Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 40
UMRÆÐAN
40 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
M
enn hafa gert sér
stórkostlegar
hugmyndir um
borgarskipulag í
gegnum tíðina.
Fáar þeirra hugmynda virðast
hafa borist hingað upp, nema í
brotum. Það er vissulega hug-
mynd að dreifa byggðinni um all-
ar koppagrundir en útfærslan
verður þá líka að taka til hluta
eins og almennilegra almennings-
samgangna. Það er líka hugmynd
að búa til nýjan miðbæ en að hafa
hjarta hans steinsteypt neyslu-
musteri lýsir algeru skilnings-
leysi á eðli borgarsamfélagsins.
Það var að vísu aldrei nein skipu-
lagshugmynd á bak við það að
setja flugvöll niður í Vatnsmýr-
inni, það hentaði bara hernum á
sínum tíma, en andleysi og vilja-
leysi vanans hefur léð hon um
eitthvert dularfullt inntak sem
villir mönnum
nú sýn á aug-
ljósa hluti.
Og einmitt
þannig er svo
mörgu farið í þessari borg. Hlut-
irnir hafa bara æxlast einhvern
veginn, fyrir tilviljun og ófull-
burða hugmyndir. Reykjavík hef-
ur vaxið upp úr þorpinu sem
bærinn var fyrir skemmstu með
ógnarlegum hraða og dreift úr
sér eins og illgresi. Það er eins og
aldrei hafi verið staldrað við til að
hugsa og horfa yfir sviðið í heild.
Stefnan hefur einfaldlega verið
að planta hverfum austur af
borginni, teygja hana og toga
eins og mögulegt er upp á hóla og
heiðar með sífellt fleiri myrkra-
bilum á milli og sífellt meiri um-
ferðarþunga og sífellt meiri
mengun og sífellt fleiri slysum –
og sífellt óljósara skipulagi og
andborgar(a)legum afleiðingum.
Borgin er að hverfa í hverfi, eins
og Úlfhildur Dagsdóttir hefur
bent á, miðjan er lömuð, ekki
lengur til staðar eða villt úti í
jaðri.
Líklega hafa skipulagsfröm-
uðir Reykjavíkur verið undir
áhrifum frá hugmynd bandaríska
arkitektsins Franks Lloyds
Wrights um „víðáttuborgina“ eða
„Broadacre City“ sem hann
kynnti í skýjakljúfaborginni New
York árið 1935. Samkvæmt henni
átti hver og einn borgari að fá út-
hlutað að minnsta kosti einni
ekru lands. Þetta átti að gefa
heimilinu aukið vægi en það átti
að verða grunnur siðmenning-
arinnar og stjórnvöld áttu ein-
ungis að sjá um skipulag land-
svæða og uppbyggingu á
almennri aðstöðu. Hugmyndin
þótti í upphafi fjarstæðukennd en
hafði síðan mótandi áhrif á upp-
byggingu hinna flatneskjulegu og
menningarsnauðu úthverfa í
Bandaríkjunum um og upp úr
miðri öldinni sem samanstanda af
misstórum einbýlishúsum með
misstórum görðum með mis-
stórum sundlaugum og svo gríð-
arstór vöruhús og enn stærri
„moll“ í nágrenninu ásamt einu
bíói. Flestir sem kynnst hafa líf-
inu í slíkum samfélögum eru
sennilega sammála um að það sé
ekki eftirsóknarvert.
Hinar öfgarnar eru svo sem
engu skárri. Franski arkitektinn,
málarinn, rithöfundurinn og
heimspekingurinn, Le Corbusier,
setti fram hugmynd sína um
„samtímaborgina“ árið 1922.
Hugmyndin gekk út á gríðarlega
samþjöppun íbúðarbyggðar í
skýjakljúfum sem skipað væri í
reglulegar raðir. Þetta sagði Le
Corbusier ekki vera framtíð-
arborgina heldur borg samtíma
síns og vildi hann láta reisa hana
á hægri bakkanum í París eftir
að búið væri að ryðja byggðinni
sem þar væri fyrir í burtu. Hug-
myndin hafði mikil áhrif, ekki síst
sá þáttur hennar sem fjallaði um
að reisa háhýsi í eða við garða, en
höfundurinn fékk ekki mörg
skipulagsverkefni út á hana.
