Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 45

Morgunblaðið - 15.02.2001, Page 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 45 Kringlunni s. 533 1740 NÝTT KORTATÍMABIL NÝJAR VÖRUR Í DAG OPIÐ TIL 21.00 ALLA FIMMTUDAGA MÁNUDAGINN 12. febrúar 2001 var Þórð- ur Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnun- ar, viðmælandi frétta- manna í Kastljósþætti Sjónvarpsins. Um- ræðuefnið var ráðgerð 200 milljarða fjárfest- ing í stóriðju á Austur- landi en einnig komu til tals hliðstæðar fram- kvæmdir á Suðvestur- landi. Kvaðning þjóðhags- stjóra í þennan þátt virðist hafa verið byggð á röngum forsendum þar eð ekki verður séð að Þórður Friðjónsson sé sem þjóð- hagsstjóri bær um að fjalla um um- rædd fjárfestingaráform né heldur að Þjóðhagsstofnun undir hans stjórn geti gegnt lögboðnu ráðgjafarhlut- verki í efnahagsmálum. Efnislega var framlag þjóðhagsstjóra í þættinum nánast fyrirvaralaus blessun yfir um- ræddum framkvæmdaáformum, ekki aðeins út frá efnahagslegum forsend- um heldur einnig í byggðalegu og við- skiptalegu tilliti, m.a. að því er varð- aði raforkuverð. Af einhverjum ástæðum láðist þjóðhagsstjóra að tjá sig líka um umhverfisþátt nefndra framkvæmda. Í þættinum birtist þjóðhagsstjórinn sem einsýnn áróð- ursmaður fyrir stóriðjustefnu stjórn- valda. Röksemdir hans voru gamal- kunnar og engar efasemdir uppi hafðar um ágæti málsins. Svo vill til að nefndur þjóðhags- stjóri er fljótur að hafa fataskipti og hefur birst alþjóð í ýmsum gervum síðastliðin fimm ár, svo ekki sé litið lengra til baka. Þannig skrapp hann úr hlutverki þjóð- hagsstjóra þegar mikið lá við og gerðist ráðu- neytisstjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu á annað ár, nánar tiltekið frá 14. apríl 1998 til 15. ágúst 1999. Á þessum tíma stóðu yfir samn- ingaumleitanir um svo- nefnt NORAL-verkefni milli íslenskra stjórn- valda og Norsk Hydro um bygginu álverk- smiðju í Reyðarfirði og virkjana í hennar þágu. Þórður Friðjónsson var skipaður í samráðsnefnd um NORAL-verkefnið af hálfu ríkisstjórnarinnar í apríl 1998 og um leið formaður nefndarinnar. Hélt hann áfram setu í NORAL- nefndinni þótt hann smeygði sér á ný í forstjórafrakkann í Þjóðhagsstofn- un og gegni enn sem nefndarformað- ur! Frá þeim tíma hafa umsagnir stofnunarinnar og innlegg í NORAL- málið verið ómarktækir pappírar. Stjórnendur sjónvarpsþáttarins virðast ekki hafa áttað sig á afskipt- um þjóðhagsstjórans af 200 miljarða málinu í allt öðru samhengi en gefið var í skyn í kynningu. Það rýrði jafn- framt gildi þáttarins að Þórður einn var kvaddur til að ræða þetta stóra og mjög svo umdeilda mál. Hafa þó margir hagfræðingar að undanförnu tjáð sig um stóriðjuáform stjórnvalda og dregið í efa efnahagslegar for- sendur þeirra. Lögum samkvæmt er Þjóðhags- stofnun ekki aðeins ætlað að vera rík- isstjórn til ráðuneytis í efnahagsmál- um heldur einnig Alþingi og láta alþingismönnum og nefndum Alþing- is í té upplýsingar um efnahagsmál. Þessum lagaákvæðum verður ekki fullnægt svo viðhlítandi sé á meðan Þjóðhagsstofnun dæmir sig út leik og á forstjórastóli þar situr einstakling- ur sem ekki virðist lengur skynja í hvaða hlutverki hann er frekar en Mandelson hinn breski. Það er sann- arlega illt á meðan í stjórnkerfinu er hvergi að hafa hlutlægt mat á efna- hagsmálum og fyrirætlunum stjórn- valda á því sviði. Er Þjóðhagsstofn- un trúverðug? Hjörleifur Guttormsson Stóriðja Ekki verður séð að Þórður Friðjónsson sé sem þjóðhagsstjóri bær um að fjalla um umrædd fjárfestingaráform, seg- ir Hjörleifur Guttorms- son, né heldur að Þjóð- hagsstofnun undir hans stjórn geti gegnt lög- boðnu ráðgjafarhlut- verki í efnahagsmálum. Höfundur er fyrrverandi alþing- ismaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.