Morgunblaðið - 30.01.2001, Qupperneq 65
ÞEGAR Maria Callas komfyrst fram á sjónarsviðið,dró hún að sér athygli allsheimsins með furðulegu
aðdráttarafli einstakrar framkomu
og sérstakrar raddar. Dulúð skap-
aðist og umvafði þessa einstöku
prímadonnu sem margir telja mestu
óperusöngkonu frá upphafi – kon-
una sem varð goðsögn þegar í lif-
anda lífi – konuna sem ræður ríkj-
um í ímynd almennings á
óperuheiminum – konunnar sem
hristi upp í hefðbundnu áliti manna
á óperulistinni.
Nærföt til sölu
Goðsagnarinnar Maríu Callas var
óbeint minnst nýlega, 23 árum eftir
dauða hennar, þegar uppboð á eign-
um hennar fór fram í París. Hús-
gögn, skartgripir og ýmsar flíkur
voru til sölu og komu aðallega frá
tveimur söfnurum, aðdáendum
söngkonunnar. Hárlokkur úr Maríu,
sem fór á um milljón krónur, var á
meðal 417 minjagripa sem seldust
fyrir rúmar 100 milljónir króna.
Uppboðið var haldið í beinni út-
sendingu á Netinu og aðdáendur um
víða veröld tóku þátt í því auk þess
sem Drouot-Montaigne uppboðs-
húsið á Champs-Elysees var troð-
fullt. Uppboðið hófst laugardaginn
2. desember sem margir segja af-
mælisdag prímadonnunnar, aðrir
segja hana fædda hinn þriðja eða
fjórða. Allavegana fæddist Maria
Anna Sophia Cecilia Kalogero-
poulou í New York árið 1923 og var
dóttir grískra innflytjenda sem
höfðu viljað son og gleymdu því að
skrá dótturina. Eftir skilnað for-
eldranna flutti María aftur til Grikk-
lands ásamt mömmu sinni þar sem
litli ljóti andarunginn varð að svani.
„Hvað er rödd? Ég er kona og það
er það sem skiptir máli,“ sagði
María. Sextán ára kom hún fyrst
fram í tónlistarháskólanum í Aþenu
og lagði þar með grunninn að einum
undraverðasta frama sem um getur
í óperuheiminum. Hún fluttist aftur
til New York árið 1945 en hún náði
ekki frama fyrr en hún kom fram á
Ítalíu. Þá skaust hún upp á stjörnu-
himininn og var sífellt beðin um að
syngja hjá stærstu óperuhúsum
heims.
Þybbna unglingsstúlkan varð að
grannri prímadonnu og þvílíkri
tískudrottningu að á sjötta áratugn-
um dró hún að sér fleiri blaðamenn
en sjálf Elizabeth Taylor. Á ferl-
inum báðu áhrifamestu tískuhönn-
uðir heimsins, m.a Yves-Saint Laur-
ent og Chanel, Maríu um að klæðast
hönnun sinni.
Sægrænt Christian Dior maga-
belti var á meðal fjölda persónu-
legra hluta og nærklæða sem safn-
ararnir tveir seldu á uppboðinu, en
gríska María Callas stofnunin
keypti þrettán nærklæði söngkon-
unnar sem forsvarsmenn hennar
segist munu brenna í virðingarskyni
við minningu söngkonunnar. Pían-
istinn Robert Sutherland, sem spil-
aði undir hjá Maríu í fimm ár, segist
mjög sorgmæddur yfir að sjá svo
persónulega hluti vinkonu sinnar til
sölu.
Óhemjuskapur og varnarleysi
Ástir Maríu og ofsafengin sam-
bönd hennar við karlmennina í lífi
hennar komu best fram í furðulegu
samblandi óhemjuskaps og varn-
arleysis sem hún opinberaði í túlk-
unum sínum. Tilfinningar hennar á
sviði voru svo hráar og einlægar að
mörgum áhorfendum hreinlega leið
illa af því að sjá hana um leið og
rödd hennar smaug inn í sál þeirra
og bergmálaði þar.
Fyrsti maðurinn í lífi hennar var
Giovanni Battista Meneghini, far-
sæll iðnrekandi, mun eldri en María.
Hann féll fyrir hinni ungu, óþekktu
söngkonu og þau giftust árið 1949.
Giovanni dýrkaði Maríu og hún
blómstraði í sambandinu. Hann gaf
henni m.a heillagripinn hennar,
málverk af hinni heilögu fjölskyldu,
árið 1947, daginn áður en hún söng í
fyrsta sinn í óperunni í Veróna. Hún
geymdi það ætíð í búningsherberg-
inu sínu á meðan á sýningunum stóð
og á seinni árum neitaði hún að
syngja ef málverkið var ekki til
staðar, og eitt sinn lét hún sækja
það með einkaþotu til Mílanó áður
en hún steig á svið í Vín. Málverkið
seldist fyrir rúmar 10 milljónir á
uppboðinu.
Þrátt fyrir mikinn aldursmun var
samband þeirra hjóna mjög gott í
tíu ár þar til María féll kylliflöt fyrir
gríska skipakónginum Aristoteles
Onassis.
Callas og Onassis helltu sér út í
mjög áberandi ástarsamband frá
sumrinu 1959, þegar María og
Giovanni voru gestir á lystisnekkju
Aristotelesar. María varð sárlega
ástfangin af Grikkjanum heillandi
og þau voru brátt álitin hið full-
komna glamúrpar.
Þrátt fyrir tvímælalausa ást á
Maríu fann Aristóteles þörf hjá sér
til að viðhalda orðspori sínu sem
safnari frægra kvenna, og giftist
Jackie Kennedy, fyrrverandi for-
setafrú Bandaríkjanna, án þess að
láta Maríu vita. Niðurlægð og auð-
mýkt hörfaði María inn í sig og varð
að raunverulegum einbúa í íbúð
sinni í París þar sem hún dó úr
hjartaáfalli 16. september 1977, að-
eins 54 ára. Hjartað brást hinni
miklu dramadrottningu, og vinir
hennar segja hana hafa dáið úr ást-
arsorg. „Rétt áður en hún dó var
hún mjög sorgmædd... Eftir dauða
Aristótelesar fann hún enga ástæðu
hjá sér til að lifa lengur,“ segir
Sutherland undirleikarinn hennar.
María skildi eftir sig aragrúa ein-
lægra aðdáenda, sem kallaðir eru
„Ekkjur Callas“ og rúmlega 700
þeirra pöntuðu sæti á uppboðinu
umtalaða.
Dramadrottningin mikla í einu
uppáhaldshlutverkinu sínu,
Madame Butterfly.Nýlega var gefinn út diskur með þeim aríum Maríu sem mest hafa hljómað í kvikmyndum og sjónvarpi.
Tískudrottningin Callas vildi
líkjast Audrey Hepburn.
rödd?
Hvað er
Ég er kona!
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 65
VÁKORT
Eftirlýst kort nr.
4543-3700-0029-4648
4543-3700-0036-1934
4543-3700-0034-8865
4507-4100-0006-6325
4548-9000-0056-2480
4543-3700-0027-8278
4507-4500-0028-0625
4507-2800-0004-9377
! "#
"$% &'
()( )$$$