Það hefði svo sem ekki skaðað
þótt Reykjavík hefði smitast svo-
lítið af hugmynd Le Corbusier.
Meginvandi borgarinnar tengist
hinni vanhugsuðu dreifbýlis-
stefnu sem borgarskipulagið hef-
ur fylgt. Stærstu slysin hafa orð-
ið á síðastliðnum fjörutíu árum
eða við uppbyggingu úthverfanna
í Breiðholti, Árbæ og Grafarvogi.
Þessi hverfi hafa vaxið eins og
æxli utan á borginni og engin leið
virðist vera að stöðva útbreiðslu
þeirra. Á meðan heldur umferð-
ar- og mengunarvandi áfram að
hlaðast upp með sífellt auknum
fórnarkostnaði. Og það stendur
heima að þegar í óefni er komið
eru loksins allir sammála um að
finna þurfi lausn innan tíðar. Við-
horfsbreytingin sést vel á því að
menn eru meira að segja hættir
að hlæja að hugmyndum um neð-
anjarðarlest eins og silfurmað-
urinn Egill Helgason benti á um
helgina.
Þessi fjörutíu ár, sem verður
sennilega minnst sem hnign-
unarskeiðs borgarinnar, hefur
miðborgin legið óbætt hjá garði.
Verslun hefur flust inn í Kringl-
una og sjálfsagt mun Smárinn
fækka bæjarverslunum enn.
Sömuleiðis hefur verið mikill
hörgull á íbúðarhúsnæði. Þetta
horfir þó til betri vegar. Af aug-
ljósum öryggis- og skipulags-
ástæðum mun flugvöllurinn að
öllum líkindum fara innan tíðar
eftir að borgarbúar hafa greitt
um það atkvæði í mars. Gefst þá
loksins tækifæri til að þétta
byggð í miðbænum og breyta
þessari ræmu í alvöru borg-
arkjarna þar sem umtalsverður
fjöldi fólks býr. Mun þetta vænt-
anlega hleypa nýju lífi í borgina.
Í framhaldi má gera ráð fyrir
að önnur eyðilönd í nágrenni mið-
borgarinnar verði sett í byggð,
svo sem eyjarnar á sundinu eins
og Hrafn Gunnlaugsson lagði til í
meistaraverki sínu. Þar væri
hægt að sameina kosti borgar og
sveitar eins og enski hraðritarinn
og skipulagshugsuðurinn Eben-
ezer Howard talaði um í hug-
mynd sinni um „garðaborgina“
(Garden Cities of To-morrow,
1898).
Reykjavík hefur oft verið sögð
sameina þessa kosti en þá hefur
verið horft fram hjá því að eig-
inlegt borgarlíf er einungis að
finna á ræmunni sem kölluð er
miðborg. Aðrir en ræmubúar
hafa varla upplifað annað en ein-
hvers konar sveitahverfa-
samræmi. Úti í eyjum mætti þróa
nokkurra þúsunda manna byggð
sem væri í náinni snertingu við
náttúru eyjanna og miðborg-
arlífið. Mikilvægast er þó að með
þessu mætti draga úr miðflótta-
krafti borgarinnar sem einkenndi
uppbyggingu hennar alla síðustu
öld.
Þétting
borgar
Meginvandi borgarinnar tengist
hinni vanhugsuðu dreifbýlisstefnu
sem borgarskipulagið hefur fylgt.
VIÐHORF
Eftir Þröst
Helgason
SÚ mikla umræða,
sem orðið hefur síð-
ustu daga um einstæð
og alkunn bréfaskipti
milli forsætisnefndar
Alþingis og forseta
Hæstaréttar, sem
fram fóru síðdegis 23.
janúar, er, þegar á
heildina er litið, gagn-
leg fyrir lýðræðið í
landi okkar enda þótt
tilefnið sé dapurlegt.
