Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 15.02.2001, Qupperneq 48
UMRÆÐAN 48 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRABBAMEINSFÉLAGIÐ 50 ÁRA „ÞÚ ERT með krabbamein í blöðru- hálskirtli.“ Þessar fréttir fá á annað hundrað íslenskra karlmanna ár hvert en yfir 140 karlar greinast og um 40 deyja úr þessum sjúkdómi árlega. Rúmlega 900 ís- lenskir karlmenn sem fengið hafa krabbamein í blöðru- hálskirtil eru nú á lífi. Fæstir átta sig á að krabbamein eru margir ólíkir sjúk- dómar. Það á einnig við um krabbamein í blöðruháls- kirtli sem spannar allt frá því að finnast fyrir tilviljun og þarfnast aldrei meðferðar upp í það að leggja menn að velli á skömmum tíma. Að sama skapi er mikil breidd í þeirri meðferð sem boð- ið er upp á. Meðferðin byggist m.a. á stigi sjúkdóms og aldri sjúklings en hún er allt frá reglubundnu eftirliti eða horm- ónalyfjagjöf, til geislameðferðar eða skurðaðgerðar. Einkenni sjúkdómsins eru oft lítil og karlar leita helst til lækn- is vegna einkenna frá þvagfær- um sem oftast eru vegna góð- kynja stækkunar eða bólgu í blöðruhálskirtlinum. Algengustu einkennin eru þvagtregða, tíð þvaglát, ófullkomin blöðrutæm- ing og næturþvaglát. Nýgengi sjúkdómsins eykst Byrjað var að skrá krabba- mein á Íslandi árið 1955. Með- fylgjandi línurit sýnir hvernig fjöldi nýrra tilfella (nýgengi) blöðruhálskirtilskrabbameins hefur fimmfaldast á síðastliðnum fjórum áratugum á meðan fjöldi látinna hefur tvöfaldast. Þetta vekur óneitanlega spurninguna hverju þetta sætir en stór hluti skýringarinnar liggur í bættri greiningartækni á síðustu ára- tugum fremur en að sjúkdóm- urinn sé að breytast. Upp úr 1970 var t.d. byrjað að hefla blöðruhálskirtilinn með blöðrusjá vegna þvagteppu sem oftast staf- ar af góðkynja stækkun á kirtl- inum. Við þessar aðgerðir grein- ast í 10% tilvika krabbamein sem eru samhliða þessari góðkynja stækkun og slík krabbamein (huldumein) þarfnast venjulega ekki meðferðar. Á seinni hluta áttunda áratugarins voru síðan blóðpróf (PSA) tekin í almenna notkun sem ásamt bættri sýna- tökutækni gera læknum auðveld- ara fyrir að greina krabbamein- ið. Einnig má segja að karlmenn séu hin síðari ár meira á varð- bergi gagnvart sjúkdómnum en áður og leita því frekar til lækn- is. Blóðpróf (PSA) Blöðruhálskirtillinn gefur frá sér efni sem nefnist Prostate Specific Antigen (PSA) og þegar tókst að mæla þau með blóðprófi gjörbreyttist öll greining og eft- irlit með krabbameini í blöðru- hálskirtli. Blóðprófið er þó langt frá því að vera fullkomið þar sem um fjórðungur þeirra sem hafa krabbameinið geta haft eðlileg mæligildi á PSA og á sama hátt getur það einnig verið hækkað hjá heilbrigðum. Sífellt er unnið að því að betrumbæta þessa að- ferð til þess að auka áreiðanleika hennar. Arfgengi Rannsóknir á ættingjum sjúk- linga með blöðruhálskirtils- krabbamein hafa verið gerðar í samvinnu við erfðafræðinefnd Háskóla Íslands og Krabba- meinsskrá Krabbameinsfélags- ins. Talið er að sjúkdómurinn liggi í ættum í fimmta til tíunda hverju tilfelli þar sem einn eða fleiri nákomnir karlkyns ættingj- ar fá krabbamein í blöðruháls- kirtilinn. Almennt má segja að greinist maður með krabbamein í blöðruhálskirtli séu nákomnir karlkynsættingjar í um tvöfaldri áhættu á að fá sams konar