Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 36

Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FRAMMÁMENN í breskaVerkamannaflokknumhafa blásið til sóknargegn Peter Mandelson sem sagði af sér embætti ráðherra Norður-Írlandsmála á miðviku- daginn var vegna meintra afskipta hans af umsókn indversks auðkýf- ings um breskan ríkisborgararétt. Fyrrverandi samstarfsmenn Mandelsons hafa sakað hann um ósannsögli og jafnvel ýjað að því að hann sé ekki með réttu ráði. Vonir Tonys Blairs forsætisráð- herra um að fjaðrafokinu vegna hneykslismálsins lyki með afsögn Mandelsons urðu að engu um helgina þegar ráðherrann fyrrver- andi gaf til kynna að hann hygðist ekki draga sig í hlé þegjandi og hljóðalaust. The Sunday Times birti grein eftir Mandelson þar sem hann neitar því að hann hafi logið um meint afskipti sín af umsókn- inni og heldur því fram að hann hafi verið neyddur til að segja af sér „á grundvelli ófullnægjandi sannana“. Sagður hafa sagt ósatt Jack Straw innanríkisráðherra vísaði þessu hins vegar á bug í út- varpsviðtali um helgina og sagði að Mandelson hefði sagt „ósatt“ með því að neita því að hafa hringt í Mike O’Brien, sem fór með málefni innflytjenda í stjórninni, til að spyrjast fyrir um vegabréfsum- sókn indverska auðkýfingsins Srichand Hinduja. Straw kveðst hafa hringt í Mandelson 17. janúar til að skýra honum frá því að gögn innanrík- isráðuneytisins sýndu að hann hefði hringt í O’Brien í júní 1998 til að spyrjast fyrir um umsóknina. Mandelson hélt því þó fram þrem- ur dögum síðar, í viðtali við blaða- mann Observer, að aðstoðarmenn hans hefðu hringt í O’Brien en sjálfur hefði hann ekki haft afskipti af umsókninni. Embættismenn forsætisráðu- neytisins studdu Mandelson í fyrstu en urðu að viðurkenna að þeir hefðu haft rangt fyrir sér eftir að O’Brien staðfesti að Mandelson hefði hringt til að ræða umsóknina. Embættismenn Blairs fullyrtu þá að Mandelson hefði gleymt því að hann hefði hringt í O’Brien. Afskipti Straws sögð hafa ráðið úrslitum Straw skýrði ennfremur frá því á sunnudag að hann hefði haft sam- band við Blair skömmu fyrir af- sögnina og bent honum á ósam- ræmið í fullyrðingum Mandelsons. Straw skýrði forsætisráðherranum frá því að hann hefði rætt við Mandelson nokkrum dögum áður og minnt hann á að hann hefði sjálfur hringt í O’Brien. Þessar upplýsingar innanríkis- ráðherrans eru taldar hafa ráðið úrslitum um að Blair sneri baki við Mandelson. Talsmenn forsætisráð- herrans höfðu þá tvisvar sinnum á tveimur dögum veitt rangar upplýs- ingar um þátt Mandelsons í málinu vegna missagna hans. Blair kvaddi því Mandelson á sinn fund á mið- vikudaginn var til að krefjast „nán- ari útskýringa“. Nokkrum klukku- stundum síðar tilkynnti Mandelson afsögn sína eftir að hafa viðurkennt að hafa veitt „rangar upplýsingar“ um þátt sinn í málinu. Mandelson kúvendir Mandelson hefur nú enn einu sinni kúvent í málinu að því er fram kemur í grein hans í The Sunday Times og hann kveðst nú ekki hafa rætt málið við O’Brien. Hann segist hafa rætt við fyrrverandi einkarit- ara sinn á föstudaginn var og hann hafi þá staðfest fyrri fullyrðingar hans um að „mikilvægustu fyrir- spurnirnar“ hefðu komið frá aðstoð- armönnum hans. Mandelson kveðst þá hafa ákveðið að snúast til varnar og hreinsa sig af ásökunum um að hann hafi logið. Mandelson segir að hann hafi verið talinn á að segja af sér á grundvelli „skyndikönnunar“ á þeim fáu upplýsingum sem legið hafi fyrir og hann sjái nú eftir því. „Ég féllst á að segja af mér og for- sætisráðherrann reyndi ekki að telja mig af því, enda er það skilj- anlegt í ljósi þess hvernig málið var kynnt. Ég hefði átt að reyna að vinna tíma til að hægt yrði að rann- saka staðreyndir málsins betur.“ „Smávægileg mistök – sem fólust í því að ég einbeitti mér ekki að smámáli – höfðu orðið að stórslysi,“ heldur Mandelson áfram. „Ég er ekki lygari. Ég laug ekki.