Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 33
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 33
LÍFIÐ er leikur hjá hjónunum
Lars Erik (Henrik Lykkegaard) og
Sonju (Sofie Stougaard). Eru á besta
aldri, hann aflakló sem sækir gull í
greipar Eystrasaltsins, sem enn er
gjöfult. Hún stjórnar líflegum heim-
boðum og snurfusar fallega og vel
búna heimilið þeirra. Er ekkert að
slíta sér út á vinnumarkaðnum því
Lars Erik vill að hún sé fín frú. Þau
eru sæl og áhyggjulaus, hafa gaman
af að lifa og skemmta sér og eru eng-
an veginn undirbúin þegar áföllin
dynja á þeim.
Myndin gerist við upphaf níunda
áratugarins þegar fiskveiðistjórnun
við Eystrasalt brást seint og hart við
ofveiði þjóðanna sem hafið sækja.
Fáir fóru verr útúr kvótatakmörk-
unum og eyjarskeggjar á Borgund-
arhólmi, þar sem ástandið er um
margt svipað og í íslenskum byggð-
arlögum sem allt sitt eiga undir út-
gerð og fiskvinnslu. Lars Erik á erf-
itt með að sætta sig við staðreyndir
niðurskurðarins, Sonja reynir að
bjarga því sem bjargað verður með
því að fá sér vinnu hjá nágrannanum.
Hleypir það illu blóði í skipstjórann,
sem má, ofaná kvótaskerðinguna,
horfa á eftir hásetunum axla pokann
sinn, einn af öðrum og hverfa til arð-
bærari starfa í landi. Erjur hjónanna
ágerast, í lokin hafa þau misst flest
sem þau áttu.
Bornholms stemme er yfirborðs-
kennd og tekur ófullnægjandi á ýms-
um alvörumálum sem upp koma í
dramatískri framvindunni. Ekki síst
á sjálfum dauðanum, þegar hann ber
að garði. Á hinn bóginn tekst mynd-
inni skár að leiða í ljós að það sem
mest er um vert í lífinu er ástin, ham-
ingjan og traustið. Það sem gefur líf-
inu gildi er ekki falt fyrir allan kvóta
veraldar. Þegar lífsgleðin víkur er
ekkert eftir, dauða hluti má endur-
nýja í næstu búð.
Það er greinilegt að Bornholms
stemme er kvennamynd, í þeim
skilningi að það eru konur, þær
Lotte Svendsen og Elith Nulle Ny-
kjær, sem skrifa og stjórna mynd-
inni, sem er byggð á minningum
Lotte Svendsen.
Sonja er miklum mun skýrari og
betur skrifuð persóna en Lars Erik
og afstaða hennar fastmótuð. Hún er
konan sem brotnar ekki fyrr en síð-
ustu óveðursnóttina, þegar hún hef-
ur allt gert til að halda saman brot-
hættri tilveru hjónanna. Lars Erik
er meira í ætt við klisju.
Sonja nýtur góðs af styrkri túlkun
Stougaards, en Lars Erik verður
aldrei trúverðugur fiskimaður. Það
stafar að nokkru leyti af nauðrökuðu
andlitinu og vel snyrtum höndunum.
Það er einfaldlega of mikil rakspíra-
lykt af manninum. Að mörgu leyti
forvitnileg mynd, en vantar talsvert
uppá að ná jarðsambandi.
Bornhólmskar
kvótaraunir
KVIKMYNDIR
R e g n b o g i n n
D ö n s k k v i k m y n d a v i k a
Leikstjóri Lotte Svendsen.
Handritshöfundar Svendsen og
Elith Nulle Nykjær. Tónskáld Jens
Brygman. Kvikmyndatökustjóri
Anthony Dodd Mantle. Aðalleik-
endur Henrik Lykkegaard, Sofie
Stougaard, Muchelle
Björn-Andersen. Sýningartími
114 mín. Dönsk. Nordisk Film.
Árgerð 1999.
BORNHOLMS STEMME
1 ⁄2
Sæbjörn Valdimarsson
ÞAÐ var húsfyllir í Bústaðakirkju
þegar fyrstu tónleikar Kammermús-
ikklúbbsins á nýrri öld voru haldnir.
