Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 60

Morgunblaðið - 30.01.2001, Page 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                        BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329 Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Í DESEMBER síðastliðnum birtist eftir mig í Morgunblaðinu lítill pistill þar sem ég kom með margar órök- studdar en þó sannar fullyrðingar um ávirðingar kristinnar kirkju fyrr og síðar. Fimmtudaginn 4. janúar birtist síðan í sama blaði tilraun Jóns Vals Jenssonar guðfræðings til að hrekja þrjár þessara fullyrðinga sem hann kallar bábiljur. Bábilja þýðir skv. Orðabókinni: 1 Hjátrú, hindurvitni, hégilja 2 bull. Varla getur talist eðli- legt að nota þetta orð um staðreynd- ir, þó manni líki þær ekki. Þessi þrjú atriði eru ekki að mínum dómi aðal- atriði greinar minnar. Þeim lætur Jón ósvarað. 1. Það er ekki mín hugmynd né vitnar neitt um minn hugsunarhátt eða innræti að Ágústínus hafi verið hórkarl. Ágústínus skrifaði sjálfur þrettán binda verk þar sem fram kom að hann var það að eigin dómi. Ég er reyndar sjálfur í óvígðri sam- búð og ólst upp í slíkri sambúð. Það er rangt að „...engum presti hefur dottið í hug að kalla lausaleiksbarn- eign hórdóm...“. Um það vitnar yf- irbótarganga kirkjunnar manna á Þingvöllum síðasta sumar. Engin fordæming var í minni grein í garð Jóns Loftssonar eða Snorra Sturlu- sonar. 2. Margir dýfðu penna í blek í fjör- ugum ritdeilum um túlkun sköpun- arsögunnar á fyrstu öldum kristn- innar. Flestir voru á öðru máli en Ágústínus en hans túlkun varð samt ofan á þar sem hún hentaði betur sem kúgunartól á konur og þræla Rómarveldis. Um þetta geta þeir sem vilja lesið meira í bók hins kunna kvennaguðfræðings Elaine Pagels, Adam, Eve and the Serpent. 3. Það er rétt að kristnir menn stofnuðu marga háskóla á 12. og 13. öld. Það breytir hinsvegar ekki því að á 5. öld lögðu þeir niður síðasta háskólann sem byggðist á grísku hefðinni. Þá voru þeir líka mjög atorkusamir við bókabrennur. Á þriðju öld brenndi kristinn múgur bókasafnið í Alexandríu sem þá var stærsta bókasafn í heimi. Þessu neita sumir, alveg einsog sumir neita því að helförin hafi átt sér stað. Þó áreiðanlega hafi logað glatt í skrauf- þurrum skræðunum, er þetta einn þeirra atburða sem gera miðaldirnar myrkar. Það er líka ástæðulaust að gleyma háskólunum sem Márar stofnuðu í Andalúsíu löngu á undan fyrsta kristna háskólanum. Það var hjá hinum víðsýnu aröbum sem kristnir „fundu“ Aristóteles. Arab- arnir týndu honum aldrei. Síðan hef- ur ýmislegt fundist sem gætnum mönnum hefur tekist að bjarga frá hreinsunareldi kristninnar. Sífellt kemur betur í ljós hve gífurlega vinnu kristnir menn hafa lagt í að falsa söguna, hafa áhif á hana á verri veg og almennt láta illt af sér leiða. Sjálf tilvist kirkjunnar sannar að guð er ekki til, eða er a.m.k. ekki góður, því góður guð myndi ekki líða öll þessi illvirki í sínu nafni. Í grein sinni hefur hinn prestlærði maður, sem að eigin sögn hefur gráður frá innlendum og erlendum háskólum, ýmis orð um persónulega eiginleika mína. Þar sem við þekkj- umst ekkert, lýsa þau fyrst og fremst hugarástandi og hugsunar- hætti hans þegar hann skrifaði gein- ina. Enn með ólund. FLOSI GUÐMUNDSSON rafeindavirki, Stóragerði 11, Reykjavík. Víst voru þær myrkar Frá Flosa Guðmundssyni: Á UNDANFÖRNUM tíu árum hafa 80 Bretar látist úr þeirri mynd af Creutzfeldt-Jacob sjúkdómi sem tengd er kúariðu. Á sama tíma hafa 20.000 Bretar farist í umferðarslysum og liðlega ein milljón dáið af völdum reykinga. Miðað við fólksfjölda samsvarar þetta því að einn Íslendingur félli frá á 30 ára fresti vegna kúariðusmits. Á degi hverjum deyr einn Íslendingur af völdum reykinga. Það samsvarar meira en 10.000 manns á 30 árum. Á Íslandi geisar skæður faraldur reyk- ingasjúkdóma. Margir stjórnmálamenn hafa barið sér á brjóst og blásið sig út vegna inn- flutnings á nautalundum frá Írlandi. Sumir þeirra vilja banna aðgang þjóð- arinnar að ódýrum og góðum erlend- um matvælum af umhyggu fyrir heilsufari landsmanna. Af sömu ástæðu hljóta þeir að velta því fyrir sér oft á dag hvernig koma megi í veg fyrir að ungt fólk byrji að reykja. Hér skal þeim bent á eina leið sem farin hefur verið vestanhafs: Bannað er að selja tóbak hverjum þeim sem lítur út fyrir að vera undir þrítugu án framvísunar persónuskilríkja. Við þetta má bæta sjálfsögðum ákvæðum sem banni að börn selji tóbak, hvort sem er í verslunum eða sjoppum. HALLDÓR JÓNSSON Álfaheiði 16, Kópavogi Kúariða sett í samhengi Frá Halldóri Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.