Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 1
38. TBL. 89. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
MORGUNBLAÐIÐ 15. FEBRÚAR 2001
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti fordæmdi í gær harðlega stigvax-
andi ofbeldi í Mið-Austurlöndum og
hvatti Ísraela og Palestínumenn til að
slíðra sverðin. Átta Ísraelar létust,
sjö hermenn og einn óbreyttur borg-
ari, og 21 særðist, þar af þrír lífs-
hættulega, þegar palestínskur öku-
maður ók á strætisvagnabiðstöð í
bænum Azur, sunnan Tel Aviv, í gær-
morgun. Bush sagðist hafa hringt í
Ehud Barak, starfandi forsætisráð-
herra Ísraels, og vottað honum sam-
úð sína vegna málsins. Þá hringdi
Colin Powell, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, í Yasser Arafat, leið-
toga Palestínumanna, og hvatti hann
til að reyna að stilla til friðar.
Árásin í gær er sú mannskæðasta á
Ísraela í fjögur ár. „Ég sá látið fólk
með opin sár á handleggjum, höfði og
fótleggjum. Það var hræðilegt,“ sagði
vitni að slysinu í Azur. Ökumaðurinn,
Khalil Abu Olbeh, sem leiðtogar Pal-
estínumanna segja að hafi með árás-
inni verið að bregðast við ofbeldi
Ísraela undanfarið, flúði af vettvangi
eftir að hafa ekið á fullri ferð inn í hóp
Ísraela. Hann náðist nokkrum kíló-
metrum frá slysstað eftir að lögregl-
an hófu skothríð með þeim afleiðing-
um að hann ók á vörubíl. Olbeh, 35
ára, fimm barna faðir, særðist illa og
var fótleggur fjarlægður af honum.
Atvikið „eðlileg viðbrögð“
við ofbeldi
Ísraelska útvarpið fékk í gær upp-
hringingu frá manni sem sagði Ham-
as-samtökin bera ábyrgð á verkinu.
Að sögn fjölskyldu mannsins, sem
vann fyrir ísraelskt rútufyrirtæki við
keyrslu á Palestínumönnum frá
Gaza-svæðinu til vinnu í Ísrael, var
hann ekki í neinum tengslum við
Hamas. Að sögn bróður hans, Huss-
ein, hafði hann tekið dráp ísraelskra
hermanna á palestínskum börnum
mjög nærri sér. „Atvikið í gær voru
eðlileg viðbrögð.“
Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-
manna, sagði að árásin væri svar við
stigvaxandi hernaðaraðgerðum af
hálfu ísraelska hersins „sem hafa
bein áhrif á tilfinningar allra Palest-
ínumanna“. Síðar í gær sagðist hann
vera á móti öllu ofbeldi.
Starfandi forsætisráðherra Ísra-
els, Ehud Barak, sagði árásina við-
bjóðslega. Ísraelar lokuðu Vestur-
bakkanum og Gaza-svæðinu í kjölfar
hennar.
Ariel Sharon, væntanlegur for-
sætisráðherra Ísraels, sagði að hert
öryggisgæsla í Ísrael yrði forgangs-
verkefni undir stjórn hans.
Ekki hafa fleiri Ísraelar látist í
árás Palestínumanna síðan 1997.
Þetta er einnig mannskæðasta árás
síðan átökin milli Ísraela og Palest-
ínumanna brutust út í septemberlok.
Um 400 manns hafa látist í þeim, þar
af 330 Palestínumenn. Undanfarna
daga hefur ofbeldi heldur aukist og
talsmaður Hamas, Ismail Abu Shan-
ab, var loðinn í svörum þegar hann
var spurður að því hvort Hamas bæri
ábyrgð á ódæðinu.
Palestínskur ökumaður ók rútu á hóp Ísraela
Bush fordæmir
árásina harðlega
Azur. AP, AFP.
