Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 56

Morgunblaðið - 30.01.2001, Side 56
56 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ GARRY Kasparov vann Corus- mótið í Wijk aan Zee þriðja árið í röð. Hann hafði vinningsforskot á heimsmeistarana tvo fyrir síðustu umferð og eftir fjöruga skák í henni við Michael Adams, sem lauk með jafntefli, tryggði hann sér sigur á mótinu. Taflmennska hans var var- kárari en oft áður og ekki eins mikið af sóknarskákum. Þrátt fyrir það er þessi sigur honum afar kærkominn, sérstaklega þegar tekið er tillit til ófara hans í einvíginu gegn Kramn- ik í haust. Aðrir keppendur stóðu í skugg- anum af snillingnum frá Bakú, en þó ekki eins mikið og vanalega. Alexei Shirov hafði forystuna lengst af en í síðustu umferðunum var líkt og allur vindur væri úr hon- um. Vladimir Kramnik lenti í þriðja sæti ásamt Vassili Ivansjúk, en hinn nýi heimsmeistari samtaka Kasparovs var mistækur og tölu- vert frá sínu besta. FIDE-heims- meistarinn, Viswanathan Anand, fór taplaus í gegnum mótið. Þegar þrjár umferðir voru eftir var ekki fyrirsjáanlegt að Indverjanum knáa tækist að blanda sér í baráttuna um efstu sætin, enda hafði taflmennsk- an verið afar rólyndisleg og langt frá því að vera sannfærandi. Þá virðist sem hann hafi vaknað af værum blundi og honum tókst að vinna síðustu þrjár skákirnar. Reyndar er merkilegt að allir sigrar hans voru gegn heimamönnum og er eftirfarandi skák frá lokaumferð- inni. Hvítt: Viswanathan Anand Svart: Loek Van Wely 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be3 e5 Hér er 6...Rg4 orð- inn feikilega vinsæll leikmáti en textaleikurinn er einnig traustur. 7. Rb3 Be6 8. Dd2 Be7 9. f3 O-O 10. O- O-O Dc7 11. g4 Hc8 Mikið kapp- hlaup verður jafnan þegar kóngarn- ir hafa fengið skjól hvor á sínum vængnum. Í þessari peðastöðu skiptir hins vegar gríðarlega miklu máli hvernig framvindan á d5-reitn- um verður. Ef hvítur nær þar tang- arhaldi er svartur dæmdur til að verjast í erfiðri stöðu. 12. Kb1 Rbd7 Ekki gekk upp að opna taflið strax upp með 12...d5 þar sem eftir 13. exd5 Rxd5 14. Rxd5 Bxd5 15. Dxd5 Dxc2+ 16. Ka1 Ba3 17. Bc1 verður hvítur sælum manni yfir. 13. Df2 b5 14. g5 Rh5 15. h4 b4?! Hugsanlega var skyn- samlegra að leika 15...Hab8 og und- irbúa í framhaldinu Rd7-b6-c4. 16. Rd5 Bxd5 17. Hxd5 a5 18. Bh3 a4 19. Rc1 Hcb8?! Væntanlega var 19... a3 betra og beittara. Í framhaldinu situr svartur uppi með hartnær tap- að tafl. 20. Bg4! Rf4 21. Bxf4 exf4 22. Bxd7! Síðustu leikir hvíts hafa sýnt að hann skilur stöðuna af- burðavel þar sem hann hefur skynj- að þær breytingar sem orðið hafa á henni og skipt upp á veikum mönn- um sínum fyrir sterka menn and- stæðingsins. Texta- leikurinn innsiglar örlög svarts sökum þess að í framhaldinu verður riddarinn al- gjör ofjarl biskupsins. 22...Dxd7 23. Dd2! Hb5 24. Re2 Hc8 25. Rxf4 b3 26. cxb3 axb3 27. a3 Hc2 28. Dd3 Hb8 29. Hd4! Rýmir d5-reitinn fyrir ridd- arann sem gerir út- slagið. 29...Bf8 30. Rd5 Hf2 31. De3 Hg2 32. Hd2 Hg3 Svartur hefur ekki viljað skipta upp á þessum hrók en í stað þess lendir hann í hremmingum þar sem honum reyn- ast allar bjargir bannaðar. 