Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 32

Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 32
LISTIR 32 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarlind 6, sími 554 6300 www.mira.is ÚTSÖLUNNI FER AÐ LJÚKA ENN MEIRI AFSLÁTTUR Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16, sunnudaga kl. 13-16 Síðustu dagar útsölunnar Nú 40% aukaafsláttur í dag og á morgun. tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. Útsölunni lýkur á morgun. Opið daglega kl. 10—18 laugardag kl. 10—14 TÓNLEIKAR Listvinafélags Hall- grímskirkju á sunnudaginn voru, ásamt tónlistaratriðum eftir og á milli frásagnar- og ljóðainnslaga af hörm- ungum styrjalda um víða veröld, helg- aðir þemanu friði. Kammerkórinn Schola Cantorum flutti við þetta tæki- færi tvö a cappella-kórverk. Fyrst á skrá var hið fallega lag Þorkels Sig- urbjörnssonar í fimmskiptum takti við ljóð Páls V.G. Kolka, Til þín Drott- inn, hnatta og heima, og sungið af því- líkri fullkominni mýkt, að aðeins yrði betur gert með skýrari textafram- burði. Að vísu atriði sem kirkjuakúst- íkin býður ekki beinlínis upp á, en virðist samt nánast það eina sem eftir liggur þessum frábæra kór að full- komna. Eftir stimamjúka túlkun Kára Þormar á stuttu hómófónísku orgelverki franska tónskáldsins og fyrrverandi nemanda Dukas, Jean Langlais, „Chant du la Paix“, söng kammerkórinn seinna a cappella- verkið, „Peace I leave with you“ eftir norska meistarann Knut Nystedt. Þetta stutta en afar vel skrifaða kór- verk kom afburðavel út í sérlega óm- þýðum og fínlega balanseruðum flutningi kórsins, sem nú virtist áber- andi minna háður yfirvikt sópransins en stundum áður. Aðaltónlistaratriði dagsins var síð- ast, frumflutningur verksins „Dag- söngvar um frið“ eftir bróður stjórn- andans, Jón Hlöðver Áskelsson. Það var samið fyrir sópran, tenór, kamm- erkór og orgel að beiðni söngmála- stjóra í tilefni Kristnitökuhátíðar við ljóð eftir Böðvar Guðmundsson. Verkið var í fjórum þáttum, Morgun- vers, Hádegissálmur, Rökkurbæn og Kvöldbæn. Kyrrlátara tónefnið, að mestu innan vébanda dúrs og molls, var samið við rímuðu ljóðin í I., III. og IV. þætti, en II. þáttur var aftur á móti áberandi dramatískari, enda textinn þar órímað atóm og tónmálið að sama skapi mótað af sterkari óm- streitum en í hinum þáttunum. Það er löngu komin reynsla á það, að sístríð hljómameðferð módern- ískra stíltegunda upp úr miðri 20. öld á ekki alls kostar við kyrrð og ang- urværð, hvað þá gamansemi, og engu líkara en að framsæknari tónskáld hafi um langt skeið málað sig tilfinn- ingalega út í horn. En sem betur fer leyfist nú meir en áður að fara á milli bása, og hin litla 20 mín. óratóría Jóns Hlöðvers var fallegt dæmi um sann- færandi stílræna heildaryfirsýn, þar sem tilfinningarinnihald textans á hverjum stað réð mestu um tónmálið. Jón er greinilega vaxandi tónskáld. Ekki sízt í kórgreininni hafa hin seinni ár frá honum komið nokkur eft- irtektarverð verk, og verður tvímæla- laust að telja Dagsöngvana meðal hinna bitastæðari. Framlög kórs eða kórhluta, einsöngvara og orgels voru ýmist kunnáttusamlega samtvinnuð eða sett upp sem andstæður, og eft- irminnilegir staðir voru fjölmargir, t.a.m. úr Hádegissálminum „Við lof- um þig, Herra, þá sól nálgast hádeg- isstað...“, „...dagsins önn sem með óþreyju bíður...“ og „Miserere nobis“; a cappella-upphafið á Rökkurbæn- inni, hið langa en bráðskemmtilega raddvalda orgelforspil að Kvöldbæn- inni og hinn einfaldi en einlægi únis- stíll á niðurlagi þáttarins, sem skoða mætti sem friðvænlegt andsvar við svolítið herskáum heimssöng (eða a.m.k. Evrópusöng) Beethovens, „Freude, schöner Götterfunken“. Að- eins fannst manni blániðurlagið, ör- stutt pedalstrófa úr orgelinu, svolítið endaslepp, en ætti með ögn lengri út- færslu auðveldlega að geta afmáð þann keim af skyndilegri „afklipp- ingu“ sem í fljótu bragði virtist eini áberandi fegurðarblettur þessa áferð- arfallega verks. Restin er svo bara klassíska spurn- ingin um hvað sé tónskálds og hvað flytjenda. A.m.k. var