Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 39

Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 39 FRUMKVÆÐI þess aðsamningar tókust um kaupAllied EFA á Kísiliðjunni íMývatnssveit kom frá bandaríska fyrirtækinu World Min- eral, eiganda Celite Corporation, sem var eigandi að 48,56% hlut í Kís- iliðjunni. Gunnar Örn Gunnarsson, forstjóri Kísiliðjunnar, og Gylfi Arn- björnsson, stjórnarformaður Allied EFA, sögðu í samtali við Morgun- blaðið að rekstrar- og markaðslegar ástæður hefðu valdið sinnaskiptum World Mineral, sem áður hafði hafn- að því að selja hlut í verksmiðjunni. Þeir segjast ekki telja að umræður um námavinnslu úr Mývatni hafi haft áhrif á afstöðu fyrirtækisins. Gunnar Örn sagði að þegar Allied EFA lýsti áhuga á að kaupa verk- smiðjuna árið 1998 hefði World Mineral svarað neitandi. Málin hefðu þróast og viðskiptin svo komist á að frumkvæði bandaríska fyrirtækisins, sem er langstærst á heimsmarkaði í framleiðslu og sölu kísilgúrs. Gunnar Örn sagði að afstaða World Mineral byggðist á mati fyr- irtækisins á markaðsþróun. Fyrir- tækið ætti margar verksmiðjur og hefði talið heiðarlegra að taka ákvörðun um að draga sig út úr rekstrinum á Mývatni nú en eftir fjögur ár þegar það teldi að sam- dráttar færi að gæta. „Ég held að deilurnar um náma- vinnslu í Mývatni hafi engan veginn haft áhrif á afstöðu World Mineral,“ sagði Gunnar Örn og sagði að eins og önnur fyrirtæki í námavinnslu væri World Mineral vant því að starfsemi á vegum þess væri umdeild. „Ég get fullyrt að það er ekki það sem er að fæla þá í burtu. Þá hefðu þeir hætt fyrir mörgum árum,“ sagði hann. Gylfi Arnbjörnsson sagði að í kjöl- far breytinga á yfirstjórn hjá World Mineral hefðu nýir stjórnendur farið í stefnumótunarvinnu og rýnt í hvernig markaðir mundu þróast. Niðurstaðan hefði orðið sú að þótt núverandi markaðsaðstæður væru góðar væri það ástand tímabundið. Verð hefði verið að lækka og fram- leiðsla að dragast saman, m.a. vegna betri nýtingar á vörunni og sam- keppni frá öðrum vörum á markaðn- um. „Þeir gera ráð fyrir að þessi þró- un verði hraðari á næstu árum. Á sama tíma er 30% umframafkasta- geta í greininni,“ sagði Gylfi. Hann sagði að fyrir- tækið sæi ekki mögu- leika á að halda óbreyttri vinnslu uppi. Því hefði það haft samband við Allied EFA síðastliðið haust og kynnt breytta afstöðu til hugmyndarinnar sem fyrri stjórnendur hefðu hafnað. Samkvæmt þeim forsendum sem stjórnendur World Mineral hefðu kynnt ætti afstaða þeirra sér mark- aðsl- og rekstrarlegar forsendur en tengdist ekki umræðum um náma- vinnslu í Mývatni. Slíkt væri enda an- kannalegt nú þegar fyrir lægi jákvæð niðurstaða umhverfismats um að heimila námavinnslu í Syðri-Flóa. Gylfi sagði hins vegar að það ætti bæði við um World Mineral og Allied EFA að fyrirtækin vildu starfa í sátt við umhverfi og náttúru. Í samtali blaðamanns við Gylfa og Gunnar Örn kom fram að náma- vinnsla í Mývatni verður ekki for- senda nýrrar kísilduftsverksmiðju líkt á sama hátt og hún er forsenda framleiðslu kísilgúrs í Kísiliðjunni. Kísilduft er unnt að vinna úr ýmsum efnum, t.d. vikri, perlusteini eða inn- fluttu kvarsi. Gunnar Örn sagðist líta svo á að nýir eigendur keyptu verksmiðjuna með umhverfismati, sem heimilaði námatöku úr botni Syðri-Flóa í 20 ár, en núgildandi námaleyfi í Ytri-Flóa rynni út í lok þessa árs. Því væri ekk- ert því til fyrirstöðu að fyrirtækið