Morgunblaðið - 30.01.2001, Blaðsíða 66
FÓLK Í FRÉTTUM
66 ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Milljón dala hótelið
(The Million Dollar Hotel)
S p e n n u d r a m a
Leikstjóri: Wim Wenders. Handrit:
Nicholas Klein og Bono. Aðal-
hlutverk: Jeremy Davies, Milla
Jovovich og Mel Gibson. (122 mín)
Þýskaland/Bretland/Bandaríkin,
2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára.
LEIKSTJÓRINN Wim Wenders
hefur löngum fjallað um furðufuglana
og utangarðsmennina í samfélaginu,
sem leita að ást og hamingju. Milljón
dala hótelið er í
miðri Los Angeles
og hýsir heimilis-
leysingja. Þegar
flækingurinn Izzy,
sonur eins valda-
mesta manns borg-
arinnar, fellur fram
af þaki hússins er
alríkislögreglumað-
urinn Skinner (Mel
Gibson) sendur til að rannsaka málið.
Eftir að Skinner hefur m.a. reynt að
yfirheyra hinn einfalda Tom Tom
(Jeremy Davies) og einfarann Eloise
(Milla Jovovich), kemur í ljós að verk-
efni hans er í raun það að finna blóra-
böggul fyrir sjálfsmorði Izzys. Af
mörgum áhugaverðum persónum er
Skinner, leikinn frábærlega af Gib-
son, sú áhugaverðasta. Það vekur at-
hygli að Bono, söngvari U2, átti sögu-
hugmyndina auk þess sem hann
samdi hluta af frábærri tónlist mynd-
arinnar. Listræn stjórnun, sviðsmynd
og kvikmyndataka eru einnig vand-
aðir og úthugsaðir þættir í þessari at-
hyglisverðu furðumynd.
Heiða Jóhannsdótt ir
Í leit að
blóraböggli
Horfinn á 60 sekúndum
(Gone in 60 seconds)
S p e n n u m y n d
½
Leikstjóri: Dominic Sena. Handrit:
Scott Rosenberg. Aðalhlutverk:
Nicholas Cage, Robert Duvall,
Angelina Jolie, Will Patton, Vinnie
Jones. (114 mín) Bandaríkin. Sam
Myndbönd, 2000. Myndin er bönnuð
innan 16 ára.
HÉR er á ferðinni mynd án sögu-
þráðar að mestu en Nicholas Cage
leikur fyrrverandi bílaþjóf með gull-
hjarta sem er dreginn inn í sína fyrri
iðju vegna þess að
bróðir hans (Giov-
anni Ribisi) er bú-
inn að koma sér í
vandræði. Cage
safnar saman
nokkrum vel völd-
um þjófum til þess
að stela helling af
bílum á innan við 3
dögum og stóra
spurningin er sú hvort þeim takist
það. Bílaeltingaleikirnir í „Blues
Brothers“ voru raunverulegri og bet-
ur unnir en í þessari mynd en hún
verður aldrei áhugaverð þótt margir
ágætis leikarar komi fram í henni eins
og Angelina Jolie, Vinnie Jones, Ro-
bert Duvall og Will Patton, en öll eru
þau hálf vandræðaleg í hlutverkum
sínum. Á DVD útgáfu myndarinnar
er spjall við leikstjórann og kemur
þar í ljós að hann vissi nánast ekkert
hvað hann var að gera, hvert einasta
atriði var vanhugsað og flest spiluð
hreinlega af fingrum fram. Klipping-
arnar eru eins og í venjulegum
Bruckheimer myndum, ruglingslegar
og allt of margar og hjálpa lélegu
handriti og leik til að draga þessa
framleiðslu algjörlega niður í svaðið.
Ottó Geir Borg
MYNDBÖND
Bremsulaus
bíómynd
SJÁLFSAGT verður Bretinn Ken
Annakin seint flokkaður með
snillingum kvikmyndalistarinnar
og örugglega fáir sem muna hann
eða hafa almennt einhverja hug-
mynd um tilveru hans. En fleira
er matur en feitt ket. Ástæðan
fyrir því að hann stingur upp koll-
inum á þessum síðum er góð og
gild. Annakin átti þrjár, minnis-
stæðar myndir á sjöunda áratugn-
um, þar af tvær ólíkar tímamóta-
myndir. Þar fyrir utan hefur
leikstjórinn gert örfáar góðar
myndir, glás af miðlungi og slatta
af hortittum. Flestir bera því mið-
ur ekki gæfu til að eiga verk í
öðrum en neðstu gæðaflokkunum,
Annakin datt í það minnsta niður
á góða spretti á löngum ferli.
