Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 47 ✝ Vilhelm ÖrnRagnarsson fæddist á Leifsstöð- um, Eyjafjarðarsveit, 17. febrúar 1932. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsi Ak- ureyrar 20. janúar síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Guðríðar Lilju Odds- dóttur, f. 15.10. 1903, d. 10.4. 1991, og Ragnars Brynjólfs- sonar, f. 17.7. 1904, d. 24.6. 1964. Örn var fjórði í röð 10 systk- ina, sem eru í aldursröð: Hrafn- hildur, f. 1.12. 1924, látin; Hjördís, f. 29.9. 1929; Valur, f. 10.10. 1930; Brynja Ólafía, f. 29.9. 1934, látin; Oddur Víkingur, f. 14.9. 1937; Ragnar Jökull, f. 15.4. 1939; Guð- laug Dóra, f. 31.3. 1941, látin; Hrafn, f. 15.5. 1944; Ingibjörg Þuríður, f. 20.12. 1947. Fjölskyldan fluttist að Staðar- hóli við Akureyri og ólst Örn þar upp til 12 ára aldurs er fjölskyld- an fluttist til Reyjavíkur. Á ung- lingsárum sínum nam hann þar bifreiðaviðgerðir hjá Ræsi hf. og flytur þá aftur til Akureyrar. Árið 1965 hóf hann störf hjá Flugmála- stjórn á Akureyrar- flugvelli, við örygg- isgæslu, umhirðu flugbrautar og slökkviliðsstörf, einnig starfaði hann hjá Flugfélagi Ís- lands, Flugleiðum og Norðurflugi. Slökkviliðsmaður var hans aðalstarfs- heiti allt til æviloka eða í 35 ár. Léttleiki var eitt af aðal per- sónueinkennum Arnar og titlaði hann sjálfan sig „brautryðjanda“, vegna reynslu sinnar við snjóruðning flugbraut- ar, og þá sagði hann gjarnan sjálf- an sig „brautgóðan“ á rauna- stund. Orðheppni hans var rómuð og hann naut þess að segja frjáls- lega frá á gamansaman hátt. Erni var margt til lista lagt, hann var mjög laghentur og hugmyndarík- ur, fórst honum einkar vel að smíða úr járni og skopmyndir hans voru einstakar. Örn vann við smíðar sínar í frístundum og sagði sögur allt til síðasta dags. Útför Arnar fer fram frá Ak- ureyrarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Þú, „brautryðjandi“ lífs okkar, ert nú allur. Nú fennir í þína slóð, en hún hverfur okkur ekki sjónum. Spor þín liggja frá okkur til barnabarna þinna, sem þú unnir svo mjög. Þú sem kenndir okkur svo margt og miðlaðir okkur af margþættri þekkingu þinni, við þökkum þér og fyrir allar ánægjulegu samveru- stundirnar sem of langt væri að telja hér. Það var okkur erfið stund hinn 25. maí á síðasta ári, þegar við feng- um að vita hversu alvarleg veikindi þín voru. Æðruleysi þitt í baráttunni við illvígan sjúkdóm var okkur öllum styrkur allt þar til yfir lauk hinn 20. janúar síðastliðinn. Starfsfólk FSA, lyfjadeildar, og Heimahlynningar studdi okkur öll í erfiðleikunum og er- um við þeim innilega þakklát. Megi guð geyma þig, elsku pabbi, og hugur okkar systkinanna og mömmu er hjá þér. Arnheiður Kristinsdóttir, Bryndís, Birgir Örn og Ragnar. Elsku afi minn. Ég kveð þig með ljóðinu okkar, sem við vorum svo stolt af. Assa heitir kvenfuglinn, kvenfuglinn af erni. Örn heitir hann afi minn og Assa er nafn á barni. Allar góðu stundirnar okkar geymi ég í hjarta mínu. Þín Assa. „Halló allir, hvað eru margir heima?“ Þessi orð þín, elsku afi, hafa heilsað okkur daglega í svo mörg ár. Þú vildir alltaf vita hvar kallarnir þín- ir voru og hvað þeir voru að gera. Oft- ar en ekki kom það í þinn hlut að sendast með okkur þangað eða þá að ná í okkur og keyra okkur heim. Þannig tókst þú þátt í okkar daglega lífi og skildir svo vel hvað tilveran er annasöm hjá ungu fólki í dag. Frá- sagnagleði þinni voru engin takmörk sett, þú virtist kunna endalausar sög- ur og höfum við notið þess síðan við munum eftir okkur. Nú ert þú farinn, afi, en við munum þig, allar sögurnar þínar og stundirnar sem við vorum saman. Kallarnir þínir, Rik og Kris. Þau eru liðin nokkur árin frá því ég kynntist tengdaföður mínum, honum Erni Ragnarssyni. Að