Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 48
MINNINGAR 48 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Rósa Gestsdóttirfæddist í Reykja- vík 24. júlí 1920. Hún lést á elliheimilinu Grund 19. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gestur Pálsson, f. 24.2. 1877, d. 7.1. 1963, og Sigríður Júlíusdóttir, f. 19.8. 1894, d. 28.3. 1976. Systkini Rósu: Inga Sigríður, f. 14.8. 1918; Guðný, f. 9.9. 1922; Róbert, f. 5.5. 1924, og Júlíus, f. 13.7. 1928. Rósa giftist 31.5. 1941 eftirlif- andi manni sínum, Jónasi Hall- dórssyni, f. 13.6. 1914. Foreldrar: Halldór Jónsson, f. 4.3. 1885, d. 1.1. 1950, og Guðrún Jónasdóttir, f. 9.7. 1890, d. 7.2. 1965. Fósturfor- eldrar: Ólafur Jónsson, f. 24.3. 1882, d. 14.3. 1964, og Guðfinna Rósa varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1938. Hún stundaði nám í ensku, frönsku og sálarfræði við Iowa-háskóla í Bandaríkjunum 1944–1946, sjúkraþjálfun við Los Angeles Col- lege of Physiotherapy 1946–1947. BA-próf í ensku og frönsku frá Háskóla Íslands 1949. Próf í upp- eldis- og kennslufræði frá HÍ 1953. Nám í frönsku, frönskum bók- menntum og kennslufræði við Oregon-háskóla í Bandaríkjunum 1984–1985. Fjölmörg sumarnám- skeið kennara í frönsku og ensku á Íslandi og við háskóla í Frakk- landi, Englandi og Bandaríkjun- um. Heimakennsla 1949–1966. Prófdómari í ensku og dönsku við gagnfræðapróf 1952–1976. Bóka- safnsstörf við Iowa-háskóla með námi 1945–1946. Leiðsögn er- lendra ferðamanna á sumrin, eink- um 1950–1968. Kennari í ensku og frönsku við Verzlunarskóla Ís- lands 1966–1991. Í varastjórn Kvenstúdentafélags Íslands um skeið og síðan Anglíu. Í stjórn félags frönskukennara 1978–1982. Rósa verður jarðsungin frá Nes- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Jónsdóttir, f. 7.8. 1877, d. 26.11. 1966. Sonur Rósu og Jónas- ar: Ólafur Logi, flug- fjarskiptamaður, f. 30.11. 1948. Kona hans var Gunnfríður Sigurharðardóttir. Þau skildu. Börn Ólafs Loga fyrir hjónaband: Rósa Hrönn, kennari, f. 6.12. 1966, maki Gylfi Birgisson, f. 13.2. 1965. Synir þeirra: Sæþór Aron, f. 5.11. 1993, og Darri Viktor, f. 3.2. 1998; Jónas Helgi, pípulagn- ingameistari, f. 11.10. 1973. Maki Guðrún Andrea Einarsdóttir, f. 1.3. 1979. Sonur þeirra Stefán Ingi, f. 23.6. 1999. Sonur Jónasar Helga fyrir hjónaband Aron Suni, f. 31.12. 1994. Sonur Guðrúnar Andreu fyrir hjónaband Einar Óli Einarsson, f. 28.1. 1996. Amma mín kenndi mér að biðja bænir þegar ég var lítil. Við báðum saman fyrir öllum þeim sem okkur þótti vænt um, síðan fórum við með „Faðirvorið“ og að síðustu sungum við einn eða tvo sálma. Þetta gerði ég í mörg ár og geri stundum enn þó að fyrirbænirnar hafi breyst með árun- um. Þegar ég var lítil var það mitt mesta áhyggjuefni að ömmur mínar og afar myndu deyja á undan mér. Lítið vissi ég þá og hefði ekki órað fyrir að ég myndi síðar á lífsleiðinni biðja Guð um að taka hana ömmu Rósu til sín. Að horfa upp á hana svona veika sem hún var síðustu ár hefur verið sorglegra en orð fá lýst. Amma mín var, eins og allur henn- ar systkinahópur, einstaklega vel af Guði gerð. Langt mál væri að telja upp mannkosti hennar, það vita allir sem hana þekktu hvílík sómakona hún var. Hún var sérlega glæsileg með fágaða framkomu, „ekta dama“ en umfram allt rík af ást og gaf meira en hún þáði. Amma var mikill viskubrunnur, hún var einn af þessum kennurum sem vita allt. Auk þess að vera frábær tungumálamanneskja var hún víðles- in á flestum sviðum og við erum