Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 42

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 42
UMRÆÐAN 42 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í GREIN í Morgun- blaðinu á dögunum var bent á það að heiti á ís- lenskum þjóðgörðum væru óþjál í munni og nafnið Vatnajökuls- þjóðgarður nefnt sem dæmi um það. Ég tel að nafn þessa þjóðgarðs sé mikilvægt því hann gæti haft alla burði til að verða frægasti, frá- bærasti og stærsti þjóðgarður Evrópu. Það er bara til eitt svona svæði á jörðinni. Vatnajökull og um- hverfi hans er kóróna Íslands, það einstæðasta sem þetta land býr yfir. Vestfirðir, Austfirðir og Miðnorð- urland eiga sér samsvaranir á Græn- landi og í Noregi en gildi þessara landsvæða felst í því að vera í sam- býli við hina ólgandi miðju elds og íss. Með henni mynda þeir heildina Ísland, sem líkja má við söngkvart- ett þar sem gæði hins raddaða söngs eru meiri en samanlögð gæði radd- anna fjögurra. Við lifum á tímum markaðssetn- ingar þar sem skilaboðin verða að vera sem skiljanlegust og árangurs- ríkust. Orðið „Vatnajökull“ hljómar eins og hebreska fyrir þá milljarða jarðarbúa sem þrá að upplifa eitt- hvað í líkingu við það sem þjóðgarð- ur, tengdur jöklinum, gæti boðið upp á. Ég sting upp á nöfnunum „Íselda- garður“, „Íseldaþjóðgarður“ eða „Ís- eldavíðerni“ en í markaðssetning- unni erlendis væri áherslan lögð á enska heitið „Ice and fire park“ eða jafnvel „Icefire park“. Ef fólki finnst park-nafnið ekki viðeigandi má benda á að Skaftafellsþjóðgarður getur orðið hluti hans og að um- hverfisráðherra hefur lýst yfir áhuga á að þjóðgarðurinn nái út í framtíðinni út fyrir jökulinn. Til samanburðar má nefna að í stærsta þjóðgarði heims, á Norðaustur- Grænlandi, slagar autt land upp í að vera jafn víðáttumikið og allt Ísland. Heitin „Ice and fire national park“ eða „Ice and fire wilderness“ fela í sér að þessi fyrirhugaði þjóðgarður sé engum öðrum líkur og eigi engan beinan keppinaut í víðri veröld. Lítum á nokkrar staðreyndir sem varpa ljósi á það: 1. Vatnajökull er stærsti jökull Evr- ópu og stærsti hjarnjökull heims utan heimskautajöklanna á Græn- landi og Suðurskautslandinu. 2. Undir Vatnajökli er miðja annars af tveimur stærstu möttulstrókum jarð- ar, þar sem hraun brýst upp í gegnum jarðskorpuna. Hinn er undir Hawaiieyj- um, sem eru fjórum sinnum minni en Ís- land að flatarmáli og að mestu orðnar manngerðar. 3. Af þessu leiðir að samspil elds og íss undir Vatnajökli og ummerki um þetta samspil í nágrenni hans eiga sér enga hliðstæðu á jörðinni. 4. Undir Vatnajökli og fyrir suðvest- an og norðaustan hann er eldvirkt svæði sem er dæmalaust. Norðan og sunnan jökulsins eru langar gígaraðir, nokkuð sem Ísland eitt hefur upp á að bjóða. Norðan jök- ulsins eru fleiri gosdyngjur en þekkjast annars staðar og þar eru líka svonefndir stapar (Herðu- breið, Snæfell o.fl.) sem urðu til í einstæðu samspili eldgosa við jök- ulbreiðuna þegar hún var stærri en nú og þakti mestallt landið. Nýir stapar eru að myndast undir jöklinum og þeir kunna að koma í ljós ef hann minnkar. Fyrstu aldirnar eftir að síðustu ís- öld lauk, hækkaði land hratt norð- an jökulsins og þá var þar meiri eldvirkni en dæmi eru um á jörð- inni um árþúsundaskeið. Það er ekki tilviljun að Ódáðahraun er stærsta hraunbreiða landsins. 5. Fljótin sem renna frá Vatnajökli, aurug af framburði sem jökullinn rífur upp úr jarðeldasvæðunum undir honum, eru hluti af þessu stórbrotna náttúruundri; slagæð- ar hins heita íshjarta, fullar af kolmórauðu blóðinu sem flæðir út frá því. 6. Gróðurvinjarnar í eldfjallaeyði- mörkinni norðan jökulsins eru hluti af samspili lífs og dauða, sköpunar og eyðingar, elds og íss, sem gerir Vatnajökul og landið undir honum og umhverfis hann að heimsviðundri. 