Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 26

Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 26
ERLENT 26 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ FJÁRMÁLAFYRIRTÆKIÐ UBS Warburg, sem er móðurfyrirtæki PaineWebber, hefur hætt við að fá Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkja- forseta, til að flytja ræðu á væntan- legri ráðstefnu um fjárfestingar í New York. Annð stórfyrirtæki í fjár- málaheiminum, Morgan Stanley Dean Witter, bað nýlega viðskipta- vini sína afsökunar á að hafa greitt Clinton 100 þúsund dollara, um 8,5 milljónir króna, fyrir að flytja ræðu. Vaxandi reiði ríkir nú meðal demó- krata vegna umdeildra náðana for- setans á síðasta degi valdaskeiðsins í Hvíta húsinu og annarra hneykslis- mála sem tengjast fjárreiðum for- setahjónanna, þ. á m. gjafa sem þau tóku með sér úr embættisbústaðnum en hafa nú skilað að einhverju leyti. Repúblikaninn og öldungadeildar- þingmaðurinn Arlen Specter segist efast um að náðanirnar hafi verið lög- legar og gaf jafnvel í skyn að til greina kæmi að þingið legði fram ákæru á hendur forsetanum fyrrver- andi. Aðrir segja að repúblikanar verði að gæta sín á því að fara ekki of- fari í málinu, þá gæti samúð almenn- ings snúist á sveif með Clinton. Þingnefndir ræða náðanir Meðal þeirra sem forsetinn náðaði 19. janúar var fjármálamaðurinn Marc Rich, en fyrrverandi eiginkona hans, Denise Rich, er þekkt fyrir rausnarleg framlög í sjóði demó- krata, glæsilegar veislur og stuðning við Clinton og eiginkonu hans, Hillary Rodham Clinton. Rich var á sínum tíma sakaður um einhver um- fangsmestu skattsvik og fjársvik í sögu landsins en flúði áður en réttað var í málinu og hefur síðan verið bú- settur í Sviss. Dómsmálanefnd öld- ungadeildar Bandaríkjaþings tók málið fyrir í gær og nefnd á vegum fulltrúadeildarinnar er einnig að kanna málavexti. Beiðni um náðun þarf að vera lögð fyrir sérstakan embættismann í dómsmálaráðuneytinu. Roger Adams, er gegndi embættinu áður en repúblikanar tóku við, skýrði í gær við yfirheyrslu hjá dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins frá því að lögfræðingar Hvíta hússins hefðu hringt í sig kvöldið fyrir embættis- töku George Bush og tjáð sér að ekki væri þörf á því að kanna feril nema tveggja manna á listanum yfir þá sem lagt væri til að yrðu náðaðir. Var Rich annar þeirra en ekki var tekið fram að hann hefði flúið land heldur sagt að varla væri hægt að afla mik- illa upplýsinga um mennina vegna þess að þeir „hefðu dvalist árum sam- an erlendis“. Adams sagðist hafa komist að því hjá alríkislögreglunni, FBI, að Rich væri flóttamaður. Hann sagðist hafa faxað samantekt um meint afbrot Rich til embættismanna Clintons. Adams var þá beðinn um að senda þeim það sem hann hefði fengið hjá FBI. Sjálfur undirritaði Adams skjöl um náðunina eftir 20. janúar en seg- ist aðeins hafa verið að afgreiða málið af hendi ráðuneytisins; Clinton hefði verið búinn að taka ákvörðunina. Margir áhrifamenn demókrata segjast vera orðnir þreyttir á enda- lausum hneykslismálum sem fylgt hafa Clinton. Þeir eru hvassyrtir um náðanirnar og efast nú um að hann verði áfram í forystuliði flokksins vegna þess að hann sé stöðugt að ger- ast sekur um athafnir sem erfitt sé að verja. Sumir gagnrýnendanna eru gamlir og áður eindregnir stuðnings- menn Clintons á erfiðum tímum. „Með því að náða þá sem flúið hafa (undan réttvísinni) er verið að snúa öllu á haus í dómskerfinu,“ sagði Charles Schumer, öldungadeildar- þingmaður frá New York. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður frá Kaliforníu, sagðist hafa áhyggjur „ekki einvörðungu vegna náðunar Rich heldur margra annarra“ sem Clinton náðaði á síðasta embættis- degi sínum. Patrick Leahy frá Vermont segist vera ósamþykkur þeirri ákvörðun forsetans að náða Rich. Barney Frank, sem er fulltrúadeildarþing- maður frá Massachusetts og studdi ákaft Clinton er reynt var að víkja honum úr embætti vegna Lewinsky- málsins, gagnrýnir Clinton harka- lega, að sögn The Washington Post. „Þetta veldur honum tjóni og minnkar líkurnar á að hann geti unn- ið fyrir málstað sem hann trúir á,“ sagði Frank. Aðrir benda á að athygli fólks og fjölmiðla beinist eingöngu að Clinton og vandræðum hans en ekkert að mikilvægum málum sem demókratar reyni að koma á framfæri. Þannig hafi blaðamannafundur þeirra um væntanlegar skattalækkanir Bush forseta og gagnrýni á tillögur hans fallið í skuggann af Rich-málinu. Ónafngreindur aðstoðarmaður hjá þingflokki demókrata í fulltrúadeild- inni var bálreiður. „Það skiptir engu hvað við gerum, svarta skýið sem fylgir Clinton fylgir okkur eftir hvert sem við höldum,“ sagði maðurinn. „Maður lærði að sætta sig við þetta meðan hann var forseti ... en nú þegar hann er hættur þurfum við samt að fást við þetta. Þingmennirnir eru löngu búnir að fá sig fullsadda af þessu.“ Annar sagði að mörgum fyndist sem Clinton hefði svikið þá sem hefðu á sínum tíma hætt miklu til að styðja hann og það minnsta sem hann hefði getað gert væri að hætta með reisn. Svar Clintons öldunga- deildarþingmanns Denise Rich hefur að sögn gefið um 450.000 dollara, um 38 milljónir króna, til að stofna bókasafn er kennt verður við Clinton. Einnig hefur hún látið 1,1 milljón dollara, 94 milljónir króna, renna til flokkssjóðs demó- krata og að minnsta kosti 109 þúsund dollara, rúmar níu milljónir króna, í sjóði Hillary Rodham Clinton er hún barðist fyrir því að ná kjöri sem öld- ungadeildarþingmaður fyrir New York. Forsetafrúin fyrrverandi og nú- verandi þingmaður hefur að sögn fjölmiðla verið spurð um álit sitt á náðun Rich en svörin hafa þótt und- arleg. Hún segist ekki hafa skoðun málinu og ekki hafa haft á því neina skoðun. Demókratar segja að Bill Clinton hefði átt að reyna að skilja við embættið með reisn Kvarta undan „svarta skýinu“ sem elti þá enn Reuters Bill Clinton, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í blökkumannahverfinu Harlem í New York. Hann hefur nú hætt við að leigja dýra skrifstofu við Miðgarð í borginni, sem mjög var gagnrýnt og kallað bruðl með skattfé en kannar hvort annað og ódýrara húsnæði í Harlem henti sér. New York, Washington. AP. NEFND háttsettra fulltrúa frá Evrópusam- bandinu (ESB) hóf á þriðjudag viðræður við ráðamenn í Úkraínu um öryggismál, fjöl- miðlafrelsi og samskipti landsins við Vest- urlönd. Efnt hefur verið til fjöldamótmæla undanfarnar vikur í landinu gegn Leoníd Kútsjma forseta sem sagður er reyna að bæla niður gagnrýni á stjórnvöld með öllum ráðum, hann láti jafnvel myrða andstæðinga sína. Forsetinn segir að ásakanirnar séu lið- ur í samblæstri óþekktra aðila gegn sér en kröfur um afsögn hans hafa notið mikils stuðnings. Í yfirlýsingu Kútsjma og forseta þingsins segir að mótmælin ógni öryggi rík- isins og notaðar verði „allar leyfilegar að- ferðir til að kveða niður slíkar aðgerðir“. Enn eitt stjórnmálahneykslið í Úkraínu leit dagsins ljós á þriðjudag en þá var Júlía Tímosénkó, fyrrverandi aðstoðarforsætis- ráðherra, handtekin og sökuð um smygl og skjalafals. Hún er fertug og sögð hafa komið undan hundruðum milljóna dollara sem hún hafi grætt með því að falsa skjöl um gaskaup í Rússlandi. Áður hafði Tímósénkó verið sök- uð um að hafa staðið fyrir því að rúmur millj- arður dollara, um 90 milljarðar króna, var fluttur ólöglega úr landi. Stjórnarandstaðan hefur birt upptökur af samtölum þar sem forsetinn virðist leggja á ráðin um morð á blaðamanninum Georgí Gongadze er gaf út blað á rússnesku og gagnrýndi Kútsjma óspart. Höfuðlaust lík blaðamannsins fannst í nóvember í skógi skammt frá höfuðstaðnum Kíev en hann hvarf í september. Hafði verið reynt að gera líkið óþekkjanlegt með því að hella yfir það sýru en vegfarandi tók eftir handlegg sem stóð upp úr moldinni. Á myndbandinu, sem öryggisvörður tók upp án vitundar forsetans, sést Kútsjma ræða við helstu ráðgjafa sína, fara svívirðing- arorðum um Gongadze og virðist krefjast þess að þaggað verði niður í honum. Ekkja Gongadze krafðist þess í gær að saksóknarar viðurkenndu að líkið væri af Gongadze eins og DNA-rannsóknir munu þegar hafa leitt í ljós með nær ótvíræðum hætti. Sérfræðingar eru ekki sammála um sönn- unargildi myndbandsins umrædda en sýnd hafa verið fleiri þar sem forsetinn virðist taka við mútum og skipuleggja fölsun á at- kvæðatölum. Er blaðamaður breska blaðsins Financial Times ræddi við Kútjsma vísaði hann því eindregið á bug að hann hefði gefið skipun um að myrða manninn þótt hugsan- legt sé að hann hafi minnst á blaðamanninn í samtali. Segir hann að myndbandið hafi verið falsað og á bak við fölsunina séu „vel skipu- lögð öfl“ sem ráði yfir miklu fé. Líklega hafi verið skeytt saman mörgum myndskeiðum og útilokað sé að öryggisvörðurinn hafi verið einn að verki. „Enn sem komið er get ég ekki sett fram neina kenningu um hvað vakir fyrir þeim sem stóðu fyrir þessu,“ segir forsetinn í viðtalinu. „Er ekki hugsanlegt að þeir hafi fyrst tekið upp einhver ummæli um Gong- adze en síðan myrt hann?“ spurði forsetinn. Hann segist þó vera viss um að samsærið hafi ekki verið skipulagt af stjórnvöldum í er- lendu ríki. Kútsjma bendir á að morðmálið minni svo mikið á hvarf sjónvarpsfrétta- manns í Hvíta-Rússlandi sl. sumar að aug- ljóst sé að þar hafi samsærismenn fengið hugmyndina. Stjórnarerindrekar í Minsk, höfuðstað Hvíta-Rússlands, hafa gefið í skyn að Rússar kunni að hafa átt aðild að hvarfi fréttamannsins. Úkraínumenn eru rúmar 50 milljónir. Efnahagsmál eru þar í miklum ólestri, fátt hefur verið gert til að koma á markaðsskipu- lagi, m.a. vegna andstöðu kommúnista og þjóðin er ein af hinum fátækustu í Evrópu. Um fimmti hluti íbúa Úkraínu er rússnesku- mælandi. Meðal sendimanna ESB eru Javier Solana, talsmaður sambandsins í utanríkis- og varn- armálum. Talið er hugsanlegt að nefndar- menn muni ræða mál Gongadze. Úkraínumenn hafa látið í ljós óskir um að fá aðild að Heimsviðskiptastofnuninni, WTO og eiga allmikið samstarf við Atlantshafs- bandalagið eins og Rússland og fleiri fyrr- verandi sovétlýðeldi. Ótryggt ástand í stjórn- málum Úkraínumanna hefur lengi valdið áhyggjum vestrænna þjóða en landið hefur notið sjálfstæðis frá því að Sovétríkin hrundu 1991. Fundur með Pútín Á mánudag áttu Kútsjma og Vladímír Pút- ín Rússlandsforseti fund í borginni Dnépró- petrovsk í Úkraínu. Úkraínumenn eru háðir Rússum um olíu og skulda þeim mikið en hafa átt í deilum við þá um afnot Rússa á flotabækistöðinni Sevastapol á Krímskaga. Fundur forsetanna gekk þó vel og voru und- irritaðir samningar um samstarf á sviði orku- mála og fleiri sviðum. Þykir Pútín með fund- inum hafa sýnt Kútsjma stuðning í deilum forsetans við stjórnarandstæðinga en margir Úkraínumenn óttast nú að Rússar noti tæki- færið og efli áhrif sín í landinu. Rússar hafa lengi reynt að koma í veg fyrir að Úkraínu- menn auki samvinnu sína við Vesturveldin. „Við hyggjumst starfa með Kútsjma þrátt fyrir pólitísk vandamál,“ sagði Pútín á blaða- mannafundi eftir viðræðurnar. „Mikilvæg- sasta markmiðið er að endurreisa efnahags- leg tengsl ríkjanna sem voru rofin með falli Sovétríkjanna.“ Rússar reyna að endurvekja gömul tengsl við Úkraínu og efla áhrif sín í landinu Kútsjma forseti á í vök að verjast vegna morðásakana Reuters „Kútsjma, hvar er Gongadze?“ stendur á myndunum en á sunnudag kröfðust þúsundir manna þess, að Kútsjma segði af sér vegna ásakana um, að hann bæri ábyrgð á hvarfi og dauða blaðamannsins. Enn fleiri tóku þátt í mótmælunum í gær. Kíev. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.