Þjáðist af minnisleysi
Kenneth, Ken Annakin, fæddist
í Beverley á Englandi árið 1914
og er því að nálgast nírætt. Hann
var eirðarlaus, ungur maður sem
hleypti skjótt heimdraganum og
settist að í Nýja-Sjálandi, síðan
Ástralíu, áður en hann nam staðar
um sinn í Bandaríkjunum. Sneri
heim aftur síðla á fjórða áratugn-
um og vann við margvísleg störf
uns hann var kvaddur í flugher
hennar hátignar á tímum síðari
heimsstyrjaldarinnar. Annakin
varð að hætta hermennsku þar
sem hann tók að þjást af tíma-
bundnum minnisleysisköstum.
Annakin hafði unnið sem blaða-
maður og síðar sem leikstjóri í
leikhúsi á árunum fyrir stríð og
kaus að reyna fyrir sér á þeim
vettvangi á nýjan leik, eftir að
hafa fengið lækningu við minn-
isleysinu. Annakin hóf
kvikmyndaferilinn sem
aðstoðartökumaður,
vann sig upp í starf
leikstjóra heimildar-
mynda á eftirstríðs-
árunum og leikstýrði
þvínæst nokkrum
leiknum myndum fyr-
ir heimamarkaðinn.
Þeirra vinsælust var
Holiday Camp (’47),
sem sagði af Huggett-
fjölskyldunni og ól af
sér tvær framhalds-
myndir, sem Annakin
stjórnaði. Annakin óx
fiskur um hrygg og
var treyst fyrir kostn-
aðarsamari verkum einsog Quar-
tet (’49) og Trio (’50) byggðum á
skáldsögum eftir Somerset Maug-
ham og nutu myndirnar tals-
verðra vinsælda.
Lengsti dagurinn
Meðal næstu viðfangsefna voru
mannmargar og kostnaðarsamar
ævintýramyndir fyrir Walt Disn-
ey; The Story of Robin Hood (’54),
og The Sword and the Rose (’55).
Nokkrum árum síðar bauð Disney
leikstjóranum að spreyta sig á
enn metnaðarfyllri verkefnum,
teknum á söguslóðum; Third Man
of the Mountain (’59) og The
Swiss Family Robinsson (’60). Sú
síðarnefnda, besta mynd leikstjór-
ans til þessa, er til-
brigði við söguna af
Robinson Crusoe,
með John Mills sem
höfuð skipreika fjöl-
skyldu á eyðiey.
Fékk góða dóma og
metaðsókn um allan
heim. Hún hefur
sjálfsagt vakið at-
hygli Darryls F. Zan-
ucks, stórframleið-
andans og þáverandi
æðsta manns 20th
Century Fox. Altént
gaf hann í framhald-
inu leikstjóranum
veigamestu tækifæri á ferlinum.
Margar sögur fara af við-
skiptum Zanucks við Bernhard
Wicki, Andrew Marton og Annak-
in, leikstjórana sína þrjá sem
stýrðu The Longest Day (’62),
einni mikilvægustu myndinni í
allri sögu Fox-kvikmyndaversins.
Bæði var þessi stórkostlega end-
ursköpun innrásarinnar í Norm-
andí ein sú dýrasta í kvikmynda-
sögunni, en mestu máli skipti að
hún varð að rétta við fjárhag fyr-
irtækisins, sem var komið að fót-
um fram eftir skakkaföll Kleóp-
ötru, dýrustu myndar kvikmynda-
sögunnar. Zanuck á að hafa haft
þremenningana í vasanum og í
raun stýrt þessu stórvirki meira
og minna sjálfur. Hvað sem því
líður tókst þetta hættuspil og The
Longest Day varð ein langvinsæl-
asta mynd sjöunda áratugarins og
markaði byrjun uppgangstíma hjá
Fox.
Blómaskeið hjá Disney
Það fór ekki á milli mála að
Annakin á heiðurinn af Those
Magnificent Men in Their Flying
Machines (’65), einni fyndnustu og
mest sóttu mynd tímabilsins. Sú
ærslafulla og frumlega mynd var
margstæld næstu árin, ein sú
þekktasta var Those Dating
Young Men in Their Jaunty Jal-
opies (’69). Þó Annakin sjálfur
leikstýrði og jafnvel nafnið væri
þjófstolið var útkoman líflaus eft-
iröpun.
Árin hjá Disney, og sérstaklega
Fox, voru blómaskeiðið á ferli
Annakins, sem nú tók að sigla aft-
ur lognsævi efri ára og meðal-
mennsku. Átti þó eftir að skila af
sér Battle of the Bulge (’65), um-
fangsmikilli seinnastríðsmynd sem
afsannaði að Zanuck hefði átt
einn heiðurinn af The Longest
Day. Eftir 1970 tók við átakalítið
tímabil, mestmegnis við gerð
bandarískra sjónvarpsmynda, að
undanskilinni arfaslakri kvik-
myndagerð klassíkurinnar,
Óbyggðirnar kalla – Call of the
Wild (’72). Gjörsamlega sviplausri,
ef undan er skilinn mikilúðlegur
munnsvipur Charltons Hestons.