minnsta kosti hafa þau liðið hratt og minnt mann á hve stutt ein mannsævi í rauninni er. Örn var þessi dæmigerði Akureyr- ingur í mínum augum. Honum fannst gott að búa á Akureyri og vildi helst ekkert vera að þvælast til Reykjavík- ur að óþörfu. Hann var einstaklega barngóður og gaf sér alltaf tíma til að spjalla og snúast í kringum barnabörnin enda voru þau öll hænd að afa sínum og þótti vænt um hann. Góða skapið hans var alltaf í fyrirrúmi og er mér sérstaklega minnisstætt. Ég man t.d. að á fyrstu mánuðunum eftir að ég kynntist Ragnari syni hans átti hann það til þegar hann hringdi að spyrja hvort þetta væri tilvonandi tengda- dóttir sín og kynnti sig svo sem tilvon- andi tengdaföður minn, og lagði alltaf mikla áherslu á þetta tilvonandi. Ég held nú að mér hafi ekkert fundist um þessa stríðni hans þá en í dag er minningin góð. Örn var mjög handlaginn, síðasta ár smíðaði hann til dæmis fallega vasa og ýmis borð úr járni. Hann fékk lýs- inguna og málin á hlutunum í gegnum síma og það brást ekki, allt tókst það mjög vel. Þessir hlutir prýða nú heim- ili barna hans og eiga eftir að ylja okkur og minna á hann í framtíðinni. Nú þegar komið er að leiðarlokum hjá tengdaföður mínum, þakka ég í hjarta mínu fyrir allar yndislegu sam- verustundirnar sem við áttum saman. Ég veit að nú líður honum betur og að hann hafi fundið frið. Drottinn blessi minningu hans. Brimrún Höskuldsdóttir. Okkur finnst alltaf svo gaman að koma til Akureyrar. Þar er svo gott veður og margt skemmtilegt hægt að gera. Oftast höfum við farið í stóru flugvélinni og flogið hátt yfir skýin og lent svo á flugvellinum hjá honum afa. Afi tók oftast á móti okkur um leið og við lentum. Það var svo notalegt. Afi var alltaf góður við okkur og okkur þótti svo vænt um hann. Við ætlum alltaf að muna eftir hon- um og við vitum að núna líður honum vel uppi hjá Guði. Kristrún Heiða og Hugrún Lilja. Ferð þín er hafin. Fjarlægjast heimatún. Nú fylgir þú vötnum sem falla til nýrra staða og sjónhringir nýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson.) Eftir aðeins nokkurra mánaða veikindastríð er svili minn Örn Ragn- arsson allur. Hann tók á móti dómi sínum eins og honum einum var líkt, af einurð og léttleika. Tókst á við meðferð eins og ekkert væri. Barðist meðan stætt var en mætti örlögum sínum beinn í baki. Ég kynntist Erni fyrst á haustdög- um 1968, þá óformlega kominn inn í þessa líka stóru fjölskyldu. Hann tók mér frá upphafi sem sjálfsagðri við- bót. Bauð mig hjartanlega velkomna í Hausalemjaraættina (ættin á að vera þekkt fyrir þrjósku) eins og hann kallaði fastafulltrúana í gríni. Ég var nokkuð fljót að átta mig á hvað hann meinti og tók þátt í spauginu. Héldum því raunar til streitu að þannig vær- um við ekki. Ekki var haft í hámælum þótt við yrðum eins, er árin liðu. Örn var mikill hagleiksmaður. Hann var snillingur þegar bílar áttu í hlut. Hann smíðaði einnig úr járni s.s. sófaborð, barnarúm og styttuundir- stöðu handa fjölskyldumeðlimum. Þar fór fagmaður, þótt ekki hefði hann nein próf þar að lútandi. Örn var fríður maður, dökkur á brún og brá, hár, grannur og spengi- legur. Hann var einstakt ljúfmenni og alltaf stutt í glettnina. Þá kom geisl- andi grínglampi í augun sem erfitt var að standast. Örn og Heiða kona hans voru höfð- ingjar heim að sækja. Óteljandi páskafrí og sumarfrí dvöldum við á heimili þeirra. Það var alltaf jafnsjálf- sagt að setjast þar að tímabundið. Hjá þeim sannaðist hið fornkveðna, „þar sem er hjartarúm, er húsrúm“. Þá eru ótaldar stundirnar sem við átt- um í sumarhúsi fjölskyldunnar að Á við Laxá í Aðaldal. Þar var stundum brallað fleira en að bleyta færi. Nú skiljast leiðir að sinni. Ég, Kristján eiginmaður minn og Þor- steinn sonur okkar kveðjum Örn Ragnarsson með virðingu og þökk fyrir ljúf kynni. Megi kærleikurinn og ljósið lýsa Erni á öðru tilverusviði. Elsku Heiða, Billa, Birgir Örn, Ragnar, fjölskyldur og aðrir aðstand- endur. Ég votta ykkur mína dýpstu sam- úð. Minning góðs manns mun að eilífu lifa. Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; en orðstír deyr aldregi, hveims sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Oddný Dóra Halldórsdóttir. Brautin hefur verið rudd. Þetta var þrotlaus vinna síðustu misseri, með stuttum hvíldum. „Brautryðjandinn“ er floginn. Krabbameinið tók af honum völdin og gerði brautina klára. „Erninum“ varð ekki varnað flugs. Örn Ragnarsson hét hann fullu nafni, stundum kallað- ur „Búddi á Staðarhóli“, sá eini sem hefur verið titlaður „brautryðjandi“ í símaskrá. Hann taldi sig vel að nafn- bótinni kominn; hafði rutt flugbraut- ina á Akureyri í áratugi! Örn var sérstakur persónuleiki; hann fór ekki með gassagangi, hvorki við vinnu né daglegar þarfir. Ekkert haggaði rósemi hans. Raunar sagði hann sjálfur, að það hafi verið fast- mælum bundið, þegar hann réð sig til Flugmálastjórnar, að vinna kæmi ekki til greina! Þetta lýsir kaldhæðn- islegri kímni brautryðjandans. Ég þurfti að hitta vinkonur mínar, „blóðsugurnar“ á rannsóknarstofu Fjórðungssjúkrahússins í upphafi aldar. Þar mætti ég Erni, fagnaði honum, en mér var brugðið. Krabbameinið, sem miskunnar- laust ryður fólki brautir úr lífinu, ótt og títt, var greinilega á góðri leið með að gera brautina klára fyrir Örninn. Það var lítill tími til skrafs, en heim- sókn mín á rannsóknarstofuna leiddi til þess, að ég var lagður inn – á deild brautryðjandans. –Nei, þú kominn hingað, það hlýtur að vera einhver misskilningur, því hér er eingöngu gert við heila og hjarta, en þú hefur hvorugt, sagði kappinn þegar við hittumst þar, síðar sama dag. Svo skáskaut hann á mig augunum, sem enn höfðu gamla góða kersknisglampann, og glottið fræga færðist yfir andlitið. Þetta var enn til staðar, ásamt gálgahúmornum, en það var lítið annað eftir af „sjarmörn- um“ frá Staðarhóli. – Ég er ögn veikur, hef raunar allt- af verið veikur, sérstaklega fyrir víni og konum, eða konum og víni, ég man ekki lengur hvort var á undan. Von- andi tekst þeim aldrei að lækna það. Þeir eru hins vegar að hrekja úr mér krabbadjöful, sem skaust í mig, sagði kappinn og benti á stokkbólgna eitla. Hann taldi lækningu í augsýn, en hún gæti tekið einhvern tíma. Honum lá ekkert á, frekar en fyrri daginn. Örn Ragnarsson hefði orðið sextíu og níu ára í næsta mánuði. Hann fór stundum illa með þann tíma sem hann hafði. Gekk þá nærri sínum, en var sjálfum sér verstur. Þá var gott að geta gripið til kerskninnar, til að bjarga sér frá hyl- dýpinu. Þegar allt var komið í þrot, peningarnir búnir og bankastjórinn barði í borðið, þá sagði Örn af sinni al- kunnu ró; heyrðu, vinur, ef þú ætlar að vera með einhver leiðindi, þá fer ég með „allt“ mitt héðan. Þetta „allt“ var í raun minna en ekkert, en banka- stjórinn bjargaði bankanum frá falli! Hann sá að farsælla væri að leiðbeina hinum villta út úr skóginum. Ég veit ekki hvort það tókst fyllilega, enda var Örn ekki mikið fyrir leiðsögn – honum leiddist að vera lengi í einu á beinu, breiðu, brautinni. Og hann kunni því illa, þegar einhver reyndi að skaða vinskap hans við Bakkus. Ein- hverjir höfðu um það orð við kapp- ann, fyrir áratugum, að margir hefðu náð að losna við Bakkus eftir heim- sókn á Freeport. – Nei, fyrr hætti ég nú að drekka en fara í meðferð, svar- aði brautryðjandinn, og tilsvarið varð landsfrægt. Þegar ég kvaddi spítalann fyrir tveimur vikum var einnig fararsnið á brautryðjandanum. Hann var kom- inn í svarta kápu og skartaði svartri