Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 34

Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 34
NÚ standa yfir æfingar hjá Freyvangsleikhúsinu í Eyja- fjarðarsveit á verki Woody All- ens „Bullets over Broadway“ og verður það frumsýnt laug- ardaginn 24. febrúar. Verkið hefur ekki verið sýnt hér á landi áður og er unnið eftir samnefndri kvikmynd. Leik- ritsgerð/þýðingu önnuðust Hannes Blandon og Ármann Guðmundsson að frumkvæði Freyvangsleikhússins. Verkið gerist á bannárunum í New York og fjallar um leik- ritaskáld sem þráir glæstan frama á Broadway en vill jafn- framt vera hugsjónum sínum trúr. Hann neyðist til að gera ýmsar málamiðlanir til að koma verkinu á fjalirnar og kemst þá að raun um að heimurinn sem hann býr í er miklu harðari en hann hafði órað fyrir. Skyndi- lega er hann kominn í félags- skap við mafíuna, ungar gjálíf- isglyðrur og ýmsar útgáfur af misjafnlega erfiðum leikurum. Einkalíf hans verður jafnframt sífellt flóknara. „Bófaleikur á Broadway“, en það er hið íslenska heiti verks- ins, er viðamikið og fjörugt verk,“ segir Helga Ágústsdótt- ir hjá Freyvangsleikhúsinu, „kryddað ótrúlegum uppákom- um, dramatík og kímni, dansi og tónlist.“ Leikendur eru vel á annan tug og spanna aldursbilið 17–65 ára. Leikstjóri er Hákon Jens Waage. Íslands- frumsýning í Freyvangi LISTIR 34 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÝNING Magnúsar er bæði sýni- leg utan af götunni og innan úr fremri sal gallerísins. Þrjár voldugar viftur þyrla upp hvítum frauðkorn- um sem sitja ofan á saltbreiðum. Úr hátölurum í fremra herberginu ber- ast stormhljóð. Það ýlir og hvín svo hrollur fer um sýningargesti. Tíma- setning Magnúsar er sérlega mark- sækin þegar haft er í huga hvernig veðursældin hefur leikið við okkur það sem af er vetri. Eflaust hefði verkið verið áhrifaminna ef veðrátt- an hefði verið í ætt við fjúkið inni í af- girtum sal gallerísins. Það sem keyrir upp verk Magn- úsar er ekki síst sú togstreita þjóð- legs minnis og gervilegrar útfærslu sem felst í verkinu. Móðurást Jón- asar Hallgrímssonar varð fleiri myndlistarmönnum hugleikin, svo sem Ásgrími Jónssyni árið 1902. En í staðinn fyrir að halda sig við róm- antíska lýsingu á framvindu lífsins þar sem barnið snýr andlitinu mót rísandi sól tekur Magnús kaldhæðn- ari pól í hæðina og gefur til kynna að veðrahamurinn sé eins konar alleg- orísk táknmynd af frera og frost- marki listalífsins hér á hjara verald- ar. Fjúkið er í sálu okkar og varnar því að við getum kallast á þegar verstu hryðjurnar hitta okkur. Magnús lætur að því liggja að hérna norður við heimskautsbaug safnist fyrir doði og drep eins og díoxín í kéti bjarndýrsins. En hann sér jafn- framt í storminum hreyfanleik þann sem fær listamanninn til að afhjúpa sig gagnvart umheiminum. Að þessu leyti er fjúkið hans ekki óskylt pæl- ingu Ásmundar Ásmundssonar í skipaninni Sumar er tími, vetur er rými. Að þessu leyti ganga báðir út frá staðháttum og umhverfi, og vísa til þeirra margræddu kenninga að mað- urinn sé ekki bara það sem hann læt- ur í sig heldur jafnframt þorrinn sem hann þreyr. Léttleikinn bakvið snjalla sviðsmynd Magnúsar ætti að hjálpa okkur að skoða dramatíska staðhætti íslensks umhverfis með æðruleysi og gamansemi. En ekki einasta blákalda staðhætti heldur jafnframt mannlegt samfélag hér á klakanum með von um hressilega þíðu. MYNDLIST g a l l e r i @ h l e m m u r . i s Til 4. mars. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. BLÖNDUÐ TÆKNI – MAGNÚS SIGURÐARSON Fýkur yfir hæðir Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Hluti af Stormi, skipan Magnúsar Sigurðarsonar í galleríi@hlemmur.is. Halldór Björn Runólfsson ÁGÚSTA Kristófersdóttir listfræð- ingur flytur erindi í fjölnotasal Lista- safns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í dag, fimmtudag, kl. 17.30. Fyrirlesturinn nefnist Svartir kassar – um fyrstu skref módernismans í íslenskri húsagerð. Efnið tengist lokaritgerð hennar frá listsögudeild Háskólans í Lundi sem fjallar um aðlögun „funksjónalískr- ar“ húsagerðar að íslenskum að- stæðum eins og hún birtist byggð- inni í Norðurmýrinni, fyrsta íbúðarhverfi Reykjavíkur sem byggðist utan Hringbrautar á árun- um 1936–40. Ágústa starfar sem safnvörður við byggingarlistardeild Listasafns Reykjavíkur. Fyrirlest- urinn er liður í sameiginlegri fyrir- lestraröð um hönnun og byggingar- list sem Arkitektafélag Íslands, Listasafn Reykjavíkur og Norræna húsið standa saman að. Aðgangur er ókeypis. Morgunblaðið/Kristinn Ágústa Kristófersdóttir flytur erindi í Hafnarhúsinu í dag. Fyrirlestur um húsagerð SÖNGSVEITIN Drangey heldur sína árlegu þorratónleika í félags- heimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, á sunnudag. Húsið verður opnað kl. 14.30. Píanóleikari er Ólafur Vignir Albertsson og stjórnandi Snæbjörg Snæbjarnardóttir. Ungir söngnem- endur Snæbjargar munu einnig koma fram. Söngsveitin Drangey ásamt söngstjóranum Snæbjörgu Snæbjarnardóttur. Þorratón- leikar í Drangey Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6 Sýningu Jóns Adólfs Steinólfsson- ar á tréskurðarverkum lýkur nú á sunnudag. Gallerí Stöðlakot er opið daglega frá kl. 14–18. Sýningu lýkur FYRSTU tónleikar vorannar- innar hjá Jazzklúbbnum Múlan- um verða í kvöld, fimmtudags- kvöld, kl. 21, með tónleikum Tríós Sigurðar Flosasonar þar sem hann, Jón Páll Bjarnason gítarleikari og Gunnar Hrafns- son bassaleikari leika klassíska standarda í persónulegri túlkun. Þær breytingar hafa verið gerðar á tónleikahaldi Múlans að framvegis verða tónleikarnir á fimmtudögum í stað sunnu- daga áður. Jafnframt hafa tón- leikarnir verið færðir aftur á efri hæð Húss málarans í Banka- stræti, en þar hafa verið gerðar verulegar breytingar á húsnæð- inu. Nú hefur verið sett upp röð tónleika til enda maímánaðar og er hægt að skoða dagskrána á vefsíðu Múlans http://www.jazz- is.net/mulinn. Ennfremur er hægt að óska eftir að fá frétta- bréf Múlans í hverri viku með því að senda beiðni á netfangið Mulinn@jazzis.net. Aðgangseyrir á tónleikana er kr. 1.200, en 600 fyrir nema og eldri borgara. Múlinn aftur á Sólon BALLETTINN Spartakus verður sýndur í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, nk. sunnudag kl. 15. Tónlistina við ballettinn samdi armenska tónskáldið Aram Khatsatúrjan um miðja síðustu öld og var verkið frum- flutt árið 1956. Kvikmyndin var gerð nokkrum árum síðar og stóðu fremstu listamenn Bolsh- oj-leikhússins í Moskvu þar að verki. Danshöfundar og stjórn- endur voru Vadím Derbenjev og Júrí Grígorovits. Í aðalhlutverk- um eru Vladimír Vassilijev, Nat- alía Bessmertovna, Maris Liepa og Nína Tímofejeva. Aðgangur að sýningunni er ókeypis. Spartakus í bíósal MÍR ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.