AP
Sjálfboðaliðar úr röðum rétttrúaðra gyðinga mættu til að hreinsa til á slysstað í gær.
FRAMFARAFLOKKURINN tapar fylgi í nýrri
skoðanakönnun sem birt var í gær en var gerð áður
en afleiðingar ásakana um kynferðislegt ofbeldi
skullu á flokknum af fullum krafti. Lars Kristian
Helming, meðlimur í Framfaraflokknum, sagði í
gær að hann myndi gefa lögreglunni í Bergen upp-
lýsingar um nöfn níu manns sem hafa verið beittir
kynferðislegu ofbeldi innan flokksins. Um er að
ræða sjö konur og tvo karlmenn, en áður höfðu
komið fram sautján ára stúlka sem segir Terje Sø-
viknes, fv. varaformann flokksins, hafa nauðgað sér
og 21 árs kona, Cathrin Rustøen, sem segir ónafn-
greindan frammámann í flokknum hafa nauðgað
sér.
Í fyrsta skipti í marga mánuði mælist stuðningur
við Framfaraflokkinn undir 20% en flokkurinn hef-
ur sl. hálfa árið mælst annar stærsti flokkur Nor-
egs. Verkamannaflokkurinn fer hins vegar yfir 30%
í fyrsta sinn síðan sl. haust. Skoðanakönnunin var
gerð fyrir Dagbladet og norska ríkisútvarpið,
NRK, dagana 9.-12. febrúar. Hneykslismálin hafa
því ekki áhrif nema að litlu leyti.
Búist við enn meira
fylgistapi á næstunni
Samt sem áður minnkar fylgi Framfaraflokksins
um 1,7% og er búist við að skoðanakannanir sem
birtar verða í dag muni sýna enn frekara fylgistap.
Hægriflokkurinn mælist þriðji stærsti flokkur Nor-
egs með 17,7% fylgi. Helming var yfirheyrður á lög-
reglustöðinni í Bergen í gær. Hann er meðlimur í
flokknum og hefur hjálpað þeim sem halda því fram
að þeim hafi verið nauðgað eða þeir verið beittir ein-
hvers konar kynferðislegu ofbeldi innan flokksins.
Hann studdi m.a. Cathrin Rustøen sem greindi frá
því á fundi flokksins sl. laugardag að sér hefði verið
nauðgað af frammámanni í flokknum.
Á þriðjudagskvöld bað formaður Óslóardeildar
Framfaraflokksins, Chim Kjølner, um lausn frá
skyldustörfum, vegna orðróms um að hann hefði
nauðgað Cathrin Rustøen. Kjølner vísar ásökunum
á bug.
Maður í norska Framfaraflokknum nafngreinir níu fórnarlömb til viðbótar
Flokkurinn tapar fylgi
Ósló. Morgunblaðið.
„ÉG er mikill aðdáandi hennar,
hún á skilið athygli, ekki satt?“
var svar ungs Hollendings við
spurningunnni hvers vegna
hann hefði nefnt tölvuvírus eftir
rússnesku tennisstjörnunni
Önnu Kournikovu. Hollending-
urinn sem handtekinn var í gær
vissi að sögn lögreglu ekki hvað
hann var að gera þegar hann
setti vírusinn af stað til milljóna
tölvunotenda
um heim all-
an. Yfirvöld
leystu mann-
inn úr haldi
þegar í gær
og sögðu
brotið ekki
þess eðlis að
þau hefðu
heimild til að
halda honum
lengur. Sak-
sóknari mun ákveða síðar hvort
hann verður sektaður eða lát-
inn sæta fangavist. Maðurinn
gæti átt á hættu allt að fjög-
urra ára fangavist. Ekki var
greint frá nafni hans í gær en
hann mun búa í bænum Sneek,
100 km norðaustur af Amst-
erdam.