mein. Hópleit Mjög umdeilt er meðal sér- fræðinga hvort hefja eigi hópleit að þessu krabbameini. Rökin sem mæla á móti leit eru meðal annars þau að krabbameinið kemur oftast á efri árum. Tveir þriðju allra þeirra sem greinast eru komnir yfir sjötugt. Margir deyja því með meinið fremur en af völdum þess. Við hópleit er einnig líklegt að krabbamein sem að öðrum kosti hefðu aldrei greinst (huldumein) kæmu „í leitirnar“ og kölluðu á óþarfa meðferð. Beðið er betri aðferða til þess að greina sjúkdóminn á frumstigi en ekki síður aðferða til að spá fyrir um sjúkdómsþróun í hverju tilviki svo bjóða megi þeim körl- um róttæka meðferð sem þarfn- ast hennar mest. Stuðningshópur Nýlega var stofnaður stuðn- ingshópur karla með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hópurinn hitt- ist fyrsta miðvikudag í hverjum mánuði klukkan 17 í húsi Krabbameinsfélagsins við Skóg- arhlíð í Reykjavík. Markmið hópsins er að miðla reynslu, fræða og styðja þá sem veikjast. Lokaorð Tilfellum krabbameins í blöðruhálskirtli hefur fjölgað til muna síðustu áratugi og ýmsar ástæður liggja þar að baki, bæði þekktar og óþekktar. Hið mik- ilvæga starf sem unnið hefur verið á Krabbameinsskránni ger- ir okkur kleift að rannsaka hvernig þessi sjúkdómur hefur hegðað sér á Íslandi í nærri hálfa öld. Ár Nýgengi Dánartíðni 56-60 14,7 8,3 61-65 19,5 6,4 66-70 25,9 13,4 71-75 33 12,1 76-80 34,7 10,2 81-85 46,9 17,9 86-90 60,1 19 91-95 69,2 19,3 96-99 74,4 Vargur í véum Eiríkur Jónsson Eiríkur er þvagfæraskurðlæknir og Jón er læknir. Þeir starfa á Landspítala – háskólasjúkrahúsi. Jón Tómasson Þegar krabbamein greinist í blöðruhálskirtli ræðst meðferð af út- breiðslu æxlisins en einnig er höfð hliðsjón af aldri og heilsu sjúk- lings. Kirtillinn (merktur með ör) er neðan við þvagblöðruna og um- lykur þvagrásina. Tilfellum krabbameins í blöðruhálskirtli, segja Eiríkur Jónsson og Jón Tómasson, hefur fjölgað til muna síðustu áratugi og ýmsar ástæður liggja þar að baki, bæði þekktar og óþekktar. ÉG GENG út frá því að öll viljum við börnunum okkar allt hið besta. Auðvelt er að halda fyrirlestra og tyggja upp formúlur um það hvernig eigi að nálgast börn og hvernig koma eigi fram við þau yfirleitt. Oft vill það reynast erfiðara þegar í hita leiksins er komið, þolinmæðin á þrotum og að því komið að sjóða upp úr. Það er því hæg- ara um að tala en í að komast. Hvernig nálgumst við börnin okkar? Gefum við börnunum okkar af tíma okkar? Sinnum við raunveru- legum þörfum þeirra? Lesum við fyrir þau? Lærum við með þeim? Leikum við við þau? Hlustum við á þau? Spjöllum við við þau um lífið og tilveruna, um landsins gagn og nauðsynjar á jafn- réttisgrundvelli og af áhuga, án for- dóma? Ræðum við við þau um sjálft lífið, frelsarann Jesú Krist? Biðjum við með þeim, kennum við þeim bæn- ir? Erum við raunverulegir vinir þeirra? Eða eru samskipti okkar við börnin okkar á svo miklum hraða og stressi að samskiptin verða aðeins í skeytastíl? Nálgumst við börnin okk- ar með skipunum? Er allt í óhagg- anlegum skorðum? Erum við sem foreldrar alltaf uppi á háa C? Reyn- um við að nálgast börnin okkar með því að hóta þeim? Ef þú gerir þetta ekki, þá... Eða, ef þú gerir þetta, þá... Ætlum við að berja okkar lífsskoð- anir inn í börnin okkar með hræðslu- áróðri og hótunum