Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 37
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 37
NEMENDAMÓTSSÝNINGAR
Verzlunarskólans eru að réttu róm-
aðar sem fjörug og litrík skemmtun
og svo verður vafalaust einnig um
þessa. Nú er það tónlist og tíðarandi
níunda áratugarins sem er endur-
vakinn.
Grunnhugmyndin er snjöll, nú-
tímadrengur ferðast aftur til ársins
1984 til að bjarga sambandi foreldra
sinna, og reynir í leiðinni að bjarga
því sem bjargað verður í poppmenn-
ingunni á þessu víðfræga niðurlæg-
ingartímabili. Honum verður nokk-
uð ágengt á hvorum tveggja
vígstöðvum, en að lokum fara fyr-
irætlanirnar út af sporinu á skraut-
legan hátt.
Það má leiða að því líkum að
hvergi á íslensku leiksviði sé betur
dansað og sungið um þessar mundir
en í Loftkastalanum. Fagmennska
og vald Verzlinga á þessum við-
fangsefnum er einstakt. Í saman-
burði verður leiktúlkunin oft æði
viðvaningsleg, og má vel vera að
óhagstæður samanburður við full-
komnunina á hinum sviðunum geri
ágallana meira áberandi en annars
væri. En munurinn snýst ekki bara
um gott og slæmt, fagmennsku og
fúsk. Hann liggur að mér virðist líka
í afstöðunni til viðfangsefnisins, og
þar snýst dæmið í vissum skilningi
við.
Leiktextinn er fullur af fyndni,
háði og hugmyndum, eins og við er
að búast frá Hallgrími, og fléttan
vísvitandi áreynslukennd stundum,
eins og í gömlum farsa sem við hlæj-
um að fyrst og fremst fyrir hallær-
isganginn.
Það er einkum í leiktextanum sem
skopstælingin á öld Gleðibankans
birtist.
Þegar kemur að tónlistaratriðun-
um færist hins vegar fagmannleg al-
vara yfir hópinn, það vottar ekki fyr-
ir háðinu og kraftmiklu stjórn-
leysinu sem einkennir leikatriðin.
Undantekningin er frelsissöngur
föðurins, algerlega óborganlegt at-
riði sem sýndi hvers konar mögu-
leikar voru fyrir hendi ef skítaglottið
úr leikatriðunum hefði fengið að
færast betur yfir tónlistarnúmerin.
En nóg komið af greiningu, þrátt
fyrir þetta er auðvitað óhemju gam-
an og frammistaða margra prýðileg
á öllum vígstöðvum. Fyrstan ber þá
að telja Þorvald Davíð Kristjánsson
sem tímaflakkarann Tomma. Þetta
er „virtúósahlutverk“ sem Þorvald-
ur skilar eins og sá sem valdið hefur.
Foreldrar hans eru þau Valdimar
Kristjónsson og Rakel Sif Sigurðar-
dóttir og eru bæði prýðileg. Af
smærri hlutverkum má nefna Sigurð
Hrannar Hjaltason sem er sannfær-
andi viðurstyggð sem Ómar ofurtöff-
ari og grúppíurnar Jódísi og Glódísi
sem Lydía Grétarsdóttir og María
Þórðardóttir gerðu hárrétt skil.
Allt útlit er nógu rétt til þess að
slá út köldum svita á okkur sem upp-
lifðum tímabilið og svo verða líklega
jafnt Duran Duran-menn sem
Whamliðar að horfast í augu við það:
Þetta er ekki lífvænleg tónlist.
Wake me up before you go go er
prýðileg skemmtun. Leikverkið er
hraðsoðið en fullt af lífi og skemmti-
legheitum, leikurinn misgóður en
alltaf kraftmikill. Tónlistin er frá-
bærlega flutt en kannski af óverð-
skuldaðri virðingu. Líklega er hér
eitthvað fyrir alla.
Duran eða Wham?
LEIKLIST
N e m e n d a m ó t
V e r z l u n a r s k ó l a
Í s l a n d s
Handritshöfundur: Hallgrímur
Helgason. Leikstjóri: Gunnar
Helgason. Tónlistarstjóri: Jón
Ólafsson. Leikmynd og ljós: Sig-
urður Kaiser. Danshöfundur: Guð-
finna Björnsdóttir. Loftkastalanum
þriðjudaginn 13. febrúar 2001.
„WAKE ME UP BEFORE
YOU GO GO“
Þorgeir Tryggvason
AÐALSTEINN Ingólfsson listfræð-
ingur flytur fyrirlestur um grafíska
hönnun Harðar Ágústssonar, mynd-
listarmanns og
fyrrverandi skóla-
stjóra Myndlista-
og handíðaskóla Ís-
lands, í Listahá-
skóla Íslands,
Laugarnesvegi 91 í
kvöld kl. 20 í stofu
24. Þetta er síðari
fyrirlesturinn um
verk Harðar en
Listaháskóli Íslands fékk einnig list-
fræðinginn Halldór Björn Runólfs-
son til þess að flytja fyrirlestur um
verk hans í síðustu viku. Eftir fyr-
irlesturinn svarar Hörður fyrir-
spurnum ásamt fyrirlesara.
