Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Grundvallaratriði er aðtryggja atvinnuöryggiog að skipulag ogvinnustaða bjóði upp á
nægjanlegan sveigjanleika til þess
að geta haldið fólki með alvarleg
veikindi í vinnu. Slíkt verður best
gert með því að skipulega sé unnið
að heilsuvernd á vinnustað.
Þetta var meðal þess sem fram
kom í máli Kristins Tómassonar,
yfirlæknis hjá Vinnueftirliti ríkis-
ins, á ráðstefnu um krabbamein
og vinnandi fólk. Fjallaði hann um
aðstæður starfsmanna og vinnu-
staða þegar starfsmaður hefur
fengið krabbamein. Flutt voru er-
indi um efnið frá ýmsum sjónar-
hornum, m.a. sjúklings og stjórn-
anda, um áfallahjálp,
endurhæfingu, veikindarétt og
batnandi lífshorfur þeirra sem
greinast með krabbamein.
Óvissa fylgir krabbameini
Kristinn Tómasson sagði í upp-
hafi erindis síns að tíðindi um
krabbamein væru váleg fyrir
flesta og hefði það margvísleg
áhrif. Á einstaklinginn, starf hans
og verkefni þar, fjölskyldu, vinnu-
félaga og yfirmenn. Krabbamein
hefði óvissu í för með sér varðandi
meðferð, lækningu og vinnu sjúk-
lingsins þótt þeir sem málið varð-
aði sýndu skilning og samúð.
Hann sagði brýnt að vinnustaðir
gætu aðlagað sig þeim veruleika
að starfsmenn hefðu orðið og
mundu verða alvarlega veikir.
Í erindi sínu tók Kristinn dæmi
af nýlegri rannsókn um heilsufar,
líðan og vinnuumhverfi starfsfólks
í öldrunarþjónustu. Haft var sam-
band við 1.886 starfsmenn, flesta
konur, og fengust svör frá 1.518. Í
hópi þeirra voru 23 sem fengið
höfðu krabbamein. Úr þeirra hópi
töldu 70% að starfið væri þeim
andlega erfitt en 58% úr hópi heil-
brigðra töldu svo vera. Þá fannst
47% sjúklinganna þeir síður njóta
stuðnings yfirmanna sinna við
andlega erfið verkefni en 57% úr
hópi þeirra sem ekki höfðu sögu
um krabbamein. Um 13% þeirra
sem höfðu fengið krabbamein
töldu að þeir byggju við mikið at-
vinnuöryggi en 26% úr hópi hinna
töldu svo vera. Þá fannst þeim
sem fengið höfðu krabbamein
starfsandinn ekki eins afslappað-
ur og hinum.
Í erindi Laufeyjar Tryggva-
dóttur, faraldsfræðings hjá
Krabbameinsfélagi Íslands, kom
fram að lífshorfur hefðu batnað
mikið frá upphafi krabbameins-
skráningar hérlendis árið 1954. Þá
hefði lifun þeirra sem veiktust að-
eins verið um 20% af lifun jafn-
aldra þeirra í þjóðfélaginu fimm
árum eftir greiningu. Í dag er 5
ára lifun um 60% af því sem búast
má við hjá sambærilegum aldurs-
hópum og á það við ef öll mein eru
tekin saman. Laufey sagði lífs-
horfurnar hins vegar mjög breyti-
legar eftir því í hvaða líffæri mein-
ið byggi um sig. Fimm ára
lífshorfur þeirra sem greinast
með krabbamein í blöðruhálsi og
brjóstum sagði hún vera yfir 80%
miðað við jafnaldra en mun verri
hjá þeim sem greindust með
lungnakrabbamein. Horfur þeirra
hefðu ekki batnað síðustu áratugi.
Rúmlega 1.000 manns
greinast á ári
Nýgengi krabbameina hefur
aukist um 50% síðustu 45 árin en
það er einnig misjafnt eftir líffær-
um hversu mikið það er og dæmi
eru einnig um lækkandi nýgengi.