Hún styrkir réttarvit-
und almennings og
skerpir sýn okkar allra
á þá grundvallarþætti
stjórnskipunar okkar
sem við eigum að búa
við að réttum lögum – og getum kraf-
ist að fá að búa við – jafnframt því
sem hún ætti að vera til þess fallin að
veita þeim mönnum aðhald sem helst
þurfa á því að halda. Hún hefur m.a.
dregið athygli þjóðfélagsþegnanna
að nauðsyn þess, að þrígreining vald-
þátta stjórnskipunarinnar sé ætíð
virt – ekki einungis í orði heldur
einnig á borði – þannig að sjálfstæði
dómstólanna fái m.a. notið sín en á
því sjálfstæði, auk faglegrar hæfni
dómaranna, grundvallast það traust
sem almenningur verður að geta
borið til þeirra. Þá er og vel ef um-
ræðan getur leitt til réttarfarsum-
bóta í fyllingu tímans.
Vönduð stjórnarskrá og vel mann-
aðir dómstólar, sem búa við sjálf-
stæði gagnvart löggjafar- og fram-
kvæmdarvaldi, eru máttarstólpar
lýðræðisins framar öllu öðru.
Því miður veldur smæð samfélags
okkar því, að umræðan um þetta
„bréfamál“ – sem er að mestu leyti
lögfræðilegs og stjórnfræðilegs eðlis
– verður a.m.k. öðrum þræði flokks-
pólitísk, jafnvel með keim af lýð-
skrumi. Mikilvægt er hins vegar, að
umfjöllun um sendibréfamálið sé
haldið fullkomlega aðgreindri frá
hinni heitu og hatrömmu stjórnmála-
umræðu sem verið hefur uppi um al-
kunnugt dómsmál, nýsett lög og
frumvarp til þeirra laga sem urðu til-
efni til þess bréfs forsætisnefndar
Alþingis sem olli svo hörðum við-
brögðum. Við málefnalega umræðu
um bréfaskiptin frægu ættu menn að
forðast allt „dægurþras og ríg“.
Bréfaskiptin – með „eldfimu“ efni
sínu og framkvæmd við þær sér-
stöku aðstæður, sem um var að ræða
– bera með sér dómgreindarskort
þeirra, er að þeim stóðu, og opinbera
um leið þverbrest í stjórnkerfi okk-
ar, sem krefst lagfæringar.
Að vísu má segja, að hvergi í lög-
um sé lagt ótvírætt bann við því, að
fulltrúar löggjafarvaldsins sendi frá
sér bréf af því tagi, sem raun ber
vitni um, enda þótt þeim
hefði átt að vera umtals-
verð leiðbeining í því al-
kunna ákvæði 25. gr.
laga um meðferð einka-
mála, að dómstólar
verði ekki krafðir álits
um lögfræðileg efni
nema að því leyti sem
nauðsynlegt er til úr-
lausnar um ákveðna
kröfu í dómsmáli. En
ekki verða allar hegðun-
ar- og samskiptareglur
orðaðar í lögum, eins
þótt mikilvægar séu, og
vitaskuld ber öllum
þeim, sem valdastöður
skipa, að læra og virða
höfuðreglur stjórnskipunar okkar,
skráðar jafnt sem óskráðar – og afla
sér traustrar ráðgjafar þegar eigin
þekkingu þrýtur. Niðurstaða mats á
því, hversu alvarlegt athæfi forsæt-
isnefndar Alþingis var, ræðst í raun
réttri af því, hvaða viðmið við viljum
nota, t.d. hvort við viljum fremur
miða við þær „leikreglur“, sem gilda
meðal hámenningaþjóða með gróna
lýðræðishefð að baki, heldur en
hegðunarmynstur valdhafa meðal
ýmissa þjóða (flestra okkur fjar-
lægra) sem tiltölulega skammt eru
komnar á þróunarbraut sinni til nú-
tímalegra stjórnarhátta. Á hinn bóg-
inn megum við umfram allt ekki leita
langt yfir skammt að heppilegum
fyrirmyndum varðandi þær kröfur
sem við hljótum að gera til handhafa
dómsvaldsins í landi okkar. Þar má
aldrei horfa til annars en þess er best
gerist meðal langsiðaðra þjóða:
Dómstólarnir í landi okkar mega
ekki láta undan þrýstingi frá þeim
ráðamönnum sem fara með aðra
þætti ríkisvaldsins. Réttsýni og dóm-
greind verða ætíð að einkenna störf
allra dómara, hvort heldur sem er
héraðsdómara eða hæstaréttardóm-
ara, og þessir varðmenn lýðræðisins
mega síst af öllu dotta á verði sínum.
