Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 9
Ljósakrónur Bókahillur
Borðstofustólar Íkonar
Borðstofusett í úrvali
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
Útsölulok
40-70% afsláttur
Verð áður Verð nú
Skyrtur 6.990 3.495
Rúllukr.peysur 6.790 3.395
Vaxjakkar 22.790 11.395
Jakkapeysur 13.690 6.845
Jakkar 28.490 14.245
Kápur 33.990 16.995
Golfjakkar 11.390 3.417
Golfbuxur 7.990 2.397
Mikið úrval af mohairpeysum
Kringlunni - Sími 581 2300
Verð áður Verð nú
Bómullarpeysur 3.390 1.695
Buxur 5.990 3.800
Buxur 5.990 2.995
Peysur 8.990 4.495
Úlpur 16.990 8.495
Jakkar 22.790 11.395
Leðurjakkar 34.990 24.493
Golfblússur 7.990 2.397
Ullartreflar 2.300 1.150
Á horni Laugavegs og Klapparstígs
sími 552 2515
Sígild verslu
n
Funkis
stólar og sófasett
í úrvali
ÚTSALA
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavík , sími 562 2862
Síðasta vika
20% aukaafsláttur
Hverfisgötu 78, sími 552 8980
Útsala
Síðustu dagar útsölu
40% aukaafsláttur
Opið laugardag
frá kl. 10-16
STJÓRN Heilbrigðisstofnunarinnar
íÍsafjarðarbæ samþykkti sl. mánu-
dag að ganga til samninga við Ís-
lenska erfðagreiningu um flutning
heilsufarsupplýsinga úr sjúkra-
skrám í miðlægan gagnagrunn á
heilbrigðissviði. Nokkur ágreiningur
var í stjórninni um afgreiðsluna.
Magdalena Sigurðardóttir, formað-
ur stjórnarinnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að hún hefði lát-
ið bóka að hún vildi fresta afgreiðslu
málsins þar til samkomulag lægi fyr-
ir á milli Læknafélags Íslands og ÍE.
Magdalena sagðist telja mikilvægt
að sátt væri á milli lækna og og ÍE
um samþykki sjúklinga við flutningi
gagna í grunninn en meirihluti
stjórnarinnar hefði samþykkt að
ganga til samninga við ÍE.
Læknaráð lýsti einróma
stuðningi við samstarfið
Læknaráð Heilbrigðisstofnunar-
innar hafði áður lýst einróma stuðn-
ingi við samstarfið við ÍE og mun
það vera í fyrsta skipti sem læknaráð
heilbrigðisstofnunar lýsir sig sam-
þykkt slíkum samningum um aðgang
að sjúkraskrám til flutnings í gagna-
grunninn.
Að sögn Magdalenu liggja fyrir
drög að samningi sem eru í meginat-
riðum sambærileg þeim samningum
sem ÍE gerði við níu heilbrigðis-
stofnanir í desember sl.
Viðræður standa yfir á milli ÍE og
fjölda annarra heilbrigðisstofnana.
Að sögn Haraldar Flosa Tryggva-
sonar, framkvæmdastjóra starf-
rækslunefndar gagnagrunnsins,
stendur nú yfir önnur samningalotan
í framhaldi af þeim samningum sem
ÍE gerði í desember sl. Ganga þær
viðræður ágætlega og kvaðst Har-
aldur gera ráð fyrir að niðurstaða
gæti legið fyrir fljótlega en þar er
einkum um að ræða stærstan hluta
heilsugæslustöðva á landinu.
Heilbrigðisstofnunin á Ísafirði ætlar að semja við ÍE
Stjórnarformaður vildi bíða
samkomulags ÍE og LÍ
RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt-
að leggja fyrir Alþingi frumvarp til
laga um stofnun hlutafélags um
Orkubú Vestfjarða að tillögu Val-
gerðar Sverrisdóttur iðnaðarráð-
herra.
Í frumvarpinu er lagt til að iðn-
aðarráðherra, í samráði við fjár-
málaráðherra og sameigendur ríkis-
sjóðs í Orkubúi Vestfjarða, verði
falið að undirbúa stofnun hluta-
félagsins. Stofna skal félagið eigi síð-
ar en 1. júní nk. Þegar hlutafélagið
hefur verið stofnað mun stjórn þess
undirbúa yfirtöku á rekstri Orkubús
Vestfjarða, t.d. með ráðningu fram-
kvæmdastjóra, starfsmanna og
samningum við Lífeyrissjóð starfs-
manna ríkisins um áframhaldandi
aðild starfsmanna að lífeyrissjóðn-
um. Þegar þessu er lokið getur
hlutafélagið yfirtekið starfsemi
Orkubús Vestfjarða.
Í kjölfar stofnunar hlutafélagsins
verða teknar upp viðræður við ein-
stök sveitarfélög um kaup ríkisins á
hlutum þeirra í Orkubúi Vestfjarða
hf. Eignarhluti ríkissjóðs er í dag
40% en eignarhlutir sveitarfélag-
anna nema samtals 60% og skiptast
þeir í samræmi við íbúatölu hverju
sinni.
Orkubú Vestfjarða
Stefnt að stofn-
un hlutafélags
fyrir 1. júní
DILBERT mbl.is