Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 42
UMRÆÐAN
42 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
FYRIR fáeinum
dögum var komin upp
á vinnuborð stjórn-
enda Reykjavíkur-
borgar skýrsla ein
mikil með tillögum
um breytingar á al-
menningssamgöngum
á höfuðborgarsvæð-
inu. Margan manninn
rak í rogastans við
lestur skýrslunnar og
upp í hugann kom
einkavæðingartilraun
Sjálfstæðisflokksins
árið 1994 sem flestu
öðru fremur kostaði
flokkinn borgina í
kosningunum sem
fram fóru það ár.
Því fer fjarri að nokkuð sé við
það að athuga að úttekt sé gerð á
almenningssamgöngum og ræddar
leiðir til að bæta þær. En í ljósi
mjög afdráttarlausra yfirlýsinga
forsvarsmanna í borginni um að
ekki standi til að einkavæða þessa
þjónustu vekur það furðu að fram
skuli reidd skýrsla sem er einn
samfelldur lofsöngur um einka-
væðingu og minnir um mjög margt
á skrifin og skýrslugerðirnar frá
1994.
Tillögur kynntar
starfsmönnum
Ekki nóg með það. Höfuðtillag-
an í skýrslunni og sú sem kynnt
hefur verið starfsmönnum er að
stofnað verði sjálfstætt fyrirtæki
þar sem „samþykktir og aðrir inn-
viðir“ verði „með sem líkustum
hætti og í hlutafélagi“.
Engin endanleg ákvörðun mun
hafa verið tekin um framhaldið en
efni skýrslunnar er með þeim
hætti að það á erindi á síður dag-
blaða.
Tíunduð eru dæmi erlendis frá –
einkum frá Danmörku – um kosti
þess að hluthafar stýri fyrirtækj-
um af þessu tagi; í þeim sé stjórn-
in skilvirkari en þar sem hún er
ofurseld „pólitískri stjórnun og af-
skiptum“.
Kostur þessarar skýrslu er heið-
arleiki og hreinskilni. Þannig er
viðurkennt að vagnstjórar sem
starfa beint hjá sveitarfélagi séu
„eins og búast má við“ almennt
ánægðari með sinn hlut en hinir
sem hafa verið einkavæddir.
Sparað á kostnað
launafólks
Engum ætti að
þurfa að koma þetta á
óvart. Þannig er gerð-
ur samanburður á al-
menningssamgöngum
í Óðinsvéum í Dan-
mörku og Álaborg en
í þann samanburð er
ofangreind tilvitnun
sótt. Í Óðinsvéum er
starfsemin rekin af
sveitarfélaginu þar
sem lýðræðislega
kjörnir fulltrúar þurfa
að axla ábyrgð á þjón-
ustu, rekstri og
mannahaldi. Í Álaborg hefur starf-
semin hins vegar verið einkavædd.
Tilkostnaðurinn af rekstrinum er
sagður mun meiri í fyrrnefnda
dæminu en í hinu síðara. Skýring-
arnar eru taldar vera helstar þess-
ar:
hærri grunnlaun vagnstjóra
hærri álögur á laun
meiri orlofsréttindi (samsvarar
5 vinnudögum á ári)
óþægindaálag meira (talið jafn-
gilda 10 vinnudögum á ári)
meiri bakvaktaviðbúnaður
hærri verkstæðiskostnaður
dýrari yfirstjórn
meiri tilkostnaður vegna veik-
inda
hjá sveitarfélaginu er mönnum
ekki gert að matast í eigin
vinnutíma
Á lakari kjörum, en
með þjónustulund
Fram kemur í skýrslunni að erf-
iðleikum geti verið háð hjá fyr-
irtækjum að manna vagnstjóra-
stöður. Þannig er upplýst í
viðtölum sem skýrsluhöfundur hef-
ur átt við forsvarsmenn HT í
Kaupmannahöfn (sem er í eigu
sveitarfélga á höfuðborgarsvæðinu
og heldur utan um rekstrarþjón-
ustuna – sem er boðin út á mark-
aði) að iðulega reynist torvelt að
manna vagnstjórastöður.
En, svo vitnað sé orðrétt í
skýrsluna: „Þeir væru hins vegar
markvisst farnir að miða á það að
sækja sitt vinnuafl t.d. til stór-
markaða, þar sem oft væru þjón-
ustulundaðir starfsmenn á mun
lakari kjörum en í boði væru hjá
strætisvagnafyrirtækjunum.“
Margoft kemur fram að almenn-
ingssamgöngur í Reykjavík og
grannbyggðunum eru í kreppu.