7. Það er bara til ein Askja í heim- inum og ein Kverkfjöll, einstæð- asta náttúrufyrirbæri Íslands; djásnið í kórónu landsins. Þess vegna fóru geimfarar í Öskju til að undirbúa tunglferð sína og helsti geimferðasérfræðingur heims skoðaði Kverkfjöll í fyrra til að undirbúa ferð til Mars. 8. Gunnar Jónsson á Daðastöðum benti mér á að það væri styttra frá París til Egilsstaða en frá New York til Yellowstone. Leið Evrópubúa til Yellowstone- þjóðgarðsins liggur fram hjá Ís- landi yfir Atlantshaf og vestur fyr- ir miðja Ameríku til Salt Lake City, en þaðan er 650 kílómetra akstur til Yellowstone. Flugleið Evrópubúans til Íselda yrði nær þrefalt styttri, og aðeins tuttugu kílómetra akstur yrði frá al- þjóðaflugvellinum á Egilsstöðum inn í þjóðgarðinn ef hann næði norður á Fljótsdalsheiði. Þrjár milljónir manna koma árlega í Yellowstone- garðinn og helmingur þeirra, 1,5 milljónir, frá öðrum heimsálfum en Ameríku. Afraksturinn nemur hundruðum milljarða króna. Hvar- vetna blasa við skilti sem útskýra jarðfræðilega myndun garðsins og tíunda undur hans, sem möttulstrók- urinn undir honum hefur skapað. Að bera saman Yellowstone og Ís- elda er eins og bera saman appelsínu og epli þar sem aðeins eitt eintak væri til af hvoru í heiminum. Mun- urinn er þó sá að appelsínan er heimsfræg en sárafáir vita um eplið fagurrauða, hið eina sinnar tegundar á jarðríki. Það er ekki bæði hægt að eiga það og éta það líka. En það má samt dást að því og njóta þess og jafnvel græða á því að sýna það, ef menn telja pen- ingagróða vera forsendu þess að varðveita það. Íseldagarðurinn er eins og þyrni- rós sem sefur, umlukin þyrnigerði þekkingarleysis okkar og vanmats á verðmætum landsins. Þessi prins- essa, sem ber kórónu landsins, bíður eftir því að prinsinn komi og veki hana með kossi. Þá kann sú tíð að renna upp að Íseldagarðurinn verði frægari en Ísland og Íslendingar, rétt eins og Yellowstone er frægari en Wyomingríki og íbúar þess, sem eru stoltir af því og ríkir að hafa fóstrað og varðveitt alheimsfjársjóð fyrir allt mannkyn að njóta. Sérfræðingar spá samfelldum og örum vexti ferðamannastraums í heiminum næstu áratugi. Verður Þyrnirós vakin? Verður líka kátt í höllinni á Íslandi? Eða verður ljómi Íseldanna settur undir mæliker? Íseldagarður Ómar Ragnarsson Vatnajökull Íseldagarðurinn er eins og Þyrnirós, segir Ómar Ragnarsson, og sefur umluktur þyrnigerði þekkingarleysis okkar. Höfundur er fréttamaður. G agnrýni getur verið með ýmsum hætti. Eftirfarandi er stutt- araleg og hróplega ósanngjörn sam- antekt (gagnrýni) þess sem situr eftir í minni undirritaðs af sýn- ingum á íslenskum leikritum það sem af er þessum vetri. Sigurður Pálsson átti fyrsta út- spil haustsins með Einhver í dyr- unum. Merkt leikrit þar sem höf- undur tekst á við innri vanda persónu og gerir athyglisverða til- raun til að finna því dramatískt form og leikræna umgjörð. Sig- urður sker sig úr hinum annars sundurleita hópi íslenskra leik- skálda með því að honum er hug- leikið eðli tungumálsins, hann vinnur innávið í leikritaskrifum sínum, skoðar samhengi tilfinn- inga og tjáningar og er sífellt að velta fyrir sér leikrænum möguleikum skáldskapar síns. Þetta verk hefði átt að sæta meiri tíðindum og er merkur áfangi á höfundarferli Sigurðar. Vonandi stendur Borgarleikhúsið við orð sín og tekur leikritið til sýninga að nýju við fyrsta tækifæri. Dóttir skáldsins var síðan fyrsta sýningin af sex sem til- heyrði syrpunni Á mörkunum. Þar fór Sveinn Einarsson ofan í Laxdælu og benti á að Þorgerður Egilsdóttir, ættmóðir hetja og dóttir skáldsins á Borg, hefði horfið í skuggann fyrir Guðrúnu, Kjartani og Bolla. Sveinn hefur þróað með sér ákveðinn stíl sem leikhópur hans Bandamenn hafa tileinkað sér með ágætum og út úr þeirri samvinnu hafa komið