ófá af yngri kynslóðinni í fjölskyldunni sem höfum notið leiðsagnar hennar í gegnum okkar námsár. Hún var svo stolt þegar ég útskrif- aðist úr kennaraháskólanum og ekki hafði ég síður gaman af því en hún að segja henni frá öllu sem ég var að gera í kennslunni. Já, við vorum nánar við amma og eyddum stórum hluta minnar ævi saman. Ég gleymi aldrei spennutil- finningunni í hvert sinn er ég hljóp upp stigann á Kvisthaganum, hringdi bjöllunni og hristi bréfalúguna. Það var mitt merki um að ég væri komin og alltaf var tekið á móti mér með fögnuði, hlýju faðmlagi og fullt af kossum. Þessu óx ég aldrei upp úr. Þegar að því kemur að ég fer til ömmu nýju heimkynna þá veit ég að hún tekur á móti mér á þennan sama hátt. Afi minn, þú hefur staðið eins og hetja við hlið hennar ömmu í gegnum öll veikindin, ég veit þú hefur saknað hennar mikið því samhentari hjón eru vandfundin. Ég bið góðan Guð að styrkja þig og okkur hin sem sjáum á eftir yndislegri manneskju. Amma mín, þig kveð ég með sömu orðum og þú kvaddir mig alltaf með: „Bless engillinn minn.“ Þín nafna Rósa Hrönn. Elsku Rósa móðursystir okkar er dáin. Okkur systkinin langar til að kveðja hana með nokkrum orðum. Þær systur Rósa og Inga, móðir okkar, reistu ásamt mökum sínum, Jónasi og Jóni G.S., föður okkar, myndarlegt hús á Kvisthaganum. Það var alla tíð mikill samgangur á milli hæðanna og sterk fjölskyldu- tengsl í húsinu. Óli, sonur Rósu og Jónasar, var okkur sem bróðir og góður vinur. Það var mikið lán fyrir okkur systkinin að hafa Rósu í húsinu og getað leitað til hennar með öll okkar vandamál, stór og smá. Hún tók okk- ur alltaf vel þó hún hafi haft í mörg horn að líta. Hjá þeim hjónum bjuggu fósturforeldrar Jónasar sín síðustu ár. Eftir það hófst nýr kafli í lífi Rósu er hún var ráðin tungumálakennari við Verzlunarskóla Íslands. Enska og franska voru hennar fög en eins og við öll komumst að þá vöfðust dansk- an og þýskan svo sannarlega ekki fyr- ir henni. Rósa var gædd hinum bestu eig- inleikum sem prýða yndislega og góða frænku. Hún var mjög barngóð og hlý og við sem önnur systkinabörn í fjölskyldunni löðuðumst létt að henni og þótti ákaflega vænt um hana. Heimili hennar og Jónasar stóð alltaf opið þegar maður bankaði upp á og alltaf var tekið á móti manni með mikilli hjartahlýju og breiðu brosi hvernig sem á stóð. Pönnukökupönn- una tók hún iðulega fram og steikti pönnsur þar til maður var mettur. Rósa bakaði bestu pönnsur í bænum eins og móðir hennar, Sigríður amma, hafði gert. Rósa var mjög lifandi og litrík per- sóna. Hún virkaði alltaf glöð og kát og smitaði umhverfi sitt með glaðværð sinni og léttleika. Hún hafði sterka og jákvæða trú á fólki og lífinu. Hún var ráðagóð og hvatti okkur ætíð til að sjá hinar björtu og skoplegu hliðar lífs- ins. Ekki sjaldan tók hún dæmisögu frá eigin lífi, uppvaxtarárunum í Verkó og hjálpaði okkur að sjá það sem skiptir mestu máli í lífinu; vin- áttan, kærleikurinn og góð fjöl- skyldubönd. Við fórum ævinlega létt- ari í lund frá Rósu frænku og vorum kvödd með einum frönskum eins og Rósa kallaði það, einn koss á hvora kinn og einn til. Rósa var mjög fjölskyldurækin. Hún hélt ótal boð fyrir stórfjölskyld- una, systkini sín og fjölskyldur þeirra. Ógleymanleg eru öll gamlárs- kvöldin þar sem við söfnuðust öll saman og nutum örlætis og gestrisni þeirra hjóna. Þá var oft glatt á hjalla. Rósa var stolt af systkinabörnum sínum og rétti þeim fúslega hjálpar- hönd við námið ef á þurfti að halda. Næsta kynslóð