Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 52

Morgunblaðið - 15.02.2001, Side 52
MINNINGAR 52 FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Emil JóhannMagnússon fæddist á Reyðar- firði 25. júlí 1921. Hann lést á Hrafn- istu í Hafnarfirði 8. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Rósa Sigurðar- dóttir, f. 6.11. 1898, d. 21.5. 1939, og Magnús Guðmunds- son, f. 23.4. 1893, d. 28.3. 1972. Emil var næstelstur systkina sinna en þau voru: Aagot, f. 12.8. 1919, d. 28.3. 1983; Torfhildur, f. 11.10. 1922; Aðalbjörg, f. 17.12. 1923; Stefanía, f. 17.12. 1923; Guðmund- ur, f. 9.1. 1926; Guðný, f. 16.5. 1927, og Sigurður, f. 2.6. 1928. Emil kvæntist 8. ágúst 1942 eft- irlifandi eiginkonu sinni Ágústu Kristínu Árnadóttur. Foreldrar hennar voru Aðalheiður Sigurðar- dóttir og Árni skipstjóri og útgerð- armaður í Vestmannaeyjum Finn- bogason. Börn Emils og Ágústu eru: 1) Aðalheiður Rósa, f. 25.3. 1942, gift Baldvini Magnússyni og búa þau í Garðabæ. Börn þeirra eru Magnús 8.1. 1947, sem þau ættleiddu af systur Ágústu, Ráðhildi, og manni hennar, Gísla Þorsteinssyni í Vest- mannaeyjum. Gísli Már er kvæntur Sigrúnu Valbergsdóttur og eiga þau tvö börn, Kára og Völu. Barna- barnabörnin eru 18. Emil stundaði sjómennsku ungur í Grindavík tvær vertíðir á opnum bátum og í Vestmannaeyjum hjá tengdaföður sínum. Hann útskrifaðist frá Versl- unarskóla Íslands 1942 og vann ýmis skrifstofustörf í Eyjum til árs- ins 1945. Þá ræðst hann til Kaup- félags Langnesinga og stofnar litlu síðar eigin verslun á Þórshöfn. Ár- ið 1952 flutti Emil með fjölskyldu sína til Grundarfjarðar þar sem hann starfaði lungann úr starfsæv- inni. Þar stofnaði hann með öðrum Verslunarfélagið Grund og keypti það litlu síðar og rak það með fjöl- skyldunni allar götur til ársins 1990. Emil tók þátt í stjórnmálum lengstum. Sat í flokksráði Sjálf- stæðisflokksins, var lengi formað- ur Sjálfstæðisfélags Eyrarsveitar og sat í sveitarstjórn. Hann var meðal stofnenda Sparisjóðs Eyrar- sveitar og fyrsti formaður stjórn- ar. Emil var mikill vinur Morgun- blaðsins og var fréttaritari þess í marga áratugi, fyrst á Þórshöfn og síðan í Grundarfirði. Síðustu árin eða frá 1991 bjuggu Emil og Ágústa í Garðabæ. Útför Emils fer fram frá Garða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. og Bjarney Björt. Að- alheiður á auk þess tvö börn af fyrra hjónabandi, Hrund og Drífu Óskarsdætur. 2) Árni Magnús, f. 14.4. 1943, kvæntur Þór- unni B. Sigurðardótt- ur og búa þau í Garða- bæ. Þeirra börn eru Orri, Arna og Ágústa Rós. 3) Aagot, f. 2.3. 1945, sambýlismaður hennar er Árni Þ. Sig- urðsson og búa þau á Sámsstöðum í Fljóts- hlíð. Börn hennar af fyrri hjónaböndum eru Ágústa og Ólafur Ingþórsbörn og Emilía Guðmundsdóttir. Guðmundur er látinn. 4) Hrund, f. 22.2. 1946, d. 10.6. 1953. 5) Ágústa Hrund, f. 5.1. 1948, sambýlismaður hennar er Gunnar Richter og búa þau í Reykjavík. Börn Ágústu Hrundar eru Gríma Guðmundsdóttir og Hrund Jónsdóttir. 6) Emil, f. 7.2. 