þrjár athyglisverðar leiksýningar. Dótt- ir skáldsins bar þess merki að vera upphaflega skrifað á ensku og hefði þurft rækilegri endur- skoðun til að henta íslenskum áhorfendum. Ennfremur var leik- hópurinn greinilega ekki nægi- lega handgenginn hugsuninni um leikræna útfærslu sem bjó að baki handritinu. Sveinn staðfesti þessa skoðun með sýningu Bandamanna sinna á Edda.ris þar sem hóp- urinn lagði útaf Skírnismálum og sneri efninu upp í kómíska skoðun á fordómum gagnvart framandi menningu og kynþáttum. Litrík og skemmtileg sýning sem á fullt erindi við nemendur á framhalds- skólastigi og efri bekkja grunn- skóla. Þar á eftir var okkur boðið upp á Vitleysingana í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Sýning sem reyndist smellur, skemmtilega sviðsett og leikritið vel skrifað – að mestu leyti – satírísk kómedía um afdrif nokkurra einstaklinga af 68 kyn- slóðinni. Ólafur Haukur ristir nær sjálfum sér í þessu verki en oftast áður og í fyrri hlutanum byggir hann upp sterkan persónuhóp með skýrar tilfinningasögur, en í seinni hlutanum leysist þetta að nokkru leyti upp, verður sketsa- kennt og niðurstaðan er ófull- nægjandi. Styrkur Ólafs er enn sem fyrr fólginn í skýrum per- sónulýsingum og beittum sam- tölum, oft óborganlega fyndnum. Trúðleikur Hallgríms Helga- sonar í Iðnó var vel unnin sýning þar sem Halldór Gylfason og Friðrik Friðriksson léku tvo ís- lenska trúða í tilvistarkreppu. Önnur satíra á ferðinni þar sem frábært efni í góðan einþáttung var teygt upp í heila sýningu. Hugmyndin var uppurin áður en sýningunni lauk. Svo var sýnd situasjónskómíkin Góðar hægðir eftir Auði Haralds. Þar sáum við miðaldra konu berj- ast upp á líf og dauða við börn sín og halda dauðahaldi í sjálfa sig sem kynveru í leiðinni. Góð hug- mynd en illa samið leikrit. Stílein- kenni Auðar Haralds njóta sín þó mætavel þar sem hún setur sjálfa sig í aðalhlutverk og kallar á aðrar persónur eftir þörfum. Hallgrímur Helgason á sína uppákomu með Skáldanótt í Borgarleikhúsinu. Grunn- hugmyndin er fantasía um dauð skáld sem fara á kreik og lifandi skáld reyna að ná fundi þeirra. Sniðug hugmynd og heilmikill leirburður í bundnu máli er rétt- lættur með því að smáskáldin geta ekki betur. Sviðsetningin lífleg og mikill kraftur í leikendum sem straujar yfir helstu vankanta verksins. Satíra í bland við kómík þar sem allar klisjurnar um góð- skáldin eru undnar þurrar. Andri Snær Magnason á eina nýja íslenska barnaleikritið á þessum vetri (það sem af er) eftir hinni stórfenglegu sögu Bláa hnettinum. Andri Snær er jafn- framt eini höfundurinn á þessu hausti sem ekki beitir kaldhæðni og satíru til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Hann byggir sögu sína upp sem hefðbundið æv- intýri en víkur af leið í öðru hverju skrefi og tengir söguna á mynd- rænan og táknrænan hátt við um- hverfismál, siðfræði, sölumennsku og markaðshugmyndir með þeim hætti að úr verður endalaus upp- spretta hugmynda fyrir fullorðna að útlista fyrir börnum sínum. Barnaleikrit fyrir fullorðna er réttnefni á þessu verki sem fær aðdáunarlega hófstillta meðferð í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Kristján Þórður Hrafnsson hef- ur fengið óverðskuldaðan skæting fyrir verk sitt Já, hamingjan. Vissulega er verkið sumpart gall- að, persónusköpunin óljós og text- inn endurtekningasamur. EN... hér á ferðinni ungur höfundur sem hefur valið sér leikhúsið sem tjáningarform. Hann hefur greini- lega hæfileika og skrifar af mikl- um þrótti og metnaði. Slíkt á meta og hvetja manninn til dáða. Auk þess er leikritið ágætt skemmtun og eiga höfundur og leikarar þar jafnan hlut. Já, hamingjan lofar góðu og er veruleg framför frá einþáttungnum Leitum að ungri stúlku. Fyrir ungan höfund er auðvelt að missa móðinn þegar