Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 57

Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 57 FUNDUR þingflokks og varaþing- manna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Reykjavík, hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: „Fundur þingflokks og varaþing- manna Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs lýsir þungum áhyggjum vegna þess álitshnekkis sem æðstu valdastofnanir landsins hafa orðið fyrir í tengslum við ör- yrkjamálið svonefnda. Framganga ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og framkoma við öryrkja hefur enn dýpkað gjána milli núver- andi handhafa framkvæmdavaldsins og almennings í landinu. Virðing Alþingis hefur síður en svo vaxið eins og ríkisstjórnin og meiri- hluti hennar hafa haldið á málum gagnvart þinginu. Hæstiréttur landsins hefur þó greitt sjálfum sér, sjálfstæði sínu og virðingu, þyngsta höggið með hinu einstæða bréfi forseta réttarins. Þótt bréfið breyti engu um hið umdeilda frumvarp ríkisstjórnarinnar, sem nú er illu heilli orðið að lögum, er bréfleg íhlutun Hæstaréttar í meðferð um- deilds lagafrumvarps á lokastigi um- fjöllunar þess á Alþingi svo alvarleg- ur hlutur að óhjákvæmilegt er að bregðast við því. Vandséð er hvernig Hæstiréttur getur endurheimt virð- ingu og traust eftir það sem á undan er gengið að óbreyttri skipan og for- ystu. Þingmenn og varaþingmenn Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hafa á fundi sínum í dag rætt með hvaða hætti megi bregðast við og efla á nýjan leik traust almenn- ings á stjórnskipun og æðstu stofn- unum. Ekki síst er brýnt að tryggja sjálfstæði og hlutleysi dómstóla, að eingöngu fagleg sjónarmið ráði skip- an dómara og að aðgreining fram- kvæmdavalds, löggjafarvalds og dómsvalds sé virt. Fundurinn ákvað að þingflokkur Vinstrihreyfingarinn- ar – græns framboðs myndi á fyrsta þingfundi eftir yfirstandandi fundahlé leggja fram tvö þingmál þessu tengd. Tillögu til þingsályktunar um at- hugun á því að stofna hér á landi stjórnlagadómstól eða stjórnlagaráð. Frumvarp til laga um að tillögur dómsmálaráðherra um skipan hæstaréttardómara skuli bera undir Alþingi. Þar skulu þær hljóta stuðn- ing minnst tveggja þriðju hluta þing- manna til að ná fram að ganga.“ VG segir æðstu valdastofnanir hafa orðið fyrir álitshnekki NÝR skyndibitastaður, Hjá Trulla, var opnaður á Selfossi á miðviku- dag 24. janúar á Tryggvagötu 8. Eigendur staðarins eru Sigurjón Ólafsson matreiðslumaður og Lára Traustadóttir. Staðurinn er inn- réttaður í eldra húsi þar sem eig- endurnir áforma að opna stærri veitingastað með vorinu undir heit- inu Laufás, eftir húsi sem bar það nafn og stóð aftan við núverandi hús. Hjá Trulla rúmar 19 manns í sæti á háum stólum og þar er gest- um boðið upp á úrval af skyndibita- fæði, hamborgurum, samlokum og síðar meir stærri réttum, en skyndibitastaðurinn og veitinga- staðurinn við hliðina munu nýta sama eldhúsið sem innréttað er inn af veitingastöðunum. „Skyndibita- staðurinn er byrjunin en síðan munum við höfða til sem flestra varðandi framboð á veitingum,“ sagði Sigurjón Ólafsson mat- reiðslumaður. Hjá Trulla verður opinn klukkan 11-22 alla daga. