Morgunblaðið - 15.02.2001, Síða 47
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 47
NÚ styttist í að yf-
irstandandi starfsári
Stúdentaráðs ljúki. Að
venju verður blásið til
Stúdentaráðskosninga
í febrúar og því eðli-
legt að líta um öxl og
athuga hvað áunnist
hefur á þessu 80. af-
mælisári ráðsins.
Stúdentum Háskóla
Íslands er mikill akkur
í að eiga þann öfluga
málsvara sem Stúd-
entaráð er, enda skip-
ar ráðið veigamikinn
sess og getur haft
mikil áhrif. Það hefur
komið berlega í ljós á
undanförnum mánuðum.
Námslánin hækka
annað árið í röð
Fulltrúar Stúdentaráðs fóru af
fullri hörku inn í vinnu við endur-
skoðun úthlutunarreglna LÍN síð-
astliðið vor. Harður slagur varð inn-
an stjórnar LÍN en niðurstaðan var
mikill áfangasigur fyrir okkur
námsmenn. Mestu skipti þar að
grunnframfærslan hækkaði um
6,7%, annað árið í röð. Auk þess
hækkaði frítekjumarkið og skerð-
ingarhlutfallið lækkaði. Þeir þrír
grundvallarþættir sem áhrif hafa á
upphæð námslána breyttust því all-
ir til hagsbóta fyrir námsmenn.
Auk þess urðu ýmsar smávægi-
legri breytingar á reglum LÍN, t.d.
var réttarstaða fyrsta árs nema
bætt. Þjónusta LÍN hefur verið
bætt verulega, t.d. hefur LÍN tekið
upp rafræn eyðublöð á Netinu að
kröfu námsmanna. Stúdentaráð lét
reyna á hvort tekjutenging LÍN við
maka stæðist lög og niðurstaða er
væntanleg á næstu vikum. Umboðs-
maður Alþingis tók undir málflutn-
ing Stúdentaráðs nú í janúar þegar
hann féllst á að yfirstjórn LÍN hefði
ekki rökstutt nægilega
upphæð grunnfram-
færslunnar og ekki
sinnt rannsóknar-
skyldu sinni. Þetta
skapar mikil sóknar-
færi í áframhaldandi
baráttu fyrir hærri
lánum.
Aðstöðumálin tekin
föstum tökum
Stúdentaráð skar
upp herör gegn að-
stöðuleysi. Á þriðja
þúsund stúdentar
sendu póstkort til
menntamálaráðherra
með áskorun um úr-
bætur og eitt helsta forgangsmál
Stúdentaráðs hlýtur að vera að
halda þeim kröfum áfram á lofti.
Auk baráttunnar fyrir auknu fjár-
magni hefur Stúdentaráð haft frum-
kvæði að margskonar „innanhúsað-
gerðum“ til að nýta sem best það
pláss sem fyrir er. Má sem dæmi
nefna að kennslustofur voru opn-
aðar sem lesaðstaða, lesbásum
fjölgað í Odda og skilvirku skrán-
ingarkerfi komið á í Þjóðarbókhlöð-
unni.
Sýnilegt og opið
Stúdentaráð
Auk hinnar hefðbundnu hags-
munabaráttu hefur áhersla verið
lögð á að lífga upp á háskólasamfé-
lagið. Stúdentaráð stóð í samvinnu
við nemendafélögin fyrir fyrsta
Stúdentadeginum þann 15. septem-
ber. Heppnaðist hann frábærlega
og er dagurinn ótvírætt kominn til
að vera. Haldið var upp á 80 ára af-
mæli Stúdentaráðs með tónleikum
Sigur Rósar þar sem stúdentar
fengu miða á 80 krónur og troð-
fylltu Háskólabíó. Stúdentaráð tók
upp viðræður við Skjá 1 um að
koma á fót sjónvarpsþætti um há-
skólasamfélagið, sem skilaði sér í
háskólaþættinum Pensúm. Stúd-
entaráð hefur auk þess staðið fyrir
margskonar þemadögum svo sem
„Geðveikum dögum“ og „Starfsdög-
um í HÍ“.
Einkunnaskil bætt
– betri kennsla
Á starfsárinu hefur verið lögð
áhersla á jákvætt aðhald með kenn-
urum. Gripið var til markvissra að-
gerða til að bæta einkunnaskil
kennara, svo sem með einkunnaski-
lasíðu Stúdentaráðs og með því að
auglýsa opinberlega. Aðgerðirnar
skiluðu verulegum árangri, og ein-
kunnaskilin bötnuðu um 34% á
hálfu ári.