“ Talsmaður Blairs veitist að Mandelson Málið hefur leitt til harkalegrar deilu milli Blairs og Mandelsons ef marka má frásagnir breskra sunnu- dagsblaða af ummælum Alastairs Campells, talsmanns forsætisráð- herrans, á blaðamannafundi sem haldinn var á föstudaginn var. Campell er sagður hafa látið þau orð falla að Mandelson hefði verið „örlítið fjarlægur“ og misst tökin á atburðarásinni. Campell virtist vé- fengja pólitíska hæfileika og geð- heilsu Mandelsons og sagði að hann hefði ekki hagað sér eins og hann átti að sér síðustu vikurnar áður en hneykslismálið komst í hámæli. Campbell var spurður hvort líkja mætti andlegu ástandi Mandelsons við „stundarbrjálæði“ Ron Davies sem sagði af sér sem ráðherra mál- efna Wales árið 1998 vegna „alvar- legs dómgreindarbrests“. „Ég tel það,“ svaraði Campbell. Sunnudagsblöðin lýstu þessum ummælum sem „rýtingsstungu“ í bakið á Mandelson en embættis- menn forsætisráðuneytisins sökuðu þau um „afkáralegar rangfærslur“. „Ég neita því ekki að ég sagði það sem haft var eftir mér, en það hefur ekki hindrað rangfærslu Campell í yfirlýsingu á sun Blaðamenn sögðust þó s frásagnir sínar af ummælu bells og skoruðu á hann að fjölmiðlunum upptöku sem armenn hans gerðu á fundi „Mandelson er búinn a Nokkrir aðrir framm Verkamannaflokknum harkalega að Mandels helgina og gerðu lítið úr t hans til að bjarga pólitísk sínum. Hattersley lávarð verandi varaleiðtogi f sagði að „eitthvað skrýtið gerast í höfði Mandelsons. „Peter Mandelson sagð miðvikudaginn var og ha það vegna þess að hann ræðum með sannleikann Clare Short, sem fer með þróunarmál í bresku s „Hann var ekki nákvæm ekki satt, brást sjálfum stjórninni. Peter Mandels inn að vera.“ Íhaldsmenn notfærðu sé Hart tekist á í flokki Blairs eftir að fyrrv Flokksforyst sóknar gegn Fyrrverandi samstarfsmenn Peters Mandelsons í bresku stjórninni hafa veist harkalega að honum eftir að hann svaraði fyrir sig og sakaði þá um að hafa stillt sér upp við vegg og knúið sig til afsagnar. Bogi Þór Arason segir að forysta Verka- mannaflokksins hafi sakað Mandelson um ósannsögli og jafnvel dregið í efa að hann sé heill á geðsmunum. Peter Mandelson svarar Tony Blair og talsmaður bres HAMFARIR Á INDLANDI EINKAVÆÐING SÍMANS Einkavæðing Landssíma Íslandshf. verður sú umfangsmesta,sem ráðizt hefur verið í hér á landi. Hún er eðlilegt framhald af þeirri miklu breytingu, sem varð þeg- ar einkaréttur ríkisins til fjarskipta- rekstrar var endanlega afnuminn í ársbyrjun 1998. Síðan hafa sprottið upp öflug einkafyrirtæki á fjarskipta- markaðnum og þeim hefur sumum hverjum vaxið fiskur um hrygg, þann- ig að þau veita nú Símanum verðuga samkeppni á flestum sviðum fjar- skipta. Slík samkeppni á fjarskiptamark- aðnum er að sumu leyti forsenda fyrir einkavæðingu Landssímans; það hef- ur alla jafna ekki gefizt vel að einka- væða fyrirtæki, sem hafa í raun notið einokunaraðstöðu á markaðnum. En um leið liggur í augum uppi að það er óþolandi fyrir einkafyrirtækin á markaðnum að stærsti keppinautur þeirra sé í eigu ríkisins. Samgöngu- ráðherra hefur farið með eigandavald í Símanum, verið yfirmaður eftirlits- stofnunar þeirrar, sem á að fylgjast með því að leikreglur á fjarskipta- markaðnum séu haldnar, og jafnframt sinnt almennri stefnumótun í fjar- skiptamálum. Við þær aðstæður er ekki óeðlilegt að tortryggni vakni hjá einkafyrirtækjum á markaðnum og spurt sé hvort hætta sé á að ríkið hygli fyrirtækinu, sem er í eigu þess. Eignarhald ríkisins takmarkar jafn- framt svigrúm stjórnenda og starfs- manna Landssímans til að taka við- skiptalegar ákvarðanir sem eru til þess fallnar að tryggja stöðu fyrirtæk- isins í samkeppni, sem verður í aukn- um mæli alþjóðleg. Til dæmis er hæpið að Landssíminn geti haldið áfram að fjárfesta í fyrirtækjum innanlands með jafnumfangsmiklum hætti og lýst var í viðskiptablaði Morgunblaðsins sl. fimmtudag án þess að einkavæðing komi til. Þessar fjárfestingar kunna að vera nauðsynlegar út frá sjónarhóli fyrirtækisins, en bjóða augljóslega heim þeirri gagnrýni að ríkið sé