Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 10

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 10
FRÉTTIR 10 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ HALLDÓR Ásgrímsson, starfandi heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra, segir að hefjist málaferli vegna nýsettra laga um almanna- tryggingar liggi ljóst fyrir að sú niðurstaða sem fæst fyrir dómstól- um gildir ekki eingöngu fyrir þann einstakling sem kærir heldur alla þá einstaklinga sem hlut eiga að máli. Þetta kom fram í svari ráð- herrans við fyrirspurn Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í vik- unni. Í spurningu Ástu Ragnheiðar kom fram að 26. janúar sl. lýsti lög- maður Öryrkjabandalags Íslands því yfir í bréfi til Tryggingastofn- unar að allir þeir öryrkjar sem fengju greitt samkvæmt nýsettum lögum um tekjutryggingu almanna- trygginga tækju við greiðslum sín- um með þeim fyrirvara að þeir teldu greiðslurnar ekki í samræmi við niðurstöðu dóms Hæstaréttar. Þeir áskildu sér rétt til þess að krefja Tryggingastofnun um það sem á vantar. Farið var fram á að Tryggingastofnun féllist á þennan fyrirvara fyrir alla þessa öryrkja með undirskrift, en greiðslur væru lagðar inn á reikninga þannig að menn kvitta ekki eða skrifa undir greiðslurnar, og því væri ekki hægt að setja fyrirvara með þeim hætti. Sagði þingmaðurinn að Trygg- ingastofnun hefði neitað að fallast á að Öryrkjabandalagið væri fulltrúi þessara einstaklinga, þrátt fyrir að bandalagið hefði verið fulltrúi þeirra í málarekstri sem öllum ætti að vera kunnur, og því ekki skrifað undir fyrirvarann. „Þar sem heilbrigðisráðuneytið og Tryggingastofnun hafa ekki vald til að ákveða hverjir koma fram í um-boði þessara öryrkja hefur Ör- yrkjabandalagið ítrekað fyrirvar- ann og lýst hann bindandi fyrir hönd umbjóðenda sinna. Það hafa þeir gert bréflega til Trygginga- stofnunar ríkisins,“ sagði Ásta Ragnheiður. Hefjist málaferli vegna laga um almannatryggingar Ráðherra segir að niður- staða myndi gilda fyrir alla 70. fundur hefst á Alþingi kl. 10.30 og eru alls 28 mál á dagskránni: 1. Samningar um sölu á vöru milli ríkja, stjtill., . – F. umr. 2. Breyting á VII. viðauka við EES-samninginn (starfsmennt- un), stjtill., 444. mál, Þskj. 710. – F. umr. 3. Breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskipta- þjónusta), stjtill., 445. mál, Þskj. 711.–F. umr. 4. Breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn (vinnuréttur), stjtill., 446. mál, Þskj. 712. – F.umr. 5. Breytingar á XIII. viðauka við EES-samninginn (flutninga starfsemi), stjtill., – F.umr. 6. Lögleiðing ólympískra hnefa- leika, frvFrh. 1. umr. 7. Óhefðbundnar lækningar, Þáltill., 173. mál, Þskj. 176. F.umr. 8. Suðurnesjaskógar, Þáltill. , 174. mál, Þskj. 181. – F.umr. 9. Réttindi og skyldur starfs- manna ríkisins, frv., – 1. umr. 10. Kjarasamningar opinberra starfsmanna, frv 1. umr. 11. Könnun á áhrifum fiskmark- aða, Þáltill., 243. mál, Þskj. 268.– F. umr. 12. Sjálfbær atvinnustefna, Þál- till., 253. mál, Þskj. 278. – F. umr. 13. Stofnun og rekstur tónminja- safns á Stokkseyri, F. umr. 14. Tónminjasafn, Þáltill., 267. mál, Þskj. 295. – F. umr. 15. Mennta- og fjarkennslumið- stöðvar, – F. umr. 16. Skattfrádráttur meðlags- greiðenda, Fyrri umr. 17. Bókaútgáfa, Þáltill., 271. mál, Þskj. 299. – Fyrri umr. 18. Vetraríþróttasafn, Þáltill., 273. mál, Þskj. 301. – F. umr. 19. Sjálfbær orkustefna, Þáltill., 274. mál, Þskj. 302. – F. umr. 20. Lífeyrissjóður sjómanna, frv.,292. mál, Þskj. 323. – 1.umr. 21. Búfjárhald og forðagæsla o.fl., frv., 298. mál, Þskj. 336. – 1.umr. 22. Grunnskólar, frv., 299. mál, Þskj. 337. – 1. umr. 23. Stjórn fiskveiða, frv., 329. mál, Þskj. 428. – 1. umr. 24. Fiskveiðar utan lögsögu Ís- lands, frv., 330. mál, Þskj. 429. 