sæki sér áfram hráefni í Mývatn. Samkvæmt samningnum tryggir World Mineral sölu á framleiðslunni næstu fjögur ár. Nýir eigendur munu hins vegar ekki einblína á náma- vinnslu í Syðri-Flóa til hráefnisöflun- ar, að mati Gunnars Arnar. Áður en tekin verður ákvörðun um að ráðast í þá fjárfestingu verða allir kostir skoðaðir. Í Syðri-Flóa megi hins veg- ar tryggja fyrirtækinu mjög góða námu í a.m.k. 4–5 ár, sem nýtist ekki aðeins til kísilgúrframleiðslu fram til 2004 eða 2006, eins og samningurinn gerir ráð fyrir, heldur geti hráefni þaðan nýst í kísilduftsframleiðsl- una sem áformuð er að því loknu. Ljóst sé að ef farið verði út í vinnslu í Syðri-Flóa verði henni hald- ið áfram í 20 ár til að greiða niður fjárfestinguna. Nýir eigendur haldi hins vegar möguleikum opnum, m.a. á því að í stað vinnslu í Syðri-Flóa verði óskað eftir tímabundnu leyfi til áframhaldandi námavinnslu á stærra svæði í Ytri-Flóa en þannig megi afla hráefnis í 3–4 ár. Slík vinnsla geti hins vegar ekki hafist fyrr en að loknu tímafreku umhverfismati. Gylfi Arnbjörnsson sagði að kostn- aðarlega væri fýsilegast að nota kís- ilgúr sem hráefni við kísilduftsfram- leiðsluna. Ljóst væri að náman í Ytri-Flóa væri að tæmast og fyrir lægi samningur við Celite, dótturfyr- irtæki World Mineral, sem tryggði rekstur verksmiðjunnar með fullum afköstum í fjögur ár. Dæling úr nám- unni í Ytri-Flóa í sumar tryggði framleiðslu til loka 2002 og búið væri að fá staðfest umhverfismat vegna Syðri-Flóa. Verið væri að vinna að útgáfu námaleyfis. Brýnustu hags- munirnir til skemmri tíma væru þeir að tryggja reksturinn næstu 4–6 ár eins og samið hefur verið um. Til að mæta þeim skuldbindingum væri mögulegt að sækjast eftir skamm- tímaleyfi til aukinnar námavinnslu í Ytri-Flóa í stað þess að fjárfesta í vinnslu í Syðri-Flóa og byggja svo rekstur kísilduftsverksmiðjunnar á öðru hráefni. „Þessa kosti eigum við eftir að ræða betur við náttúruvernd- aryfirvöld og iðnaðarrráðuneytið,“ sagði Gylfi. „Það athyglisverðasta við þetta er að framtíð þessarar atvinnustarf- semi er ekki lengur algerlega háð því að nýta vatnið. Það eru önnur hrá- efni, sem koma til greina, og það þarf bara að vinna úr því,“ sagði hann. Kísilgúrinn, sem framleiddur er í Mývatnssveit, er náttúrulegt efni og hefur, að sögn Gunnars Arnar, fyrst og fremst verið notaður til síunar og sem fylliefni. Kísilduft er á hinn bóginn fram- leitt í efnaverksmiðjum og er mikið notað sem þykkingarefni við fram- leiðslu á kremum og snyrtivörum, svo og sápum, máln- ingu og einnig í laxafóður og við framleiðslu nýrra umhverfisvænna hjólbarða. Þá er duftið notað í sykur- og saltframleiðslu, að sögn Gylfa, til að auka rakadrægni og draga úr kögglamyndun. Gylfi sagði að samn- ingur Allied EFA og World Mineral gerði ráð fyrir samvinnu um mark- aðssetningu afurða nýrrar kísildufts- verksmiðju við Mývatn. 30% ARC í eigu Íslendinga Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær er fyrirtækið Allied EFA að 60 hundraðshlutum í eigu bandaríska fyrirtækisins Allied Resource Corparation og að 40 hundraðshlutum í eigu EFA, Eign- arhaldsfélags Alþýðubankans. Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar er Allied Resources Corparation að tæplega 30 hundraðshlutum í eigu Íslendinga. Stærstan hlut eiga EFA og Alþjóða- sjóður EFA, eða tæplega 20%. Bandaríska fyrirtækið Safeguard Scientifcic og Þjóðverjinn Heinz Schimmelbusch einnig um 20% hvor aðili og samtals eiga þessir þrír stærstu eigendur ARC 60–65% í fyr- irtækinu. Gylfi sagði að ARC hefði verið stofnað til að standa að hátækniiðn- aði ýmiss konar. Vegna íslenskrar eignaraðildar hefði fyrirtækið mik- inn áhuga á að standa að uppbygg- ingu hér á landi. Í því skyni var Allied EFA. Á síðasta ári reisti Promeks ASA, dótturfyrirtæki Al- lied EFA, tilraunaverksmiðju í kís- ilduftsframleiðslu í Glomfjord í Nor- egi og er reksturinn þar um það bil að fara í gang. Upphaflega var áformað að tilraunaverksmiðjan væri við Mývatn en eftir að hinir erlendu eigendur neituðu að selja fyrir nokkrum árum var ákveðið að velja henni stað í Noregi. Fyrirtækið hefur fjárfest í fleiri fyrirtækjum í Noregi til að afla sér tæknilegrar og markaðslegrar þekk- ingar á þessu sviði. Það rekur m.a. tvö önnur fyrirtæki í Glomfjord; ann- að þeirra framleiðir skífur í sólarsell- ur en hitt framleiðir úr kísilmálmi fyrir tölvukubbaiðnaðinn. Kísildufts- tilraunaverksmiðjan hefur fyrst um sinn um 50 tonna afkastagetu en er stækkanleg á einfaldan hátt í 500– 800 tonna afkastagetu, að sögn Gylfa. Ætlunin er að þar verði þróaðar af- urðir fyrir markaðinn. Ráðgert er að verksmiðjan við Mývatn afkasti end- anlega 15–20.000 tonnum. Gylfi sagði að framleiðsla kísil- dufts væri mjög háð kostnaði við orkukaup og gufuframleiðslu. Ísland og Mývatn væri talið hagkvæmur kostur en víða erlendis byggðist framleiðsluferli á gufu sem framleidd væruúr öðrum orkugjöfun, t.d. olíu eða rafmagni. Hérlendis væri hins vegar völ á náttúrulegri gufu frá jarðvarma og væri í alla staði ódýr- ari. Í tilraunaverksmiðjunni í Noregi yrði kísilduftið unnið úr kvarsi, sem væri ákjósanlegt hráefni. Gylfi segir að rannsóknir fyrirtækisins hafi sýnt að vikur, perlusteinn og kísilgúr sé einnig fýsilegt hráefni. „Val á milli þeirra er í fyrsta lagi kostnaðar- legt verkefni en að hluta til tæknilegt og vissulega þarf að taka tillit til annarra sjónarmiða, t.d. um- hverfismála,“ sagði hann. Í samningi Allied EFA við íslenska ríkið er fyrirvari um samþykki Al- þingis og fleiri tæknileg atriði en stefnt er að því þau skilyrði verði uppfyllt fyrir lok mars og að Allied EFA taki þá við rekstrinum. Gunnar Örn sagði að kaup Allied EFA á Kísiliðjunni hefðu almennt mælst vel fyrir í Mývatnssveit, bæði meðal sveitarstjórnarmanna og starfsmanna. Fyrirtækið hefði ýmis áform um fjárfestingar í nágrenninu í ýmsum iðnaði til að renna frekari stoðum undir atvinnustarfsemi þar. M.a. væri kveðið á um að allt yrði gert til að koma öðrum rekstri af stað mistækjust þau áform sem nú væru í burðarliðnum. Erlendir eigendur höfðu frumkvæði að sölu Kísiliðjunnar Mývatn ekki lengur forsenda framleiðslu Kísilgúrnám úr Mývatni verður ekki for- senda kísilduftsframleiðslu nýrra eigenda Kísiliðjunnar. Þótt kísilgúrinn sé talinn ódýrastur verður unnt að framleiða duftið úr vikri, perlusteini eða innfluttu kvarsi. Pétur Gunnarsson kynnti sér málið. Verksmiðjan keypt með umhverfismati Framleiðslan er ekki lengur háð Mývatni ur fyrir ur í afa lagt triði er a, svo fræðslu u sjálfu ggingu, ar, að manna æknis- rfræði- taklega þegar með al ann- breytts varðar , veik- togað- ekið til- eru að atriða gsstöðu ning og urhæf- ið hafa agslegu ga ekki eg mál Það er ættirnir kdóms- ist við ufram- því að starfs- erið að dur og fyrir- tækinu sem gerði það að góðum