Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 46
MINNINGAR
46 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ HólmfríðurKristjánsdóttir
fæddist á Steinsstöð-
um Öxnadal 1. sept-
ember 1907. Hún
andaðist á hjúkrun-
arheimilinu Skóg-
arbæ 22, janúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Kristján
Þorsteinsson, f. 5.
júní 1851, d. 5. maí
1935 og Bergrós Er-
lendsdóttir, f. 28. júlí
1882, d. 27. júlí 1971.
Systkini Hólmfríðar
voru Halldóra Þóra,
f. 30. júlí 1905; Tryggvi Rósmund-
ur, f. 21. september 1906; Hörður,
f. 5. mars 1910 og Sigursteinn, f.
28. apríl 1916. Eru þau öll látin.
Eftirlifandi eiginmaður Hólm-
fríðar er Jón Guðmundsson, f. 10.
mars 1919. Börn þeirra eru: 1)
Sverrir Geir, f. 4. janúar 1950,
eiginkona hans var Guðrún
Skarphéðinsdóttir, látin. Börn
þeirra eru Erla Jóna og Skarp-
héðinn Kristinn. Sambýliskona
Sverris er Rannveig Sigurgeirs-
dóttir. 2) Ásdís, f. 14. desember
1951, eiginmaður
hennar er Þorleifur
Gíslason. Börn
þeirra eru Jón Þór
og Eyrún. Áður átti
Hólmfríður Garðar,
f. 2. maí 1935, faðir
Ari Hallgrímsson.
Eiginkona Garðars
er Ingibjörg Jóns-
dóttir. Börn þeirra
1) Guðrún, eigin-
maður Max Dager.
Barn þeirra er Ingi-
björg Iris Mai Svala.
2) Friðrik, börn
hans eru Vilborg
Hrönn, móðir Anna Vígsteins-
dóttir, Ívar Sveinn, Lára Björg og
Þórbergur, móðir þeirra Kristín
Ívarsdóttir. Sambýliskona Frið-
riks er Guðmunda Þorbjarnar-
dóttir. 3) Fríða, sambýlismaður
Odd Stenersen. Börn þeirra eru
Eydís og Davíð. 4) Sigríður, eig-
inmaður Bogi Sigurðsson. Börn
þeirra eru Garðar og Birna
Magnea.
Útför Hólmfríðar fer fram frá
Laugarneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
Hún er ekki há í loftinu þar sem
hún klifrar upp Brekkuna, dökk á
brún og brá og horfir greindum
augum á heiminn. Yfir vaka stjörn-
ur og tungl. Leiðin liggur að æsku-
heimilinu Hömrum í Eyjafirði.
Öxnadalurinn ekki langt undan, en
þó svo órafjarri. Spurningar koma
upp í huga hennar: Skyldu sömu
stjörnur og tungl skína á torfbæinn
í túnfætinum á Steinsstöðum? Og
skín ástarstjarna enn yfir Hraun-
dranga? Það var ekki sökum skorts
á ást og kærleika foreldranna sem
henni var komið í fóstur hjá góðu
fólki í öðrum nærliggjandi hreppi.
Kröpp kjör réðu því að fækka varð í
heimili. Sú telpa sem þarna fór varð
seinna amma mín. Ég þreyttist
aldrei á að hlusta á sögur úr
bernsku ömmu. Frásögnin var oft-
ast alvörugefin, ekki laus við bit-
urleika, og hvati til æ fleiri spurn-
inga um örlög hennar. Sér til varnar
og okkur báðum til skemmtunar brá
hún því oft á þann leik að venda sínu
kvæði í kross. Alvörunni og bitur-
leikanum bauð hún byrginn með
markvissum og kankvísum áhlaup-
um skopgáfunnar. Eftir varð heim-
ur óleystra ráðgátna sem rýmdi
andstæður og þversagnir, bros og
tár. Þrátt fyrir uppvöxt í sveit í út-
jaðri Akureyrar var hún borgar-
barn. Sveitalíf var í hennar augum
einangrað og snautt. Borgin var
vettvangur framfara, hagvaxtar og
véla. Ekkert fékk ömmu til að að-
hyllast sveitarómantík og löngun til
fornra búskaparhátta.