Mikil tilhlökkun var í loftinu því
verkin á efnisskránni voru bæði tign-
arleg og kröfuhörð og reyndu mjög á
listamennina sem fluttu sömu verk á
tónleikum í Garðabæ fyrir tæpum
tveimur árum við frábærar undir-
tektir. Píanókvartett Mozarts frá
árinu 1785 er sannkallað tímamóta-
verk, því það var eitt hið fyrsta sinn-
ar tegundar, samið eftir pöntun frá
Vínarútgefandanum Hoffmeister.
Mozart skilaði metnaðarfullu og
beinskeyttu verki en Hoffmeister
gekk illa að selja nóturnar og afpant-
aði hann fljótlega tvo aðra píanókvar-
tetta sem þeir höfðu samið um (Moz-
art kláraði þó annan þeirra um leið
og hann lauk við Brúðkaup Fígarós).
Kvartettinn er í þremur köflum og
hefst á ákveðnum og tilþrifamiklum
áttundum líkt og vaxandi óveður sé í
nánd. Alls eru þrjú meginþemu sem
ganga í gegnum þennan kafla og eru
laglínurnar sterkar og eftirminnileg-
ar. Hægi kaflinn er í sónötuformi og
hreyfist ekki mikið en er þó mjög
fagur með skrauti og flúri, eins og
þriðji og síðasti kaflinn sem er í senn
tignarlegur og bjartur. Það verður að
segjast að ekki náðist stemmning í
verkið og vantaði þar skarpari línur
og heildarsvip. Þá var píanóið helst
til of sterkt en hafa ber í huga að
kvartettinn var saminn með forte-
píanóið í huga.
Eftir hlé var komið að píanókvart-
ett op. 25 frá árinu 1861 en hann
samdi Brahms 28 ára gamall. Clara
Schumann lék á píanóið í fyrsta
flutningnum og daginn eftir birtist í
blöðunum í Hamborg mjög jákvæð
gagnrýni þar sem tónlist unga
mannsins þótti gefa fögur fyrirheit.
Kvartettinn er nánast sinfónískur í
mikilleik sínum og það kemur því
ekki á óvart að Schönberg, sem var
mikill Brahms-aðdáandi, hafi um-
skrifað hann fyrir hljómsveit. Schön-
berg gaf þær ástæður fyrir útsetn-
ingu sinni að verkið væri alltof
sjaldan leikið og píanóleikarinn yf-
irgnæfði yfirleitt strengina („...því
betri sem píanistinn er því háværari
er hann...“) en gestir Kammermús-
ikklúbbsins þurftu ekki að hafa
áhyggjur af því.
Strax frá því að fyrsta stefið var
kynnt til sögunnar voru áheyrendur
sem og í leiðslu, svo glæsilegur og
samstilltur var leikur listamannanna.
Hver kafli var snilldarvel útfærður.
Sá fyrsti þrunginn spennu og drama-
tík, millispilið í öðrum kafla létti lund
með fjöri sínu, hægi kaflinn var mjög
fallega mótaður og sveiflaðist sann-
færandi en það var í fjórða og síðasta
kaflanum sem túlkunin reis hæst. Til
að ná fram sígaunatöfrunum í honum
þarf hraðinn að stigmagnast til að ná
hámarki í niðurlaginu og var endir-
inn sérlega áhrifamikill ekki síst fyrir
ákveðni Gerrits og galdur Guðnýjar.
Það brutust út mikil fagnaðarlæti
meðal tónleikagesta sem hafa eflaust
hugsað að nær hjarta tónskáldsins
væri erfitt að komast. Verður þessi
flutningur lengi í minnum hafður.
Vonandi fáum við að heyra fleiri verk
Brahms frá Gerrit, Guðnýju, Helgu
og Gunnari og er það einlæg ósk mín
að hljómar píanókvartettsins op. 60
fylli sal Bústaðakirkju fyrr en síðar.
Jóhannes Ágústsson
Spenna og
dramatík í
Bústaðakirkju
TÓNLIST
B ú s t a ð a k i r k j a
Fjórðu tónleikar á 44. starfsári
Kammermúsikklúbbsins. Á
efnisskrá: Mozart-Píanókvartett í
g-moll, K.478, Brahms-Píanó-
kvartett í g-moll, op. 25.
Flytjendur: Gerrit Schuil píanó,
Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Helga
Þórarinsdóttir víóla, Gunnar
Kvaran selló.
Sunnudagur 21. janúar.
KAMMERTÓNLEIKAR
FJÖLMENNI heiðraði minningu
Eyþórs Stefánssonar tónskálds
með komu sinni til hátíðardag-
skrár í Sauðárkrókskirkju sl.
þriðjudagskvöld, en þann dag voru
hundrað ár liðin frá fæðingu hans.
Formaður sóknarnefndar, Gest-
ur Þorsteinsson, bauð gesti vel-
komna, og rakti í stuttu máli störf
Eyþórs, en starfsvettvangur hans
var alla tíð á Sauðárkróki. Kom
fram að störf Eyþórs fyrir kirkj-
una hófust þegar hann, ellefu ára
gamall, hóf að syngja með kirkju-
kórnum.
Síðar varð hann organisti og
stjórnandi kirkjukórs og spannaði
því starfstími hans í þágu kirkju
og safnaðar alls um sextíu ár. Ey-
þór var alla tíð mikilvirkur á sviði
æskulýðs- og menningarmála.
Hann var einn af aðalhvata-
mönnum þess að Leikfélag Sauð-
árkróks, hið yngra, var stofnað og
allt fram á síðari hluta áttunda
áratugarins var hann einn af aðal-
leikurum félagsins. Hann annaðist
einnig uppsetningu á fjórða tug
verka fyrir félagið.
Sagði Gestur að það væri sókn-
arnefndinni ljúf skylda, í samvinnu
við kirkjukórinn, tónlistarskólann
og leikfélagið, að heiðra minningu
Eyþórs Stefánssonar, svo mikil-
virkur sem hann hefði verið í
tengslum við allar þessar stofn-
anir.
Sr. Gísli Gunnarsson, forseti
sveitarstjórnar, ávarpaði samkom-
una, og ræddi einnig um mik-
ilvægi lífsstarfs Eyþórs fyrir það
skagfirska samfélag sem hann
helgaði starfskrafta sína um svo
langt skeið. Eyþór var kjörinn
heiðursfélagi bæði Ungmenna-
félagsins Tindastóls og Leikfélags
Sauðárkróks, en síðast en ekki síst
var hann kjörinn heiðursborgari
Sauðárkróks árið 1997, þegar
fagnað var hundrað ára byggð á
Sauðárkróki.
Rakti sr. Gísli meðal annars per-
sónulegar minningar sínar af sam-
skiptum við tónskáldið. Hann
nefndi sérstaklega þegar Eyþór,
kominn um nírætt, teinréttur en
kvikur í spori, þó nánast blindur,
flutti hópi eldri borgara að Löngu-
mýri hvert ljóðið af öðru.
Að loknum ávörpum komu
félagar úr leikfélaginu og kirkju-
kórnum og fluttu blandaða dag-
skrá. Var þar um að ræða sam-
antekt Jóns Ormars Ormssonar
um Eyþór. Lesarar með Jóni voru
þau Sigríður Kristín Jónsdóttir og
Bragi Haraldsson. Kirkjukórinn
flutti lög Eyþórs ásamt einsöngv-
urunum Sigurdrífu Jónatansdóttur
og Jóhanni Má Jóhannssyni og
hljómsveit.
Var flytjendum öllum, svo og
stjórnendum, þeim Rögnvaldi Val-
bergssyni organista og stjórnanda
kirkjukórsins og Jóni Ormari
Ormssyni, stjórnanda dagskrár
leikfélagsins, þakkað með lang-
vinnu lófataki.
Eitt hundrað ár frá fæðingu Eyþórs Stefánssonar tónskálds
Morgunblaðið/BB
Kirkjukór Sauðárkrókskirkju flutti lög Eyþórs Stefánssonar ásamt hljómsveit.
Mikilvirkur á sviði æsku-
lýðs- og menningarmála
Sauðárkrókur. Morgunblaðið.