Sérstök tölvusveit hollensku
lögreglunnar hafði ekki hug-
mynd um að sökudólgurinn
væri hollenskur en sænska fyr-
irtækið Atremo mun hafa kom-
ist á slóð hans og greint FBI,
bandarísku alríkislögreglunni,
frá. Maðurinn gaf sig hins veg-
ar sjálfur fram áður en hún
greip til aðgerða. „Þegar hann
gerði sér grein fyrir því sem
hann hafði gert ákvað hann í
samráði við foreldra sína að
fara til lögreglunnar.“
Margfaldaðist hratt
Tennisormurinn, eins og vír-
usinn er nefndur, fór að berast
milli tölva víðsvegar um heim á
mánudagskvöld og þar sem
hann margfaldast mjög hratt
og sendir sjálfan sig áfram í
tölvupósti olli hann sums staðar
miklu álagi á tölvupóstkerfi fyr-
irtækja með þeim afleiðingum
að vefþjónar biluðu eða mjög
hægði á tölvupóstsamskiptum.
Viðtakendur tölvuormsins
fengu tölvupóst sem sagði að
þeim hefði borist mynd af
rússneska tennisleikaranum
Önnu Kournikovu. Þegar reynt
var að opna viðhengið til að sjá
myndina sendi ormurinn sjálfan
sig á öll netföng í netfangaskrá
tölvunnar. Ormurinn mun þó
einungis hafa getað þetta í
tölvupóstforritinu Outlook frá
Microsoft.
Fákunnandi
tölvuþrjótur
Gaf sig
fram
Amsterdam. AP.
Anna
Kournikova
ÞÝSKA stjórnin samþykkti í gær
að leggja fram frumvarp um endur-
skoðun vinnulöggjafarinnar, sem
sniðið er að kröfum verkalýðshreyf-
ingarinnar. Atvinnurekendur og
efnahagssérfræðingar leggjast ein-
dregið gegn frumvarpinu og segja
herta vinnulöggjöf vera það síðasta
sem Þýskaland þurfi á að halda um
þessar mundir.
Endurskoðun vinnulöggjafarinn-
ar hefur valdið miklum deilum í
Þýskalandi undanfarnar vikur.
Ágreiningur ríkir milli vinnumála-
ráðherrans, Walters Riester, sem
var áður verkalýðsforingi, og
Werners Müller efnahagsmálaráð-
herra, sem vill að frumvarpinu
verði breytt til hagsbóta fyrir
minni fyrirtæki. Kanslarinn, Ger-
hard Schröder, styður sjónarmið
Riesters og hefur það vakið upp
getgátur um að Müller muni segja
af sér.
Dregur úr sveigjanleika
Núgildandi lög um vinnumál,
sem eru frá árinu 1972, kveða á um
rétt launþega til að stofna nefndir
til að gæta hagsmuna sinna á
vinnustað, en til hagsmuna telst allt
frá því að tryggja niðurgreiddar
máltíðir til eftirlits með samninga-
gerð og réttar til að andmæla upp-
sögnum. Með endurskoðun laganna
verður lágmarksfjöldi þeirra starfs-
manna, sem nauðsynlegur er til að
gera kröfu um stofnun hagsmuna-
nefndar, lækkaður. Fyrirtækjum er
einnig gert skylt að gefa starfs-
mönnum sínum leyfi til að sækja
fundi hagsmunanefnda og nefnd-
irnar munu auk þess fá veigameira
ráðgjafarhlutverk þegar kemur að
uppsögnum.
Samtök atvinnurekenda hafa
lagst á eitt um að gagnrýna frum-
varpið og segja það draga úr mögu-
leikum fyrirtækja á að bregðast við
sveiflum á mörkuðum og gera
minni fyrirtæki tregari til að ráða
nýtt starfsfólk. Einnig er óttast að
breytingarnar muni draga úr áhuga
fjárfesta á þýskum fyrirtækjum.
Frumvarp um herta
vinnulöggjöf í Þýska-
landi veldur deilum
Atvinnu-
rekend-
ur æfir
Berlín. AP.