Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 63
DAGBÓK Fermingarmyndatökur
Vertu ekki of sein að panta
fermingarmyndatökuna í vor.
Nokkrir dagar þegar upppantaðir.
Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 3020
PARASVEITAKEPPNI
Bridssambands Íslands fór
fram um síðustu helgi með
þátttöku 24 sveita. Þetta
mót nýtur mikilla vin-
sælda, eins og góð þátt-
taka ber vitni um. Spilaðar
voru 7 umferðir af 16 spila
leikjum og raðað eftir
Monrad-kerfi, þannig að
efstu sveitir spiluðu alltaf
innbyrðis. Sveit Ljósbrár
Baldursdóttur vann með
nokkrum yfirburðum,
hlaut 148 stig, eða 21.14 að
meðaltali úr leik. Makker
Ljósbrár var Ásmundur
Pálsson, en með þeim
spiluðu Esther Jakobs-
dóttir og Sverrir Ár-
mannsson. Þau Esther og
Sverrir urðu efst í svoköll-
uðum fjölsveitaútreikningi,
skoruðu 1.14 IMPa að
meðaltali í spili. Þrjár
sveitir voru jafnar í öðru
til fjórða sæti: Ritarar og
smiðir, Anna Ívarsdóttir
og Jacqui McGreal, allar
með 127 stig.
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠ ÁKD
♥ ÁK6432
♦ Á8
♣ D7
Vestur Austur
♠ 83 ♠ 10752
♥ D975 ♥ G
♦ G1075 ♦ 9432
♣832 ♣G654
Suður
♠ G962
♥ 108
♦ KD9
♣ÁK109
Hér er spil úr fjórðu
umferð, þar sem sigur-
sveitin vann 20 IMPa á al-
slemmusveiflu:
Vestur Norður Austur Suður
– Ásmundur – Ljósbrá
Pass 1 hjarta Pass 1 spaði
Pass 4 tíglar Pass 5 lauf
Pass 5 tíglar Pass 6 spaðar
Pass 7 spaðar Allir pass
Á hinu borðinu höfðu NS
sagt 7 hjörtu og farið tvo
niður, en Ásmundur og
Ljósbrá komst í bestu al-
slemmuna, sjö spaða.
Ljósbrá fékk út lauf, svo
hún þurfti ekki að hafa
mikið fyrir spilinu. Eitt
annað par spilaði og vann
sjö grönd, annaðhvort með
laufútspili eða með svín-
ingu fyrir gosann. Sjö
spaðar eru þó betri en
gröndin, því ef trompið
fellur 3–3 má reyna að frí-
spila hjartað með trompun
áður en laufið er prófað.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson
STAÐAN kom upp á Corus-
ofurskákmótinu í Wijk aan
Zee í Hollandi sem lauk fyr-
ir stuttu. Rússinn Alexand-
er Morozevich (2745) hafði
hvítt gegn heimamanninum
og gömlu kempunni Jan
Timman (2629). Bóheminn
mikli frá Niðurlöndum hafði
haft yfirburðastöðu lengst
af en gaf andstæðingi sínum
nú tækifæri til að
bjarga sér fyrir
horn. 42. Dxg8+!
Kxg8 43. He8+
Kg7 44. Rh5+
gxh5 45. Hxf3
Hxb6 45...Hxf3
hefði leitt svartan í
ógöngur þar sem
eftir 46. bxa7 sæti
hann uppi með
tapað tafl. 46. He7
Hf6 47. Hh3 Hgf4
48. Hh2 a6 49.
He8 H4f5 50.
Hg2+ Kh7 51. Hc8
h4 52. Kg1 h3 53.
Hgg8 h2+ 54. Kxh2 Hxf2+
55. Hg2 og hvítum tókst um
síðir að halda jafntefli. Lok-
astaða mótsins varð þessi: 1.
Garry Kasparov 9 vinningar
af 13 mögulegum. 2. Visw-
anathan Anand 8½ v. 3.–4.
Vladimir Kramnik og Vas-
sili Ivanchuk 8 v. 5.–7. Alex-
ei Shirov, Alexander Mo-
rozevich og Michael Adams
7½ v. 8. Peter Leko 6½ v. 9.
