Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 24

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 24
ERLENT 24 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ BJÖRGUNARSVEITIR leituðu í gær í að fólki í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum sem reið yfir austurhluta El Salvador í fyrradag. Að minnsta kosti 237 manns fórust og 1.695 slösuðust í skjálftanum og óttast er að dán- artalan hækki. „Forgangsverkefni okkar er að bjarga mannslífum,“ sagði Franc- isco Flores, forseti El Salvador, í sjónvarpsávarpi. „Verið er að bjarga börnum og þeim sem eru enn grafnir í rústunum og flytja hina slösuðu á sjúkrahús.“ Flores sagði að allt að helm- ingur húsanna í bænum San Vin- cente, um 60 km austan við höf- uðborgina, hefði hrunið og 70-80% þriggja nálægra bæja, San Emigd- io, Guadalupe og Verapaz, hefðu eyðilagst. Skjálftinn mældist 6,6 stig á Richters-kvarða og varð nákvæm- lega mánuði eftir 7,6 stiga jarð- skjálfta sem varð rúmlega 800 manns að bana í El Salvador. Hundraða manna er enn saknað eftir fyrri skjálftann sem varð til þess að aurskriða féll á eitt af út- hverfum höfuðborgarinnar, San Salvador, og eyðilagði þúsundir húsa. Jarðskjálftinn í fyrradag varð klukkan 8.22 um morguninn að staðartíma og hundruð manna grófust undir rústum í héruðunum La Paz, Cuscatlan og San Vicente, nálægt höfuðborginni. Að minnsta kosti 2.200 hús eyðilögðust í þess- um héruðum. Fólkið er skelfingu lostið og margir sofa á götunum Björgunarsveitir héldu leitinni áfram í rústum íbúðarhúsa, skóla og kirkna í fyrrinótt og þjóðvarð- liðar framfylgdu útgöngubanni sem sett var til að koma í veg fyrir gripdeildir. Margir íbúanna á hamfarasvæð- unum óttuðust fleiri eftirskjálfta og sváfu á götunum. Aðrir opnuðu dyr og glugga á húsunum til að geta forðað sér ef öflugur skjálfti riði aftur yfir. „Börnin hafa ekki enn náð sér af áfallinu sem þau urðu fyrir í fyrri skjálftanum og óttast að veggirnir hrynji í hvert sinn sem þau verða vör við eftirskjálfta,“ sagði einn íbúanna. Að minnsta kosti fimm skóla- börn og kennari þeirra létu lífið þegar skóli þeirra jafnaðist við jörðu í þorpinu Candelaria, nálægt bænum Cojutepeque, um 30 km austan við höfuðborgina. Fimmtán önnur börn í þorpinu grófust undir braki í skjálftanum. Meira en 60 eftirskjálftar riðu yfir svæðið í fyrradag og hundruð skrifstofumanna hlupu í ofboði út á göturnar. Loka varð skólum þar sem nemendurnir voru skelfingu lostnir vegna skjálftanna. Jarðskjálftans varð einnig vart í grannríkjunum Hondúras og Gvatemala. Fjórir biðu bana í San Salvador en eignatjónið í borginni var ekki mikið. Annar öflugur jarðskjálfti í El Salvador á einum mánuði veldur miklu eigna- og manntjóni Á þriðja hundrað manns lét lífið San Salvador. Reuters, AP. AP Kona lyftir járnplötu úr þaki skóla sem hrundi í bænum Candelaria í El Salvador í jarðskjálftanum á þriðjudag.                                    !    #  $ # % $ & ' (                      ! " ! !!    #$ %&' ()( ' # !*+', - +.  - +. / 0/11 . + 2 / 34/11 . 5''  5 6                TVEIR óbreyttir borgarar voru við stjórnvölinn þegar bandaríski kjarnorkukafbáturinn Greeneville rakst á og sökkti japönsku skóla- skipi. Með því fórust níu manns. Skýrði talsmaður bandaríska sjó- hersins frá þessu í fyrradag. Hafa upplýsingarnar vakið reiði í Japan. Conrad Chun, talsmaður Kyrra- hafsflotans, sagði, að tveimur óbreyttum borgurum í hópi 16 gesta um borð hefði verið leyft að taka þátt í æfingu sem fólst í því að koma kafbátnum hratt upp á yf- irborðið. Nefndi hann ekki við hvaða tæki þeir hefðu verið en lagði áherslu á, að þeir