Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 53

Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 53 ÉG SKRIFA þetta laugardags- morguninn 13. janúar. Regnið bylur á þakinu og vindurinn sveigir trén. Rokið er hið sama og um þetta leyti í fyrra en þó er munur á. Í fyrra var úrkoman í formi snævar með geysi- legum snjó og sköflum, en nú rignir kærkominni vætu, sem þvær bíla, glugga og götur. Þegar við hjónin ókum eftir eyðinu út í Hliðsnes í morgun fuku þaraflyksur á bílinn og skeljasandurinn gerði sig líkleg- an til að skafa lakkið af honum, en fjaran í vestanverðium Hafnarfirði var þakin ljósum skeljasandi. Selur lá á steini í Skógtjörninni, hinn ró- legasti þó gæfi yfir hann. – Þegar við fórum þarna um fyrir fimm dög- um var Skógtjörnin frosin og lagn- aðarís á Hafnarfirðinum vestan- verðum. Þegar heim kom, flögruðu nokkrir snjótittlingar í birkitrján- um og létu ekki rokið fipa sig á flug- inu. Bóndi minn sagði: „það er bara vor í lofti“. Það er nokkuð mikil bjartsýni, þó hitinn á mælinum sýni sjö stig. Þótt hlýtt væri í veðri, gæddum við okkur á sjóðheitri vetr- arsúpu, þegar inn kom. Lambakjöts- vetrarsúpa 1½ kg fituheinsað súpukjöt 1 msk. salt (eða meira) 2 tsk. hvít eða svört piparkorn 1 msk. þurrkaðar súpujurtir (má sleppa) 2 lárviðarlauf 1 1/2 lítri vatn 400 g kartöflur 200 g gulrætur 1 stór púrrulaukur fersk steinselja 1. Fituhreinsið kjötið að mestu, skerið í bita en látið beinin vera í. Brúnið á þurri pönnu. Stráið salti yfir kjötið og setjið í pott. Hellið sjóðandi vatni yfir. 2. Afhýðið kartöflurnar, skerið í sneiðar og setjið saman við. Setjið lárviðarlauf og súpujurtir út í og sjóðið við hægan hita í 60 mínútur. 3. Skafið gulræturnar, skerið í sneiðar og setjið út í. Kljúfið púrru- laukinn, klippið frá dekkstu grófu endablöðin, látið kalt vatn renna inn í hann og hreinsið vel, skerið síðan í þunnar sneiðar og setjið út í. Sjóðið leggina af steinseljnni með. Sjóðið þetta í súpunni í 15 mínútur til við- bótar. 4. Hellið í skál eða berið fram í pottinum. Klippið steinselju yfir. Hnetubrauð 500 g hveiti 2 tsk. salt 1 msk. þurrger 1 dl matarolía 3½ dl fingurvolgt vatn úr krananum 1 dl saxaðar val- eða pecan-hnetur 1 eggjarauða + 1 tsk. vatn til að pensla brauðin með. Notið hrærivél með hnoðara ef hægt er. Setjið hveiti, salt og þurrger í skálina, bætið síðan olíunni og volga vatninu út í og hrærið eða hnoðið deig. Leggið disk ofan á skálina og látið lyfta sér í kæliskáp í 12 tíma eða lengur. Líka má láta þetta lyfta sér á eldhúsborðinu mun skemur, svo sem 2-3 klst. Saxið hneturnar frekar fínt, setj- ið saman við deigið og hnoðið smá- stund á eldhúborðinu. Skiptið deiginu í tvennt, fletjið hvorn bút örlítið út, vefjið saman langsum. Leggið á bökunarpappír, samskeyti snúi niður. Skerið nokkr- ar raufar í brauðið með beittum hnífi. Hafið snögg, örugg handtök. Penslið brauðin með eggjarauð- unni. Leggið stykki yfir þau og látið lyfta sér í 20-30 mínútur. Hitið bakaraofn í 210°C, blástursofn í 195°C og bakið brauð- in í 25-30 mínútur. Leggið stykki yfir brauðin með- an þau eru að kólna. Vetrarsúpa og brauð „Hvað er vetrarsúpa?“ Kristín Gestsdóttir segir það vera sjóðandi heita matarmikla súpu, þykka af grænmeti. Matur og matgerð ÞJÓNUSTA       Getum tekið að okkur verkefni. Fagmennska í fyrirrúmi. Símar 698 2523 og 554 3716. TILBOÐ / ÚTBOÐ Viðtöl bæjarfulltrúa Athugið að sú breyting verður á áður auglýstum viðtölum bæjarfulltrúa Kópavogs, að fimmtudaginn 1. febrúar kl. 18.00 mun Ármann Kr. Ólafsson verða til viðtals í stað Gunnars I. Birgissonar. Viðtalstími Flosa Eiríkssonar verður óbreyttur. Bæjarstjóri KÓPAVOGSBÆR TILKYNNINGAR Járnamenn geta bætt við sig verkefnum. Upplýsingar í síma 898 9475. Jarðvinnuútboð Eykt ehf. auglýsir eftir tilboðum í jarðvinnu á Grjóthálsi 5, Reykjavík (viðbygging). Um er að ræða uppgröft á lausum jarðvegi u.