derhúfu. Mér snarbrá þegar ég sá múnderinguna; hann var eins og ímynd dauðans í mínum huga. En hvert var hann að fara? –Ég hef bæj- arleyfi, en einungis „ef lífið liggur við“, sagði kappinn og glotti við tönn. Nú hefur hann nýtt sér bæjarleyfið, frelsinu feginn, eins og komið var. Góða ferð, en hafðu brautina klára þegar þar að kemur. Gísli Sigurgeirsson. Ég vil með örfáum orðum minnast vinar míns og vinnufélaga, Arnar Ragnarssonar. Hugurinn leitar tíu ár til baka er ég hóf störf hjá Flugmála- stjórn á Akureyrarflugvelli. Ég þurfti ekki að kvíða því að koma til vinnu á yfirráðasvæði Arnar, hann tók mér af einstakri ljúfmennsku. Örn gekk und- ir nafninu „Brautryðjandinn“ og bar þann titil með sæmd en í allmörg ár hafði hann þann starfa að ryðja flug- brautina auk annarra verkefna. Við sögðum líka stundum að nr. 1 væri á vakt og voru það orð að sönnu. Árið 1996 urðum við slökkviliðsmenn og fengum starfsheitið varavarðstjóri, þar var Örninn enn fremstur meðal jafningja. Starf slökkviliðsmanna á flugvelli byggir mikið á því vera naskur á veð- ur og veðrabrigði og ýmsa aðra hluti er lúta að flugöryggi. Þar var Örn í sérflokki, hann átti það til að segja okkur nánast upp á mínútu hvenær það myndi frysta svo að hægt væri að gera viðeigandi ráðstafanir og svo var sama á hverju gekk, það var alltaf þessi stóíska ró, aldrei neitt vesen og verkefnin leyst. Örn var mikið nátt- úrubarn og naut þess að vera við veið- ar og ekki skemmdi að hann var af- bragðs skytta, hann átti mikið byssusafn sem hann lagði mikla alúð við og var mér góður kennari þó svo að ég hafi nú aldrei haft dálæti á því verkfæri en starf míns vegna þurfti ég að læra á það. Þannig var að hver og einn starfsmaður fékk viðurnefni og þau enduðu öll á orðinu þungur, skömmu eftir að ég byrjaði sendi Örn mig út á braut til að aflífa særðan fugl, ég var hálfstressaður og eyddi nokkrum skotum á fuglinn. Örn hafði greinilega fylgst með og sagði þegar ég kom aftur í hús. Hann hefði aldrei haft sig á loft með svo mikið blý í sér, blýþungur minn. Mér hefur alltaf þótt vænt um þetta viðurnefni síðan. Einnig er fræg sagan af honum á gæsaskytteríi, en hann notaði nánast alltaf riffil, er hann þurfti tvö skot til að fella fugl- inn, það fyrra sraukst við hálsinn en hið síðara beint í hausinn. Þá var hann spurður er þér farið að förlast Örn minn? Hann svaraði að bragði „nei maður getur nú gleymt, ég gleymdi snúningi jarðar.“ Þó að stundum blési á móti í lífsins ólgusjó eins og gengur og eins þessa síðustu mánuði þegar séð var að ekki ynnist sigur á þeim illvíga sjúkdóm er hann barðist við, þá lét hann aldrei deigan síga, var alltaf samur við sig með spaugsyrði á vör og skemmtilegar til- vitnanir en ég veit að hugurinn var hjá fjölskyldunni en þó einkanlega hjá litlu afaköllunum hans. Mér fannst alltaf gaman að heyra hvað hann naut þess að vera með þeim og missir þeirra er sannarlega mikill. Ég er þakklátur fyrir að hafa þekkt þig, kæri vinur. Þú kenndir mér margt og ég veit að þegar ég kem og hitti þig aftur þá hefur þú örugglega brems- una góða svo að ég fljúgi ekki út í buskann. Ég votta ástvinum öllum mína innilegustu samúð á þessum sorgartímum. Megi algóður Guð styðja ykkur og styrkja. Lárus Gunnlaugsson. ÖRN RAGNARSSON ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður í samráði við aðstandendur Sími 581 3300 allan sólarhringinn — utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Kistur Krossar Duftker Legsteinar Sálmaskrá Blóm Fáni Erfidrykkja Tilk. í fjölmiðla Prestur Kirkja Kistulagning Tónlistarfólk Val á sálmum Legstaður Flutn. á kistu milli landa Sjáum um útfararþjónustu á allri landsbyggðinni. Áratuga reynsla.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.