Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 30
LISTIR 30 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ komist er það ásetningur Dells að gera okkur grein fyrir mikilvægi náttúrunnar með því að opinbera leyndardóma hennar sem aflvaka. Þannig leiðir hann hita í högg- myndir sínar og lætur þær bregð- ast við með ljósi sem verður því skærara sem hitinn er meiri. Hvert verk hans býr yfir eigin aflstöð sem það lætur í ljósi með mismunandi hætti. Flest þeirra eru þó ljósgjaf- ar af einhverjum toga, knúnir áfram af vatnsgufu sem framleiðir rafmagn við það eitt að snerta kaldar koparleiðslur. Þannig verður ljós; guðdómleg kraftbirting eins og lýst er í Sköpunarsögunni, þótt tilbúningurinn sé ef til vill ekki um- vafinn þeirri dulúð sem stafaði af fyrirbærum náttúrunnar forðum daga þegar sköpun heimsins átti sér stað. Vandi Dells er formið og form- mótunin. Þær kröfur sem hann set- ur sér varðandi tæknilega útfærslu verka sinna er í æpandi ósamræmi við þær listrænu kröfur sem hann gerir til sín. Segja má að verk hans líti út eins og gamlar módernista- lummur, svo veik eru þau að form- inu til. Þegar þess er gætt hve margir listamenn hafa fengist við, og halda áfram að fást við, sam- þættingu listar, tækni og vísinda með splundrandi árangri blikna höggmyndir Dells og sýna sig vera langt á eftir tímanum. Í ákafa sínum við að nýta jarð- varmann hér gleymir hann að horfa gagnrýnum augum í sinn eigin rann. Ef hann heldur að hann fái okkur til að gapa af hrifningu yfir ofhlöðnum og klunnalegum sam- setningum sínum ætti hann að minnast þess að þekktasti núlifandi listamaður okkar, Ólafur Elíasson, hefur náð snöggtum meiri og áhrifaríkari árangri á sviði listar og tækni með hjálp mun fágaðri og einfaldari tæknibúnaði. Það er fátt jafn mótsagnakennt og gamaldags vélbúnaður utan um nýstárlegan hugbúnað. GERVIGEYSIRINN við Perl- una í Öskjuhlíðinni var fyrsta verk Roberts Dell sem náði athygli al- mennings hér á landi. Fáir vissu af heitavatnsverki hans í Krýsuvík – frá 1988 – sem hann kom þar fyrir þremur árum áður en gervigeysi hans var fundinn varanlegur staður hjá Perlunni. Svo virðist sem Dell hafi fundið sína paradís hérna hjá okkur á skerinu því frá því hann kom hingað fyrst hefur áhugi hans á varmatengdri list augljóslega aukist og dafnað. Robert Dell er frá New York- fylki, fæddur skammt norður af New York-borg. Frá 1978, að minnsta kosti, hefur hann fengist við einhvers konar sambræðslu list- ar og tækni, því það ár áskotnaðist honum styrkur til rannsókna í þeim efnum. Eftir því sem næst verður Náttúruknúnar höggmyndir MYNDLIST P o r t H a f n a r h ú s s i n s Til mars. Opið daglega frá kl. 10-18. HÖGGMYNDIR ROBERTS DELL Ljósmynd/Halldór B. Runólfsson Eitt af verkum Roberts Dell í porti Hafnarhúss, Listasafns Reykjavíkur. Halldór Björn Runólfsson KAFFISTOFA Listasafns Ís- lands er ef til vill ekki besti sýn- ingasalurinn sem til er, en þar eru nú til sýnis nokkur af þeim 65 grafíkverkum sem Bram van Velde gaf Listasafni Íslands árið 1978. Myndirnar voru sýndar ári síðar. Að því er að ég best veit er enn ósvarað hvað van Velde gekk til með gjöfinni, en ef til vill er svarið að finna í fleygum orðum eins besta vinar hans, írska leikrita- skáldsins Samuel Beckett, en hann sagði að van Velde væri málari víðernisins. Hvort málarinn hafði pata af stærsta ónumda víðerni Evrópu skal ósagt látið, en víst er að honum fannst ekki verra að vita af steinþrykksmyndum sínum í vörslu svo fámennrar þjóðar, sem ætti sér þó listasafn. Bram van Velde fæddist nærri Leyden í Hollandi – reyndar eins og Rembrandt – árið 