þ.b. 4.000 m3, fleygun eða sprengingar um 4.000 m3 og fyllingu 1.700 m3. Gögn verða afhent á skrifstofu Eyktar Skeifunni 7, frá og með fimmtudeginum 1. janúar 2001. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl 14.00 þriðjudaginn 6. febrúar 2001. Eykt ehf., byggingaverktakar. ÝMISLEGT Diskótek Sigvalda Búa Tek að mér öll böll og uppákomur. Allar græjur og tónlist fylgja. Diskótek Sigvalda Búa, nýtt símanúmer er 898 6070. STYRKIR Styrkur til tónlistarnáms Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar mun á þessu ári veita íslenskum söngvurum styrki til framhaldsnáms erlendis. Einn eða fleiri styrkir verða veittir. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform, sendist fyrir 15. febrúar nk. til: Söngmenntasjóður Marinós Péturssonar, c/o Haukur Björnsson, Íslensku óperunni, Ingólfsstræti, 101 Reykjavík. Umsókninni fylgi hljóðritanir og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjenda. Endurnýja skal eldri umsóknir. Úthlutun úr Menningarsjóði Borgarbyggðar árið 2001 Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menn- ingarmál í Borgarbyggð. Æskilegt er að með umsókninni fylgi bókhalds- uppgjör síðasta árs, eða starfsárs, og áætlun um nýtingu styrksins ásamt greinargerð. Að loknu starfsári afhendist sjóðsstjórn grein- argerð um nýtingu styrksins. Umsóknir skulu berast stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar, Borgarbraut 11, Borgarnesi, fyrir 20. febrúar nk. Borgarnesi, 28. janúar 2001. Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Völva vikunnar verður með per- sónulega ráðgjöf í gegnum síma, þar sem stuðst er við næmni og innsæi. Einnig skráðar niður pantanir fyrir einkatíma og fyrirlestra. Sími 908 6500. Sigríður Klingenberg. EINKAMÁL Pennavinur Eftir nokkrar skemmtilegar ferðir til Íslands langar mig til að kynnast íslenskum karlkyns penna- vini til að deila með menningu, skoðunum og áhugamálum. Endilega skrifið á ensku til; Voeker Ellerman, Niewedder weg 7, 49179 Venne, Germany. KENNSLA Keramiknámskeið á Hulduhólum hefjast í febrúar. Upplýsingar í síma 566 6194. Steinunn Marteinsdóttir. FÉLAGSLÍF  FJÖLNIR 6001013019 II  HLÍN 6001013019 VI  Hamar 6001013019 I þorraf. AD KFUK, Holtavegi 28 Fundur í kvöld kl. 20.00. Steinunn Jóhannesdóttir, fyrsta íslenska konan sem gerist kristni- boði. Steinunn Pálsdóttir segir frá. Hugleiðing: Valgerður Gísladótt- ir, kristniboði. Allar konur velkomnar. Minnum á árshátíð KFUM og KFUK sem verður föstudaginn 2. febrúar kl. 19.00. Miðaverð kr. 3000. Skráning í s. 588 8899 eða á skrifstofa@krist.is eigi síður en miðvikudaginn 31. janúar. R A Ð A U G L Ý S I N G A R MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Mod- ernus ehf. vegna truflana á vefsetrinu mbl.is að kvöldi 26. janúar: „Modernus ehf. vill biðja lesendur mbl.is afsökunar á truflunum sem urðu á vefsetrinu föstudagskvöldið 26. janúar sl. Modernus ehf. hóf að mæla notk- unina á mbl.is laugardaginn 20. janú- ar sl. með þar til gerðum hugbúnaði, sem fyrirtækið er að prófa þessa dag- ana. Fyrirtækið reyndist ekki ráða yfir vélaafli til þess að mæla hina geysimiklu umferð, sem mbl.is fær. Við aftengingu hugbúnaðarins, um kl. 22:30 á föstudagskvöldið, olli einföld stafsetningarvilla því, að í stað þess að leiða umferðina framhjá Modern- us.is með skriftinni „mbl=dummy“ var skrifað „mbl=dummyy“ (2 y) í þar til gert forrit. Notendur Netscape 4.76 urðu fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að fá villutilkynningu Modernus.is upp á skjáinn í stað forsíðu mbl.is þegar þeir reyndu að opna vefinn. Þetta er eins neyðarlegt fyrir okkur og hugs- ast getur, en svona fór þetta. Vefset- ur mbl.is á hér enga sök að máli, ábyrgðin liggur alfarið hjá Modernus ehf.“ Villa olli truflun á vefsetrinu mbl.is INNLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.