Farþegum fækkar og rekstrar-
kostnaður er mikill. Þá kreppu
eiga stjórnmálamenn að horfast í
augu við og finna á henni lausn. Í
því samhengi er vissulega eftir-
sóknarvert að leita leiða til að
samhæfa og bæta þjónustukerfið á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Eðlilegt
er að þrennt sé haft að leiðarljósi:
Að þjónustan batni; að reksturinn
verði hagkvæmari og að breyting-
arnar séu til hagsbóta fyrir þá
starfsmenn sem veita þjónustuna.
Ljóst er að á dögum einkabílism-
ans eiga almenningssamgöngur
nokkuð undir högg að sækja hjá
þjóð sem býr við rysjótt veðurfar.
Stjórnmálamenn
axli ábyrgð
Eina færa leiðin til að bæta
kerfið og fjölga farþegum er að
bjóða upp á ódýran, helst ókeypis
ferðamáta. Þetta kostar peninga
og ábyrga stjórn kjörinna fulltrúa.
Þá ábyrgð eiga þeir að axla en
ekki víkjast undan henni með því
að breyta rekstrarformi eins og
einkavæðing er stundum kölluð
þegar þörf þykir að finna henni
fínar umbúðir – helst ógagnsæjar.
Einkavæðingardraugurinn
endurvakinn hjá SVR?
Ögmundur
Jónasson
Samgöngur
Í ljósi yfirlýsinga um að
ekki standi til að
einkavæða almennings-
samgöngur vekur
það furðu
Ögmundar Jónassonar
að fram skuli reidd
skýrsla sem er lof-
söngur um einkavæð-
inguna.
Höfundur er formaður BSRB.
MIKIÐ hefur verið
ritað um dóm Hæsta-
réttar í máli Öryrkja-
bandalagsins. Pétur
Blöndal alþingismaður
reit grein í Mbl. 30.
des. sem hann kallaði
einskylda – fjölskylda –
samskylda. Ég þakka
honum fyrir þá grein
sem er fyrir margra
hluta sakir fersk og at-
hygli verð eins og við
mátti búast af Pétri. Við
erum að mörgu leyti
sammála og Pétur vill
greinilega skoða heild-
aráhrif málsins en mér
finnst nokkuð vanta
upp á að allir þættir séu dregnir fram.
Dæmi Péturs um hátekjumann með
400 þ.kr. á mánuði er ekki heppilegt
vegna þess að þar erum við komin frá
aðalvandamálinu sem eru þau sem
líða skort. Hæstiréttur hefur enda
lýst því yfir að tekjutenging sé heimil.
Það er hins vegar skýlaust mannrétt-
indabrot þegar fólk telur sig ekki
geta notið þeirra réttinda sem hjú-
skaparlögin veita vegna fátæktar.
Ég er ekki sammála Pétri að dóm-
ur Hæstaréttar veiki stöðu fjölskyld-
unnar, fremur gleðst ég
yfir því að dómur
Hæstaréttar verður til
þess að alþingismenn
eru knúnir til þess að
setjast vandlega yfir
málavexti í heild sinni
og móta nýja löggjöf.
Sannfæring mín er sú
að þess sé full þörf.
Huga þarf að afkomu
og réttindum þeirra
sem minnst mega sín þó
að það falli ekki beint
undir dóminn og síðan
einnig að móta þá lög-
gjöf sem gilda á um
hornstein þjóðfélagsins,
fjölskylduna. Þá mun
vissulega reyna á þá jafnvægislist
sem stjórnmálamenn verða að axla.
Ég held að guðfræðingar og trúf-
astir kirkjugestir víða um land telji að
viðmiðunarmörk sem notuð hafa ver-
ið til margvíslegrar tekjutengingar
séu allt of lág. Það er skoðun okkar að
þjóðfélagið geti vel hækkað þau og
endurspeglast það viðhorf í nýlegum
skoðanakönnunum.
Sérlega fagna ég að Pétur Blöndal
skuli benda á hugmyndafræði krist-
innar trúar sem aflvaka trygginga-
kerfanna og grundvöll að siðfræði
vestrænna þjóða. Fjölskyldan er ein-
mitt mjög þýðingarmikil í augum
kristinna manna og Pétur nefnir hana
sem elsta tryggingakerfið: „Hún þyk-
ir svo sjálfsögð og um hana gildir svo
mikið af óskrifuðum reglum sem fólk
drekkur í sig með móðurmjólkinni að
hún er nánast hluti af mannlífinu og
því ósýnileg. Nú er að verða þar
breyting á.“ Hér kveður Pétur rétt að
orði en herða má þó á síðustu orð-
unum að nú er orðin breyting á. Við
getum heldur ekki búist við því að sið-
ferðisleg gildi gangi milli kynslóða
með móðurmjólkinni eða einhvern
veginn af sjálfu sér. Þau kosta þvert á
móti mikla vinnu og eru uppeldisat-
riði þar sem heimili, kirkja og skóli
þurfa að leggjast á eitt. Alþingismenn
bera þar einnig ábyrgð. Við á okkar
dögum lifum nýja tíma og getum ekki
búist við því að fólk gangi í hjónaband
til þess eins að þjóna Guði sínum. Það
er að mestu leyti liðin tíð þótt þing-
menn virðist ekki allir hafa áttað sig á
því. Hafi fólk ekki fjárhagslegan
ávinning af því að ganga í hjónaband
þá sleppa margir því einfaldlega.
