Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 55

Morgunblaðið - 30.01.2001, Síða 55
HESTAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 55 brún kuklú tar Gefa náttú rlega n lit á 2 tí mum Lykta rlaus ir Engir flekk ir Þurrk a ekk i húð ina LÍNUR eru loks farnar að skýrast um hið fyrirhugaða fimimót Morg- unblaðsins og Gusts sem halda á í Reiðhöll Gusts í Glaðheimum. Upp- hafleg dagsetning mótsins, 24. febrúar, reyndist ekki góður kostur. Bárust allnokkrar kvartanir um að þetta væri full snemmt af stað farið og var því ákveðið að leita að nýjum degi. Fæðingahríðir nýrrar dag- setningar urðu nokkuð langar og erfiðar en endirinn varð sá að laug- ardagurinn 10. mars varð fyrir val- inu. Keppt í þremur flokkum Keppni mun hefjast fyrir hádegi og standa væntanlega fram eftir degi en um kvöldið verða úrslit í meistaraflokki og verðlaunahafar í keppnis- og frístundaflokki munu sýna verkefni sín. Ákveðið hefur verið að veita fimm verðlaun í hverjum flokki en auk þess verða veitt sérstök verðlaun fyrir tónlist en skilyrt er að allir keppendur ríði verkefnin undir tónlistarflutningi. Óskað er eftir því að hver og einn keppandi í keppnis- og frístunda- flokki komi með tónlist að eigin vali. Heimilt verður að blanda saman lögum, sem gefur meira svigrúm að láta tónlistina falla vel að þeim hraða og takti sem riðið er á. Verð- launaveitingin snýst einmitt um að tónlistin sé valin af smekkvísi, hún falli vel að verkefninu og að skipt- ingar, ef notuð er blönduð tónlist, verði sem nákvæmastar. Þá er einnig fyrirhugað að veita einu pari í hverjum flokki sérstök verðlaun fyrir klæðnað, snyrti- mennsku og samræmi milli manns og hests. Það eru sem sagt vel snyrtur hestur og knapi – prúðleiki hests hefur áhrif og vel klæddur knapi sömuleiðis. Verða ein slík verðlaun veitt í hverjum flokki. Rykið dustað af B-fiminni Skráning hefst frá og með deg- inum í dag og lýkur klukkan 20 fimmtudaginn 1. mars nk. og þurfa væntanlegir keppendur að greiða 3.000 krónur í tryggingagjald sem síðan verður endurgreitt um leið og keppandi hefur lokið keppni. Kepp- endur í meistaraflokki þurfa jafn- framt að skila inn verkefni því sem þeir hyggjast sýna fyrir 1. mars. Skráning og frekari upplýsingar er að hægt að fá í síma 896 6753 en auk þess er hægt að senda fyr- irspurnir á vakr@mbl.is. Verkefnin sem keppendur þurfa að leysa af hendi eru í meistara- flokki frjáls fimi samkvæmt reglum LH. Keppendur í keppnisflokki fá að glíma við gamla B-fimi-verkefnið sem er meðal annars að finna í bók Eyjólfs Ísólfssonar, „Á hestbaki“, þar sem fylgja með skýringateikn- ingar. Frístundaflokkur mun leysa af hendi verkefni sem heitir A2 og er það ásamt frjálsri fimi aðgengilegt á heimasíðu Landssambands hesta- mannafélaga, www.lhhestar.is. Einnig er hægt að fá á skrifstofunni keppnisreglur samtakanna í bók sem er mjög góður kostur fyrir þá sem hyggja á frekari þátttöku í keppni á árinu í öðrum greinum. Einstaklings- og liðakeppni Auk þess að vera keppni ein- stakra para (knapi og hestur) verð- ur boðið upp á keppni liða sem í verða þrír keppendur og verða allir að keppa í sama flokki. Liðakeppni getur boðið upp á aukna spennu auk þess sem hvert lið getur æft saman og liðsmenn aðstoðað hver annan. Ein verðlaun verða veitt í hverjum flokki fyrir liðakeppni en lágmark er að þrjú lið taki þátt í hverjum flokki. En nú er sem sagt hægt að byrja á fullu að æfa fimina. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um námskeið þar sem kennd verður fimi á þessum tíma fram að móti og verður þá sagt frá því hér í hestaþættinum og eins á hestasíðunni á mbl.is. Þýskur fimireiðmaður á leiðinni Þá má það fljóta með að vænt- anlegur er til landsins um miðjan febrúar þýskur fimireiðmaður, Christoph Müller, sem meðal ann- ars hefur unnið sér það til ágætis að vera farinn að ríða fljúgandi stökks- kiptingar á íslenskum hesti sem hann á og heitir Muggur frá Bakka- koti. Fyrir einu og hálfu ári birtust myndir og viðtal við þennan unga og snjalla knapa í hestaþætti Morg- unblaðsins. Christoph mun dvelja hér á landi í níu daga og kenna mönnum kúnstirnar í Hestamið- stöðinni Hindisvík í Mosfellsbæ. Fimi Morgunblaðsins og Gusts Verkefnin klár og skráning hafin Í frístundum hefur Christoph Müller dundað sér við að kenna hesti sín- um, Muggi frá Bakkakoti, ýmislegt í fimiæfingum sem fáir eða engir hafa gert og má þar nefna fljúgandi stökkskiptingar. Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.