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Erla Dan Jónsdóttir starfsmaður, Sigurjón Ólafsson og Lára Trausta- dóttir, eigendur hins nýja skyndibitastaðar Hjá Trulla. Nýr skyndibitastaður opnaður á Selfossi Selfossi. Morgunblaðið. Á STJÓRNARFUNDI Landssam- bands kúabænda, sem haldinn var sl. laugardag, 27. janúar, var eft- irfarandi samþykkt gerð: „Stjórn Landssambands kúabænda hefur ákveðið að boða til fulltrúafundar í samræmi við ákvæði 6. greinar samþykkta Landssambands kúa- bænda. Meginefni fundarins verður staða og framvinda NRF-verkefn- isins. Fundurinn hefst í Súlnasal Hótel Sögu kl. 11, þriðjudaginn 6. febrúar næstkomandi. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki síðdegis sama dag.“ Kúabændur halda full- trúafund Fræðslufundur um jóga á meðgöngu FÉLAG áhugafólks um heimafæð- ingar heldur fræðslufund miðviku- daginn 31. janúar kl. 20 í menningar- miðstöðinni Gerðuberg. Á dagskrá verður kynning á starfi félagsins. Auður Bjarnadóttir jóga- kennari mun ræða um jóga á með- göngu og í fæðingu. Á fundinum gefst tækifæri til að koma með fyr- irspurnir um heimafæðingar og ný- útkominn bæklingur félagsins um heimafæðingar mun liggja frammi. Allir áhugasamir velkomnir. Námskeið fyrir börn og foreldra NÁMSKEIÐIÐ Börn eru líka fólk verður í Foreldrahúsinu að Vonarstræti 4.b í byrjun febrúar. Námskeiðið er ætlað börn- um 6-12 ára og foreldrum þeirra. Unnið er með foreldrana og börnin hvor í sínu lagi. Er það ætlað fyrir börn sem hafa bú- ið við ofvirkni, athyglisbrest, alkóhólisma, fíknisjúkdóma og geðrænvandamál eða óör- yggi af ýmsum toga innan fjölskyldu sinnar. „Hópnum er ekki ætlað að fást við heimilislíf barnanna eða tak- ast á við vandamál foreldra þeirra. Börnunum er kennt að vandamálin eru ekki þeim að kenna, að þau geta ekki breytt aðstæðum eða bætt þær, þau geta lært að takast á við þær á uppbyggilegan hátt og kosið sér jákvætt hlutverk,“ segir í fréttati- kynningu. Skráning og allar nánari upplýsingar eru í Foreldra- húsinu. ForeldrahúsiðFundur um nágranna- vörslu í Hafnarfirði FUNDUR á vegum Hverfafélags Setbergs og Mosahlíðar um ná- grannavörslu verður haldinn þriðju- daginn 30. janúar í Setbergsskóla kl. 20.30. Hverfafélagið hefur áður látið útbúa bæklinga um málið og dreift í hús en nú verða jafnframt sett upp götuskilti, í samráði við Hafnarfjarðarbæ, til að vekja at- hygli á málinu. Þetta er hluti af því að gera íbúa hverfisins sér meðvitandi um þær forvarnir sem felast í samstöðu og reyna þannig að gera Setbergs og Mosahlíð að eins öruggu íbúðar- hverfi og framast er unnt, segir í fréttatilkyningu. Á fundinum mun Hverfafélagið kynna átakið, fyrr- greindur bæklingur mun liggja frammi, götuskiltið verður kynnt auk þess sem gestir sækja fundinn. Meðal þeirra verða Magnús Gunn- arsson bæjarstjóri en að auki verða þarna fulltrúar tryggingafélaga, lögreglunnar og öryggisþjónustu- fyrirtækja sem munu kynna for- varnir gegn innbrotsþjófum, stöðu mála í hverfinu og sýna þá þjónustu sem í boði er. Áætlað er að fund- urinn standi til kl. 22 en kaffi verður á staðnum. S p a ce -s a v e r Þrektækjadeild Skeifunni 11, S ími 588 9890 STOFNAÐ 1925 Mikið úrval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins af þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. 515 T A K T U Á M E Ð 515 Bjóðum aðeins gæðatæki frá heimsþekktum framleiðendum og fullkomna varahluta- og viðgerðaþjónustuVisa- og Euro raðgreiðslur kr. 136.163.- Stgr. 129.355,- Rafdrifin göngu/hlaupabraut Hraði 0-13 km/klst. Fjaðrandi bretti sem minnkar álag á liðamót. Vandaður tölvumælir sem sýnir: Hraða, tíma, vegalengd, púls og kaloríubrennslu. Hægt að leggja saman og hæðarstilla. Stærð: L.154 x Br.66 x H.128 cm K O R T E R ♦ ♦ ♦ www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.