Það er barnaskapur af sjálfstæð-
ismanni með peningavit og fer illa
saman við hagræðingu markaðs-
hyggjunnar að búast við því að öryrki
gangi í hjónaband og missi við það tvo
þriðju hluta af tekjum sínum sem þó
eru varla fyrir nauðþurftum. Þó get
ég huggað Pétur með því að slík
dæmi eru enn til en þá er um algera
undantekningu að ræða. Algengara
væri að viðkomandi færi fram á skiln-
að og þekkjum við það vel prestarnir.
Nú er svo komið löggjöf um fjöl-
skylduna hér í landi að um hana gilda
í rauninni fjórir flokkar. Þeir eru: 1.
hjónaband, 2. skráð sambúð, 3.
óskráð sambúð sambýlisfólks sem
hefur sama lögheimili, 4. sambýlisfólk
sem hefur sömu fjölskylduhagi og
fyrri flokkar en eru skráð með hvort
sitt lögheimilið. Vill hið háa Alþingi
kalla þessi sambúðarform 1., 2., 3. og
4.
flokks fjölskyldur? Hvers vegna
höfum við fjóra flokka og jafnmargar
reglur um fjölskylduna? Mitt svar við
því er að þetta séu afleiðingar af
ákvörðunum alþingismanna og sveit-
arstjórnarmanna um tekjutengingar
á mörgum sviðum löggjafar sem og
aðgengi að dagvistun fyrir börn.
Þegar talað er um að dómur
Hæstaréttar snerti einungis minni
hluta öryrka þarf fyrst að svara því
hvað margir öryrkjar séu í 4. flokki
vegna þessara aðstæðna. Lög eru
gagnslítil nema það sé hægt að fram-
fylgja þeim. Svo er það einmitt með
þessa fjóra flokka að það er ekki auð-
velt að greina þá í sundur eða sanna
með lögregluvaldi hvaða flokki fólk
skuli tilheyra.
Mitt sjónarmið er, og ég veit ekki
betur en það sé sjónarmið kristinna
manna almennt, að nægilegt sé að
hafa þarna tvo flokka: Hjónaband og
einstaklinga. Margt bendir nú til þess
að óraunhæft sé að verða að mismuna
fólki eftir hjúskaparstétt og minn-
umst þess að mannréttindi eru per-
sónubundin.
Alþingismenn þurfa að horfast í
augu við þetta og svara því m.a.:
Hvað er skráð sambúð og hvernig er
hún til komin? Getur verið að um sé
að ræða 2. flokks hjónaband sem nýt-
ur einhverra réttinda en tekur ekki á
sig skyldur? Sjálfur tel ég nauðsyn-
legt að hjúskaparlöggjöfin nái yfir
sem flestar fjölskyldur svo mikilvæg-
ar sem þær eru allri velferð fólks og
þjóðfélaginu öllu. Ég óttast ekki að
fjölskyldan verði nokkru sinni „rúin
verkefnum og hætta sé á því að hún
dagi uppi eins og aðrar hlutverka-
lausar stofnanir“ en vissulega er full
þörf á að huga að þeim hugsjónum
sem einar gefa menningunni gildi og
á Pétur Blöndal þakkir skildar fyrir
að benda á þann sannleik. Gjarnan
mætti heyrast meira af umræðu í þá
veru á hinu háa Alþingi.
Fjölskylda og
Alþingi
Úlfar
Guðmundsson
Öryrkjadómur
Margt bendir nú til
þess, segir Úlfar
Guðmundsson, að
óraunhæft sé að verða
að mismuna fólki eftir
hjúskaparstétt.
Höfundur er sóknarprestur
á Eyrarbakka og prófastur
í Árnessprófastsdæmi.
Í MORGUNBLAÐINU 23. janúar
gerir Hjörleifur Guttormsson, fyrr-
um alþingismaður og ráðherra, að
umtalsefni hækkun sjávar vegna
vermandi lofttegunda (svokallaðar
gróðurhúsalofttegund-
ir) af manna völdum.