1959, kvæntur Sigríði Erlu Jóns- dóttur og búa þau í Kaupmanna- höfn. Börn þeirra eru Monika og Una. Að auki eignuðust Emil og Ágústa son, Gísla Má Gíslason, f. Örlögin spinna mismunandi vef í lífi mannanna. Árið 1918 kom ungur maður, Magnús Guðmundsson frá Felli í Breiðdal, austur á Reyðarfjörð og gerðist starfsmaður hjá Rolf Johansen kaupmanni. Síðar þetta sama ár lagðist farþegaskip að bryggju á Reyðarfirði og þar um borð var ungt fólk á leið til Reykja- víkur í atvinnuleit. Þannig stóð á hjá kaupmannshjónunum, Rolf og Kitty, að þau vantaði vinnukonu til starfa á heimilinu. Kaupmaður biður Magnús að fara um borð og kanna, hvort í far- þegahópnum kynni að vera ung stúlka sem áhuga hefði á starfinu. Eftir stutta stund kemur Magnús til baka með fríða og föngulega stúlku sér við hlið. Hún kvaðst heita Rósa Sigurðardóttir og vera frá Seyðis- firði. Er ekki að orðlengja það, að kaupmaður ræður hana í vistina eins og sagt var í gamla daga. Hér var komin móðir okkar og hér spann ást- in sinn örlagavef í lífi þessa unga fólks. Bróðir minn, Emil Jóhann, var næstelstur af níu börnum foreldra minna. Átta komust á legg. Bói bróð- ir, eins og við Sigurður nefndum hann gjarnan og hann okkur á móti, var fimm árum eldri en ég og sjö ár- um eldri en Siggi og var því rétt- nefndur „stóri bróðir“ í okkar upp- vexti. Árin liðu og lífsbaráttan var hörð. Þótt atvinna væri stundum stopul voru það húsnæðismálin sem reyndust erfiðust úrlausnar. For- eldrar okkar munu hafa flutt sex sinnum á fyrstu 11 árunum í 20 ára sambúð sinni og deildu þá gjarnan 30-40 fermetra smáíbúðum með öðr- um fjölskyldum. Dæmi var um, að fólk byggi um tíma á pakkhúsloftum, í sjóhúsum og þannig mætti áfram halda. Þar kom, að tvær systur okkar voru teknar kornungar í fóstur og sú þriðja tímabundið. En fólkið lét basl- ið ekki smækka sig. Bjarsýni ríkti, fólkið hjálpaðist að og vinátta skap- aðist á milli fjölskyldna. Faðir okkar þótti með afbrigðum lipur afgreiðslu- maður og móðir okkar drýgði tekjur heimilisins með því að salta síld og stunda aðra fiskvinnslu, þegar til féll. Elstu systkinin, Aagot og Emil (Gotta og Bói), fóru fljótt að hjálpa til. Skal þess getið hér, að Emil fór til Grindavíkur rétt eftir ferminguna og reri þar á opnum bátum í tvær ver- tíðir. Sýnir það vel óbilandi dugnað hans og áræði. Námshæfileikar Em- ils komu fljótt í ljós og á fullnaðar- prófi kvaddi hann skólann sinn með ágætiseinkunn. En stoltastur var ég af honum, þegar hann 15 ára gamall var kjörinn formaður í nýstofnuðu ungmennafélagi staðarins, 27. des. 1936. Og ekki minnkaði hrifningin, þegar hann boðaði trúlega til fyrsta stjórnarfundarins í litlu stofunni heima í Bifröst. Með honum í stjórn- inni voru Páll Beck og Margrét Þor- steinsdóttir. Mér fannst eins og rík- isstjórnin væri að halda fund! Þetta voru glæsileg ungmenni sem ýttu félaginu úr vör og ruddu brautina fyrstu árin. En ekki skal því gleymt, að á bak við þau stóð barnakennarinn góði, Sigfús Jóelsson. Þriggja ára formennska Emils í Ungmennafélag- inu Val reyndist honum góður skóli. Hann þjálfaðist í ræðumennsku, flutti