Fáum hef ég kynnst höldnum svo
ástríðufullri vorþrá. Vorið veitti
henni djúpa hamingju og þá andaði
suðrið sæla aftur vindum þýðum.
Blessuð birtan streymdi gegnum
falleg augun og vermdi og lýsti
hverja sellu. Fjöllin skiptu litum,
blómin skutu upp kollunum, fuglar
tístu. Þá var lífið fullkomnað.
Hún talaði um fóstru sína á
Hömrum full lotningar og þakklæt-
is. Sama gilti um athafnamiklar fjöl-
skyldur á Akureyri þar sem hún var
til heimilis með ungan son sinn og
vann þar sem stofustúlka um árabil.
Þeir tímar voru indælir, urðu henni
mikils virði og hún bjó að þeirri
reynslu og þekkingu allt lífið. Hún
varð svo lánsöm að hitta lífsföru-
naut sinn og öðlinginn Jón Guð-
mundsson á Akureyri. Engan annan
veit ég sem gengið hefur börnum í
afastað af svo mikilli ástúð. Í
Reykjavík voru uppgangstímar. Þau
fluttu því til höfuðborgarinnar í
Steinagerðið með litlu börnin sín
tvö. Ég leit dagsins ljós í næsta
húsi, á heimili pabba og mömmu, og
amma var ljósmóðurunni til aðstoð-
ar. Og það er góð tilfinning að vita
að ég var augliti til auglitis við
ömmu á fyrstu stund lífsins. Betri
aðstoðarljósa var ekki til; snyrti-
mennska, nákvæmni, skynsemi og
verkvit var ömmu í blóð borið. Hún
hafði aðra kosti og dyggðir: Hún var
greind, nægjusöm, hæversk og
hljóðlát og setti sig ekki á háan hest.
Amma var sterk en viðkvæm og
henni var gefið mikið næmi. Oft var
eins og að hlutirnir kæmu henni
ekki á óvart. Hún fann á sér gesta-
komur og hafði sterkan grun. Hún
var minnug á drauma og taldi þá oft
fyrirboða. Stundum hafði hún gam-
an af þessu en oft var eins og að það
þjakaði hana. Hún var varkár í
kynnum og naut sín ekki á manna-
mótum meðal ókunnugra. En fjöl-
skyldulífið var hennar samastaður.
Þar var hún örugg í sessi og faðmur
fjölskyldunnar. Aldrei þraut hús-
rými og hjá ömmu og afa var allt
eins og á lúxushóteli. Uppábúin
rúm, skjannahvítt og tandurhreint.
Morgunverðarborðið stóð dekkað
snemma í morgunsárið, svo beið
morgunsopinn, þá hádegisverður og
síðdegiskaffi, kvöldverður og að síð-
ustu kvöldkaffi og meðlæti fyrir
svefninn. Jólahaldið var bæði
rammíslenskt og norðlenskt með
dýrindis útskorna laufabrauðinu
hennar og danskt með svínasteik,
nýsoðnu rauðkáli og rice à la mande.
Og allt gekk fyrir sig eins og í
draumi, amma vann störf sín ósér-
hlífin, án skarkala og fyrirhafnar.
Veröldin var oft svolítið dönsku-
skotin hjá henni ömmu; hugguleg-
heit inni í stofu, smákökur og bakk-
elsi með kaffinu og skraf upp á
heimsvísu. Aldrei hafði hún komið
út fyrir landsteinana en hún kunni
að vera heimsdama þegar því var að
skipta.
Vorið bar hún inn í húsið sitt; þar
inni var vor og sumar allan ársins
hring. Gluggakisturnar svignuðu
undan fússíum, rósum, fljúgandi
diskum og gardeníu. Hún elskaði
blómin og hafði yndi af búrfuglun-
um sínum sem tístu og minntu hana
á endurkomu vorsins. Og sólskríkj-
ur og snjótittlingar rötuðu til henn-
ar í leitinni að fræjum og mylsnu.