hefðu verið í umsjón reyndra manna. Eftir öðrum, en ónefndum, embættis- manni í varnarmálaráðuneytinu er haft, að annar gestanna hafi verið við sjálf stjórntækin en ekkert benti þó til, að það hefði átt nokk- urn þátt í slysinu. Þó telja sumir ekki það ekki útilokað, að nærvera gestanna hafi truflað athygli áhafnarinnar. Alvarlegt kæruleysi Þessar upplýsingar hafa vakið reiði í Japan og japönsk stjórnvöld hafa lýst yfir sérstökum áhyggjum sínum vegna þeirra. Segja þau og talsmenn japanskra sjómanna, að það sé ótrúlegt, að óbreyttum borgurum, sem ekkert kunni til verka, skuli hafa verið leyft að stjórna kafbátnum og það meira að segja þegar verið var að æfa bratt ris samkvæmt neyðaráætlun. Lík- lega hafi tilgangurinn verið sá að hrífa gestina en sýni um leið alvar- legt kæruleysi. Ryoichi Miya, fyrsti stýrimaður á japanska skólaskipinu Ehime Maru, sagði í gær, að áhöfnin hefði fengið lítinn tíma til að koma sér frá borði eftir að kafbáturinn hafði rifið botninn undan því að hluta. Hefði mikið öngþveiti verið um borð enda hefði enginn áttað sig á hvað um var að vera fyrr en skipið var farið að sökkva. Bandaríkjamenn hafa verið hvattir til að ná skólaskipinu upp en talið er, að lík þeirra níu, sem saknað er, séu enn um borð. Til að kanna hvort það er unnt hefur bandaríski sjóherinn sent á vett- vang fjarstýrðan smákafbát. Óánægjan með Mori vex enn Hugsanlegt er, að slysið verði til að fella Yoshiro Mori, forsætisráð- herra Japans, en framkoma hans í sambandi við það sætir sívaxandi gagnrýni. Þykir Mori hafa gerst sekur um hvert klúðrið á fætur öðru á forsætisráðherraferli sínum en að hann skyldi halda áfram golfleik eftir að hann frétti af slys- inu sl. laugardag er í margra aug- um korniðsem fyllir mælinn. Japanskir fjölmiðlar hafa sagt frá gagnrýni ýmissa stjórnarþing- manna á Mori og haft er eftir Mah- ito Nakajima, flokksbróður Moris, að það gangi ekki lengur, að for- sætisráðherrann skuli hneyksla landa sína næstum vikulega. Sam- kvæmt skoðanakönnunum eru að- eins 14% Japana sátt við Mori sem forsætisráðherra. Japanir reiðir vegna nýrra upplýsinga um árekstur kafbáts og skólaskips Tveir gestir um borð voru við stjórnvölinn AP Bandaríkjamenn ætla að nota fjarstýrt köfunartæki til að kanna hvort unnt er að ná japanska skólaskipinu upp af hafsbotni. Hér er verið að setja það um borð í skip í Pearl Harbor. Washington, Tókýó. AP, AFP. SERBÍUÞING afnam í gær þær hömlur sem settar voru á starfsemi fjölmiðla í valdatíð Slobodans Milosevic, fyrrver- andi forseta Júgóslavíu, og til athugunar er að reka þá dóm- ara sem þjónuðu undir fyrrver- andi stjórn. Er litið á það sem undirbúning undir málshöfðun gegn Milosevic. Fjölmiðlalögin, sem sett voru í október 1998, ollu því, að óháðir fjölmiðlar, sem gagn- rýndu stjórn Milosevic, voru dæmdir til að greiða háar sekt- ir eða þeim lokað. Nú var sam- þykkt með 142 atkvæðum gegn 47 að afnema lögin. Þingið ræddi einnig hugsan- legan brottrekstur dómara, sem tóku við beinum fyrirskip- unum frá stjórn Milosevic, og fyrir því lá einnig að skipa aftur í embætti 16 dómara sem voru reknir í fyrra fyrir að gagnrýna ósjálfstæði dómskerfisins. Þá er fyrirhugað að skipa nýja saksóknara og búa með því í haginn fyrir réttarhöld yfir Mi- losevic. Eru sakargiftirnar stríðsglæpir og spilling. Hart hefur verið lagt að Júgóslavíustjórn að framselja Milosevic stríðsglæpadóm- stólnum í Haag en hún vill, að hann verði dæmdur í Serbíu. Sumir telja þó ekki útilokað, að hann yrði framseldur að því búnu. Fjöl- miðlalög Milosevic afnumin Belgrad. AP.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.