33. Df2! Hh3 34. Hhd1! og svart- ur gafst upp enda getur ekkert komið í veg fyrir að hvítur leiki næst 35. Rf4 og hrókurinn á h3 fell- ur. Skjár einn vinnur sinn fyrsta skáksigur á firmamóti Grandrokks Sjónvarpsstöðin Skjár einn er ekki gömul, en hefur eigi að síður komið töluvert við sögu í skáklífinu hér á landi. Þar má t.d. nefna beinar útsendingar frá skákmótum og at- hyglisvert viðtal Egils Helgasonar við Kasparov. Nú hefur Skjár einn bætt um betur og unnið sinn fyrsta sigur á skákmóti. Þetta gerðist á sterku og skemmtilegu firmamóti sem Skákfélag Grandrokks stóð fyrir á laugardaginn. Það var Björn Þorfinnsson sem tefldi fyrir Skjá einn og var hann óstöðvandi eftir tap í fyrstu umferð fyrir Tómasi Björnssyni, sem telfdi fyrir Essó. Eftir þetta fékk Björn 7½ vinning í umferðunum átta sem eftir voru. Esso lenti í öðru sæti með sjö vinninga og var Tómas Björnsson eini keppandinn sem slapp taplaus gegnum mótið. Í þriðja sæti varð Strik.is sem tefldi fram Róberti Harðarsyni, sem hlaut sex og hálf- an vinning. Verðlaunahafarnir fengu vegleg bókaverðlaun frá JPV-forlagi: Ísland í aldanna rás, Undir bárujárnsboga og ævisögu SteinsSteinarr. Alls tóku um þrjátíu fyrirtæki þátt í mótinu og voru aðstæður hin- ar bestu enda var tækifærið notað til að taka í notkun tíu nýjar tölvu- klukkur frá Skákhúsinu og glæsileg taflsett. Í fjórða til sjöunda sæti með sex vinninga voru Margeir Pétursson ehf. (Bragi Þorfinnsson), Morgun- blaðið (Lenka Ptácníková), Gammel Dansk (Einar K. Einarsson) og Orkuveita Reykjavíkur (Ingólfur Gíslason). Í 8.–14. sæti með fimm vinninga voru Nýja bókafélagið (Grímur Grímsson), Lögfræðistofa Kristjáns Stefánssonar (Helgi Jón- atansson), Hreinsunardeild gatna- málastjóra (Halldór Garðarsson), Skákhúsið (Valgarður Guðjónsson), Kögun (Arnar Ingólfsson), Víf- ilfell (Sveinbjörn Jóns- son) og VISA-Ísland (Ólafur Kjartansson). Auk Lenku Ptácní- ková, sem er alþjóðleg- ur skákmeistari kvenna, tóku tvær af liðskonum ólympíuliðs- ins þátt í mótinu. Guð- fríður Lilja Grétars- dóttir tefldi fyrir Stöð 2 og tapaði nokkuð óvænt í fyrstu umferð fyrir Loga Bergmann Eiðs- syni, fréttamanni á Sjónvarpinu, sem var einn af mörg- um góðum gestum á mótinu. Lilja stóð sig hins vegar með miklum sóma og sama gerði Íslandsmeistari kvenna, Harpa Ingólfsdóttir. Harpa tefldi fyrir Mál og menn- ingu, sem sigraði einmitt á síðasta firmamóti Grandrokks. Auk þeirra fyrirtækja, sem þegar hafa verið nefnd, tóku þessi þátt í mótinu: Endurvinnslan (Birgir Berndsen), Ingvar Helgason (Sindri Guðjóns- son), Mátturinn og dýrðin (Jakob Bjarnar Grétarsson), Eskill (Ragn- ar Magnússon), Maxims (Ómar Jónsson), Doc.is (Jóhann Fjalldal), ÍAV (Páll Gunnarsson), Bravo St. Pétursborg (Harri Honkanen), Ís- landssími (Logi Bergmann), Bjart- ur (Helgi Hauksson), Innn (Sigurð- ur H. Jónsson), JPV-forlag (Kristinn Guðjónsson). Þá veittu Reykjavík.com og Grandrokk mótinu sérstakan stuðning. Í mót- stjórn voru Hrafn Jökulsson, Ró- bert Harðarson og Einar K. Ein- arsson. Jón Viktor og Sigurbjörn efstir fyrir síðustu umferð Jón Viktor Gunnarsson og Sig- urbjörn Björnsson eru efstir á Skákþingi Reykjavíkur þegar einni umferð er ólokið. Þeir hafa báðir fengið 8 vinninga. Stefán Kristjáns- son er næstur þeim með 7½ vinn- ing. Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartansson og Guðni Stefán Pét- ursson koma svo þar á eftir með 7 vinninga. Í tíundu og næstsíðustu umferð urðu úrslit þessi á efstu borðum: Sigurður Steindórss. – Jón V. Gunnarss. 0:1 Sigurbj. Björnss. – Róbert Harðars. 1:0 Stefán Kristjánss. – Arnar Gunnarss. 1:0 Guðni S. Péturss. – Björn Þorfinnss. ½:½ Davíð Kjartanss. – Páll A. Þórarinss. 1:0 Guðjón Valgarðss. – Sævar Bjarnas. 0:1 Ólafur Í. Hanness. – Benedikt Jónass. 0:1 Lenka Ptácníková – Dagur Arngrímss. ½:½ Sigurður Ingas. – Jón Á. Halldórss. 0:1 Ingvar Jóhanness. – Helgi E. Jónat- anss. ½:½ Í síðustu umferð mætir Jón Vikt- or Gunnarsson Guðna Stefáni Pét- urssyni, Sigurbjörn Björnsson mætir Stefáni Kristjánssyni og Björn Þorfinnson mætir Davíð Kjartanssyni. Röð efstu manna fyr- ir lokaumferðina er þessi: 1.-2. Jón Viktor Gunnarsson og Sigurbjörn Björnsson 8 v. 3. Stefán Kristjánsson 7½ v. 4.–6. Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartans- son og Guðni Stefán Pétursson 7 v. 7.–12. Sigurður P. Steindórsson, Benedikt Jónasson, Róbert Harðarson, Sævar Bjarnason, Arnar E. Gunnarsson og Jón Árni Halldórsson 6½ v. o.s.frv. Að leiðarlokum Daði Örn Jónsson Helgi Áss Grétarsson Kasparov SKÁK W i j k a a n Z e e CORUS-SKÁKMÓTIÐ 13.–28.1. 2001 ÁKVEÐIÐ hefur verið að efna til samkeppni um bestu skóla- og bekkjarvefina á Skólatorginu. Sam- keppnin stendur til loka yfirstand- andi skólaárs og Tæknival veitir verðlaun þeim skólum og bekkjum sem eiga bestu vefina, þrenn verð- laun í hvorum flokki. Verðlaunin eru m.a. ferðatölvur frá Compaq, stafrænar myndavélar og litaprent- arar frá Epson og tölvusmásjá fra IntelPlay. Tæknival gaf öllum grunnskólum landsins Skólatorgið að gjöf við upphaf skólaársins. Nú þegar hefur um helmingur skólanna tekið vef- útgáfukerfið í notkun og í ljósi þess hvað skólarnir hafa tekið Skólatorg- inu vel er þessari verðlaunasam- keppni hleypt af stokkunum. Einnig er litið á samkeppnina sem skref í áframhaldandi þróun Skólatorgsins en allir skólar og bekkjarkennarar sem nota vefútgáfukerfi Skólatorgs- ins eiga þess kost að taka þátt í keppninni. Allir þátttakendur í verðlauna- samkeppninni þurfa að skrá vefi sína í samkeppnina á þjónustuvef Skólatorgsins, skolatorg.is. Skrán- ingin hefst 1. febrúar og stendur til 1. apríl. Æskilegt er að skrá vef þátttökuskóla eða bekkjar sem fyrst því dregnir verða út nokkrir glaðn- ingar á skráningartímabilinu, 20. febrúar, 10. mars og 1. apríl, og því eiga þeir sem skrá sig snemma meiri möguleika á vinningi. Eftir að skráningu lýkur 1. apríl gefst vef- farendum færi á að greiða atkvæði um besta skóla- og bekkjarvefinn á Skólatorginu. Niðurstaða þeirrar kosningar verður höfð til hliðsjónar við vinnu dómnefndar sem gengur frá endanlegu vali á bestu skóla- og bekkjarvefjunum og tilkynnir úrslit í upphafi næsta skólaárs. Í dóm- nefndinni eru Jónína Bjartmarz, formaður landsamtakanna Heimili og skóla, sem er formaður, Jóna Pálsdóttir, sérfræðingur í þróunar- deild menntamálaráðuneytisins, og Gunnar Salvarsson, kynningarstjóri Tæknivals. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á heimasíðu Skólatorgins. Samkeppni um bestu vefi Skólatorgsins INNLENT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.