og yfirborðs- kenndri framkomu þar sem við leikum hlutverk hins falska? Prédik- arðu yfir barninu þínu, án þess að leyfa því að tjá sig, hafa skoðanir og spyrja? Ef svo er þá fullyrði ég að þú sért á gjörsamlega rangri leið í uppeldinu. Börn vilja fyrirmyndir Börn bæði þurfa og vilja fyrirmyndir. Við erum fyrirmyndir þeirra því þau líta upp til foreldra sinna. Ef við ætlum að vera vinir barnanna okkar og eignast trúnað þeirra og traust, þá verðum við að leggja á okkur vinnu. Við verðum að sinna þeim og gefa þeim af tíma okkar, láta þau hafa forgang, leyfa þeim að tjá skoð- anir sínar og hlusta á þau af þolin- mæði, svara spurningum þeirra, leika við þau, læra með þeim, lesa fyrir þau og biðja með þeim svo að- eins fáein atriði séu nefnd. Við þurfum að leyfa börnunum okkar að taka þátt í vonbrigðum okk- ar og sorgum, gleði, tímamótum og sigrum, að minnsta kosti upp að ein- hverju ákveðnu marki. Felum sem minnst fyrir þeim. Sýnum áhugamál- um þeirra áhuga, fylgjum þeim eftir, hvetjum þau og uppörvum, verum þátttakandur í því sem að þeirra áhugasviði snýr. Höfum þó ávallt í huga að barnið er barn og við foreldrarnir erum full- orðin og erum þar af leiðandi ábyrgð- arfullir uppalendur komandi kyn- slóðar. Börn hugsa, skynja og bregðast öðruvísi við en við sem fullorðin er- um. Þau hafa eðlilega ekki sama þroska og að því leytinu eru þau ekki sem fullkomnir jafningjar okkar. En við getum verið vinir þeirra, ómet- anlegir vinir, á forsendum hvors ann- ars, með þarfir og hlutverk hvors um sig í huga. Föllum ekki í þá gryfju gagnvart barninu og okkur sjálfum að láta líta svo út fyrir að við vitum alltaf alla hluti best og höfum vit á öllu á milli himins og jarðar. Verum mannleg, játum mistökin okkar og það að við höfum nú kannski ekki alltaf rétt fyr- ir okkur, þrátt fyrir allt. Þannig framkoma hjálpar barninu að feta sig áfram í lífinu með eðlilegum, mann- legum hætti, í þeirri vissu að hvorki það, þú, né nokkur annar sé óskeikull eða fullkominn. Fái barnið hið gagn- stæða á tilfinninguna eru það uppeld- isleg mistök, ákveðin skilaboð til barnsins, óþægileg skilaboð, fölsk mynd sem brýtur niður sjálfsmynd og sjálfstraust einstaklingsins. Slík skilaboð eru leiksýning, mynd af óraunverulegu lífi, mynd sem stenst ekki þegar til lengri tíma er litið, ekki þegar komið er út í alvöru lífsins. Foreldrar! Verum því bara mann- leg og eðlileg við börnin okkar og að sjálfsögðu heiðarleg og ábyrgðarfull. Mótun mannsins Bernsku- og æskuárin eru mikil- vægustu mótunarár mannsins. Lékstu við barnið þitt á meðan þú hafðir tíma til? Talaðirðu við barnið þitt? Hlustaðirðu á það? Svaraðirðu spurningum þess? Lærðirðu með því? Gafstu því af tíma þínum? Lastu fyrir það? Baðstu með því? Hvar er barnið þitt núna? Að reynast náungi barnanna okkar Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og fv. framkvæmdastjóri KFUM & K. Uppeldi Verum mannleg og eðli- leg við börnin okkar, segir Sigurbjörn Þorkelsson, og að sjálf- sögðu heiðarleg og ábyrgðarfull. FRÁBÆRAR SNYRTIVÖRUR Handsnyrtivörur frá = og Depend. Augabrúnaliturinn í bláu pökkunum frá Tana. Vax- og hitatæki til háreyðingar, háreyðingarkrem, vaxstrimlar og svitalyktareyðir frá Frábært verð og frábær árangur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.