Hið vanhugsaða efni svarbréfs for-
seta Hæstaréttar einkennist m.a. af
furðulegri fljótfærni og undanláts-
semi og ber með sér óvæntan dóm-
greindarskort. Hið sama gildir um
undirbúning og ráðagerð innan rétt-
arins um sendingu bréfsins. Vitan-
lega bar enga nauðsyn til að senda
bréf, þessa efnis, frá Hæstarétti og
allt tal um „stjórnskipulegt neyðar-
ástand“ eða þ.u.l. er víðs fjarri sann-
leikanum. Goluþyt í þingsölum verð-
ur ekki líkt við stjórnlagakreppu!
Alþingismenn eiga að geta unnið sitt
starf og lokið sínum málum án
„happasendinga“ eða „forsendinga“
af þessu tagi og ég hygg að þeim sé
vel treystandi til þess. Þá er m.a.
óskiljanlegt, að bréfið skuli hafa ver-
ið sent í andstöðu við allmarga dóm-
ara réttarins, eins og opinberast hef-
ur, og ekki er enn upplýst hvort þeir
dómaranna, sem lögðust gegn send-
ingunni, hafi engu að síður getað tek-
ið undir efni bréfsins. Þá hafa nú
komið fram alvarlegar fullyrðingar
um, að einn þeirra hæstaréttardóm-
ara, sem mælti gegn sendingu bréfs-
ins, hafi engu að síður tjáð sig efn-
islega, símleiðis, gagnvart
trúnaðarmönnum framkvæmdar-
valdsins um „öryrkjadóminn“ marg-
umtalaða, sem hann tók þátt í að
semja, og lýst túlkun sinni á þeim
dómi. Ef lausmælgi af þessu tagi yrði
sönnuð (sem alls óvíst er hvort verða
muni, enda skal hér ekki lagður
neinn dómur á trúverðugleika þess-
ara fullyrðinga um símtöl dómarans)
væri einnig um fáheyrt atvik að ræða
sem fæli að sínu leyti í sér jafnfrá-
leita breytni þess dómara og gildir
um samningu og sendingu umrædds
svarbréfs forseta Hæstaréttar til Al-
þingis. Í dómsmáli, þar sem reyna
myndi á stjórnskipulegt gildi hinna
nýsamþykktu laga sem sett voru í
kjölfar „öryrkjadómsins“, væri þessi
dómari þá að sjálfsögðu jafnvanhæf-
ur til meðferðar þess máls og allir
þeir starfsbræður hans, fjórir að tölu
auk sjálfs forseta réttarins, sem
stóðu að hinu alræmda sendibréfi.
Svo mikið er víst, að ekki horfir
friðvænlega um stöðu og starfsemi
Hæstaréttar Íslands við þessar
óvenjulegu aðstæður og þrúgandi
spenna hlýtur nú m.a. að setja svip-
mót á samstarf og samskipti dóm-
aranna innbyrðis. Dómstóllinn hefur
beðið alvarlegan hnekki í hugum fjöl-
margra manna, sem áður báru traust
til hans, og alllangan tíma getur tek-
ið að endurvinna það traust. Réttur-
inn hefur veitt sjálfum sér áverka
sem því einungis verður græddur til
fulls að nærfærni, mannskilningi,
framsýni og fagmennsku sé beitt en
þess er að vænta, að smám saman
muni skapast víðtæk samstaða um
heppileg úrræði í þá veru meðal lög-
lærðra manna jafnt sem stjórnmála-
manna og alls almennings.