Vel hefur miðað í baráttunni fyrir
betri kennslu. Vinna við gæðastefnu
um kennslu er hafin og ný kennslu-
miðstöð komin á laggirnar. Þar
munu kennarar hafa greiðan að-
gang að margvíslegri aðstoð við
kennslu og geta sótt fjölmörg nám-
skeið sem stuðla eiga að betri
kennslu við Háskóla Íslands. Komið
var á laggirnar skilaboðaskjóðu
kennara sem gefur nemendum
möguleika á að senda nafnlausar
ábendingar um kennslu á kennara.
Nýr Stúdentagarður
– hækkun húsaleigubóta
Lögð hefur verið áhersla á að
gera húsnæðiskerfið „stúdenta-
vænna“ og teknar upp viðræður við
stjórnvöld í því skyni. Í kjölfarið
var hámark húsaleigubóta hækkað
um 10.000 krónur á mánuði. Mark-
visst var unnið að frekari uppbygg-
ingu Stúdentagarða og fljótlega
hefst bygging nýs Stúdentagarðs –
þess stærsta hingað til. Hann mun
rúma u.þ.b. 130 einstaklingsíbúðir.
Háskólinn færður inn
í framtíðina
Stúdentaráð útvegaði nemendum
hagstæð tilboð á fartölvum og átti
frumkvæði að því að Háskólinn hæfi
uppsetningu þráðlausra staðarneta
á háskólasvæðinu. Í samstarfi við
kassi.is var komið á skiptibóka-
markaði á Netinu. Lögð var mikil
áhersla á umhverfismál og vinna við
umhverfisstefnu HÍ er komin á
lokastig.
Skýr stefna Röskvu
skilar árangri
Hér hefur aðeins verið drepið á
hluta af verkum Stúdentaráðs á yf-
irstandandi starfsári. Röskva hefur
skipað meirihluta ráðsins og starf-
semin því byggst á þeim stefnu-
málum sem Röskva setti fram í síð-
ustu kosningum. Þessi stefnumál
eru nú í höfn og Röskva leggur
verk sín glöð í dóm stúdenta.
Þótt mikill árangur hafi náðst
gerum við okkur grein fyrir því að
þetta eru einungis áfangasigrar á
réttri leið. Baráttunni er hvergi
nærri lokið og Röskva sækist eftir
umboði til að halda áfram á réttri
braut og taka næstu skrefin í hags-
munabaráttu okkar stúdenta. Það
eru mörg sóknarfæri og þau sókn-
arfæri vill Röskva nýta.
Röskva skilar
stúdentum árangri
Eiríkur
Jónsson
Stúdentaráð
Þeir þrír grundvall-
arþættir sem áhrif hafa
á upphæð námslána,
segir Eiríkur Jónsson,
breyttust því allir til
hagsbóta fyrir náms-
menn.
Höfundur er formaður Stúdentaráðs
Háskóla Íslands.
NÝTT
Fæst í flestum apótekum
Innflytjandi: Pharmaco hf.
A
U
K
IN
V
EL
LÍÐAN
HVÍTAR
I
TE
N
N
U
R
Hreinni
og hvítari
tennur
W H I T E N I N G
Fyrir
gervitennur
K
O
R
T
E
R
CRESCENDO
MASCARA
AUGNHÁRALITUR SEM BYGGIR
AUGNHÁRIN UPP
NÁTTÚRULEG EÐA MIKILFENGLEG
Nýjung HR:
Ný lúxus formúla gerir þér kleift að byggja augnhárin
upp. Liturinn þekur hvert hár, lengir, sveigir og aðskilur.
Augnhárin styrkjast verulega (ótrúlega) við hverja stroku.
Náttúruleg eða mikilfengleg förðun.
Valið er þitt með Crescendo.
Kynning í dag, föstudag og laugardag á hágæða
snyrtivörum frá
Veglegir kaupaukar
Bankastræti,
sími 551 3140
Álfheimum 74,
sími 568 5170
Barnaskautar
(Smelluskautar)
Stærðir 29-36
Áður kr. 3.990
nú kr. 2.400
Skeifunni 11, sími 588 9890
Opið laugardaga frá kl. 11-15
40%
AFSLÁ
TTUR
Ú T S A
L AListskautarVinilHvítir: 28-44Svartir: 33-46Áður kr. 4.201
nú kr. 2.500
Hokkískautar
Reimaðir
Stærðir 37-46
Áður kr. 9.338
nú kr. 5.600
Smelluskautar
Stærðir 29-41
Áður kr. 4.989
nú kr. 2.993
Hokkískautar
Smelltir
Stærðir 36-46
Áður kr. 5.990
nú kr. 3.600
Listskautar
Leður
Hvítir: 31-41
Svartir: 36-45
Áður kr. 6.247
nú kr. 3.800