1895. Hann lærði húsamálun í Haag, og 1925 hélt hann til Parísar. Þar dvaldi hann til ársins 1965, ef frá eru tal- in árið 1930 – þá bjó hann á Kors- íku – og 1932–36, þegar hann var búsettur á Mallorca. Frá 1965 bjó hann í Genf, en van Velde lést árið 1981, þrem árum eftir að hafa gef- ið íslensku þjóðinni steinþrykks- myndir sínar. Van Velde gerði sína fyrstu steinþrykksmynd árið 1923, en eft- ir þá tilraun gerði hann hlé á slíkri grafíkgerð. Það var á árum hans á Mallorca sem hann fór að hverfa frá fígúratífri myndlist til óhlut- bundinnar tjáningar. Hins vegar var það ekki fyrr en árið 1967 sem Bram van Velde hellti sér aftur út í steinþrykkslistina. Hann komst að því – ekki ósvipað landa sínum van Gogh – að grafíklistin gæti vakið athygli og áhuga miklu stærri hóps fólks á málverkum hans. Á örskömmum tíma náði hann slíku valdi á grafíktækninni að nú er hann talinn einn fremsti steinþrykkslistamaður tuttugustu aldarinnar. Samuel Beckett hélt manna helst nafni van Velde á lofti en þeir kynntust árið 1943 þegar Frakkland var enn undir skóhæl innrásarherja Þriðja ríkisins. Beckett fannst Hollendingurinn komast nær því en nokkur annar málari að geta túlkað hið dapur- lega ástand Evrópu á þess að glata reisn sinni, vonarneista eða dýpt. Auk þess að telja hann túlkanda víðernisins var haft eftir Beckett árið 1948, að van Velde væri mál- ari svartholsins. Löngum þóttu myndir hans nið- urdrepandi og hráar, en núna, þar sem þær hanga í kaffistofu Lista- safnsins, verður varla annað sagt en þær séu undurfagrar. Bram van Velde var einn þeirra fáu útvöldu frá þessum árum til að skila sér áfram án þess að myndir hans biðu hnekki fyrir augliti framþróunar- innar. Í þeim var nægileg ein- lægni, einurð og dýpt til að lifa af allar breytingar. Og nú má ráða af verkum Bram van Velde að hafi einhver einn málari komist nálægt því að brúa hið óbrúanlega bil milli evrópskrar og bandarískrar listar á eftirstríðsárunum þá var það hann. Víðernið MYNDLIST L i s t a s a f n Í s l a n d s Til 18. febrúar. Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 11 - 17. GRAFÍK BRAM VAN VELDE Morgunblaðið/Árni Sæberg Eitt af verkum Bram van Velde í kaffistofu Listasafns Íslands. Halldór Björn Runólfsson STUART M. Kaminsky heitir bandarískur spennusagnahöfundur sem er iðinn við kolann. Hann hef- ur skrifað um fimmtíu bækur af öllum stærðum og gerðum en flest- ar þeirra eru reyfarar og fjalla um spæjara. Þrír eru nefndir til sög- unnar, Toby Peters, Abe Lieberm- an og Porfiry Rostnikov. Ekki nægja þeir Kaminsky því í nýjustu bók sinni, Hefnd eða „Vengeance“, sem kom fyrir skemmstu út í vasa- broti hjá Forge-útgáfunni, kynnir hann til sögunnar fjórðu aðalper- sónu sína, einkaspæjarann Lew Fonesca. Hann fær tvö mál inn á borð til sín í byrjun sögunnar. Ung stúlka er horfin frá móður sinni og ríkisbubbi saknar eiginkonu sinn- ar. Bíómyndir Gamlar bíómyndir gegna tals- verðu hlutverki í lífi Lew Fonesca og þær virðast einnig gera það í lífi Kaminskys því hann hefur, ásamt reyfaraskrifum sínum, samið ævi- sögur fjögurra öndvegismanna kvikmyndanna: Don Siegels, Clint Eastwoods, John Hustons og Gary Coopers. Einnig hefur hann samið rit um kvikmynda- og sjónvarps- þáttagerð. Svo það kemur kannski ekki á óvart lesendum Hefndarinn- ar að aðalpersóna hans finnur helst huggun í gömlum, svart/hvítum myndum fjórða og fimmta áratug- arins. Lew Fonesca er meira að segja líkur kvikmyndastjörnum og eru tvær nefndar sérstaklega, Stanley Tucci og Richard Gere (hann seg- ist sjálfur líkjast meira hinum síð- arnefnda). Kaminsky hefur tekist að búa Fonesca