Leiðin átti eftir að liggja til Vest-
mannaeyja í nokkur ár. Sennilega
þótti ömmu fjarlægðin við fjölskyld-
una of mikil eftir að pabbi og
mamma fluttu þangað. Það voru for-
réttindi að eiga hjartastað hjá afa
og ömmu. Félagsskapurinn við föð-
ursystkini mín, sem voru nánast
jafnaldrar mínir, var líka eftirsókn-
arverður. Það var óstjórnleg til-
hlökkun þegar amma og afi, Dísa og
Sverrir Geir fengu sér labbitúr neð-
an úr bæ til okkar fyrir ofan hraun.
Við systkinin hlupum til móts við
þau og réðum okkur ekki fyrir fögn-
uði. Kannski komu þau til að hjálpa
til í heyskap eða bara njóta lífsins í
sumarblíðunni og drekka kaffi með
nýbakaðri suðrænni tertu í grænu
grasinu. En Eyjarnar urðu aldrei
hjartastaður ömmu. Tíð vond veður,
ofsafengin brim og sjóslys tengdi
hún kannski lífsbaráttunni á fyrsta
áratug fyrri aldar. Sem uppbót
færði hún sitt kæra Norðurland í
dýrasta tunguskart; fjallstindar
gnæfðu, ár liðu um dali, lækir foss-
uðu um hlíðar, norðurljósin dönsuðu
um himinhvelið, tunglskinið var
bjartara en silfur, birkið ilmaði og
silungurinn lék. Hún gaf mér heim
sem ég hélt einan til í ævintýrum og
það var dýrmæt gjöf. Við Max og
langömmubarnið Ingibjörg Iris Mai
Svala erum henni ævinlega þakklát
fyrir kærleikann og alúðina og
Skaparanum fyrir að hafa gefið okk-
ur ömmu og langan og hamingjurík-
an tíma með henni. Megi Guð
styrkja sómamanninn hann afa
minn, pabba minn og Dísu og Sverri
og hugga og hlúa að öllum sem sárt
sakna og syrgja kæru ömmu. Guð
blessi minningu hennar.
Guðrún Garðarsdóttir.
Elsku amma. Nú ertu sofnuð og
samveru okkar hér lokið. Það kom
mér ekki á óvart að þú skyldir ekki
kveðja okkur fyrr en allir voru
komnir sem áttu þess kost. Þá sofn-
aðir þú svo vært og það var svo mik-
ill friður yfir þér.
Þú ert nú búin að upplifa margt á
þinni löngu ævi, sem nánast er heil
öld. Margar lífsreynslusögur sagðir
þú mér, sem ég gat lært af og kunni
betur að meta hvað ég hafði það
gott. En margar minningar geymdir
þú í huga þínum og hjarta eins og ég
geri nú.
Það er margs að minnast þegar
ég sest niður og hugsa til þín. Enda
mikið spjallað í öll þau skipti sem ég
dvaldi hjá þér og afa, sem ég gerði
svo oft, alveg þangað til ég stofnaði
mitt eigið heimili.
Ég man nú ekki eftir fyrstu ár-
unum en þú hafðir gaman af að rifja
upp prakkarastrikin mín frá þeim
árum. Ég hef heyrt um þau öll svo
oft að mér finnst ég næstum muna
eftir þeim. En ein af mínum fyrstu
minningum er þegar ég var í heim-
sókn hjá þér og þú gafst mér aur til
að fara í litlu búðina að kaupa gott.
Það var mikil tilhlökkun þegar lítil
hnáta skoppaði af stað með aur í lóf-
anum. Þegar ég kom til baka spurð-
ir þú hvar er gottið þá varð löng
þögn og síðan eitt orð „búið.“
Árin liðu og alltaf var jafn gott að
koma til þín, þó stoltust hafi ég ver-
ið þegar ég kom að sýna þér hann
Garðar minn og seinna þegar þú
komst að sjá hana Birnu mína.
Mikið hef ég alltaf dáðst að dugn-
aði þínum og myndarskap og varð
mér oft að orði að ungar konur
mættu taka þig sér til fyrirmyndar.
Enda held ég að ég hafi lengi vel
ekki áttað mig á því hve þú varst
orðin fullorðin og kannski ekki að
furða því það eru ekki margar kon-
ur komnar á níræðisaldur sem halda
eins myndarlegt heimili og þú gerð-
ir.