Annakin settist í helgan stein,
hálfáttræður. Hafði þá orðið að
hætta tökum á nýrri mynd um
Ghengis Kahn. Árið áður hafði
Annakin leikstýrt lokaverkefninu,
sem bar nafn við hæfi: Síðustu
ævintýri Pippi Langström.
Úr myndinni The Longest Day. Robert Wagner, Raquel Welch og Vittorio De Sica í The Biggest Bundle
of Them All.
KEN
ANNAKIN
Ken Annakin
THE LONGEST DAY (1962)
Stórfengleg endursköpun innrás-
arinnar í Normandy, með völdum
leikara í hverju einasta hlutverki,
sem oftar er kostur en galli. Frábær-
lega kvikmynduð, þennan einn mik-
ilvægasta þátt í grimmasta hildar-
leik sögunnar, er tæpast hægt að
endurgera betur. Atburðurinn er
sýndur frá sjónarhóli innrásarliðs-
ins, Þjóðverja, og Frakka til að gera
atburðarásina sem raunverulegasta
– og mælir hver þjóð á eigin tungu. Í
bakgrunni er minnisstæð tónlist
Maurice Jarre. Myndin er fyrst og
fremst meistarastykki framleiðand-
ans góðkunna, Darryls F. Zanucks,
sem hafði yfirumsjón með öllum
þáttum frá upphafi til enda. Magnað,
eftirminnilegt sjónarspil. Meðal
stjarnanna má nefna John Wayne,
Rod Steiger, Robert Ryan, Peter
Lawford, Henry Fonda, Robert
Mitchum, Richard Burton, Sean
Connery, Robert Wagner, Red Butt-
ons og Mel Ferrer. Annakin á heið-
urinn, langveigamesta hluta Banda-
manna.
THOSE MAGNIFICENT MEN
IN THEIR FLYING MACH-
INES (1965) ½
Sjálfsagt barn síns tíma og ekki
gott að segja hvernig hún stendur
sig í dag, en á sjöunda áratugnum
virkaði þessi risavaxna gamanmynd
einsog hláturgas. Fjallar um ævin-
týralega verðlaunakeppni um hver
verði fyrstur til að fljúga á milli
London og Parísar. Árið er 1910,
þegar flugtæknin var að slíta barns-
skónum. Keppendur um eftirsótt
verðlaunin eru margir og misjafnir:
Stuart Whitman, James Fox, Jean-
Pierre Cassell, Sarah Miles, Gert
Fröbe, Benny Hill og Albero Sordi.
Eru þá aðeins nokkrir nefndir.
Langbestur er þó Terry-Thomas,
sem ásamt hjálparkokki sínum, Eric
Sykes, eru illþýði myndarinnar og
fara á kostum. Tímamótamynd sem
hleypti af stað bylgju ofhlaðinna,
stjörnumprýddra gamanmynda í
stórmyndastíl, brugðust flestar.
BATTLE OF THE BULGE
(1960) Einkum fyrir áhugamenn um átök
síðari heimstyrjaldarinnar. Umfjöll-
unarefnið er einn af þýðingarmestu
lokabardögum stríðsins, milli
Bandamanna og Panzersveita Þriðja
ríkisins í Belgíu veturinn 1944–45
Stjörnum prýdd stórmynd sem segir
afmarkaða sögu úr eldlínunni, vel
uppbyggða og endurskapaða. Meðal
leikaranna eru Henry Fonda, Ro-
bert Shaw, Robert Ryan, Dana
Andrews, Telly Savalas og Charles
Bronson.
Sígild myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
Borgarnesi – Birgitta Brá Jóns-
dóttir var skírð í Borgarneskirkju
sunnudaginn 21. janúar. Skírnar-
barnið rekur ættir sínar m.a. til
Ísafjarðar og Borgarness og getur
státað af því að eiga fleiri ömmur
í móðurætt en gengur og gerist.
Birgitta Brá er nefnilega sú
fimmta í beinan kvenlegg og voru
mamma, amma, langamma og
langalangamma allar viðstaddar
skírnina. Á meðfylgjandi mynd
eru þær samankomnar, Guðrún
Sveinsdóttir er fædd 1920, Ása
Gústavsdóttir fædd 1944, Guðrún
Birgisdóttir fædd 1963, Ása Rut
Halldórsdóttir fædd 1981 og Birg-
itta Brá fædd árið 2000.
Fimm ættliðir í
beinan kvenlegg
Morgunblaðið/Guðrún Vala