Fyrirlestur um
Hörð Ágústsson
Hörður
Ágústsson
HJÁ leikhópnum Veru á Fá-
skrúðsfirði standa nú yfir æfingar
á hinu sígilda barnaleikriti Thor-
björns Egners Dýrunum í Hálsa-
skógi og verður frumsýning í
félagsheimilinu Skrúði föstudags-
kvöldið 2. mars.
Velflestir leikarar nemendur
í grunnskólanum
Sýningin er samstarfsverkefni
leikfélagsins og grunnskóla Fá-
skrúðsfjarðar og eru velflestir
leikarar nemendur í skólanum.
Kennarar leggja til aðstoð við
leikmynd, búninga og fleira.
Leikstjóri sýningarinnar er
Björn Gunnlaugsson. Að sögn
hans hefur leikhúslíf staðið í mikl-
um blóma á Fáskrúðsfirði undan-
farin misseri, en fyrr í vetur var
Ágústa Skúladóttir fengin til að
halda leiklistarnámskeið og var í
framhaldi af því sett á svið
skemmtidagskráin „Viltu með
mér vaka?“ sem hlaut góðar við-
tökur. Einnig hefur leikfélagið
staðið fyrir götuleikhúsi í
tengslum við franska daga á Fá-
skrúðsfirði og mun ætlunin að
endurtaka þann leik nú í ár.
Næstu sýningar á Dýrunum í
Hálsaskógi verða 4., 10., 11. og 18.
mars.
Dýrin í Hálsaskógi
æfð á Fáskrúðsfirði
Í BYRJUN þorra var
haldin í Edinborg
þriggja daga norræn
tónlistarveisla sem bar
yfirskriftina „Nætur
norðursins“. Tónlistar-
viðburður þessi var til
heiðurs norrænum tón-
skáldum. Af þrettán
tónskáldum áttu Ís-
lendingar þrjú; Hafliða
Hallgrímsson, Atla
Heimi Sveinsson og
Jón Nordal.
Tónleikarnir fengu
lofsamlega dóma í dag-
blöðum í Skotlandi og
þá ekki síst þáttur Haf-
liða. Síðasta dag hátíð-
arinnar flutti Skoska BBC-sinfóníu-
hljómsveitin verk eftir fjögur
tónskáld í beinni útsendingu. Að
loknum tónleikunum voru höfundar
teknir tali og spurðir út í verkin. Þau
voru Anders Hillborg frá Svíþjóð,
verkið „Celestial Mechanics“, Haf-
liði Hallgrímsson, verkið „Still Life“,
Karin Rehnqvist frá Svíþjóð, verkið
„Time of Taromir“ og Poul Ruders
frá Danmörku, verkið „Corpuscum
figuris“. Flutningurinn var undir
stjórn ungs sænsks stjórnanda, Sus-
önnu Málkki.
Að sögn Hafliða var þetta að sumu
leyti ný reynsla, að verða allt í einu
sýnilegur fyrir áheyrendum. En við-
brögð þeirra voru góð við að heyra
og sjá höfundana og heyra um upp-
lifun þeirra á flutningnum.
Litskrúðugt tónlistarlíf
Í Edinborg er tónlistarlífið afar
litskrúðugt, með sinfóníum og
kammersveitum. Nokkuð er gert af
því að flytja nýja klassíska tónlist, en
Edinborg státar af einni stærstu
tónlistarhátíð klassískra verka í
Evrópu.
Leið Hafliða og eiginkonu hans,
Ragnheiðar Árnadótt-
ur tónlistarkennara, lá
til Edinborgar fyrir 23
árum. Þau höfðu verið
búsett á sjöunda ára-
tugnum í London og
voru það blómlegir
tímar í lífi tónskáldsins,
en þegar fyrsta barn
þeirra hjóna kom í
heiminn var hugað að
heimferð. Um sama
leyti fékk Hafliði boð
um að spila sem fyrsti
sellóleikari í Edinborg.
Var það einungis hugs-
að sem millilending á
leiðinni heim til Ís-
lands. Nú, 23 árum síð-
ar og með stærri fjölskyldu, hafa þau
hjónin búið sér sérstaklega notalegt
heimili rétt við miðborgina, en heim-
ili þeirra er í dag vinnustaður hans.
Áhugi á Norður-
löndunum
Að sögn Hafliða hefur mikill vöxt-
ur færst í tónlistarlífið í borginni og
er alltaf að eflast. Hér í Skotlandi er
meiri áhugi á Norðurlöndunum en í
Englandi og njóta tónskáldin meðal
annars góðs af því. Þegar Hafliði
hafði starfað í fimm ár í Edinborg
sem fyrsti sellóleikari ákvað hann að
helga sig alfarið tónsmíðum, en tón-
smíðar eru líf hans og yndi. „Ekki
hefur þetta alltaf verið auðvelt líf, en
þetta er eins og önnur vinna, stund-
um gjöful og ábatasöm en þess á
milli fórnir og hörð barátta,“ sagði
hann.
Með blik í augum segist hann aldr-
ei hefði megnað að ganga þessa
braut, að helga sig alfarið tónsmíð-
um, nema með frábærum stuðningi
konu sinnar og sona. „Án Ragnheið-
ar, styrks hennar og trúar á starf
mitt hefði mér ekki verið þetta
mögulegt.“
Hafliði Hallgrímsson tónskáld
Allt í einu
sýnilegur
áheyrendum
Edinborg. Morgunblaðið.
Hafliði
Hallgrímsson