vinnustað. „Sem betur fer tel ég að í okkar litla samfélagi sem á margan hátt mótast af stöðugri sókn í efnisleg gæði og kröfu um vaxandi hagnað, að þá séu hin mannlegu gildi og sjónarmið mjög ofarlega í forgangsröðinni þegar eitthvað bjátar á hjá náunganum, og við skynjum og skiljum hversu auðveldlega við gætum verið í þessum sporum sjálf,“ sagði Hjör- dís einnig. Sigurður Thorlacius trygginga- yfirlæknir fjallaði um starfsend- urhæfingu á vegum Trygginga- stofnunar ríkisins. Hann sagði öryrkjum hafa fjölgað jafnt og þétt hérlendis undanfarin ár og að ungir öryrkjar væru hlutfallslega fleiri en á öðrum Norðurlöndum. Ein ástæðan væri að ekki væru nægir endurhæfingarmöguleikar í boði eftir sjúkdóma eða vegna fötlunar. Reynslan sýndi að þegar fólk hefði verið óvinnufært lengur en í nokkra mánuði gæti verið erf- iðara að stuðla að því að það hæfi störf á ný heldur en ef gripið væri fljótt til aðgerða. Komið hefði ver- ið á endurhæfingarmatsteymi sem hefði það hlutverk að meta möguleika óvinnufærra manna til endurhæfingar. Því væri einnig ætlað að leiðbeina fólki um þann frumskóg sem velferðarkerfið gæti verið, þ.e. hvar kynni að vera réttur á aðstoð og hvernig hægt væri að nálgast hana. Af öðrum erindum má nefna að Einar Arnalds rithöfundur fjallaði um sjónarmið sjúklings, Ari Skúlason, framkvæmdastjóri ASÍ, ræddi um veikindarétt og rakti hvað tæki við þegar honum sleppti, Jón Aðalbjörn Jónsson, verkefnisstjóri áfallahjálparteym- is hjá Skrefi fyrir skref, fjallaði um áfallahjálp og hvernig stuðn- ingur við samstarfsfólk gæti verið í þágu fyrirtækisins, og Vilmar Pétursson, félagsráðgjafi hjá Þekkingarsmiðju IMG, ræddi um umhyggju og hvort hægt væri að staðla hana. Þunglyndi erfiðara en krabbameinsmeðferð Fram kom hjá Einari Arnalds, sem greindi frá sjúkrasögu sinni, að viðvera á vinnustað eftir getu og aðstæðum meðan á meðferð stóð hefði hjálpað og deyft það félagslega áfall sem fólst í því að vera kippt fyrirvaralaust úr eðli- legu lífi fullfrísks manns á vinnu- markaði. Eftir meðferð hefði hann strax ráðgert fullan 8 stunda vinnudag en ætlað sér um of og orðið að láta sér lynda að vinna hálfan daginn. Því hefði fylgt þunglyndiskast sem hefði verið erfiðari tími en meðferðin við krabbameininu. Hann sagði það hafa tekið sig liðlega ár að ná full- um líkamlegum kröftum og hálft annað ár til viðbótar að ná sæmi- legu andlegu jafnvægi. Sagði hann vert að gefa gaum að þessum stað- reyndum. Í lok máls síns sagði Einar: „Hvað þýðir það að fá krabbamein? Vissulega upplifir fólk þá raunverulegan lífsháska. Eftir því sem fleiri þættir mann- lífsins bregðast við á mannúðleg- an hátt, til að mynda í hinu op- inbera kerfi og á vinnustað, þeim mun auðveldara reynist það að ganga gegnum slíkan hreinsun- areld.“ Vilmar Pétursson sagði að vinnustaðir sem byggju sig á markvissan hátt til að takast á við áföll starfsmanna sinna þyrftu meðal annars að taka saman upp- lýsingar um samningsbundin rétt- indi og skyldur og ákveða hvað unnt væri að gera umfram það. Hann sagði viðbrögð við áföllum starfsmanna markvissari og betri ef til væru nauðsynlegar upplýs- ingar og leiðbeinandi vinnureglur. um sjónarhornum atvinnu- anleika hafa r að und ns- i. nast eða æberg ólk. ný. a lyft rfi ann- æðslu- að- úklinga Einnig m veita dum eð nn af gum fá a á geta nslu i ald- un

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.