1. umr. 25. Textun íslensks sjónvarps efnis, Þáltill., – F. umr. 26. Villtur minkur, Þáltill., 334. mál, Þskj. 434. – F. umr. 27. Réttur til fiskveiða á eigin bát minni en 30 brl., frv., – 1.umr. 28. Verslun með áfengi og tób ak,frv., 390. mál, Þskj. 640. – 1.umr. GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra hefur lagt fram á Alþingi frum- varp til laga um breytingu á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Um er að ræða breytingu á lög- um nr. 25 frá 1993. Í frumvarpinu eru annars vegar gerðar breytingar á núgildandi sjúk- dómaskrá, í þá átt að aðlaga hana al- þjóðlegum stöðlum, en hins vegar er felld niður dýrasjúkdómanefnd sem aldrei hefur verið skipuð og færa skyldur hennar að nokkru leyti yfir til yfirdýralæknis og að nokkru leyti til dýralæknaráðs sem skipað er af land- búnaðarráðherra. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að nauðsynlegt sé að nú- gildandi sjúkdómaskrá verði löguð að alþjóðlegum stöðlum. Leitast sé við að samræma listann í takt við reglur Alþjóðadýrasjúkdómastofnunarinnar í París (OIE) en hingað til hafi þess ekki verið gætt. Ísland hafi í áratugi átt aðild að stofnuninni og hafi því ákveðnum skyldum að gegna í sam- bandi við skráningar og tilkynningar dýrasjúkdóma sem vart verður hér á landi. Breytingin greiði fyrir allri skrán- ingarvinnu um leið og hún einfaldi öll samskipti við erlend ríki á sviði dýra- heilbrigðis. Áherslur hafi breyst hvað varði viðbrögð við einstaka sjúkdóm- um og nýir sjúkdómar jafnvel gert vart við sig sem ekki séu taldir upp í sjúkdómaskránni frá 1993. Breyting á lögum um dýrasjúk- dóma ÞINGMENNIRNIR Þorgerður Gunnarsdóttir, Einar M. Sigurðsson, Krist- inn H. Gunnarsson og Vilhjálmur Egilsson hlýða á umræður. Hlýtt á umræður Morgunblaðið/Golli JÓNAS Jónsson, fyrr- verandi framkvæmda- stjóri, lést 8. febrúar síðastliðinn, 88 ára að aldri. Jónas var um ára- tugaskeið fram- kvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar að Kletti í Reykjavík. Jónas fæddist á Seyð- isfirði 30. ágúst 1912 og ólst þar upp. Hann lauk verslunarskólaprófi frá Verslunarskóla Íslands 1931 og í framhaldi af því stundaði hann versl- unarstörf við verslun föður síns á Seyðisfirði. 1943 varð hann fram- kvæmdastjóri Síldarbræðslunnar á Seyðisfirði og árið 1953 tók hann við starfi framkvæmdastjóra hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunni að Kletti. Hann gegndi framkvæmda- stjórastöðu í báðum þessum fyrir- tækjum til ársins 1956 er hann hætti starfi hjá Síldarbræðslunni á Seyð- isfirði og starfaði eftir það eingöngu sem framkvæmdastjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðj- unnar að Kletti. Þar lét hann af störfum 1988. Jónas var í bæjar- stjórn Seyðisfjarðar- kaupstaðar 1942-1950. Hann var í stjórn Vinnuveitendasam- bands Íslands, í stjórn Félags íslenskra fiski- mjölsframleiðenda og kjörinn heiðursfélagi þess 1987, í stjórn Verðlagsráðs sjávar- útvegsins, í stjórn Félags íslenskra