Laufey sagði árlega greinast 540
konur með krabbamein hérlendis
og 510 karla. Af þeim hópi væru
tæplega 600 manns yngri en 70
ára. Í dag eru 7 þúsund manns á
lífi sem fengið hafa krabbamein og
sagði hún stóran hluta þeirra hafa
verið í vinnu árum saman eftir
greiningu og lækningu. Sagði hún
það undirstrika mikilvægi þess að
styðja fólk í að halda út í líf og
starf að lokinni meðferð. Þá kom
fram að eftir áratug er búist við að
um 10 þúsund manns verði á lífi
sem fengið hafa krabbamein,
4.000 konur og 3.000 karlar.
Hjördís Ásberg, starfsmanna-
stjóri Eimskips, ræddi málið út
frá sjónarhóli stjórnanda og áhrif
krabbameins á starfið. Hún sagði
um 1.200 manns starfa hjá fyrir-
tækinu, þar af um 800 á Íslandi,
skrifstofufólk, sjómenn og starfs-
menn sem tengjast flutningastörf-
um. Hún sagði ekki haldna skrá
um starfsmenn sem fengið hefðu
krabbamein en við eftirgrennslan
hefðu komið upp nöfn 18 starfs-
manna sem greinst hefðu með
krabbamein undanfarin ár. Þeir
hefðu verið í mismunandi störfum,
á öllum aldri, staða þeirra ólík og
sjúkdómurinn mislangt genginn
við greiningu.
„Ég hugleiddi út frá þessum
staðreyndum hvað það væri sem
fyrirtækið og stjórnendur gætu
gert og hvert þeirra verkefni og
ábyrgðasvið gæti verið í tengslum
við alvarlega sjúkdóma hjá starfs-
mönnum,“ sagði starfsmanna-
stjórinn. „Að mínu mati er
ábyrgðin tvískipt:
Annars vegar í því hvers konar
starfsumhverfi við bjóðum og
hvernig við hlúum að starfsmönn-
um yfirleitt, þannig að það stuðli
að betri heilsu. Þessir þættir
koma fram í starfsmannastefnu
fyrirtækja með ýmsum hætti. Og
hins vegar í því hvernig við bregð-
umst við þegar greining hefur átt
sér stað og úrskurður liggu
um sjúkdóminn.“
Veikindaréttur teygð
þágu starfsmanns
Hjördís sagði Eimskip ha
áherslu á ýmis almenn at
vörðuðu heill starfsmann
sem góða vinnuaðstöðu, fr
sem tengdist bæði starfinu
og persónulegri uppbyg
hvatningu til líkamsrækt
fylgjast með velferð starfs
og bjóða stuðning vegna l
þjónustu eða annarrar sér
aðstoðar. Þá lýsti hún sérst
hvernig brugðist væri við
starfsmaður greindist
krabbamein og nefndi meða
ars:
Réttur starfsmanns til ób
starfs, sveigjanleiki hvað
vinnuframlag og fjarveru,
indaréttur væri teygður og
ur í þágu starfsmanns og te
lit til aðstæðna er sne
tryggingum og annarra
sem hefðu áhrif á fjárhag
og brýnt væri að sýna skiln
tillitssemi og stuðning í endu
ingu. Hún sagði fyrirtæki
þessi atriði í heiðri. „Fjárha
sjónarmiðin hafa einfaldleg
ráðið ferðinni þegar alvarle
sem þessi hafa komið upp.
skilningur á því að óvissuþæ
séu nógu margir vegna sjúk
ins sjálfs þótt ekki bæti
áhyggjur af starfi og vinnu
lagi.“
Hjördís sagði að með
teygja á réttindum í þágu
manns væri ekki aðeins ve
stuðla að velferð hans held
að skapa ákveðinn brag í
Krabbamein og vinnandi fólk – rætt frá ýmsu
Brýnt að tryggja a
öryggi og sveigja
Um sjö þúsund manns, sem fengið h
krabbamein, eru á lífi í dag en talið e
sá hópur geti verið orðinn um 10 þúsu
eftir áratug. Lífshorfur krabbamein
sjúklinga hafa farið mjög batnand
Fimm ára lífshorfur þeirra sem grein
með krabbamein í blöðruhálskirtli e
brjósti eru 80%.