erindi, bar fram tillögur í ýms- um málum og hvatti aðra að taka til máls á fundum. Hann kveður á fundi í félaginu í október 1939 og segist vera að fara til Reykjavíkur til náms. Þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður, fá- tækt og basl, skyldi ekkert koma í veg fyrir áframhaldandi menntun og þarna er hann að boða för sína í Verslunarskólann. En hverfum nú eitt ár til baka. Snemmsumars 1938 kemur til Reyð- arfjarðar ung og glæsileg stúlka, Ágústa Árnadóttir, og er á leiðinni til Vopnafjarðar í kaupavinnu. Hún bíð- ur eftir ferð norður hjá uppeldissyst- ur móður sinnar, Pálínu Þorsteins- dóttur í Odda, og var mikill og góður samgangur á milli hennar fjölskyldu og okkar. Bói hittir ungu stúlkuna á förnum vegi, tekur hana tali og verð- ur býsna starsýnt á hana, spyr, hvort hún ætli ekki að koma á ballið sem verði í skólanum í kvöld. Nei, það gæti hún ekki, hún þyrfti að hitta systur sína, Ráðhildi, sem dveldi upp á Hallormsstað. En ástin lætur ekki að sér hæða, hún slær sinn vef með sínum hætti. Um haustið er Gústa á leiðinni heim með strandferðaskipi, það siglir inn fjörðinn að kvöldlagi og staldrar við fram yfir miðnætti. Stundum var slegið upp dansleikjum við skipakomur en þetta kvöld var Kvenfélagsball í skólanum! Ætli megi ekki segja, að hér hafi þau Gústa og Bói dansað inn í sína rúm- lega 60 ára samveru. Hann spurði, hvort hún gæti ekki útvegað sér vinnu í Vestmannaeyjum og hún kvað það vera auðvelt. Skömmu síðar var piltur orðinn háseti á „Vininum“, báti Árna Finnbogasonar, föður Gústu. Hér var teningnum kastað í lífi þeirra beggja. Döpur var heimkoma bróður míns vorið á eftir. Ský hafði dregið fyrir sólu í lífi okkar, þegar móðir okkar lést 21. maí 1939. Því áfalli verður ekki með orðum lýst. Ég hafði fermst þremur dögum áður. Ég hugsaði mikið um dauðann og átti bágt með að sætta mig við, að fertug kona í blóma lífsins þyrfti að deyja svona fljótt. Nú var gott að eiga stóra bróð- ur að. Einhvern veginn skynjaði hann hugarástand mitt og dag einn segir hann: „Við skulum hjóla inn í land og spjalla saman.“ Mér er þessi stund minnisstæð. Hann talaði við mig sem jafningja, ræddi um lífið og tilveruna og sagði, að við ættum að vera duglegir og rólegir og hjálpa þannig yngri systkinum okkar. Hann skírskotaði þannig til ábyrgðar minnar og mér leið betur eftir þetta samtal. Hann kvað augljóst, að heim- ilið myndi leggjast af innan tíðar og þá yrði hver og einn að bjarga sér sem best hann gæti. Þannig talaði hann kjark í mig og ég sá framtíðina í bjartara ljósi, þrátt fyrir allt. Emil lauk prófi frá Verslunarskólanum vorið 1942. Hann tók þátt í félagslífi skólans og þótti vel liðtækur í kapp- ræðum á málfundum. Stjórnmál voru ofarlega á baugi og hann var alla tíð einarður fylgismaður Sjálfstæðis- flokksins. Eitthvað hefur gengið á á milli hans og Guðmundar J. Guð- mundssonar á stjórnmálafundi vorið 1953 á Grundarfirði. Guðmundur segir í ævisögu sinni: „Hann var ein- hver skæðasti ræðumaður sem ég hef lent í um dagana. Ég hafði ekkert í hann að gera. Emil var Austfirð- ingur að uppruna, útskrifaður úr Verslunarskólanum og drengskapar- maður.