í það minnsta áhugaverða fortíð. Hann missti eiginkonu sína í bílslysi fyrir nokkrum árum og ekki náðist í bíl- stjórann sem ók á hana. Nær yf- irbugaður af sorg keyrði hann af stað út í buskann og varð bens- ínlaus í bænum Sarasota í Flórída og hefur búið þar síðan. Hann er ekki mikill bógur. Skrimtir af spæjaralaunum, er einmana og horfir mjög til gömlu stjarnanna og sálfræðingurinn sem hann gengur til segir hann vel færan um sjálfsmorð eins og staðan er. Kann sitt fag Aðalstarf Fonesca er að keyra út stefnur, en hann rekur einnig spæjarastofu og tvö mál fær hann upp í hendurnar sama daginn. Annars vegar hefur áhyggjufull móðir samband við hann sem segir honum að dóttir hennar, 14 ára gömul, sé horfin. Hins vegar hring- ir í hann ríkisbubbi að nafni Carl Sebastian, sem segir honum að eig- inkona hans til margra ára sé farin frá honum og hann vilji fá hana aftur. Fonesca fer á stúfana og kemst að því að stúlkan unga er komin í mellustand og það er faðir hennar, ofbeldisfullur barnaníðingur, sem stjórnar því. Og hann kemst að því hvers vegna eiginkonan hefur ákveðið að yfirgefa eiginmann sinn á þessum tímapunkti. Brátt er framið morð og leikurinn æsist. Fjöldi forvitnilegra persóna kemur við sögu sem Fonesca kynn- ist í gegnum starf sitt og Kam- insky heldur þannig á spöðunum að áhugi lesandans eykst eftir því sem á líður. Hann þekkir virðist vera helstu reglurnar í spæjara- skrifum af því tagi sem hann stundar. Söguhetja hans er ágæt- lega trúverðug og vekur samúð, er heiðarleg og réttsýn og lætur sér annt um skjólstæðinga sína og er jafnvel tilbúin að fórna lífi sínu fyr- ir þá. Það er kannski óþarflega einfaldur freudismi í sögunni, sem tengist sálfræðingi hans, en það er minniháttar galli á ágætum reyfara frá manni sem kann sitt fag. Mannshvörf í Sarasota ERLENDAR BÆKUR S p e n n u s a g a HEFND „VENGEANCE“ Eftir Stuart M. Kaminsky. Forge Mistery 2000. 278 síður. Arnaldur Indriðason Í ANDDYRI Borgarleikhússins verður umræðufundur á morgun, miðvikudag, kl. 20, þar sem þeirri spurningu verður velt upp hver sé staða leiklistargagnrýni á Íslandi í dag, hver sé tilgangur hennar, hlut- verk, skylda og staða. Þátttakendur verða Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður, Hall- dóra Friðjónsdóttir, leiklistargagn- rýnandi DV, Páll Baldvin Baldvins- son, formaður Leikfélags Reykja- víkur og Soffía Auður Birgisdóttir, leiklistargagnrýnandi Morgunblaðs- ins. Fundarstjóri er Magnús Þór Þorbergsson. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Sú gagnrýni sem birt er í fjöl- miðlum er stór hluti þess sem yf- irhöfuð er skrifað um leiklist í okk- ar samfélagi. Það er því óhætt að segja að gagnrýnendur beri tölu- verða ábyrgð, þar sem þeir eru í aðstöðu til að verða leiðandi í leik- húsumræðu. Aftur á móti hafa gagnrýnendur jöfnum höndum ver- ið sakaðir um of mikla linkind og of mikla hörku, og sömuleiðis gagn- rýndir fyrir skort á yfirsýn og markvissri stefnu, jafnvel sakaðir um hræðslu við að taka afgerandi afstöðu. Fyrir hvern og til hvers er leik- listargagnrýni? Hverju getur hún komið til leiðar?“ Rætt um hlutverk leiklistar- gagnrýni ÍSLENSKA leikhúsið hefur opnað nýja heimasíðu þar sem fyrri verk- efnum leikhússins eru gerð skil, en einnig er þar að finna upplýsingar um aðstandendur og framtíðaráætlanir. Enn fremur er leikhúsið með tenglas- íðu sem ætlunin er að gera að upplýs- ingakjarna fyrir þá sem eru að leita að leiklistartengdu efni á Netinu. Íslenska leikhúsið hefur verið starfandi frá 1989. Ný heimasíða Íslenska leikhússins ♦ ♦ ♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.