Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 45

Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 45
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ 50 ÁRA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 45 „VÍSINDAMENN hafa skýrt frá því að þeir hafi fundið erfða- vísi sem ræður því hvort krabbameins- frumur mynda mein- vörp. Talið er að upp- götvunin muni leiða til þess að þróuð verði lyf sem koma í veg fyrir að meinvörp myndist og væri þá unnt að lækna allar tegundir krabba- meina.“ Þessi frétta- klausa er uppspuni, en kemur þó líklega ekki ókunnuglega fyr- ir sjónir. Það líður varla sú vika að fjölmiðlar flytji ekki einhverja slíka frétt og er oft og tíðum harla erfitt fyrir sérfræð- inga að átta sig á hvað þarna er á ferðinni, hvað þá almennan lesanda eða hlustanda. Slíkur fréttaflutn- ingur vekur reyndar margar spurningar, t.d. hvað er á bak við þær, hvort þær skilja nokkuð eftir hjá þeim sem heyrir eða les eða hvort menn eru kannski bara alveg hættir að taka eftir þeim eða taka mark á þeim. Sannleikurinn er sá að framfarir í vísindum og rann- sóknum verða ekki í heljarstökkum eins og oft mætti ætla af fréttun- um. Á bak við hverja slíka frétt er yfirleitt margra ára, jafnvel ára- tuga, vinna, sem margir hafa komið að, bæði í beinni samvinnu og ekki síður í þeirri óbeinu samvinnu allra vísinda þar sem menn fylgjast vel með, henda á lofti hugmyndir, að- laga að sínum, og skiptast á skoðunum í tímaritum og á ráð- stefnum. Þá getur ver- ið erfitt að mæla ná- kvæmlega hver lagði mest af mörkum, flest framlög skipta máli og hafa þokað þekking- unni áfram. Einn virk- ur þátttakandi á þessu alþjóðlega leiksviði vís- indanna er Rann- sóknastofa Krabba- meinsfélagsins í sameinda- og frumulíf- fræði sem nú er að hefja fimm- tánda starfsár sitt. Hugmyndin að stofnun hennar á rætur í því mikla starfi og þeim upplýsingum sem safnað hefur verið hjá Krabba- meinsskránni. Tengsl rannsókna- stofunnar við Krabbameinsskrána hafa ávallt verið náin og farsæl og má nefna sem dæmi að nú er verið að leggja lokahönd á stórt rann- sóknarverkefni sem styrkt hefur verið sl. fjögur ár af bandarískum rannsóknasjóði sem stofnaður var sérstaklega til að styrkja rann- sóknir á brjóstakrabbameini. Í þessu verkefni er kannað hvort ákveðnir umhverfisþættir eða lífs- mynstur, svo sem reykingar eða lengd brjóstagjafar, geti tengst eiginleikum brjóstakrabbamein- sæxlis og þá sérstaklega stökk- breytingum í svokölluðu p53 geni, en fyrri rannsóknir okkar hafa sýnt að æxli sem bera slíka stökkbreyt- ingu eru illvígari en önnur. Hafin er vinna að næsta stóra verkefni sem styrkt er af sama bandaríska sjóði. Þeirri rannsókn er ætlað að ná til allra íslenskra kvenna sem hafa greinst með brjóstakrabba- mein og eru á lífi og beinist að því að kanna samspil áhættuþátta úr umhverfinu við arfgenga áhættu sem tengist svokölluðum brjósta- krabbameinsgenum, BRCA1 og BRCA2. Það er ekki algengt að bandarískir sjóðir veiti svo stóra styrki til rannsókna utan Banda- ríkjanna. Þótt brjóstakrabbamein hafi alltaf verið meginviðfangsefni rannsóknastofunnar höfum við reyndar komið víðar við. Kannski hafa einhverjir tekið eftir að rann- sóknastofunnar var getið