botn- vörpuskipaeigenda og Landssam- bands íslenskra útgerðarmanna. Jónas var sæmdur riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 17. júní 1976. Eftirlifandi eiginkona hans er Kristín Ingvarsdóttir og börn þeirra eru Jón Gunnlaugur læknir og Inga Marta hjúkrunarfræðingur. Útför Jónasar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, föstudag, kl. 13.30. Andlát JÓNAS JÓNSSON HJÁLMAR Árnason al- þingismaður hefur lýst því yfir að sækist eftir að vera kjörinn ritari Framsókn- arflokksins á næsta flokksþingi sem haldið verður í mars. Hann hefur áður verið orðaður við kjör til varaformennsku. „Ég hef verið að fá hvatningu til þess að fara í forystusveit flokksins. Ég sé ekki annað en að það verði glæsi- legt mannval í framboði til varafor- manns. Ég hef lengi talað fyrir því innan flokksins að það þurfi að leggja mikla áherslu á endurskipu- lagningu, innra starfið, kynningar- og skipulagsmál innan flokksins. Hlutverk ritara er að sinna því. Rit- ari innan Framsóknarflokksins hef- ur jafnan haft aðra stöðu en ritarar annarra stjórnmálaflokka. Með lagabreytingum sem vænt- anlega fara í gegnum flokksþingið verður hlut- verk ritara aukið enn frekar í þessa átt. Ég tel að í ljósi líklegra frambjóðenda til varaformanns og í ljósi menntunar minnar og áhugasviðs, nýtist kraftar mínir í þágu flokksins best með þessum hætti,“ segir Hjálmar. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- is- og tryggingamálaráðherra, er núverandi ritari flokksins. Hjálmar segir að hún hafi verið fyrsta mann- eskjan sem hann talaði við eftir að hann tók sína ákvörðun. Framboðið sé gert með fullri virðingu fyrir henni. Ingibjörg er í veikindafríi og ekki stödd á landinu. Hún hefur ekki gefið út hvort hún sækist eftir endurkjöri. Framsóknarflokkurinn Hjálmar Árna- son gefur kost á sér í stöðu ritara Hjálmar Árnason ÞORGEIR Pálsson flugmálastjóri segir að ekki gangi upp að hafa að- eins 1.000 metra flugbrautir fyrir miðstöð innanlandsflugs á Íslandi, eins og miðað er við í hugmyndum Gísla Halldórssonar arkitekts um breytt skipulag Reykjavíkurflug- vallar. Hugmynd hans gengur út á að reisa lítinn flugvöll í Vatnsmýr- inni sem geti þjónað innanlands- fluginu. Telur Gísli nægilegt að hafa tvær brautir, sem báðar verði um 1.000 m að lengd, sem færðar verði að hluta til út í Skerjafjörð og minnki flugvallarsvæðið um 116 hektara. Að sögn Þorgeirs eru ekki marg- ar flugvélar sem geta nýtt sér svo stuttar brautir og því yrði flugvöll- urinn bara fyrir smáflugvélar. Hann telur því af og frá að flug- völlur með svo stuttum brautum fullnægi þörfum miðstöðvar í inn- anlandsflugi. Áhersla verður lögð á þotur í framtíðinni „Þróunin í gerð flugvéla er held- ur ekkert í þessa áttina. Það sem menn eru að taka upp á þessum flugleiðum er áhersla á framleiðslu á þotum sem þurfa lengri flug- brautir, ekki skemmri. Þannig að allir peningar í þróun flugvéla fyr- ir þessar skemmri flugleiðir eru í þotunum og ekki verið að leggja áherslu á að stytta flugbrautirn- ar.“ Að sögn Þorgeirs hafa allar vél- ar reynst mjög dýrar í rekstri sem framleiddar hafa verið fyrir stutt- ar flugbrautir. Því hafi lítil áhersla verið lögð á að þróa slíkar vélar, nema þá helst til hernaðarnota. Flugmálastjóri um tillögur Gísla Halldórssonar arkitekts Stuttar flugbraut- ir nægja ekki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.