Morgunblaðið/Árni S
Um 200 manns sátu ráðstefnu um krabbamein og vinnandi fó
VIGDÍS Finnbogadóttir, fyrr-
verandi forseti Íslands og
verndari Krabbameinsfélags Ís-
lands, setti ráðstefnuna og
stýrði henni. Hún sagði tilefni
hennar m.a. fyrirhugaða lands-
söfnun 3. mars næstkomandi og
50 ára afmæli í júní.
Ráðstefnan væri eins konar
inngangur afmælisársins og
framundan væri síðan söfn-
unarátakið laugardaginn 3.
mars.
Markmið hennar væri að
treysta núverandi starf félags-
ins, efla forvarnir og auka þjón-
ustu við krabbameinssjúkinga
meðal annars með því að hjálpa
þeim að komast út í lífið á
Vigdís sagði félagið hafa
grettistaki með 50 ára star
sínu að krabbameinsleit, r
sóknum, forvörnum og fræ
starfi auk margháttaðrar a
stoðar við krabbameinssjú
og aðstandendur þeirra. E
minntist hún hópanna sem
sjúklingum og aðstandend
margháttaðan stuðning me
starfi sínu. Vigdís sagði ein
hverjum þremur Íslending
krabbamein einhvern tíma
lífsleiðinni og hún kvaðst g
talað um það af eigin reyn
sem sjúklingur fyrir nærri
arfjórðungi.
Inngangur að landssöfnu
BARÁTTA BER ÁRANGUR
EINKAVÆÐING KÍSILIÐJUNNAR
FRAMLÖG TIL VÍSINDA
Rannsóknarráð Íslands til-kynnti um úthlutanir til vís-indamanna úr tækni- og
vísindasjóðum sínum fyrir árið
2001 síðastliðinn fimmtudag.
Fjöldi umsókna hefur verið svip-
aður undanfarin ár en það er til
merkis um grósku og framsækni í
íslensku vísindasamfélagi að betri
umsóknum um styrki fjölgar frá
ári til árs.
Undanfarin ár hefur talsverð
umræða farið fram um mikilvægi
þess að auka framlög til rannsókn-
arstarfa enda væri þar unnið
grundvallarstarf fyrir þróun ís-
lensks menningar- og atvinnulífs
inn í nýja þekkingaröld. Spjótin
hafa einkum beinst að hinu opin-
bera en framlög úr einkageiranum
hafa aukist verulega á undanförn-
um árum. Þar kemur til bæði já-
kvæð áhrif opins og virks fjár-
magnsmarkaðar og tilkoma
einstakra fyrirtækja á sviði erfða-
vísinda og hátækni af ýmsu tagi.
Einstökum fyrirtækjum í þess-
um geirum hefur tekist að afla
meira fjármagns til vísindarann-
sókna og þróunarstarfs en hægt er
að gera ráð fyrir að renni úr sjóð-
um ríkisins.
Efling slíkra sjóða er hins vegar
afar mikilvæg, einkum af tveimur
ástæðum:
Aðgangur vísindagreina að
einkafjármagni er afar misjafn og
einkafjármagnið leitar þar að auki
frekar í þróunarstarf en grunn-
rannsóknir, en í grunnrannsóknum
er lagður grundvöllur að þróun
nýrrar þekkingar.
Ríkisstjórnin hefur brugðist við
með ýmsum hætti á undanförnum
árum þótt ekki hafi verið nóg að
gert. Framlög ríkisins til sjóða
Rannsóknarráðs verða aukin um
fimmtíu milljónir á þessu ári og
hefur menntamálaráðuneytið gefið
fyrirheit um að þessari aukningu
verði haldið áfram á næstu árum.