nýlega í sjónvarpsþætti sem fjallaði um rannsóknir lyfjafræðinga á efnum úr íslenskum fléttum. Það hefur sýnt sig að nokkur efni, m.a. úr fjallagrösum, hafa verulega vaxtar- hemjandi verkun á krabbameins- frumur ræktaðar í flöskum. Ekki dettur okkur í hug að halda því fram að framleiðsla krabbameins- lyfja úr fjallagrösum sé á næsta leiti, en vissulega eru þetta spenn- andi niðurstöður og við leyfum okk- ur auðvitað að vona að þær muni einhvern tíma leiða til þróunar á lyfjum og það hvetur okkur til að halda áfram rannsóknunum. Á undanförnum árum hafa orðið miklar sviptingar á starfsvettvangi rannsókna í líf- og læknisfræði með tilkomu líftæknifyrirtækja og hefur sú þróun nú haldið innreið sína hér- lendis. Þá er von að menn hugsi kannski sem svo að þar með sé ekki þörf lengur fyrir rannsóknastofur í háskólum eða hjá sjálfstæðum stofnunum. Því er þó í raun þver- öfugt farið því að fyrirtækin hafa einmitt mikla þörf fyrir samvinnu við öflugar háskólastofnanir. Næg- ir að nefna tvennt sem dæmi, fyr- irtækin einbeita sér flest af miklum krafti að tiltölulega afmörkuðum viðfangsefnum sem hafa sprottið upp úr háskólarannsóknum, og vel- gengni fyrirtækjanna byggist að langmestu leyti á góðu starfsliði sem oft hefur fengið þjálfun sína við háskólastofnanir. Titill þessa greinarkorns er spurning. Trúlega finnst aldrei nein allsherjarlausn á krabbameinsgátunni, til þess er krabbamein allt of flókið og fjöl- þætt fyrirbæri. Sífellt batnandi lífs- líkur þeirra sem greinast með krabbamein eru þó órækur vitnis- burður um það að stóraukin þekk- ing hefur skilað árangri. Þar hefur Rannsóknastofa Krabbameins- félagsins í sameinda- og frumulíf- fræði átt hlut að máli og kannski kristallaðist framlag hennar og gildi þess hvað best á einum eft- irmiðdegi í desember sl. þegar ung- ur vísindamaður, Steinunn Thorla- cius, varði doktorsritgerð sína við læknadeild Háskóla Íslands. Rit- gerð Steinunnar fjallaði um rann- sóknir sem hún vann að hér á rann- sóknastofunni um árabil og fjölluðu um skilgreiningu á geni sem leiðir til aukinnar hættu á brjóstakrabba- meini, BRCA2, og síðan mat á því hversu mikil hættan er hjá þeim sem hafa erft stökkbreyttt eintak. Steinunn hafði áður hlotið marg- víslega viðurkenningu fyrir rann- sóknir sínar og birt greinar í þekkt- um tímaritum á borð við The Lancet. Annar andmælandinn við doktorsvörn Steinunnar var Mary- Claire King, frá Bandaríkjunum, einhver virtasti vísindamaður heims á sviði rannsókna á erfða- fræði brjóstakrabbameins. Það var mikill heiður fyrir Háskóla Íslands og Krabbameinsfélagið að hún skyldi gefa sér tíma til að vinna þetta verk og segir e.t.v. meira en mörg orð um það álit sem verk rannsóknastofunnar njóta. Lausn krabbameins- gátunnar? Mikið starf er unnið á rannsóknarstofu Krabbameinsfélags Íslands. Helga M. Ögmundsdóttir Höfundur er yfirlæknir og for- stöðumaður rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins í sameinda- og frumulíffræði. Sannleikurinn er sá, segir Helga M. Ögmundsdóttir, að framfarir í vísindum og rannsóknum verða ekki í heljarstökk- um, eins og oft mætti ætla af fréttunum. Ertu meðvitaður um gæði Sjáðu merkið

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.