“ Drengilega mælt. Í Vest- mannaeyjum vann Emil við skrif- stofustörf bæði í samkomuhúsinu (Höllinni) og hjá Ísfisksamlagi Vest- manneyja. Árið 1945 flytur fjölskyld- an til Þórshafnar og vinnur Emil fyrst hjá Kaupfélaginu, setti síðan á stofn verslun í gömlum verlsunar- húsum Örums og Wulfs. Eftir sjö ára dvöl á Þórshöfn fluttu þau til Grund- arfjarðar og áttu þar heima í um það bil 40 ár. Við andlát bróður míns hrannast minningarnar upp líkt og myndir á tjaldi. Hann var einstaklega ljúfur maður, sjóðnæmur fyrir því skondna í tilverunni, húmoristi sem sagði vel frá og naut góðra frásagna annarra. Hann var hrókur alls fagnaðar í vina- hópi og bæði voru þau hjón höfðingj- ar heim að sækja. Hann var vel les- inn og átti gott bókasafn og því var það honum mikið áfall, þegar honum dapraðist sjónin það mikið skömmu fyrir sjötugsafmæli hans, að hann gat ekki lengur lesið sér til gagns. Samfundum okkar fjölgaði eftir að fjölskyldan flutti í Grundarfjörð og þeirra tíma finnst okkur Önnu gott að minnast. Síðustu sjö ár voru erfið í lífi Emils vegna mikilla veikinda hans. Fjölskyldan hefur staðið þétt við hlið hans, hlúð að honum og stutt hann eftir bestu getu. Þá ber að þakka frábæra alúð og umönnun starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig, Gústa mín, og fjölskyldu þína alla. Megi bróðir minn blessaður eiga bjarta og hlýja heimvon í himnasöl- um. Blessuð sé minning hans. Guðmundur Magnússon. Sofinn er fífill fagr í haga, mús undir mosa, már á báru, lauf á limi, ljós í lofti, hjörtr á heiði, en í hafi fiskar. (Úr ísl. þjóðvísum og Magnúsarkveðu eftir Jónas Hallgr.) Emil tengdafaðir minn er dáinn, sá mæti sómamaður. Hugurinn reik- ar nokkra áratugi aftur í tímann. Ég er ung stúlka úr sunnlenskri sveit á leið vestur í Grundarfjörð, að vori til, þar sem ég ætla að vinna í búðinni hjá honum um sumarið og búa inni á heimili hans og Gústu ásamt Árna kærastanum mínum. Það er skemmst frá því að segja að mér var tekið opnum örmum og eins og einni af fjölskyldunni. Alla tíð síðan sýndu þau mér og öllu mínu fólki mikla vin- áttu. Fyrir það verð ég þeim ævin- lega þakklát. Þetta var árið 1963 og Emil í blóma lífsins. Hann rak þá verslun á Nesvegi 5 og íbúðin þeirra var á hæðinni fyrir ofan. Þau voru samhent í því að eiga fallegt heimili og innan veggja þess var það fyrir- myndarhúsmóðirin Ágústa sem sá um öll húsverk. Það var alltaf góður matur, mikið bakað og ryksugan allt- af í gangi. Emil gantaðist oft með það að ef hann ætti einhverntímann eftir að reisa Gústu minnismerki þá yrði það ryksuga í risastærð. Hann átti kynstrin öll af bókum og það voru aldrei vandræði með að velja handa honum jólagjafir eða gjafir af öðru tilefni.Við gefum pabba auðvitað bók, var viðkvæðið hjá systkinunum ef þau mál bar á góma. Halldór Lax- ness var í miklu uppáhaldi hjá honum og bækurnar hans las hann afturá- bak og áfram. Hann las líka mikið af ævisögum og var fróður um menn og málefni. Hann hafði