Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 36

Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 36
LISTIR 36 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ EINS og rauður þráður í tónleika- haldi í Salnum er tónleikaröðin Tíbrá sem Kópavogsbær hefur staðið fyrir frá árinu 1990 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Tónleikarn- ir skipta orðið hundruðum frá upp- hafi. Á liðnu hausti var að auki ákveðið í samvinnu við Tónlistarskóla Kópa- vogs að hafa sérstaka tónleikaröð kennara skólans í samvinnu við bæj- aryfirvöld. Hafa nú þegar verið flutt- ir þrennir slíkir tónleikar og aðrir þrennir eru framundan nú á vorönn. „Ég tel ástæðu til að hrósa forráða- mönnum bæjarfélagsins sérstaklega fyrir það hversu rausnarlega þeir standa að Tíbrárröðinni,“ segir Vig- dís Esradóttir, framkvæmdastjóri Salarins. Fyrir utan tónleikaraðirnar eru svo ótaldir þeir mörgu tónlistarmenn sem taka Salinn á leigu og halda tón- leika á eigin vegum. „Mér telst svo til að nú þegar séu bókaðir hátt í sjötíu tónleikar alls á vorönn, þ.e. frá janú- ar og út maí. Mest er um að vera í mars og apríl, og kemur þar meðal annars til aðaluppskerutími tónlist- arskólanna. Hér eru til dæmis haldn- ir allir burtfarar- og einleikaraprófs- tónleikar frá Tónlistarskólanum í Reykjavík í mars og byrjun apríl, alls um tíu talsins,“ segir Vigdís. Ferðalag til Frakklands Of langt mál er að telja upp alla þá tónleika sem á döfinni eru á næstu mánuðum en Vigdís er beðin að stikla á stóru til að gefa hugmynd um fjölbreytnina í tónleikahaldi næstu mánaða. Fyrsta nefnir hún upphafs- tónleikana í fyrirhugaðri tónleikaröð þeirra Daníels Þorsteinssonar píanóleikara og Sigurðar Halldórs- sonar sellóleikara sem hefst um næstu helgi. „Röðina kalla þeir því snjalla nafni Ferðalög sem felur í sér skemmtilega tvöfalda merkingu. Fyrsta ferðalagið sem þeir fara með okkur í er til Frakklands, núna á laugardaginn kl. 16. Í hvert ferðalag bjóða þeir með sér á sviðið einum listamanni og sá verður að þessu sinni Finnur Bjarnason tenórsöngv- ari,“ segir Vigdís og kveðst þegar vera búin að veiða upp úr þeim félög- um að þarnæst sé ferðinni heitið til Rússlands. Tónleikum sópransöngkonunnar Ellen Lange og Jónasar Ingimund- arsonar píanóleikara, sem vera áttu nk. sunnudag, hefur verið frestað. „Ellen Lange syngur við Metropolit- an-óperuna og er á förum með henni í tónleikaferð til Japans, þannig að ákveðið var að fresta tónleikum hennar í Salnum fram á haustið.“ Tvíleikur á selló og píanó er yf- irskrift Tíbrártónleika 20. febrúar en þar leika þau Gunnar Kvaran og Selma Guðmundsdóttir verk eftir Chopin, Schumann og fleiri. Mikið um að vera í marsmánuði Í mars er mikið um að vera í Saln- um og má þar nefna kórtónleika, djasstónleika, kammertónleika, raf- og tölvutónleika og meira að segja kántrýtónleika, auk áðurnefndra skólatónleika. Una Sveinbjarnardóttir og Anna Guðný Guðmundsdóttir flytja verk fyrir fiðlu og píanó eftir Bach, Beethoven, Lutoslawski og Saint- Säens á tónleikum 3. mars. Þá vekur Vigdís sérstaka athygli á píanótón- leikum Ásu Briem 4. mars. „Hér er á ferð ung stúlka sem ekki hefur heyrst mikið til ennþá en á hennar áhugaverðu efnisskrá er að finna verk eftir Arvo Pärt, John Foulds, Beethoven, David Helbich og hana sjálfa,“ segir Vigdís. Skólahljómsveit Kópavogs heldur tónleika 8. mars en það verða þriðju tónleikar sveitarinnar í Salnum. „Það er alltaf gaman að fá þau hing- að í húsið,“ segir Vigdís og lofar fjör- ugum tónleikum. Um miðjan mars er komið að tón- listarhópnum Contrasti sem stofnað- ur var á síðasta ári en hann stefnir saman endurreisnar- og nútímatón- list, sunginni, leikinni og dansaðri. Þá nefnir Vigdís djasstónleika Sig- urðar Flosasonar seinnipart mars en Sigurður ætlar einnig að taka þar upp geisladisk. Vigdís segir að Sal- urinn sé í auknum mæli notaður sem hljóðver, enda orðinn fullbúinn til þeirra nota. Í lok mars eru ráðgerðir kamm- ertónleikar þar sem þau Sigrún Eð- valdsdóttir, Zbigniev Dubik, Helga Þórarinsdóttir, Ásdís Valdimars- dóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Michel Stirling stilla saman strengi í tveimur sextettum eftir Brahms og Tsjajkovskíj. Síðast á dagskrá mars- mánaðar er svo afmælishátíð Jóns Múla Árnasonar sem Mál og menn- ing hefur veg og vanda af. Frumflutt verk eftir Misti og Karólínu Fyrst á dagskrá aprílmánaðar nefnir Vigdís píanótónleika Jónasar Ingimundarsonar. „Jónas verður með glæsilega efnisskrá – ég veit það vegna þess að ég hef heyrt hann æfa sig. Hann ætlar að spila verk eftir Beethoven, Debussy og Liszt. Jónas er fyrst og fremst þekktur fyrir að hafa söngvara sér við hlið en þegar hann velur sér efnisskrá fyrir ein- leikstónleika ræðst hann heldur ekki á garðinn þar sem hann er lægstur.“ Í annarri viku apríl er komið að þeim Einar Jóhannessyni klarin- ettuleikara og Erni Magnússyni pí- anóleikara, sem munu m.a. frum- flytja tvö ný tónverk; eftir Misti Þorkelsdóttur og Karólínu Eiríks- dóttur. Hið árlega Páskabarokk verður á sínum stað, að þessu sinni ítölsk söng- og hljóðfæratónlist, og eftir páska koma þau Magnea Tóm- asdóttir sópransöngkona og Gerrit Schuil píanóleikari og flytja verk eft- ir Wagner og Verdi. Fast á hæla þeim fylgja þær Eydís Franzdóttir og Helga Bryndís Magnúsdóttir sem leika á óbó og píanó verk eftir Bach, Schumann, Lutoslawski og Doráti. Dagskrá helguð Jóni úr Vör á afmæli Kópavogsbæjar Dagskrá maímánaðar hefst með tvíleik þeirra Sigurbjörns Bern- harðssonar og Önnu Guðnýjar Guð- mundsdóttur á fiðlu og píanó. Þau leika verk eftir Bach, Bartók og Beethoven. Á afmæli Kópavogsbæj- ar 11. maí verður dagskrá tileinkuð Jóni úr Vör og verkum hans. Þar koma fram Ólöf Kolbrún Harðar- dóttir sópransöngkona, Hjalti Rögn- valdsson leikari og Jónas Ingimund- arson píanóleikari. „Svo kemur til okkar um miðjan maí vestur-íslensk söngkona frá Kanada, Carole Davies að nafni. Þá heldur Trio Nordica tón- leika sem var frestað síðastliðið haust vegna veikinda. Tríóið skipa þær Auður Hafsteinsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir og Mona Sand- ström,“ segir Vigdís. „Ekki má svo gleyma að rétt eins og tíðkast hefur frá upphafi tónleikahalds hér í hús- inu þá verðum við með tónleika fyrir öll grunnskólabörn í Kópavogi. Að þessu sinni kemur þjóðlagahópurinn Embla og spilar og syngur fyrir börnin,“ bætir hún við. Þrennir tónleikar í viku Nú þegar tveimur heilum starfs- árum er lokið og gott betur er hægt að fara að líta til baka og skoða tölur. Vigdís segir að það hafi komið sér nokkuð á óvart að nú þegar sé komin ákveðin formfesta í starfið og rekst- urinn. „Það var skemmtileg tilviljun að á tímabilinu frá janúar til júní fyrsta árið, þ.e. 1999, voru 66 tón- leikar í Salnum. Á sama tíma árið 2000 voru tónleikarnir 67 og á yf- irstandandi vorönn er búið að bóka 66 tónleika á þessu tímabili,“ segir hún og bætir við að starfsemin hafi almennt gengið mjög vel og mikil ánægja sé ríkjandi – húsið sé stolt Kópavogs. Hins vegar segir hún að aðsóknin mætti alveg vera betri en kveðst telja að mikið framboð menn- ingarviðburða á nýliðnu menningar- borgarári geti að einhverju leyti skýrt að aðsókn á tónleika í Salnum það árið hafi ekki alltaf verið upp á það besta. Að jafnaði eru þrennir tónleikar í viku hverri í Salnum, sé miðað við níu mánuði ársins en minna er um tónleikahald í húsinu yfir sumartím- ann. Vigdís segir að þótt ekki hafi verið gert stórátak í markaðssetn- ingu vegna ráðstefnuhalds hafi húsið verið vinsælt til þess brúks en nú eru haldnar þar að meðaltali tvær ráð- stefnur á mánuði. „Ég hef reyndar heyrt því fleygt að húsið sé best varðveitta leyndarmálið í ráðstefnu- bransanum,“ segir hún. Í vor verður hafist handa við ann- an áfanga Menningarmiðstöðvar Kópavogs sem svo hefur verið köll- uð. Fyrsti áfanginn var sem kunnugt er Tónlistarhús Kópavogs, sem hýsir Salinn og Tónlistarskóla Kópavogs. Seinni áfanginn gengur undir nafn- inu Safnahús Kópavogs og þangað flytja undir eitt þak Bókasafn Kópa- vogs og Náttúrufræðistofa Kópa- vogs. Ætlunin er að ljúka byggingu Safnahússins á einu ári og hefja starfsemi þar vorið 2002. Að lokum kveðst Vigdís vilja vísa á heimasíðu Salarins, þar sem er að finna allar upplýsingar um starfsemi hússins og tónleikadagskrána fram- undan. Slóðin er www.salurinn.is. Morgunblaðið/Arnaldur Glatt var á hjalla á lokatónleikum söngveislu sem haldin var til heiðurs Halldóri Hansen barnalækni í Salnum á liðnu vori. Hátt á sjöunda tug tón- leika í Salnum á vorönn Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs á nú að baki tvö heil starfsár og er óhætt að segja að viðtökurnar hafi verið góðar, hjá flytj- endum jafnt sem áheyrendum. Margrét Sveinbjörnsdóttir spurði Vigdísi Esradótt- ur, framkvæmdastjóra Salarins, út í það helsta sem framundan er á vorönn 2001. Morgunblaðið/Kristinn Vigdís Esradóttir, framkvæmdastjóri Salarins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.