Hann bendir á, að lík-
legt sé, að sjávarborð
kunni að hækka af þess-
um sökum um heilan
metra á nýrri öld frá því
sem nú er. Hjörleifur
beinir spjótum sínum að
landfyllingarmönnum
við Eiðisgranda og
skerjaflugvallarmönn-
um hinum megin Sel-
tjarnarness, og er
spurn, hvort skipuleggj-
endur þessara fram-
kvæmda átti sig á hvað
hnattverming (á ensku:
Global warming) beri
með sér.
Orð Hjörleifs fá aukið vægi af því
að á forsíðu Morgunblaðsins er sama
dag fjallað um nýja skýrslu Samein-
uðu þjóðanna um hnattvermingu og
að hún sé „Alvarlegri en talið var“, –
en hin tilvitnuðu orð eru fyrirsögn
Morgunblaðsins. Í fréttinni segir, að
samfélög á láglendum eyjum gætu
verið í hættu og er dæmi tekið af
Maldíveyjum á Indlandshafi. Nú er
Seltjarnarnesið að vísu ekki eyja, en
það hefur þó engu að síður verið talið
bæði „lítið og lágt“.
Eftir lestur Morgunblaðsins þenn-
an dag (23.1.) kom mér í hug frásögn
Sigurðar í Görðunum af landbreyt-
ingum við Skerjafjörð á hans tíð. Ævi-
saga Sigurðar, sem Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson færði í letur (Norðri 1952),
er góð heimild um horfna tíð í Reykja-
vík, þótt stutt sé og mætti vera betur
rituð. Sigurður Jónsson í Görðunum
var fæddur við Skerjafjörð 1865.
Hann hafði búið þar alla tíð, stundað
sjó, gert út og rekið búskap, eða í tæp-
lega 90 ár, þegar saga hans var færð í
letur. Á bls. 16 lýsir hann skeri
(Klapparhjallur), sem enn stóð á sín-
um stað „og þó ekki nærri því eins
mikið upp úr sjó og áður“. Á sömu
blaðsíðu nefnir Sigurður að áður hafði
verið grasivaxnir hólmar í Skerjafirði,
en nú finnst þar enginn gróður á
skerjunum“. Sigurður segir, að sumir
telji, að land hafi sigið í Skerjafirði, en
sjálfur áleit hann, að land hefði „frem-
ur eyðst smátt og smátt við flæðarmál
en að það hafi sigið“ (bls. 16). Hvort
sem land hefur eyðst við flæðarmál,
eins og sú gamla sjóhetja í Görðunum
taldi, eða það hefur beinlínis sigið, er
að minnsta kosti víst, að land hefur
horfið í og við Skerja-
fjörð. Hafa landfylling-
armenn, hvorir sínu
megin við Seltjarnar-
nes, hugleitt þetta í ljósi
nær öruggrar vissu um
síhækkandi sjávarstöðu
á næstu áratugum?
Mér er spurn, engu síð-
ur en Hjörleifi.
Flutningur Reykja-
víkurflugvallar (hann
er einungis að litlu leyti
í Vatnsmýrinni) út á
skerin í Skerjafirði er
aðeins ein af misjafn-
lega gáfulegum hug-
myndum um flutning
vallarins – og óneitan-
lega tekur flugvöllur í
Skerjafirði sig vel út í sjónvarpinu!
Ég hef búið í meira en 30 ár í næsta
nágrenni flugvallarins og mér hefur
fundist hann góður granni. Þar er yf-
irleitt hljóðlátt og kyrrt á nóttum, um
helgar sem aðra daga, ólíkt sumum
öðrum miðborgarsvæðum. Þá hefur
tilvist vallarins verið sem vörn gegn
hvimleiðri sjónmengun af völdum há-
hýsa eða verslanakringla. Að slepptri
tilfinningasemi hef ég ekki heldur lát-
ið sannfærast um að völlurinn sé bet-
ur kominn annars staðar – og ekki
fremur af Stefáni Ólafssyni, prófess-
or, í Morgunblaðinu 24.1. en öðrum.
Af öllu samanlögðu finnst mér því
sem skoðanir samgönguráðherra og
hans manna komi best heim við mín-
ar.
Hækkun sjávar
og skipulag
Þorkell
Jóhannesson
Höfundur er prófessor í lyfjafræði
við Háskóla Íslands.
Hnattverming
Ég hef búið í meira en
30 ár í næsta nágrenni
flugvallarins, segir
Þorkell Jóhannesson,
og mér hefur fundist
hann góður granni.