ótrúlega góða og skemmtilega frásagnarhæfileika og var oft setið við eldhúsborðið síð- kvöldin löng þar sem hann sagði okk- ur frá ýmsu sem hann hafði verið að lesa eða hafði heyrt í útvarpinu. Ég dáðist að þessum hæfileikum hans og góða minninu sem hann hafði. Þetta var á þeim tímum þegar enn tíðkaðist að hafa kvöldkaffi með bakkelsi þar sem öll fjölskyldan kom saman. „Áð- ur sat ítur með glöðum og orðum vel skipti,“ kvað Jónas Hallgrímsson í minningarljóði um Bjarna Thoraren- sen. Þessi ljóðlína kemur mér í hug nú er ég lít til baka. Mér er líka minn- isstætt hve miklir sóldýrkendur þau voru, hjónin. Emil átti það jafnvel til á heitum sumardögum að loka búð- inni „vegna veðurs“ og þá var bara lagst í sólbað. Þetta var æði ólíkt því sem við gerðum í Fljótshlíðinni því heitir sumardagar þar minna mig á heyskap og ilmandi töðu. En allt var þetta öðruvísi á Snæfellsnesi eins og séra Árni Þórarinsson sagði í ævi- sögu sinni. Emil og Ágústa fóru margar ferðir til útlanda sem var alls ekki svo algengt á þessum árum. Þau sigldu m.a. með Lagarfossi um Norð- urlönd, heimsóttu Gunsu systur hans í Ameríku, fóru nokkrar ferðir til Flórída og Hawaí og komu svo alltaf kaffibrún og falleg til baka. Árið 1968 byggðu þeir feðgar Emil og Árni nýtt verslunarhús við Grundargötu. Þetta var glæsileg verslun, svonefnd kjör- búð, og stjórnaði Emil þar innanbúð- ar af sinni alkunnu röggsemi. Lengst af hafði hann Lillu dóttur sína sér til fulltingis í versluninni ásamt öðru góðu starfsfólki, bæði innan og utan fjölskyldunnar. Hann afgreiddi kost- inn í bátana á methraða, sagaði kjöt- skrokkana af mikilli fimi og gaf sér þar að auki drjúgan tíma í að spjalla og glettast við viðskiptavinina. Öllum fannst gaman að koma í búðina til Emils vegna þess hve hress og skraf- hreifinn hann var. Ég held jafnvel að hann hafi haft heilmikil áhrif á hvað keypt var í matinn á sumum heim- ilum. Eins lét hann sig varða ef hann sá fólk taka einhvern óþarfa og setja í innkaupakörfurnar sínar. Þá ein- faldlega tók hann það upp úr körf- unum, lét það upp í hillu aftur og sagði: „Þú hefur ekkert við þetta að gera.“ Mér finnst eins og Emil hafi verið kaupmaður af lífi og sál og not- ið starfsins. Í minningunni sé ég hann fyrir mér í bláa búðarsloppnum sínum, fattan og snöggan í hreyfing- um og með spaugsyrði á vörum. Árið 1981 byggðu þau hjónin sér nýtt og glæsilegt einbýlishús í Sæbóli 20 og áttu þau þar að ég hygg sín bestu ár. Þar blasti sjálft Kirkjufellið við þeim út um stofugluggann og held ég að fegurra útsýni sé tæplega til. Emil rómaði oft fegurð Grundarfjarðar og það má með sanni segja að hann hafi skotið þar rótum og hvergi annars staðar viljað vera. Þar eignuðust þau góða og trygga vini. Þegar öll börnin þeirra voru flutt þaðan tóku þau sig upp líka og keyptu sér íbúð í Garða- bæ. Þangað var alltaf gott að koma og ég get fullyrt það að hann var okk- ur tengdabörnunum sem besti faðir. Barnabörnin hans eiga líka góðar og skemmtilegar minningar um hann. Fyrir tæpum sex árum varð Emil fyrir þeirri