viðtökur eru svo miskunnarlausar þegar reyndari höfundar sem skrifa af fullri alvöru og einlægni virðast ekki heldur eiga upp á pallborðið á vinsældalistunum. Hægan Elektra og Einhver í dyrunum, verk sem bjóða upp á nær endalausa túlkunarmögu- leika, náðu ekki neinni fjöldahylli enda á ferðinni alvarlega saminn skáldskapur fyrir leiksvið þar sem höfundar gera strangar kröfur til áhorfenda ekki síður en sjálfs sín. Að því verður að hlúa svo ekki blómstri bara erlendar stofu- plöntur. Okkur vantar ekki fleiri slíkar. Skáld í eyðurnar „Að innlendum gróðri verður að hlúa, svo ekki blómstri bara erlendar stofuplöntur.“ VIÐHORF Eftir Hávar Sigurjónsson havar@mbl.is FRAMTÍÐ fiskeldis er ekki aðeins framtíð fiskeldismanna heldur allrar þjóðarinnar sem hefur og mun njóta góðs af útflutnings- tekjum atvinnugreinar- innar. Þetta er sérstak- lega áríðandi að hafa í huga á þeim tímum sem fiskveiðar úr sjónum umhverfis landið sem hafa verið lífsviðurværi landans um árhundruð virðast flestir vera full- nýttir og jafnvel ofnýtt- ir. Hefur þjóð sem Ís- lendingar efni á að slá atvinnugrein út af borðinu sem hugs- anlega getur skilað milljörðum í aukningu á útflutningstekjum á næstu árum? Ég tel svo ekki vera enda sé ég ekki neina aðra atvinnu- grein betur til þess fallna að styrkja dreifðar byggðir landsins sem eiga í vök að verjast vegna skorts á atvinnu- tækifærum. Fiskeldi er náttúruvænn iðnaður sem veldur lífríkinu engum skaða svo lengi sem það er stundað í eðlilegu magni á þeim svæðum sem ákjósanlegastir eru með tilliti til um- hverfisaðstæðna. Enginn fiskeldis- maður vill missa fisk, hvorki vegna galla á kvíum, sjúkdóma eða annarra orsaka. Þeir vilja ein- faldlega skila hagnaði og það verður ekki gert með stórkostlegum af- föllum á fiski né heldur ef fiskur sleppur úr kví- um. Aðföng í fiskeldi eru að stórum hluta inn- lend, mætti þar helst nefna loðnumjöl sem notað er til fóðurfram- leiðslu en það gerir þessa atvinnugrein að enn betri kosti þar sem lítið þarf að flytja inn til framleiðslunnar. Í sjón- varpsþætti BBC sem sýndur var á Stöð 2 var dregin upp dökk mynd af fiskeldi. Ekki ætla ég að leggja mat á þær full- yrðingar sem þar komu fram varð- andi umhverfisáhrif en eitt er víst að enginn fiskeldismaður hér á landi vill að svona fari, það er einfaldlega óhag- kvæmt. Margt væri eflaust hægt að gera og ber að gera svo að öryggi villtra laxastofna verði ekki ógnað eins og t.d. að gelda allan fisk áður en hann væri settur út í kvíar og að sjálf- sögðu að gera kröfu um að kvíar séu nægjanlega sterkar til að þola það álag sem þarf. Það þykir mér sárast að sjá í þessari umræðu eins og fram kom miðvikudaginn 7. febrúar að fréttamenn Stöðvar 2 skuli reyna að draga fram ýktar skoðanir frá mönn- um sem hafa aðeins áhuga á að nýta sér fiskistofna og náttúru landsins sér til dægradvalar en ekki til fram- færslu. Þetta tel ég ekki vera til bóta í umræðunni um fiskeldi. Villtir laxa- stofnar á íslandi þurfa alls ekki að vera í hættu ef vinnubrögð stjórn- valda við smíði reglugerða eru með þeirri sérfræðikunnáttu sem til er. Þetta er eitt af þeim störfum sem lýð- ræðislega kosnir þingmenn og ráð- herrar eiga að sinna. Tækifærið er núna, ekki er hægt að sitja lengur með hendur í skauti og bíða, fjárfest- ar eru tilbúnir að leggja fjármagn í uppbyggingu á fiskeldi. Það er skylda stjórnvalda að nýta þetta tækifæri til að auka útflutningstekjur þjóðarinn- ar og gera það með þeim hætti að ekki skapist stórkostleg ógn við hreint og viðkvæmt lífríki landsins. Framtíð fiskeldis Jón Bek Umhverfi Fiskeldi er náttúru- vænn iðnaður, segir Jón Bek, og veldur lífríkinu engum skaða. Höfundur er fiskeldisfræðingur og nemandi í viðskiptaháskólanum á Bifröst.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.