Síðastliðin tvö ár hafði heilsu
þinni hrakað er þú fórst að missa
sjónina og var það mikil breyting
fyrir þig, sem varst annars ótrúlega
hress. Þú tókst því með reisn eins
og veikindum þínum fram á síðasta
dag og hvað þú sýndir mikinn dugn-
að er þú ákvaðst að drífa þig til mín
í fjölskylduboðið nú á nýársdag. Ég
hafði ekki þorað að vona að þú
kæmir. Ég var svo glöð og sagði þér
að þetta væri besta jólagjöfin sem
ég hefði fengið, en þú varst fljót til
svars og sagðir að það hefðu þá ekki
verið merkilegar gjafir sem ég hefði
fengið. En ég veit þó að allir eru
þakklátir fyrir að hafa átt þessa
kvöldstund með þér.
Elsku afi, pabbi, mamma, Dísa,
Sverrir og þið öll, guð veri með ykk-
ur öllum.
Elsku amma, takk fyrir allt og
guð blessi þig.
Þín
Sigríður Garðars (Sirrý).
Elsku amma Fríða. Nú ertu kom-
in til guðs og englanna og við vitum
að þér líður vel núna. Það var alltaf
gaman að koma ykkar afa. Þið vor-
uð alltaf svo glöð að sjá okkur og
alltaf í góðu skapi. Við vissum líka
að það var alltaf nammi í bláu skál-
inni í skápnum og við biðum alltaf
spennt eftir mola. Síðan fórum við
að spila því að það voru alltaf til spil.
Þegar við heyrðum þig eða afa fara
niður vissum við að það var verið að
sækja kökur með kaffinu og síðan
kallaðir þú á okkur að drekka. Það
var ekkert smáflott með kaffinu,
alltaf uppáhalds terturnar okkar,
kleinur og allskonar smákökur og
kex. Elsku amma.
Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir
okkur. Þú verður alltaf hjá okkur í
huganum og við geymum minn-
inguna um þig í hjarta okkar.
Þín langömmubörn,
Garðar og Birna Magnea.
HÓLMFRÍÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
Erfisdrykkjur
50-300 manna
Glæsilegir salir
Bræðraminni ehf., Kíwanishúsinu,
Engjateigi 11, sími 588 4460.
ERFIDRYKKJUR
STÆRRI OG MINNI SALIR
Borgartún 6 ehf., sími 561 6444
Fax 562 1524 Netfang borgaris@itn.is
Útfararþjónustan ehf.
Stofnuð 1990
utfarir.is
Undirbúningur á útför.
Myndir af kistum.
Myndir af kórum og söngvurum.
Listi yfir sálma.
Verð á öllu sem lítur að útför.
Símar 567 9110 og 893 8638
runar@utfarir.is
Rúnar Geirmundsson
útfararstjóri Sími 562 0200
Erfisdrykkjur
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmæl-
is- og minningargreinar til birt-
ingar endurgjaldslaust. Greinun-
um er veitt viðtaka á ritstjórn
blaðsins í Kringlunni 1, Reykja-
vík, og á skrifstofu blaðsins í
Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.is).
Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöðugrein
af hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling takmark-
ast við eina örk, A-4, miðað við
meðallínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25
dálksentimetra í blaðinu). Tilvitn-
anir í sálma eða ljóð takmarkast
við eitt til þrjú erindi. Greinarhöf-
undar eru beðnir að hafa skírn-
arnöfn sín en ekki stuttnefni undir
greinunum.
Við birtingu afmælisgreina
gildir sú regla, að aðeins eru birt-
ar greinar um fólk sem er 70 ára
og eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir ásamt mynd í Dag-
bók um fólk sem er 50 ára eða
eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að hand-
rit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er
æskilegt, að disklingur fylgi út-
prentuninni. Það eykur öryggi í
textameðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Auðveldust er mót-
taka svokallaðra ASCII-skráa
sem í daglegu tali eru nefndar
DOS-textaskrár. Þá eru rit-
vinnslukerfin Word og Wordper-
fect einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina