Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 31

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 31 ar þær eru að æfa sig við erfið veðurskilyrði. Varar hann við lagningu flugvallar í landi Hvassahrauns. Leifur Magnússon, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri hjá Flugmálastjórn og Flugleið- um, segir að á sjöunda áratugnum hafi verið gerðar athuganir á Reykjavíkurflugvelli og möguleikum á því að flytja völlinn annað og gera um leið að millilandaflugvelli. Kapellu- hraun í landi Hafnarfjarðar hafi komið inn í það mat. Vegna þess að Flugmálastjórn hafi ítrekað borist ábendingar um að veðurskilyrði væru þar miklu lakari til flugs en í Reykjavík, vegna ókyrrðar í lofti þegar vindur blési af Reykjanes- fjöllunum, hafi Flugmálastjórn látið fljúga reglulega út á svæðið til mælinga. Það hafi Sig- urjón Einarsson flugstjóri gert. Í skýrslu sem Leifur tók saman um þessar mælingar á árinu 1970 kemur fram, að hans sögn, að líkur eru á að notagildi flugvallar í Kapelluhrauni væri á bilinu 4 til 11% lakara en Reykjavíkurflugvall- ar. Það hafi verið niðurstaða sín að ekki væri æskilegt að vera með áætlunarflugvöll á þess- um stað. Segir Leifur að ekkert sé því til fyr- irstöðu að leggja þarna flugbraut til æfinga- og kennsluflugs, eins og komið hefur til greina þar sem flugið sé ekki háð tíma. Allt annað gildi um reglubundið áætlunarflug innanlands og sjúkra- og neyðarflug, sem þurfi öruggan flug- völl. Velja þurfi honum stað þar sem veðurfar er heppilegast. Leifur vekur athygli á því að áður en lega og tilhögun flugbrauta nýs flugvallar er ákveðin þurfi að liggja fyrir niðurstöður reglu- bundinna vindhraða- og vindáttarmælinga í fimm ár en ráðgjafar sveitarfélaganna vonast til þess að hægt sé að stytta þann tíma í þrjú ár vegna þeirra gagna sem þegar liggja fyrir. Keflavíkurflugvöllur er í 25 kílómetra fjar- lægð frá nýja vallarstæðinu og telur Flugmála- stjórn að viss vandamál geti skapast við blind- flug vegna nálægðar flugumferðar við Keflavíkurflugvöll. Ekki er gert ráð fyrir slík- um vandamálum í áliti ARC en borgarverk- fræðingur telur að þetta atriði þurfi að skoða nánar. Þorgeir Pálsson flugmálastjóri segir að búast megi við takmörkunum á flugi á Hvassa- hraunsflugvelli vegna umferðar um Keflavík- urflugvöll þar sem flugferillinn inn á vestur- braut Keflavíkurflugvallar liggi þarna um. Hann segir þó ekki útilokað að unnt sé að leysa þetta vandamál með flugumferðarstjórn. Gert er ráð fyrir að flugvöllurinn þjóni sem vara- flugvöllur fyrir millilandaflug um Keflavíkur- flugvöll eins og Reykjavíkurflugvöllur. Í skýrslu borgarverkfræðings kemur fram að at- Þá er gert ráð fyrir vegi eða brú frá Skildinga- nesi yfir á Löngusker. Þannig yrði aðkoman að flugvellinum áfram um Miklubraut, Hringbraut og Suðurgötu eins og nú er, en fyrirhuguð gata undir Öskjuhlíð, Hlíðarfótur, myndi ekki nýtast umferð að og frá flugvellinum eins og breyttum eða óbreyttum velli í Vatnsmýrinni. Framkvæmdinni fylgir því mikið umhverfis- rask, mun umfangsmeira en lagning annarrar brautarinnar út á Litlusker. Í skýrslu sem Gísli Már Gíslason hefur gert fyrir Reykjavíkurborg kemur fram að lífríki á botni og í fjörum Skerja- fjarðar er um margt gróskumikið og eftirsótt fæðuöflunarsvæði fugla allan ársins hring og æðarfugl er mjög áberandi. Segir hann að land- fyllingar undir nýjan flugvöll og granda út í hann séu búsvæðaskerðing og hafi í för með sér verulegar breytingar á straumum í Skerjafirði. Gæti það haft áhrif á botngerð grunnsævis og leira í öllum vogum Skerjafjarðar vegna land- fyllinganna sjálfra og breyttra strauma og set- flutninga. Telur hann að helstu mótvægisað- gerðir gætu verið brú í stað granda út á flugvöllinn. Stefán Hermannsson borgarverk- fræðingur segir að mikill innsjór myndist innan við flugvöllinn og yrði að meta það hvað gerðist í honum og hvaða áhrif framkvæmdin hefði á strauma. Telur hann unnt að fá strauma gegn- um rör undir vegfyllingunni. Ef flutningur AV-brautarinnar út á Litlusker truflar íbúa Skerjafjarðar má ímynda sér að lagning heils flugvallar með 10–15 metra háum byggingum þar ofan á, skammt utan við íbúða- byggðina í Skerjafirði og á Ægissíðu, myndi vekja hörð viðbrögð. Ljóst er að einhverjir myndu missa útsýni, fyrir utan það að fá þetta mikla mannvirki svona skammt innan sjón- deildarhringsins. Sama gildir um fólk sem fer fjölförnustu gönguleið landsins, stíginn um Æg- issíðuna. Þessi þáttur umhverfismálanna er þó auðvitað alltaf háður mati, eins og við aðrar framkvæmdir. Gísli Már Gíslason vekur athygli á útivistargildi Skerjafjarðar sem Reykvíking- ar njóti allt árið. Einnig segir hann að fræðslu- og rannsóknagildi svæðisins sé nokkurt og nefnir þjálfun nema í náttúrufræði á flestum skólastigum. Hreppsnefnd Bessastaðahrepps hefur í ályktun vakið athygli á að flugvöllur í Skerja- firði myndi að hluta til lenda innan sveitar- félagsins og hann myndi hafa afgerandi áhrif á byggð í nálægum sveitarfélögum. Nefndin hef- ur farið þess á leit við þá sem vinna að svæða- skipulaginu að tekin verði saman greinargerð um hugmyndina og afleiðingar hennar. Skiptar skoðanir um öryggi og nýtingu á Hvassahrauni Hugmyndir hafa komið fram um byggingu flugvallar í hraununum sunnan Hafnarfjarðar. Þau svæði sem áður voru nefnd eru nú á fyr- irhuguðu byggingarsvæði Hafnfirðinga. Sam- vinnunefnd um svæðisskipulag höfuðborgar- svæðisins fékk verkfræðistofuna Línuhönnun hf. og þýska ráðgjafarfyrirtækið Airport Re- search Center til þess að gera úttekt á mögu- leikum á byggingu nýs flugvallar sunnan við höfuðborgarsvæðið, vallar sem fullnægði þeim skilyrðum að vera fullnýtanlegur fyrir áætlun- arflug innanlands og sem rækist ekki á fyrir- ætlanir Hafnarfjarðarbæjar um frekari þróun bæjarbyggðarinnar til suðurs. Athuguð voru ýmis hugsanleg vallarstæði og niðurstaða er- lendu ráðgjafanna var staður í landi eyðibýlis- ins Hvassahrauns í Vatnsleysustrandarhreppi, alveg við landamerkin við Hafnarfjarðarkaup- stað. Sá staður var talinn mögulegur og að hann uppfyllti best sett skilyrði, sem voru meðal ann- ars þau að finna sem öruggastan stað með tilliti til veðurs og hindrana í aðflugi. Tekið er fram að um frumkönnun er að ræða og gera þarf nánari athuganir á staðháttum og veðurfari til þess að meta með nákvæmni nothæfisstuðul vallarhug- myndarinnar. Fram hafa komið efasemdir um öryggi flug- vallar á þessum stað vegna veðurskilyrða. Í greinargerð Línuhönnunar um vindafar á svæðinu kemur fram að engin gögn um veð- urfar eru fyrir hendi á nákvæmlega þeim stað sem rætt er um fyrir völlinn. Aflað var upplýs- inga um mælingar í nágrenninu og heildstæð- ust vindgögn reyndust vera frá mæli Vegagerð- arinnar við Reykjanesbraut, vestan Kúagerðis. Í skýrslu erlendu ráðgjafanna er vakin athygli á ákveðnum hindrunum í aðflugi og lausn á þeim og þess látið getið að með tveimur brautum fæst 94% nothæfishlutfall. Í alþjóðlegum við- miðunum er oft krafist 95% nothæfisstuðuls fyrir áætlunarflugvelli, að lágmarki. Í skýrslu ráðgjafanna er birt greinargerð Leifs Magnússonar verkfræðings og Sigurjóns Einarssonar flugmanns á flugskilyrðum í Kap- elluhrauni sem er þarna í nágrenninu. Einnig álit Steinars Steinarssonar flugstjóra sem telur að flugtæknilega sé unnt að byggja flugvöll á umræddum stað en umhverfið muni setja hon- um viss takmörk varðandi aðflug og veðurfar. Í nýlegri Morgunblaðsgrein Jakobs Ólafssonar, þyrluflugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, kem- ur fram að þyrluáhafnirnar fara þarna um þeg- huga þarf hversu vel völlur í hrauninu þjóni sem varaflugvöllur, vegna nálægðar við Keflavíkur- flugvöll. Ódýrari kostur en talið var Flugvallarstæðið er alveg við mörk Hafnar- fjarðarbæjar enda gáfu erlendu ráðgjafarnir sér þá forsendu að halda hæfilegri fjarlægð við bæinn en fara um leið eins nálægt honum og ýtrustu uppbyggingaráform og skipulag bæj- arins leyfir. Þó var reynt að snúa flugbrautum þannig að flugumferð væri beint frá Hafnar- firði. Þótt Hvassahraun sé töluvert sunnan nú- verandi byggðar í Hafnarfirði gerir skipulag ráð fyrir að byggðin færist í suður í framtíðinni og að lokum suður undir þennan flugvöll. Sig- urður Einarsson, formaður skipulagsnefndar í Hafnarfirði, er í hópi sem vinnur sérstaklega að athugunum á flugvallarmálum og hefur látið vinna tillögur að umræddum velli sunnan Hafn- arfjarðar. Því kom það kannski á óvart þegar Magnús Gunnarsson bæjarstjóri hafnaði alger- lega flugvelli á þessum stað á þeim forsendum að byggðin myndi teygja sig í suðurátt og þarna væri verðmætt byggingarland. Aftur á móti voru fyrstu viðbrögð Þóru Bragadóttur, oddvita Vatnsleysustrandarhrepps, fremur jákvæð og hreppsnefndin hefur nú samþykkt að heimila að Hvassahraun verði með sem einn af undirkost- um í atkvæðagreiðslunni í Reykjavík eins og borgarstjóri óskaði eftir. Umrætt flugvallarstæði er á láglendu hrauni og ætti jarðvinna því að vera í lágmarki. Að vísu liggur háspennulína um mitt flugvallarstæðið og verður hún grafin í jörðu, ef til kemur. ARC telur unnt að byggja flugvöllinn upp í þremur áföngum og þannig að hver áfangi nýtist að fullu fyrir þann næsta. Í fyrsta áfanga yrði byggð ein 1.100 metra flugbraut til snertilend- inga í æfinga- og kennsluflugi. Það hefur ein- mitt verið á dagskrá Flugmálastjórnar að finna nýjan völl til þessara nota og svæðið sunnan Hafnarfjarðar meðal annars komið til athug- unar í því efni. Í öðrum áfanga kæmi önnur 1.100 metra braut með tilsvarandi akbrautum, flughlaði, húsum, vegi og bílastæðum og yrði þá einkaflugið flutt á völlinn. Þriðji áfangi yrði full- gildur innanlandsflugvöllur með því að flug- brautir yrðu lengdar í 1.600 metra og akbrautir stækkaðar. Rétt er að geta þess að samgöngu- ráðuneytið hefur ekki á neinn hátt gefið undir fótinn með það að flugvöllur til snertilendinga gæti orðið upphafið að byggingu flugvallar fyrir innanlandsflugið enda ráðherra mótfallinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.