Er vonast til þess að á næstu
þremur árum muni ráðstöfunarfé
vísindasjóðs tvöfaldast og verði á
núvirði þrjú hundruð milljónir.
Þessu ber að fagna mjög eins og
öllum auknum framlögum til rann-
sókna sem geta haft úrslitaáhrif á
stöðu þjóðarinnar í síharðnandi
samkeppnisumhverfi nýrrar aldar.
Allt bendir til þess, að baráttaAuðar Guðjónsdóttur, hjúkrun-
arfræðings, í þágu mænuskaddaðra
sjúklinga muni bera þann árangur,
að skipulega verði unnið að því á al-
þjóðavettvangi að leita leiða þeim til
hjálpar og lækninga.
Í júníbyrjun verður haldin ráð-
stefna í Reykjavík undir merkjum
Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar
(WHO) og heilbrigðisráðuneytisins,
til að gera læknum og vísindamönn-
um kleift að bera saman bækur sínar
um þróun í lækningum á mænusk-
aða og verða WHO til ráðuneytis um
mótun framtíðarstefnu í þeim efn-
um.
Vonast er til, að í kjölfar ráð-
stefnunnar verði gagnagrunni kom-
ið á fót, þar sem læknar og vísinda-
menn geta komið upplýsingum á
framfæri, hvar sem þeir starfa í
heiminum. Opinn aðgangur verði að
þessum upplýsingabanka fyrir fag-
fólk, sjúklinga og aðstandendur
þeirra.
Þá mun verða fjallað um þá hug-
mynd á ráðstefnunni, að WHO stofni
styrktarsjóð til að hjálpa læknum að
flytja þekkingu úr rannsóknarstof-
um til meðferðar á sjúklingum.
Verkefni Reykjavíkurráðstefn-
unnar eru vissulega verðug og það
er ánægjulegt, að heilbrigðisráðu-
neytið, utanríkisráðuneytið og aðrir
áhugasamir aðilar hér á landi hafi
forgöngu um að koma slíku alþjóð-
legu samstarfi á laggirnar. Það er
líka sérlega ánægjulegt, að nú hillir
undir það, að eldmóður og þrotlaus
barátta Auðar Guðjónsdóttur skili
árangri í þágu þess mikla fjölda mæ-
nuskaddaðra sjúklinga sem er að
finna um heim allan. Auður og um-
bjóðendur hennar eiga svo sannar-
lega skilið alla þá hjálp og aðstoð
sem stjórnvöld, fyrirtæki og ein-
staklingar geta veitt þeim.
Allies EFA, sem er dótturfyr-irtæki Eignarhaldsfélags
Alþýðubankans og bandaríska
áhættufjárfestingarfélagsins Al-
lied Resource Corporation, eign-
aðist í fyrradag 98,56% hlut í Kís-
iliðjunni við Mývatn, þar með 51%
hlut ríkisins. Með því er ríkissjóð-
ur búinn að draga sig út úr fyr-
irtækinu að fullu, en viðræður um
sölu á hlut þess hófust á árinu
1998.
Nýir eigendur Kísiliðjunnar
hyggjast stofna félagið Promeks á
Íslandi og reka kísilduftverk-
smiðju, en ákvörðun um byggingu
hennar verður tekin í ágústmánuði
á næsta ári. Bygging hennar hefst
þá árið 2003 og reksturinn 2004,
sama ár og náma-leyfi í vatninu
rennur út. Ríkissjóður hyggst nota
andvirði það, sem hann fékk fyrir
sinn hlut, til þess að efla atvinnulíf
í Mývatnssveit.
Það er ánægjulegt, að ríkið
hættir afskiptum af Kísiliðjunni og
hefur selt sinn hlut. Ríkið á ekki
að standa í fyrirtækjarekstri, enda
er hann betur kominn í höndum
einkaaðila. Með þessari sölu lýkur
líka pólitískum afskiptum af þess-
um atvinnurekstri.