Veselin Topalov 5½ v. 10.–
11. Loek Van Wely og Alex-
ei Fedorov 5 v. 12.–13. Ser-
gei Tiviakov og Jeroen Piket
4½ v. 14. Jan Timman 4 v.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik
Árnað heilla STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
VATNSBERI
Afmælisbarn dagsins: Þú átt
auðvelt með að fá aðra á þitt
band en þótt fólk vilji fylgja
þér áttu oft erfitt með að
eignast nána vini.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Fljótfærnislegar ákvarðanir
geta valdið erfiðleikum svo þú
skalt fara þér hægt og kynna
þér alla málavexti áður en þú
framkvæmir nokkuð.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Reyndu að fá sem mest út úr
þeim tíma sem þú átt með vin-
um og vandamönnum. Nú
hafa persónulegu málin for-
gang og krefjast athygli þinn-
ar.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Það er alltaf gott að eiga hauk
í horni, sérstaklega þegar erf-
iðleikar steðja að því betur sjá
augu en auga og margar
hendur vinna létt verk.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Það vilja allir hlaða á þig
ábyrgð en þú þarft að gera
þér grein fyrir því hvar mörk-
in liggja og aðeins taka það að
þér sem þú vilt og getur sinnt.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er miklu auðveldara að
starfa í vingjarnlegu and-
rúmslofti og þess vegna verð-
ur þú að leggja þitt af mörkum
eins og aðrir. Vertu sveigjan-
legur og gamansamur.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Einhver á vinnustað þínum er
með nefið niðri í þínum per-
sónulegu málefnum og þú ert
efins um tilgang hans. Hlýddu
eðlisávísun þinni í þeim efn-
um.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vertu varkár í fyrstu kynnum
því yfirborðið blekkir oft og
því er betra að hafa vaðið fyrir
neðan sig þegar um ókunnugt
fólk er að ræða.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Sá sem nú fer mest í taugarn-
ar á þér veit hreinlega ekkert
af því. Gerðu honum grein fyr-
ir málavöxtum af fullri einurð
en líka tillitssemi.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þótt þú viljir innst inni ekkert
að aðrir séu að halda upp á þín
afrek skaltu nú brjóta odd af
oflæti þínu og leyfa samstarfs-
mönnunum að fagna með þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Óþolinmæði er aðeins til bölv-
unar og þess vegna skalt þú
leggja kapp á að halda ró
þinni, sérstaklega þegar á
bjátar og þú sérð enga leið út
úr ógöngunum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Fæst orð hafa minnsta ábyrgð
og þú mundir seint fyrirgefa
sjálfum þér ef þú yrðir til þess
að ljóstra upp viðkvæmu
leyndarmáli. Tillitssemi er
lykilorðið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Láttu það ekki slá þig út af
laginu þótt aðrir geti talað
hraðar en þú því oft er það svo
að þeir gaspra mest sem
minnst hafa að segja.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
80 ÁRA afmæli. Átt-ræður er í dag,
þriðjudaginn 30. janúar, Jó-
hann Hjartarson, húsa- og
mublusmíðameistari, Sól-
heimum 20, Reykjavík. Eig-
inkona hans er Sigríður
Jónsdóttir frá Vatnsnesi.
Þau eru stödd á Hótel Green
Field á Gran Canaria á Kan-
aríeyjum S. (00) 928-774030,
fax. (00) 928-774032.
Ljósmynd/Sissa
BRÚÐKAUP. Gef-
in voru saman 8.
júlí sl. í Hallgríms-
kirkju af sr. Sig-
urði Þór Sigurðs-
syni Ása Ólafs-
dóttir og Þórir
Sigurðsson.
Ljósmynd/Sissa
BRÚÐKAUP. Gef-
in voru saman 22.
júlí sl. í Háteigs-
kirkju af sr. Krist-
ínu Þórunni Tóm-
asdóttur. Gerður
Eva Guðmunds-
dóttir og Frosti
Heimisson.
LJÓÐABROT
Heimurinn og ég
Þess minnist ég, að mér og þessum heimi
kom misjafnlega saman fyrr á dögum.
Og beggja mál var blandið seyrnum keimi,
því báðir vissu margt af annars högum.
Svo henti lítið atvik einu sinni,
sem okkur, þessa gömlu fjandmenn, sætti
að ljóshært barn, sem lék í návist minni,
var leitt á brott með voveiflegum hætti.
Það hafði veikum veitt mér blessun sína
og von, sem gerði fátækt mína ríka.
Og þetta barn, sem átti ástúð mína,
var einnig heimsins barn – og von hans líka.
Og við, sem áður fyrr með grimmd í geði,
gerðum hvor öðrum tjón og falli spáðum,
sáum það loks í ljósi þess, sem skeði,
að lífið var á móti okkur báðum.
Nú ölum við ei lengur beiskju í barmi
né byrgjum kala neinn í hjörtum inni,
því ólán mitt er brot af heimsins harmi
og heimsins ólán býr í þjáning minni.
Steinn Steinarr