túlkun Scholae Cantorum engu minna en meistara- lega vel útfærð, og hinn að mestu bak- grunnsritaði orgelleikur Kára Þor- mar stakk né heldur í eyru nema að góðu einu. Og þó svo að raddir ein- söngvaranna hefðu kannski mátt vera aðeins fyllri, víbratóið heldur minna og túlkunin ívið fjölbreyttari féll þeirra framlag í flestu vel að heildinni. Kveðið til heimsfriðar TÓNLIST H a l l g r í m s k i r k j a Þorkell Sigurbjörnsson: Til þín Drottinn, hnatta og heima. Langl- ais: Chant du Paix. Nystedt: Peace I leave with you. Jón Hlöðver Áskels- son: Dagsöngvar um frið (frumfl.). Hlín Pétursdóttir S, Guðlaugur Viktorsson T; Kári Þormar, orgel; Schola Cantorum u. stj. Harðar Ás- kelssonar. 28. janúar kl. 17. KAMMER- KÓRTÓNLEIKAR Ríkarður Ö. Pálsson stjórn Evrópusambandsins. Að sögn sænskra ráðamanna mun skúlptúrinn, sem er verk lista- mannsins Jans Cardell, leika lag- stúfa samkvæmt beiðni, en hægt er að óska eftir sérstöku lagi frá Ktrénu í gegnum Netið. KONURNAR á myndinni virða fyrir sér Ktréð, músíkskúlptúr er stendur fyrir framan heimkynni Evrópuráðsins í Brussel í Belgíu. Ktréð, eins og skúlptúrinn var nefndur, er þangað kominn fyrir tilstilli Svía, er nú fara fyrir Reuters Tónlistarskúlptúr fyrsta lagi gerist allt af tilviljun einni saman. Félagarnir virðast engu stjórna um um eigin örlög. Þeir gera ekkert til þess að komast til El Dorado, og eiga það varla skil- ið. Stundum eru tilviljanirnar ein- um of heppilegar, einsog þegar fer að gjósa í eldfjalli einu á réttu augnabliki þeim til björgunar. Ég hefði frekar viljað sjá tvo drengi sem höfðu eitthvert vit og gátu með snjöllum hugmyndum komið sér á áfangastað og bjargað sér úr vand- ræðum. Unga menn sem ungir áhorfendur hefðu viljað líkjast í stað þess að hlæja að þessum bján- um. Og hver eru vandræðin? Æðsti presturinn illi er vondi karlinn, en vinkona strákanna hún Chel er fljót að sjá við honum. Svo kemur eitt- hvert risadýr, sem að mínu mati er með öllu óþarft og stílbrot í þessari mynd. Aztekar áttu sér nógu blóð- ugar hefðir og ógnvænlegar sem hefði mátt byggja á í stað risavaxins gerviskrímslis. Þriðji ógnvaldurinn er landkönnuðurinn spænski, Cort- es. Alla myndina er verið að byggja upp spennu í kringum þann vonda mann, en það verður ekki neitt úr neinu. Chel er skemmtileg persóna, mun sjálfstæðari og með „raunsærri“ líkamsvöxt en kvenhetjur Disney- myndanna eru oftast, og þar með æskilegri fyrirmynd ungmeyja á áhorfendabekkjunum. Mér brá samt smá þegar hún og Túlíó voru lent í hörkukeleríi. Já, það er spurn- ing hvort það sé viðeigandi... Tónlist myndarinnar er því miður ekki jafnskemmtileg og vænta mátti frá Elton John og Tim Rice sem áttu ógleymanleg lög í kvik- myndinni um konung ljónanna. Ég man ekki einu sinni eftir söngatrið- unum, og er nokkuð viss um að þau hefðu þess vegna mátt missa sín. Margt er þó ágætt í þessari mynd, félagarnir eiga það til að vera býsna skondnir á stundum, og ekki spillir hin stórfína raddsetning íslensku leikaranna fyrir. Ég er glöð að Túlíó og Mikael, sem ekki voru burðugir í upphafi, skuli hafa endað myndina á mikilli hetjudáð og hlotið aðdáun mína að launum. FÉLAGARNIR og svikahrapp- arnir Túlíó og Mikael eru nú meiri karlarnir, en ekki miklir karakterar í upphafi myndar. Þeir lenda síðan í hrakförum ýmislegum, enda í gull- borginni El Dorado, gera þar ýms- an óskunda og þegar yfir lýkur hafa þeir lært sitthvað og eru orðnir að betri mönnum, einsog almennileg- um sögupersónum sæmir. Hins vegar hefði ævintýraförin þeirra mátt vera meira spennandi. Í Gull og glópalán KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó o g S a m b í ó i n Leikstjórar: Bibo Bergeron, David Silverman, Will Finn og Don Paul. Handrit: Ted Elliot og Terry Ross- io. Raddir í aðalhlutverkum: Inga María Valdimarsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Valur Freyr Ein- arsson, Harald G. Haralds, Ólafur Darri Ólafsson og Arnar Jónsson. Dream Works 2000. VEGURINN TIL EL DORADO  Hildur Loftsdótt ir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.