þungbæru reynslu að fá heilablóðfall. Síðan þá hefur hann legið rúmfastur á Hrafnistu í Hafn- arfirði. Þótt hann hafi átt erfitt með að tjá sig og ruglast í tíma og rúmi var það ótrúlega oft sem við hittum fyrir okkar gamla, góða Emil með glettin tilsvör sem hittu í mark. Gústa og börnin hans hafa annast hann af stakri ástúð og seint verður starfsfólki Hrafnistu fullþakkað fyrir umönnunarstörfin. Að leiðarlokum þakka ég Emil tengdaföður mínum samfylgdina sem aldrei bar skugga á og bið góðan Guð að vaka yfir honum og öllum ástvinum hans. Hægur er dúr á daggarnótt. Dreymi þig ljósið, sofðu rótt. (Jónas Hallgr.) Þórunn Sigurðardóttir. Kæri tengdapabbi og afi. Það eru margs konar tilfinningar sem fylgja því að skrifa til þín litla lokakveðju. Sorg, gleði, þakklæti, vellíðan og söknuður svo einhverjar séu nefnd- ar. Það fylgir sorg þessu tómarúmi sem myndast þegar þú hefur nú end- anlega kvatt. Og þótt þú hafir fyrir nokkrum árum kvatt samfélagið, þá finna sér mörg tár leið fram í augun á þessari stundu. Þessi tár tilheyra líka gleðinni, þessari gagnstæðu tilfinn- ingu sem samt er svo samofin sorg- inni okkar í þessari kveðju. Við erum glaðar yfir því að þú ert frjáls aftur, laus við langan og þrautafullan að- draganda, og þú tekur án efa þátt í þeirri gleði okkar. Þakklæti fylgir hér með, mikið af því. Þakkir fyrir dásamlega viðkynn- ingu og samfylgd. Þakkir fyrir að hafa átt ykkur ömmu Gústu að, ykk- ur svona hlý, notaleg og glæsileg. Þessu fylgir líka stolt yfir að hafa verið partur af þínu lífi, finna þitt stolt yfir okkur og þínu fólki. Því þú varst stoltur maður og máttir svo sannarlega vera. Ég læt öðrum eftir að tíunda þitt glæsilega ævistarf, og þegar það er gert fyllumst við öll stolti, þú vonandi ekki síst. Við finnum vellíðan fyrir þína hönd og á sama tíma söknum við þín. Við söknum þess yndislega tíma þegar þú og amma Gústa tókuð okkur í fangið í Sæbólinu í Grundó. Við sökn- um þess líka þegar þú sast í stólnum við gluggann og sagðir frá skrítnum körlum og uppákomum, enda fundvís og minnugur á skemmtilegar frá- sagnir. Jafnvel eftir að skammtíma- minni þitt brást áttirðu enn til skondnar tilvitnanir og bros. Þetta bros gaf til kynna að þú áttir góðar minningar. Og þær hefurðu nú gefið okkur. Þetta eru góðar minningar um skemmtilega höfðingja, sem voru samferðamenn þínir, en þannig verð- ur einmitt minningin um þig. Einn af körlunum í „plássinu“, höfðingi, haf- sjór af fróðleik, fallegur og elskurík- ur. Það verður gott að eiga minn- inguna um þig, elsku afi Bói. Vertu sæll og Guð geymi þig. Erla, Una og Monika. Emil Magnússon kaupmaður, Grundarfirði, hefur nú kvatt, eftir langverandi veikindi. Emil var mjög skemmtilegur maður í viðkynningu og var oftast nær grunnt á kímninni hjá honum. Hann var mjög duglegur maður og var framkoma hans í Versl- uninni Grund, Grundarfirði, sem hann átti og rak, mjög hressandi, enda hafði hann lag á að tala við alla og hef ég trú á að hann hafi oft verið EMIL JÓHANN MAGNÚSSON

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.