRÚTSALA
Skipholti 35 - sími 553 5677
Opið kl. 10-18
Opið laugardagakl. 10-14
Gardínuefni frá 100 kr. metrinn
Rúmteppaefni á 995 kr. metrinn
Öll jólaefni á 200 kr. metrinn
Stórísar, blúndur, vóal og kappar
20—70% afsláttur
F já rmá la fö l l i n
Sumi f
Count i f
Subto ta l
Sumproduct
Lookup
P ivo t tab les
o . f l .
Kennari er Baldur Sveinsson sem meðal
annars hefur gefið út veglega bók um
Excel, sem fylgir með í námskeiðinu.
Baldur Sveinsson
Bíldshöfði 18, sími 567 1466
EXCEL
Framhaldsnámskeið
Hnitmiðað námskeið fyrir fjármálastjóra og þá sem auka
vilja við þekkingu sína í Excel. Farið er í gerð fjárhags- og
rekstraráætlana og kynnt hin ýmsu reikniföll sem nota
má til hagræðingar við útreikninga.
ÞAÐ er einkennilegt hvað illa
gengur hjá innlendum dagskrár-
stjóra Sjónvarpsins að finna hvar
neðri mörk þess liggja sem kalla
mætti viðmiðun um útsendingarhæft
efni. Á sunnudagskvöldið var sýnd
stuttmynd er nefndist Eitur. Sjálf-
sagt kæmi aðstandendum myndar-
innar best ef allir létu sem myndin
hefði aldrei verið sýnd en þar sem
hún var sýnd í Sjónvarpi allra lands-
manna, og það á besta útsendingar-
tíma, verður ekki hjá því komist að
leggja til með henni nokkur orð.
Myndin er tileinkuð karlhormón-
inu testósterón og segir frá rithöf-
undi sem vinnur að bók sinni og á erf-
itt með að halda gangandi sam-
bandinu við sambýliskonu sína á
sama tíma. Þau hætta saman og
byrja aftur saman og hætta svo aftur
saman. Fyrir bregður litlum dreng á
hlaupum á víðavangi. Í lokin samein-
ast rithöfundurinn og litli drengur-
inn; líklega sama persóna, gott ef
hann er ekki búinn að finna litla
drenginn í sér með þessu hjartnæma
myndskeiði.
Talsvert hugvit hefur verið lagt í
myndvinnslu á þessu verki en allt að
einu er sagan sundurlaus og óáhuga-
verð, persónurnar óljósar og texti
þeirra klisjukenndur og tilgerðarleg-
ur. Sennilega hefði myndin skánað
við að sleppa töluðum texta og gera
úr þessu myndfrásögn eingöngu.
Nektar- og samfaraatriði bættu engu
við frásögnina og ekki laust við að á
köflum væru þau fremur klúr en list-
feng. Sjálfsagt er það þó smekks-
atriði. Til að bæta gráu ofan á svart
var leikurinn í myndinni fyrir neðan
allar hellur, áhugamennska í sinni
verstu mynd þar sem algjörir ama-
törar eru að reyna að leika eins og at-
vinnumenn. Virtust jafnvel standa í
þeirri trú að þeim hefði tekist það.
María Rut Reynisdóttir var þó sjón-
armun betri en Ólafur Jóhannesson
en það er bitamunur en ekki fjár.
Vafalaust hafa höfundar þessarar
myndar gengið til verks af heilum
hug og af öllum mistökum má draga
nokkurn lærdóm. Þó hefði mátt ætla
að búið væri að kanna þau mistök of-
an í kjölinn að leiknar myndir verða
ekki gerðar án til þess kunnandi leik-
ara. Enn fremur að tæknileg kunn-
átta kemur hvorki í stað né bætir upp
vanhugsaðan söguþráð eða ónýtan
leik. Einu sinni var íslenskum kvik-
myndagerðarmönnum legið á hálsi
fyrir lélega tæknivinnslu. Hér blasti
hið gagnstæða við og var það reyndar
einna forvitnilegasti þáttur myndar-
innar.
Stærstu mistökin við þessa mynd
og sýningu hennar í sjónvarpinu
skrifast þó á innlendan dagskrár-
stjóra en hann hefði átt að hafa dóm-
greind til að bera til að gera annað af
tvennu; hafna sýningu myndarinnar
alfarið eða setja hana á dagskrártíma
við hæfi og kynna hana þannig að
ljóst væri að forráðamenn sjónvarps-
ins væru ekki endanlega búnir að
tapa glórunni.