að auka mjög umsvif sín á fjarskipta- markaðnum. Af þessum sökum er mikið fagnað- arefni að tillögur framkvæmdanefnd- ar um einkavæðingu um sölu á hluta- bréfum ríkisins í Símanum skuli nú komnar fram. Sturla Böðvarsson sam- gönguráðherra hyggst leggja fram frumvarp um sölu 49% hlutar í fyrir- tækinu á vorþinginu og áformað er að allur sá hlutur verði seldur í árslok. Strax í vor verður almenningi og starfsmönnum fyrirtækisins boðinn 14% hlutur til kaups, nái frumvarpið fram að ganga. Slíkt er eðlilegt, enda eykur það líkurnar á að vel takist til um einkavæðingu Landssímans ef stór hópur viðskiptavina og starfs- fólks hans er í hópi eigenda og ber hag fyrirtækisins fyrir brjósti. Síðan verða 10% til viðbótar seld meðalstórum fjárfestum, sem eflaust geta bæði orð- ið erlendir og innlendir, því að skrán- ing hlutabréfa í Símanum á Verð- bréfaþingi Íslands gefur möguleika á skráningu á hlutabréfamörkuðum hinna norrænu ríkjanna vegna NOREX-samstarfsins. Á síðari hluta ársins á svo að bjóða kjölfestufjárfestum, sem miklar líkur eru á að verði erlend fjarskiptafyrir- tæki, að keppa um 25% hlut í fyrirtæk- inu. Mikilvægt er að vel takist til með þann þátt í sölunni því að einkavæðing Símans býður upp á einstakt tækifæri til að auka verulega erlenda fjárfest- ingu í íslenzku efnahagslífi. Síminn er að mörgu leyti áhugaverður fjárfest- ingarkostur fyrir erlend fjarskiptafyr- irtæki, ekki sízt vegna þess hversu þróaður íslenzki fjarskiptamarkaður- inn er og notkun fyrirtækja og al- mennings á nýjustu fjarskiptatækni mikil. Erlend fyrirtæki geta því séð sér hag í að þróa hér nýja tækni á sviði fjarskipta. Aukinheldur má ætla að sala á hlutabréfum í Símanum á al- þjóðlegum markaði beini sjónum fjár- festa að fjárfestingartækifærum á Ís- landi yfirleitt, ekki sízt í hinum sívaxandi hátæknigeira. Einkavæðingarnefndin telur að sala á afganginum af hlutabréfum ríkisins geti hafizt á næsta ári. Samgönguráð- herra segir þó framhaldið algerlega háð markaðsaðstæðum og horfum. Meðal annars hlýtur að koma til skoð- unar, þegar framhaldið verður ákveð- ið, hvort þær forsendur standast, sem einkavæðingarnefndin gefur sér í skýrslu sinni. Þær eru annars vegar að samkeppni á fjarskiptamarkaðnum sé tryggð í núverandi lagalegu umhverfi, ásamt þeim breytingum sem nefndin leggur til, og hins vegar að aðgangur allra landsmanna að fjarskiptaþjón- ustu á sanngjörnu verði sé tryggður. Gangi þetta eftir er full ástæða til að hraða því að ríkið losi endanlega tök sín á Landssíma Íslands hf. Fréttir af náttúruhamförunum ívesturhluta Indlands verða skuggalegri með hverjum deginum. Nú er talið liggja fyrir að á þriðja tug þúsunda hafi látið lífið í jarð- skjálftanum í síðustu viku. Ef það er raunin er þetta mun mannskæð- ari skjálfti en sá í Tyrklandi árið 1999 þar sem átján þúsund létu lífið. Tugir þúsunda til viðbótar eru særðir og mikill fjöldi hefur misst heimili sitt og lífsviðurværi. Í gær var fólk enn að finnast á lífi í rústunum en líkurnar á að sú verði áfram raunin dvína með hverri klukkustundinni. Ríki um allan heim hafa brugðist skjótt við og sent hjálparsveitir, búnað og neyðaraðstoð til hamfara- svæðanna. Ahal Betari Vajpayee, forsætisráðherra Indlands, hefur farið fram á aðstoð sem nemur ein- um og hálfum milljarði dollara. Við Íslendingar þekkjum það af eigin raun hversu mikilvægt það er að fá stuðning frá öðrum þjóðum þegar náttúran ræðst gegn mann- inum, hvort sem er með eldgosum, snjóflóðum eða jarðskjálftum. Því eigum við nú að gera það sem við getum til að styðja við bakið á Ind- verjum í erfiðleikum þeirra. Rauði kross Íslands hefur þegar gefið tvær milljónir króna til hjálpar- starfsins og jafnframt hafið söfnun meðal íslensku þjóðarinnar. Von- andi mun þjóðin bregðast skjótt og vel við hjálparbeiðni indversku þjóðarinnar og aðstoða þannig við að lina þjáningar fórnarlambanna og stuðla að uppbyggingu eftir ham- farirnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.