Enn af bréfum
Páll
Sigurðsson
Hæstiréttur
Ef lausmælgi af þessu
tagi yrði sönnuð,
segir Páll Sigurðsson,
væri um fáheyrt
atvik að ræða.
Höfundur er prófessor í lögfræði við
Háskóla Íslands.
ÞÆR sviptingar sem
að undanförnu hafa
staðið um Hæstarétt
Íslands gefa tilefni til
að hugleiða, hvort gera
megi lagabreytingar,
sem annars vegar
varða starfshætti rétt-
arins og hafa það mark-
mið að styrkja stöðu
hans og sem hins vegar
miðast við að mæta
þörfum fyrir skjótar
úrlausnir um stjórn-
skipulegt gildi laga.
1. Dómar réttarins,
einkum í viðurkenning-
armálum, eru alltof oft
óskýrir, þannig að
hreinlega getur verið vandasamt að
sjá um hvað hefur verið dæmt. Dóm-
urinn í máli Öryrkjabandalagsins,
sem alþjóð er nú orðinn sæmilega
kunnur, er gott dæmi um þetta.
Fleiri dæmi eru vel þekkt frá und-
anförnum misserum, svo sem fyrri
dómurinn um fiskveiðileyfin frá des-
ember 1998. Ég held að ein rík
ástæða fyrir þessum annmörkum á
dómunum sé sú, að dómararnir eru
að semja sín í milli um textana. Eðli-
leg viðleitni er að ná
saman um niðurstöð-
una og þá vill kannski
einn dómari fá ákveðið
atriði, sem honum
finnst skipta máli, inn í
forsendurnar, meðan
annar telur eitthvað
annað skipta sköpum.
Textinn í heild getur þá
orðið ómarkviss og
jafnvel orðið ósam-
ræmi milli efnisatriða.
Ég legg til að við þessu
verði brugðist með því
að láta dómarana
greiða skrifleg at-
kvæði. Þá ber hver
dómari einn ábyrgð á
sínu atkvæði. Þetta myndi gerast
þannig, að á dómarafundi eftir mál-
flutning, þegar séð er hvernig landið
liggur innan hópsins, yrði einum (úr
meirihluta, ef dómur virðist ætla að
verða skiptur) falið að semja sínar
forsendur fyrir niðurstöðunni. Við
samningu þeirra myndi hann að
sjálfsögðu njóta vitneskju sinnar um
röksemdir og afstöðu annarra dóm-
ara, sem fram kunna að hafa komið,
en dómsforsendurnar yrðu allt að
einu hans eins. Hann einn myndi rita
nafn sitt undir. Hinir dómararnir
myndu síðan með skriflegum at-
kvæðum taka afstöðu til niðurstöðu
þess fyrsta. Þeir sem fallast á hana
geta vísað að öllu leyti til forsendna
hans eða gert þær athugasemdir
sem þeir kjósa að gera. Hinir, sem
lenda í minnihluta í skiptum dómi,
gera á sama hátt grein fyrir sínum
forsendum með textum sem þeir ein-
ir bera ábyrgð á.
Þessi skipan þekkist erlendis. Til
dæmis er þetta í meginatriðum sá
háttur, sem hafður er við hæstarétt
Noregs. Hæstiréttur Bandaríkjanna
Til styrktar Hæstarétti
Jón Steinar
Gunnlaugsson
Lagabreytingar
Ég tel tímabært að
menn hugi að lagabreyt-
ingum af þessu tagi,
segir Jón Steinar Gunn-
laugsson, til þess m.a.
að styrkja réttinn.