naut einnig góðs af hjálpsemi hennar. Með trega og þakklæti í hjarta kveðjum við nú ástkæra frænku. Dýrmæt minning um hana mun lifa áfram og veita okkur yl um ókomin ár. Við biðjum Guð að blessa Jónas og Óla, hennar hjartfólgna son og kær barnabörn, Rósu Hrönn og Jónas Helga. Guð gefi þeim styrk í sorg sinni. Gerða, Gestur, Sigríður og Guðbjörg. Við kveðjum í dag elskulega frænku okkar, Rósu, með virðingu og væntumþykju og þökkum henni alla þá elsku, hvatningu og stuðning sem hún veitti okkur svo ríkulega. Rósa var megnið af ævi sinni tengd skólastarfi, fyrst sem nemandi og síð- an kennari. Hún tók inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík 11 ára gömul og útskrifaðist þaðan úr mála- deild árið 1938, þá tæpra átján ára gömul. Um það leyti kynntist hún eft- irlifandi manni sínum, Jónasi Hall- dórssyni. Þau sigldu svo saman til framhaldsnáms til Ameríku og fóru þangað með síðustu ferð Goðafoss. Heim komin byggðu þau sér bú á Kvisthaganum, þar sem varð fastur punktur okkar margra úr fjölskyldu Rósu fram eftir árum. Þar var gest- kvæmt og ævinlega tekið hjartanlega vel á móti öllum, og gestir jafnan vel kvaddir, gjarnan með „einum frönsk- um“, þ.e. kossi á hvora kinn. Rósa var afskaplega glöð og kát að eðlisfari og hrókur alls fagnaðar í veislum þeim sem þau hjón héldu. Hún var enn- fremur hreinskiptin og ærleg og mátti ekki vamm sitt vita og vildi gera öllum vel. Rósa vann mest heima við fyrstu árin, enda bjuggu foreldrar Jónasar hjá þeim og sonur þeirra Ólafur Logi ungur drengur. Á vorin var hún þó jafnan prófdómari í ensku og frönsku, á sumrin oft leiðsögumaður erlendra ferðamanna á Íslandi og á veturna var hún með heimakennslu. Fjöl- margir nemendur nutu aðstoðar hennar þá. Við lærðum fljótt að trufla ekki meðan hún var við kennslu og virtum það yfirleitt. Að tímanum loknum fengum við svo athygli og umhyggju hennar óskipta. Við í fjöl- skyldu hennar nutum og góðs af þekkingu hennar og hæfileikum. Flestöll systkinabörnin nutu kennslu hennar á einn eða annan hátt. Ekki einungis á hennar sérsviðum, ensku og frönsku heldur í hvaða húmaníska fagi sem var. Oft sat hún yfir okkur að loknum löngum vinnudegi og leysti hnútana. Hún hafði einstakan hæfileika til þess að setja efnið skýrt fram og draga saman aðalatriðin. Hún gat m.a.s. glætt áhuga manns á beygingarfræði Björns Guðfinnsson- ar. Í kaupbæti fylgdi svo stundum fræðsla um lífið og tilveruna, kennslustund í kurteisi og almennri framkomu. Rósa hóf kennslu við Verzlunar- RÓSA GESTSDÓTTIR                                            !"  #    $ %  $ &&  !"#$% "! &" % "! ' # ( $) )*  + #! !! )),! - !) )),! . !! / !# 0)*  1 #  ) )),!   $  *  /!!  $. 0),! # # )),!   ) )),!   2! $340 )*     & ! &+ !,#& ! & ! &+ !$ '             !    .// 5 43")) !* 56 $&5 " )   ( (  ) % *  ! %  +     ,(    *   *  ! %  $ %  $ & 3 5)"!! # )),!  0 !* , 4 )*  3+   # )),!  !!*  # )),!   2! 2 *  1 7  # )),!   2!' #!2)*     & ! &+ !,#& ! & ! &+ !$              8' /  !#)"#9 3 5! 5  -  .# /       0    !:. !!)*  " "! "!&+ !)),! !#&+ #. !!)*  1&, #. !!)*  5  !! )),!  &+ #. !!)*  5   )),! & ! &+ !,#& ! & ! &+ !$                .'/ ;  / "6   "#<= 3 5! 5   1    $2   3   (   #44 /4 (  4      5)* $ /   1  //  1 !*>? / "6              "!,# #! $ 5     % ' @1/A/;       -  .# )  ! %    6         !    7      %  $ &  !: !#&+ # 0 !*)*  B )!)  0 !*)*  !C*)  A")*  " #!*)  0 !*)*  #   !#- ! ),!     !#&+ #301#52)* $ ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.