Eitur, ekki
meira eitur
SJÓNVARP
S t u t t m y n d
Handrit: Helgi Sverrisson og
Ólafur Jóhannesson. Leikstjórn:
Helgi Sverrisson.Kvikmyndataka:
Björn Sigurðsson. Klipping: Ólafur
Jóhannesson. Hljóð: Ragnar
Santos. Leikarar: Ólafur Jóhann-
esson, María Rut Reynisdóttir,
Ómar Ragnarsson, Jón Proppé o.fl.
EITUR
Hávar Sigurjónsson
Morgunblaðið birtir hér ljós-
myndir af fjórum verkanna en þeim
sem gefið geta upplýsingar í málinu
er bent á að snúa sér til lögreglu.
EKKERT hefur spurst til grafík-
verkanna sex sem stolið var úr sýn-
ingarsal Íslenskrar grafíkur í Hafn-
arhúsinu fyrir rúmum hálfum
mánuði. Voru þau hluti af sýning-
unni Brum 2001 sem nemendur af
öðru og þriðja ári í Listaháskóla Ís-
lands stóðu fyrir.
Verk eftir Sævar Jóhannesson.
Verk eftir Guðfinnu Hjálmarsdóttur.
Verk eftir Ólaf Stefánsson.
Verk eftir Olgu Pálsdóttur.
Stolnu verkin ófundin
RITHÖFUNDARNIR Böðvar
Guðmundsson og Guðjón Arn-
grímsson eru meðal fyrirlesara á
nýju kvöldnámskeiði hjá Endur-
menntunarstofnun Háskólans um
Vesturheimsferðir Íslendinga í lok
19. aldar og fram undir fyrri
heimsstyrjöld.
Á námskeiðinu, sem hefst 7.
febrúar, verður lögð áhersla á að
skoða sjálfsmynd og hugmyndir
Vestur-Íslendinga og Íslendinga
um sögu vesturfara, og horft til
þess hvernig afkomendum land-
nemanna reiddi af, til dæmis á
bókmenntasviðinu. Aðdragandi
þess að 15-20 þúsund Íslendingar
fluttust vestur um haf verður
skoðaður og kynnt segulbandasafn
með vestur-íslenskum munnmæla-
sögum.
Þá verður sagt frá sendibréfum
og öðrum heimildum, svo sem dag-
bókum, fjallað um daglegt líf,
landnám og fyrstu árin vestra, og
greint frá öflugri bókmennta-,
blaða- og tímaritaútgáfu. Sérstak-
lega verður fjallað um höfuðskáld
Vestur-Íslendinga, Stephan G.
Stephansson.
Umsjón með námskeiðinu hefur
Gísli Sigurðsson íslenskufræðingur
á Árnastofnun.
Aðrir fyrirlesarar eru sagnfræð-
ingarnir Helgi Skúli Kjartansson,
Davíð Ólafsson, Sigurður Gylfi
Magnússon og Vigfús Geirdal,
bókmenntafræðingarnir Viðar
Hreinsson og Guðrún Björk Guð-
steinsdóttir og Anne Brydon
mannfræðingur frá Wilfrid Laur-
ier-háskólanum í Waterloo.
Námskeiðinu lýkur með heim-
sókn á Vesturfarasetrið á Hofsósi.
Námskeið um
Vesturheims-
ferðir Íslendinga
MANNSLÍF í húfi – Saga Slysa-
varnafélags Íslands er eftir Einar
Arnalds. Saga Slysavarnafélags Ís-
lands er hér sögð í máli og myndum.
Félagið varð á skömmum tíma ein
öflugasta félagshreyfing landsins.
Síðustu árin hafði félagið 90 vel bún-
um og þjálfuðum björgunarsveitum
á að skipa. Haustið 1999 samein-
uðust Slysavarnafélag Íslands og
Landsbjörg, landssamband björg-
unarsveita og Slysavarnafélagið
Landsbjörg varð til. Þar með höfðu
allir sem störfuðu á þessum vett-
vangi snúið bökum saman til að
vinna að sameiginlegum mark-
miðum.
Útgefandi er Mál og mynd. Bókin
er 492 bls., í stóru broti. Á fjórða
hundrað ljósmyndir, teikningar og
kort eru í bókinni. Verð: 5.900 kr.
Nýjar bækur
Gunnar Friðriksson, fyrrverandi for-
seti SVFÍ, áritar bókina.